Morgunblaðið - 17.01.1960, Side 2

Morgunblaðið - 17.01.1960, Side 2
« MOR CVNTtT. 4 ÐIÐ Sunnudagur 17. jan. 1959 Fyrsta konan við Háskóla ver dokíorsritgerð Islands KLUKKAN 2 e. h. í gser varði Selma Jónsdóttir listfræðingur doktorsritgerð sína um býzanzka dómsdagsmynd frá Flatatungu, í hátíðasal Háskólans, að viðstödd um forseta íslands, háskólarekt- or o. fl., og hlaut fyrir nafnbót- ina doctor philosophiae. Var sal- urinn þéttskipaður áheyrend- um, bæði niðri og uppi, og urðu margir að standa. Andmælend- ur voru dr. Kristján Eldjárn og <L. Francis Wormald. Athöfninni stjórnaði deildar- forseti heimspekideildar, dr. Guðni Jónsson prófessor. Gat hann þess í upphafi að doktors- vörnin, sem nú færi fram, væri viðburður, sem geymast mundi í annálum skólans, þar eð dokt- orsefnið væri fyrsta konan, sem hefur varið rifgerð við Háskóla íslands frá upphafi. Kvað hann þsjá sérfróða menn hafa rannsak að vísindalegt gildi ritgerðarinn ar, þá dr. Kristján Eldjárn, próf. Magnús Má Lárusson og dr. Francis Wormald, prófessor við háskólann í London og þeir allir verið á einu máli um að ritgerð in væri þess verð að hún yrði tekin gild til doktorsvarnar. — Væri ritgerðin komin út á ís- lenzku, og mánuður liðinn frá birtingu hennar, eins og lög gera ráð fyrir, og geti því vörn- in farið fram. Doktorsefnið sagði í upphafi nokkur orð. Kvaðst Selma alltaf hafa haft yndi af miðaldalist, enda kynnt sér hana sérstakega á námsárunum, lýsti hún því síð an hvernig hún hefði fyrst séð líkingu með fjölunum frá Bjarnastaðahlíð, sem hanga í Þjóðminjasafninu, og mynd af byzönzkum dómsdegi ' dómkirkj- unni í Torcello á ítalíu og síðan fundið nokkrar dómsdagsmynd- ii á söfnum erlendis, sem styrktu þann grun. Byzönzk dómsdagsmynd í ritgerðinni gerir Selma Jóns dóttir grein fyrir árangrinum af rannsóknum sínum og tilraunum til að tengja myndskurðinn á Bjarnastaðahlíðarfjöiunum er- lendri myndlist. Kemst hún að Adenauer Framh. af bls. 1. stendur á bak þið þá með öllu sínu veldi. Þeir hafa mína ábyrgð á þessum orðum“. í fregnum frá Saarbruck m segir, aS þýzki Ríkisflokkurinn hafi boðað til tveggja funda í Saar um þessa helgi, en ríkisyfir völdin bannað, að þeir yrðu haldn ir og hafi nú flokkurinn skotið málinu fyrir dómstólinn í Saar. — Flokkurinn liggur nú undir rannsókn fyrir stjórnarskrárbrot og nazisma. • Mótmælaganga. Ýmsir flokkar, verkalýðsfélög og æskulýðsfélög höfðu ákveðið mótmælagöngu gegn flokknum áður en tilkynnt var um fund- arbannið. Verður sú ganga nú farin til að mótmæla uppvakr.- ingu nazismans og Gyðingaárás- anna. Talsmaður ríkisflokksins kvaðst bjartsýnn á að banninu yrði af- létt og vitnaði í það að ekki tókst að banna fundi flokksins í Rínarhéruðunum um síðustu helgi. Meðal ræðumgnna, sem áttu að ávarpa fundinn í dag, var Hans Ulrich-Rudel, sem var fltig maður í síðustu heimsstyrjöid, einasti maðurinn, sem sæmdur var æðsta heiðursmerki Þjóð- verja fyrir hugrekki. Adolf von Thadden, sem áður var foringi í Hitlersæskunni, en er núna einn af stjórneudum Ríkisflokksins, átti að ávarpa fund, sem halda átti á morgun í Saarlouis. þeirri niðurstöðu með saman- burði á fjölunum og dómsdags- myndium frá 11. og 12. öld, að á þeim sé hluti af byzanzkri dómsdagsmynd. Er þetta mjög merkilegt, þar eð örfáar slíkar myndir hafa fundizt í Vestur- Evrópu, og engar svona norðan- lega. Kveður hún stíleinkennin á Bjarnastaðahlíðarfjölunum í nánum skyldleika við list þá, er var í Monte Cassino á dögum Desideriusar ábóta á síðari hluta 11. aldar. Leiðir hún getum að því, að fyrirmyndin hafi borizt hingað með þrem ermskum bisk- upum, er Ari fróði segir frá, og þt mynd hafi ísl. listamaður síðan notað sem fyrirmynd að býzanzkri dómsdagsmynd í Flatatunguskálann, og fjalirnar séu úr honum. Um