Morgunblaðið - 17.01.1960, Side 3

Morgunblaðið - 17.01.1960, Side 3
Sunnudagur 17. jan. 1959 MonnTiiyni AfíiÐ 3 Sr. Óskar J. Þorláksson: Hvað er kristindómur? Séð norður Mýrdalsjökul, yfir Kötlusvæðið, þarsem skriðjökullinn fellur fram þrengsli. Greina má Kötlukolla og sigdældirnar frá 1955 á miðrimyndinni. Svarti kletturinn til hægri er nefnd- ur Barði. (Ljósm. Mag. Jóh.) Katla gaus ekki þótt blaðakonan liti hana augum i. „Veriö meö sama hugarfari og Jesús Kristur var“. (Fil:2.) ÞAÐ ætti að virðast óþarfi að varpa fram þeirri spurningu, sem hér er gert, í kristnu þjóð- félagi, sem búið hefur við krist- in sið um aldaraðir. En víst er það að oft hafa menn velt þess- ari spurningu fyrir sér og svar- að henni á ýmsa vegu, og meir að segja hafa hinar fjölmörgu mismunandi kirkjudeildir kristn innar orðið til sem svör við henni. Marteinn Lúther var t. d. ekki ónægður með túlkun kaþólsku kirkjunnar á sannindum kristin- dómsins um sína daga, og fram- komu kirkjunnar manna, þess vegna kom hann siðbótinni af stað. Það voru heldur ekki allir ánægðir með túlkun Lúthers í trúarefnum, um það bera vitni hinar mörgu kirkjudeildir mót- mælenda á vorum dögum. Þess vegna er það engin fjar- stæða að hugsa í alvöru um þessa spurningu og gera sér grein fyr- ir því, hver sé kjarni þeirrar trúar, sem vér játum. Þá kemur I það ef til vill í ljós, að það er KATLA hét kerling ein, forn í skapi. Hún var á Kirkjubæj arklaustri. Segir sagan, að henni hafi eitt sinn sinnazt við smalann, sem hét Barði, og hún drepið hann í sýru- keri. Þegar kom fram á vet- ur og lækka tók í kerinu, fór hún að tauta: „Senn bólar á Barða“. Loks var kerling orð- in svo hrædd, að dag einn hljóp hún frá Klaustri og upp í Mýrdalsjökul og stakk sér í Kötlugjá. Nokkrum dögum seinna gaus Katla í fyrsta sinn. Það var því ofur eðlilegt að ritstjórinn sendi blaðakonu, til að líta eftir því hvort Katla gamla væri nokkuð far- in að hiugsa til hreyfings á ný. Það var hvort sem er kven- maður, -em kom þessu öllu af stað í upphafi. E. t. v. hef- ur hann vonað, að Kötlu dyggði að sjá kvenmann, til að spú eldi á ný, og Mbl. yrði fyrst með fréttina. Var dældin fyrirboði? Tilefni ferðarinnar var það að í ágústmánuði síðastliðn- um sóst úr lofti svolítil dæld í Mýrdalsjökul á Kötlusvæð- inu, norðan við dældirnar tvær, sem mynduðust af hlaupinu 1955. Sigurður Þór- arinsson og aðrir jöklarann- sóknarmenn höfðu síðan haft mikinn hug á að athuga hvort þetta væri e. t. v. byrjun á gosi. Dældin var norðarlega, og talið er að þegar hún mynd aðist hafi komið vöxtur í Leirá, sem kemur austan und- an jöklinum og rennur í Hólsá. — En skömmu eftir þetta byrj uðu rigningarnar og hafa ekki verið margir heiðir dag- ar síðan — fyrr en síðastlið- inn fimmtudag. Þá flugum við inn yfir jökulinn í lítilli Cessnaflugvél frá Flugskól- anum Þyt, Sigurður Þórarins son, Magnús Jóhannsson, blaðakona Mbl. og flugmaður- inn Reynir Eiríksson. Það var ákaflega heiðskírt og tært loft þennan dag. Við flugum yfir Eyjafjallajökul og gægðumst niður í fallega hringlaga gíginn í toppinum á