Morgunblaðið - 17.01.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.01.1960, Qupperneq 6
6 MORCUNRLAfílÐ Sunnudagur 17. jan. 1959 lír verinu Einar Sigurðsson< Togararnir. Tíðin hefur verið ágæt á heimamiðum, hæg austan og suð austan átt. Allir togararnir eru á heima- miðum til og frá út af Vestfjörð- um nema tveir, sem eru nýkomn ir frá Nýfundnalandi. Var um tíma farið að óttast um annan þeirra, Úranus, en sem betur fór reyndist það ástæðulaust, loft- skeytatækin höfðu bilað. Afli hefur verið sáratregur eins og áður hjá þeim skipum, sem verið hafa á heimamiðum, en togararnir, sem komu af Ný- fundnalandsmiðum, komu báðir með fullfermi. Flestir, sem eru á heimamið- um, sigla nú með aflann til sölu erlendis, og hafa þeir fengið á- gætt verð. Sölur erlendis: Akurey 129 tonn fyrir 10.662 £ Askur 143 t. fyrir DM 106.000 Neptúnus, 129 t. f. DM 82.230 (síid) Fisklandanir: Marz (heimamið) 124 t. 12 d. Þorm. goði (Nýf.l.).360 t. 16 d. Úranus (Nýf.l.) 260 t. 17 d. Reykjavík Einmuna blíða var alla sl. viku og róið upp á hvern dag. Afli var heldur góður, dag- róðrarbátar voru að fá 5—9 lest- ir í róðri og nokkru minna hjá smærri bátunum. Um helmingur aflans er ýsa. Þrír útilegubátar voru komnir inn á föstudagskvöld og von jafn vel á tveimur í gaerdag, en 5 bátar eru nú í útilegu. Voru þessir 3 bátar með við 45 lestir hver af slægðum fiski og höfðu lagt 5 sinnum. Útilegubátarnir hafa haldið sig aðallega norðan við Kollálinn ,sem genjur inn í Breiðafjörðinn, svo langt er sótt. Enn er vart kominn afli, sem er í frásögur færandi, þó má geta þess, að Kári, sem byrjaði einna fyrstur, var búinn að fá á föstu- daginn við 60 lestir, óslægt. Úti- legubátarnir Björn Jónsson^og Hafþór voru þá komnir með við 60 lestir hvor af sl. fiski og Helga 45 lestir, en hún byrjaði eitthvað seinna. Von var á Rifsnesinu og Auði inn seint í gær. Þrír bátar róa með þorskanet og hafa ekk- ert fengið. Keflavík Róið var alla vikuna og renni- blíða hvern dag, svo að elztu menn muna ekki aðra eins tíð í janúarmánuði. Afli hefur verið sæmilegur, yf- irleitt 6—9 lestir í róðri. Mið- vikudagurinn var jafnbezti dag- urinn í vikunni, var þá aflinn 7—11 lestir á bát og komst upp í rúmar 14 lestir, Jón Finnsson. Sótt hefur verið frekEir stutt, 1%—2 tíma frá Garðskaga þar til á fimmtudag, að Guðmundur Þórðarson fór út í dýpið og fékk 12% lest af góðum fiski. Fóru þá fleiri þangað daginn eftir og öfluðu vel. Aflahæstu bátarnir 15. jan.: 71 t. ósl. 69----- 66----- 60----- 60----- Askur ......... Jón Finnsson .. Guðm. Þórðarson Bjarmi ........ Ól. Magnússon Akranes Gæftir voru ágætar alla vik- una og allir alltaf á sjó, sem til- búnir eru. Það eru nú 15 bátar um þessa helgi. Þrír eru þá ó- byrjaðir og 2 nýir bátar, sem eru ókomnir til landsins. Afli var algengastur 9—11 lest- ir og komst upp í 13 lestir. Var það Sigrún, sem fékk þann afla sitt hvorn daginn. Aflahæstu bátarnir eru með tæpar 50 lestir í 7 róðrum. Vestmannaeyjar Ágætt sjóveður var aila vik- una og róið dag hvern. Milli 50—60 bátar eru nú byrj- aðir róðra og fjölgar daglega. Afli hjá línubátum hefur al- mennt verið 6—10 lestir og nokkr ir daglega með meiri afla. Bezta róðurinn í vikunni fékk Dala- j röst, skipstj. Hilmar Bjarnason. Afli er mest ýsa og langa, varla að þorskur sjáist. Dæmi eru til þess, að í 6 lesta afla hafi verið aðeins 2 þorskar. Smábátarnir hafa verið með handfæri, og sumir þeirra fengið ágætis afla. Ein trilla með tveim ur mönnum fékk t.d. einn dag- inn 4.5 lestir af stórufsa. Hæstu bátarnir til og með 15., föstudeginum: Stígandi ............70 1. ósl. Gullborg............ 