eðalstein að ræða Andmælendur luku lofsorði á ritgerðina í heild, en gagnrýndu ýms atriði í henni, eins og vera ber. Dr. Wormald sagði að það væri ekki á hverjum degi sem svo göm ul listaverk fyndust, hvað þá svona langt frá þeim stöðum, Skjaldarglíma r Annanns SKJALDARGLÍMA ÁRMANNS verður háð í íþróttahúsinu að Há logalandi, mánudaginn 1. febr. Keppt verður þar um Ármanns- skjöldinn, sem er gefinn af Egg- ert Kristjánssyni, stórkaupm., handhafi hans er Ármann J. Lárusson, Ungmennafélagi Rvík- ur. Keppendur í glímunni skulu gefa sig skriflega fram við stjórn glímudeildar Ármanns fyrir 25. jan. n. k. í pósthólf 1086. sem búast mætti við þeim. Gat hann þess, að til hefðu verið tvær tegundir af dómsdagsmynd um. Sú austræna fluttist sjaldan í vestur og hann vissi ekki til að sú vestræna hefði farið austur á bóginn. Dr. Kristján Eldjárn sagði m. a., að hingað til hefði engum skilizt að hér væri um eðalsteina að ræða, þar sem þessar fjalir eru, og enginn reynt að ganga úr skugga um að svo væri. Kvað hann ritgerð þessa opna alveg nýja sýn og það msundu áreiðan- lega þykja merk tíðindi erlendis, er það spyrðist að hér hafi verið býzönzk dómsdagsmynd. Og óvíst væri hve langur Þyrnirós- arsvefn myndarinnar hefði orð- ið, ef verk Selmu Jónsdóttur hefði ekki komið til. Eftir að sókn og vöm hafði fram farið, fóru dómendur afsíð- is og komu eftir skamma stund aftur með úrskurð sinn um að vörnin hefði verið tekin gild. Fór of snemma( á fætur París, 16. jan. (Reuter).( Francoise-Sagan, skáldkon-/ \ an heimsþekkta, er mesti nátt/ .hrafn, en maður hennar, bóka) 'útgefandinn Guy Schöller, ei) )hestamaður mikill og fer eld- )snemma á fætur á morgnana,( \til að komast á hestbak. Af-/ .leiðingin hefur orðið sú, að) þau hafa nú ákveðið að ski-lja.' „Ég fór í rúmið kl. 4 á( ) morgnana, hann á fætur kl.( )7 til að fara á hestbak", sagði, ÍSagan við blaðamenn. „Við' 'höfum tekið ákvörðun, og þið' )megið trúa því að mér þykir( )þetta leiðinlegt, en við gátum( \ ekki haldið svona áfram“. Francoise Sagan bætti því) 1 við, að sér fyndist hjónaband( ) og böm hið eftirsóknarverð- )asta í lífinu — og kvaðst/ \mundu byrja upp á nýtt. —, Kommúnisti handtekinn fyrir ný-nazisma Sumarvatn í Skeiðará í GÆR var komið sumarvatn í Skeiðará og hafði vaxið talsvert í ánni í fyrrinótt, samkvæmt fréttum frá Ragnari bónda í Skaftafelli. Þykir það merkilegt að hlaup skuli koma í Grímsvötnin svona um hávetur, en á því er ekki lengur vafi að svo er. BERLÍN 16. jan. (Reuter). Lög- reglan í Vestur-Berlín hefur handtekið 22ja ára gamlan njósn ara kommúnlsta, sem í sex mán uði hefur verið einn af stjóm- endum æskulýðsfélags, sem bann að var í Berlín vegna nazisma. Atti njósnarinn, Bernhard Schlottman, að gefa austur- þýzka öryggismálaráðuneytinu skýrslu, um meðlimi þjóðernis- félags stúdenta. Eftir að lögregl an hafði handtekið nokkra með- limi félaglsins á útifundi í einum af almenningsgörðum vestur- Berlínar sunnudagskvöldið 3. janúar, fékk Schlottman fyrir- skipanir um að flýja til Austur- Berlínar. Þetta gerði Schlottman 6. jan. s. 1., en sneri aftur til vestur Berlínar hinn 13. og gaf sig fram við lögregluna daginn eftir. Tu«milljóna tjón AMSTERDAM, Hollandi, 16. jan. (Reuter). — Risastórar dælur hófu í dag að dæla sjónum burt af flóðasvæðinu í úthverfi Amst erdam, þar sem heimili 11.250 manna hafa legið undir vatni síð an á fimmtudag. Reiknað er með að það taki ur' fimm daga að þurrausa svæð ið, og að nokkrar vikur til við- bótar muni líða áður en allsiherj ar hreinsun er lokið og íbúarn- ir geta flutt inn að nýju. Þótt tjónið sé metið í milljónum doll- ara, munu hollenzk tryggingarfé lög engar bætur greiða. Síðan flóð í suður-Hollandi urðu 1835 skrifstofa bæjarverkfræðings manns að bana fyrir