honum, þar sem gaus 1861 og Bjarni Thorarensen orkti um. Fimmvörðuháls, skarðið á milli jöklanna, var að sjálf- sögðu ekki auður nú um há- veturinn. Inn yfir Mýrdals- jökul var flogið upp eftir Sól- heimajökli, þar sem venjulega er farið, þegar gengið er á jök ulinn. Jökullinn er friðsamlegur á að líta og fagur, svo tæp- lega er hægt að ímynda sér að þarna á Kötlusvæðinu sé eitt hvert versta eldfjall landsins. Ekki virtist hafa snjóað mjög mikið á hann í vetur, þó þetta sé mesta snjóakista landsins og reyndar allrar Evrópu. Á vorin hefur stundum mælzt 9 m. vetrarsnjólag. Við skimuðum eftir dæld- inni, en hún var alveg horfin. Enn sjást dældirnar frá 1955, eins og litlir pollar í jöklin- um. Þær virðast ekki merki- legar. Þó kom úr þeim vatn, sem tók brýrnar bæði af Skálm og Múlakvísl. Það var fyrsta smáhlaupið frá Kötlu, sem vitað er um. Ekki sóust heldur neinar nýjar sprungur í jöklinum. Þarna var því eng inn fyrirboði Kötlugoss. Þorir ekki úr landi Gallinn er bara sá, að aldrei hefur verið hægt að segja um það, hvort nokkur aðdragandi sé að Kötlugosi. Sagt er, að Sigurður Þórarinsson þori aldrei almennilega að fara úr landi, svo hræddur sé hann um að Katla fari að gjósa á meðan. Ég spurði hann að því hvort þetta væri rétt. Hann kvað það rétt vera, hann slægi alltaf þann varnagla er hann semdi um fyrirlestrarferð út fyrir landsteinana, að hann mundi svíkja alla samninga umsvifalaust, ef Katla færi að gjósa. — Maður hefur ekki möguleika á að verða vitni að nema einu Heklugosi og einu Kötlugosi .um ævina og með það getur maður verið hæst ánægður, sagði hann. — Er engin aðvörun um gosið? — Jú, ef það kemur jarð- skjálfti í Vík, svo rösklegur að íbúarnir finna hann vel, þá er Kötlugos að koma. Það hefur gerzt í hvert skipti, 3— 4 tímum á undan gosi. Það nægir til að stöðva umferð um sandinn. Ég held, að sýslu manni hafi verlð falið að stöðva bílferðir um veginn, meðan verið er að rannsaka málið, ef slíkur jarðskjálfta- kippur finnst. Jarðskjálfta- mælingar geta sagt til um það hvort einhverjar jarðhrær ingar séu og að Katla fari að koma 'i næsta hálfa ári. En þær segja aldrei þetta síðasta: Nú er það að koma! Gýs á 2. og 6. iratugnum. Það er ekki að ástæðulausu sem nóttúruvísindamenn hafa sérstakar gætur á Kötlu núna. Síðan fóru að fást öruggar heimildir um gos, hefur hún gosið seint á 'iðrum og sjötta tug hverrar aldar: árin 1665, 1755, 1860 og 1625, 1721, 1823 og 1918. Og nú er að byrja árið 1960. Nú er þó nokkuð erfiðara að segja fyrir um Kötlugos, því jöklarnir hafa minnkað að mun. Það er því ógerlegt að vita um fyrirstöðuna, og hugsanlegt að smáhlaup komi sem dragi úr eða seinki gosi. „Þessi jökull er ekkert að verða. Þetta er raunalegt að sjá“, stundi Sigurður, er við flugum yfir Tindafjallajökul á heimleið. Ferlegar lýsingar í gömlum bókum eru fer- legar lýsingar á sumum Kötlu Framh. á bls. 22. Þessi mynd var tekin eftir Kötlugosið 1918 á sandinum rétt vestan við Múlakvísl. Stærðin á jakaruðningnum, sem flóðið hefur borið með sér, sést vel, þegar jakarnir eru bornir sam- an við mennina, er