67 - — Huginn ............. 62 - — Eyjaberg............ 57 - — Leó ................ 57 - — Reynir.............. 51 - — Viðskipti og vörugæði Allir landsmenn eiga mikið undir, að vel takist til um sölu útflutningsframleiðslunnar. Fyr- ir hana eru keyptar allar erlend- ar nauðþurftir þjóðav nnar. Á þetta ekki hvað sízt , ið um sjáv- irafurðir, þaðan sem 95 aurai af hverri krónu koma. Skrif um utanríkisviðskiptin og vörugæði útflutningsfram- leiðslunnar eru vandasöm, því að hér er ekki aðeins verið að skrifa fyrir landsmenn sjálfa, heldur eru skrif þessi oft hinar mikilvægustu upplýsingar fyrir erlenda viðskiptamenn fslend- inga, sem hagnýta sér þau út í æsar. Togararnir eru nú allir á heimamiðum Fyrir nokkrum dögum var í blöðunum verið með fullyrðing- ar um, að verð á frosnum fiski í Bandaríkjunum færi lækkandi. Það má ef til vill segja, að slík- ar fréttir séu ekki nema almenns eðlis, þótt slæmar séu, og ekkert við þeim að segja, ef sannar eru. íslendingar eins og aðrar þjóðir, sem selja vöru sína á heimsmark aði, verða að sætta sig við það verð, sem fáanlegt er á hverjum tíma. En séu þessi skrif orðum aukin, geta þau aðeins skaðað þjóðina, ekki sízt þegar eins stendur á og nú að verið er að senda nefnd til Sovétríkjanna til þess að semja um % hluta af ársframleiðslu íslendinga af frosnum fiski. Að því er varðar þann fisk, er Sölumiðst. hraðfrystihúsanna sel- ur í Bandaríkjunum verður ekki annað séð en að þessar fréttir séu gripnar úr lausu lofti. Það hefur engin verðlækkun átt sér stað á þessum fiski í Bandaríkj- unum nú, en Sölumiðstöðin sel- ur um 80% af íslenzka freðfiskin- um, sem seldur er þar. Auðvitað eiga sér stað við og við verð- sveiflur, þar sem þetta er full- komlega frjáls markaður, þar sem verðið er háð framboði og eftirspurn, en aðallega eiga þær sér stað eftir árstíðum, og lækk- ar verðið venjulega yfir sumar- mánuðina. í þessu sambandi má geta þess, að verðlag á fiski, og er þá hér aðallega átt við freðfisk, hefur farið jafnt og þétt hækkandi 1 Bandaríkjunum undanfarin ár. Er það ekkert sérstakt, hvað fisk snertir, því að verðþróunin hef- ur yfirleitt verið í þá átt í Banda ríkjunum, þótt þess hafi ekki hvað sízt gætt hvað fisk snertir. Kemur þar til yfirleitt minnk- andi afli og íólksfjölgun og vax- andi eftirspurn eftir fiski. Verð á fiski í' vöruskiptalönd- unum hefur hins vegar lítið breytzt árum saman, og þótt það þætti gott, þegar um það var samið í upphafi, er það nú farið að dragast aftur úr: íslendingar hafa því við síðustu samninga lagt mikið kapp á að fá verð þetta hækkað, en lítið orðið á- gengt. Nokkuð sama máli gegnir um hvatvís skrif og sleggju- dóma um, að íslenzk fram- leiðsla sé stórgölluð eða lé- leg að gæðum. Slíkt getur aðeins bakað þjóðinni fjárhagslegt tjón og valdið henni álitshnekki og erfiðleikum við að selja þessa lífsbjörg sína. Hitt er allt ann- ars eðlis að hvetja til vöruvönd- unar, og verða landsmenn aldrei um of brýndir með því, hve mik- ilvægt það sé að ná sem lengst í þeim efnum. Ef fslendingar eiga að geta lifað á borð við þær þjóðir, sem búa við bezt lífskjör, verða þeir að geta framleitt vöru, sem stenzt samkeppni á hinum vand- látasta markaði heimsins, Hvergi hafa þeir náð lengra í þeim efn- um en í frosna fiskinum, þar sem þeir hafa rutt honum til rúms sem fullunninni vöru í neytendaumbúðum á vandlátasta markaði heims, Bandaríkjunum. Brezkir fiskibátar