sjö árum, gatnahreinsunina svo og sorp- I hefur ekki verið unnt að tryggja Bæjarverkfræð- in»ur anuast alla hreinsun Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn var samþykkt að fela bæjarverkfræðingi að sjá um alla þá hreinsun, sem bær- inn þarf að sjá um. Áður hafði hreinsunina. I sig gegn þeirri hættu. NA /5 hnúfar y/ SV 50 hnútar X Snjókoma > ÚSi \7 Skúrir K Þrumur 'W,%, KuldaskH Zs* HihskH H Hcti 1 Kuldaskil yfir íslandi I DAG liggja kuldaskil frá Breiðafirði suð-austur um Hornafjörð og verður vestan- átt með 5 stiga hita sunnan þeirra, en hæg norðanátt með tveggja stiga frosti að norðan. Fyrir sunnan landið er enn sem fyrr háþrýstisvæði og hlýindi, en hins vegar er kalt háþrýstisvæði yfir N-Græn- land og er 33 stiga frost í Meistaravík. Um vestanverða Evrópu er norðanátt og kalt í veðri, t.d. 5—6 stiga frost í Frakklandi. Við Labrador er djúp lægð- armiðja og SA-rok milli henn ar og S-Grænlands. ......... Veðurútlit kl. 8 í gærkvöldi: SV-land og Faxaflói: Vestan- átt og þíðviðri fram eftir nóttu, en síðan NA-átt, senni- lega með dálítilli snjókomu. Breiðaf jörður til Austf jarða: NA-kaldi, sumstaðar lítilshátt- ar snjókoma og 3—6 stiga frost. SA-land: N- og NA-kaldi, léttskýjað. Tengdasonur keisarans — sendiherra? TEHERAN, 16. jan. (Reuter). — Talið er, að Ardestir Zahedi, tengdasonur íranskeisara, verði skipaður sendiherra írans í Bandaríkjunum á næstunni. — Zahedi, sem er 31 árs gamall, er kvæntur Shahna prinsessu, sem er eina barn keisarans. Móðir hennar er Fawzia, systir Farúks, fyrrum Egyptalandskonungs, en hún var fyrsta kona keisarans. Ættu að hljóta dauðadóm REUTER, 16. jan. — Þrír unglingar í New York, sem ásakaðir eru um tilraun til að stofna félag gegn Gyðing- um, voru í gær kærðir Cyrir landráð samkvæmt lögum er heimila dauðarefsingu. Unglingarnir, sem eru 21, 20 og 16 ára gamlir, voru fyrst ákærðir fyrir ólöglegar fyrirætlanir, en dómarinn, Milton Solomon fyrirskipaði að þeim yrði haldið fyrir landráð. — „Mér finnst tíma bært að þessir drengir, sem hafa í hyggju styrjöld gegn þjóðfélaginu og ríkisstjórn- inni, verði dæmdir til dauða“, sagði dóbarinn. Eden enn sama sinnis um Súez LONDON, 16. jan. — Sir Ant- hony Eden hefir sagt í sjónvarps- viðtali í Bandaríkjunum, að hann hafi ekki breytt um skoð- un varðandi átökin við Súez fyrir þrem árum. Hann sagði, að gott hefði leitt af íhlutun Breta og Frakka þar, a. m. k. að einu leyti: Að Sameinuðu þjóðirnar hefðu þá sýnt, að þær væru annað og meira en vett- vangur umræðna, er þær hefðu sent alþjóðlegt lögreglulið sitt a vettvang. Eden var spurður um nýlendu- stefnuna og áhrif hennar í heim- inum ídag. Lét hann svo um mælt, að Sovétríkin væru í raun og veru eina nýlenduveldið í heiminum nú. Mikill föp;iiuðiir í héraðiuu ÞÚFUM, 14. jan. — Hér er blíð- skaparveður daglega og snjó- laust í byggð. Margir rækjubát- ar eru á veiðum í Djúpinu, en sækja nú innar í Djúpið til veiða en undanfarið. A veiðistöðvum í útdjúpinu er róið daglega. — Sækja bátamir alllangt út af Homi og fiska allvel, eða frá 4—5 upp í 10—12 lestir í róðri, og einstaka bátar fá meiri afla með köflum. Nokkrir bátar geta ekki byrjað fyrir mannleysi. — Von var á Færeyingum, sem ekki eru komnir. Mikill fögnuður varð í hérað- inu er fregnin barst um, að Úr- anus væri kominn fram. — P. P. Aldrei meira byggt á Akureyri AKUREYRI, 15. jan. — Sam- kvæmt upplýsingum bygginga- meistara hefur aldrei verið byggt jafnmikið hér á Akureyri og á síðastl. ári. Á þessu mikla byggingaári höfðu 50 hús með 89 íbúðum ver- ið fullgerð. Undir þak höfðu komizt 61 hús, með 106 íbúðum. Þá var byrjað á 36 íbúðum. — Eru þessar byggingar mun meiri en fólksfjölguninni í bæn- um nemur. __JOB.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.