standa uppi á jakanum lengst til hægrL minni munur á hinum ýmsu tró- arstefnum en virðast kann 1 fljótu bragði og að nauðsynlegt er að gera mun á aukaatriðum og aðalatriðum á sviði trúarlífs- ins. Hver er þá kjarni kristindóms- ins, eins og hann kemur fram i kenningu Jesú sjálfs? Ég vil minna á tvöfalda kær- leiksboðorðið í því sambandi. „Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“. (Matt: 22.37—39) Mér skilst að kenning Jesú og líf hafi allt miðað að því að út- skýra þetta mikla boðorð. Að vera kristinn er því að lifa í trúarsamfélagi við Guð, í bæna- samfélagi við hann og trausti til hans. Að vera kristinn er að lifa í kærleika og þjónustu við alla menn, ástunda réttlæti, hrein- leika og sannleika, lifa eftir hinni gullvægu lifsreglu: „Allt sem þér því viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. (Matt:7.12) Takmark kristins manns í dag legu lífi er að þroska með sér það hugarfar, sem bjó í hjarta Jesú sjálfs. Enginn getur efast um, að það sé kjarni kristindómsins, þó að rnenn kunni að greina á um leið- irnar að því marki. Tilgangur allrar guðfræði og trúarsiða er að hjálpa mönnum til að komast nær Guði, en vegna þess hve mennirnir eru ólíkir að skapgerð og eðlisfari, hafa þeir kosið að fara þar ýmsar leiðir. II. Hugarfar Krists er því hinn sanni kristindómur. Áður fyrr deildu guðfræðing- arnir af miklu kappi um trúar- stefnur og þetta varð oft til þess að ný trúfélög mynduðust. Nú leita þeir fremur að því sem sameiginlegt er og getur sam- einað kirkjudeildirnar og reyna að finna leiðir samstarfs. Sjálf- sagt verður langt þangað til all- ar kirkjudeildir sameinast, en stefna nútímans er greinilega í þá átt. Trúleysi og efnishyggja eru hinir sameiginlegu óvinir allra kirkjudeilda, kristindóms- ins í heild. Ef rödd kristindómsins á aS heyrast í alþjóðamálum verður það helzt að vera ein rödd, eða að minnsta kosti samstillt rödd. Og þegar vel er að gáð er það i raun og veru miklu fleira sem sameinar kristna menn, en það sem skilur þó að. Ég hef sjálfur fundið þetta bezt á ferðum mínum erlendis. Þar skiptir það ekki svo miklu máli, hvaða trúfélagi sú kirkja tilheyrir, þar sem ég sæki guðs- þjónustu eða á kyrrlátri stund, heldur hitt, að staðurinn sé Guði vígður, heigaður bæn og íhugun og ég sé í samfélagi þeirra, sem vilja leita Guðs í tilbeiðslu og lotningu. Þá fer ég þaðan styrk- ari og öruggari, ánægðari og glaðari, til þess að fást við þau viðfangsefni, sem ég hef með höndum. Hið mikla nauðsynjamál nú- tímans er að vér getum gert kristindóminn að veruleika i hinu daglega lífi. Þetta kann mörgum að þykja erfitt viðfangs efni og það er vissulega erfitt, þegar vér miðum við líf hans er Drottinn vor og meistari. En með hans hjálp getum vér kom- izt miklu lengra en vér erum komin í dag, og þar er vissulega lykillinn að öllum vandamálum mannlífsins, og því tökum vér undir með postulanum, er sagði: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því það er kraftur Guðs til hjálpræðis, hverjum þeim, sem trúir“. (Rom:1.16)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.