skráðir í írlandi Landhelgismál íra hafa nýlega borið á góma í fréttunum. og var þá sagt frá því, að Bretar hefðu sent herskip sín á vettvang til þess að verja þau í hinni ný- stækkuðu landhelgi fra. írar höfðu dregið grunnlínur og helg að sér þannig firði og flóa eins og Norðmenn gerðu eftir Haag- dóminn og íslendingar stuttu seinna ,er þeir færðu landhelg- ina út í 4 mílur. frar hafa þó ekki nema 3 mílur. Þessi áreitni Breta var þó bor- in \il baka skömmu seinna og talið, að um kurteisisheimsókn hafi verið að ræða! Nú segja brezk blöð frá því, að ensk, skozk og norður-írsk skip séu skráð í írskum höfnum til þess að geta veitt innan írskrar landhelgi. Hefur þetta vakið mikla andúð í írskum hafnarbæj- um. Ný-nazistar úr haldi Borgarstjórn V-Berlínar áhyggjufull BERLÍN, 15. jan. (Reuter) — Dómstóll i Vestur-Berlín dæmdi í dag 51 árs gamlan mann, Kurt Hátzung að nafni, í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa viðhaft skrlfor daqiegq lífírnf úr 9 , • Kuldi suðurfrá — hiti hér. í blöðum, sem berast frá Norðurlöndum og Norður- Evrópulöndum, blasa við myndir af kuldaklæddu fólki, bifreiðastjórum að ýta bílurn. sem ekki fara í gang í kuld- anum og aðrar reglulegar kulda- og snjómyndir. Dönsku blöðin tala um að nú sé ísinn að byrja að leggja undir sig beltin, og ísbrjótarnir að bua sig undir að fá nóg að starfa. En hér í norðri er milt veð- ur og logn dag eftir dag. Dag- blöðunum í Reykjavík berast fregnir frá fréttamönnum sin- um um allt land, um óvenju milt veðurfar. Norður á Ströndum er enn fært um alit, útsprungin garðblóm hafa komið undan snjónum á Húsa- vík og fleiri dæmi mætti nefna. Það er ekki laust við að sumu gömlu fólki þyki orðið nóg um og sjái í þessu alls kyns fyrirboða. Fátt er það i veðurfari, sem ekki boðar eitt- hvað, samkvæmt ísl. þjóð- trúnni. Sumt er að einhverju leyti byggt á brjóstviti og skyn samlegum athugunum athug- ulla manna gegnum aldirnar, en annað að sjálfsögðu hrein- ustu hindurvitni, orðin til fyrir beyg fólksins af veðrinu. Eins og mynd af tunglinu. Velvakandi flaug yfir sunn- anvert landið i fyrradag. Land ið var ákaflega einkennilegt á að líta. Hvergi snjór fyrr en í 800 m. hæð, en allt þakið gráu hrími, því skyndilega hafði kólnað nokkuð. Mér er næst að halda svo þykkt lag af hrími yfir alauðri jörðinni sé sjaldgæft. Það gerir landið ennþá auðnarlegra en ella. Allt lítur út eins og grár út- brunninn fláki, hvergi litar- ögn af neinu tagi. Úr flugvél er rétt eins og að horfa á mynd irnar. af tunglinu. Ef ókunn- ugir horfðu yfir landið í þess- um ham, við skulum segja ef menn af öðrum hnöttum kæmu hér svífandi í farartæk- um sínum og þótt væri það sem þeir sæju fyrst af Jörð- inni, þá mundi þeim ekKi detta í hug að hér byggju lif- andi verur — og lifðu góðu lífi. * Safnast saman á bílastæðinu Talsvert er rætt um ólæti þau, sem unglingar eru teknir upp á að hafa í frammi í mið- bænum, sor. KVÖldið þegar þeir gerðu aðsúg að lögreglu- stöðinni. Borgari einn, sem oft á leið um miðbæinn á kvöldin, ræddi málið við Velvakanda um daginn. Hann kvaðst vita að lögreglan væri of liðfá, ef stórir hópar unglinga taka upp á slíkum ólátum. En hann kvaðst vilja benda á, að sér sýndist unglingarnir hafa enn- þá meira svigrúm til óknytta, ef Austurstræti er lokað fyrir bílaumferð, eins og stundum er gert, og strákaflotar gætu þá óhindraðir vaðið þar um. Einnig vill hann benda á, að bílastæðið á gömlu Hótel ís- land lóðinni virðist stundum á kvöldin verða samkomustaður, þar sem ólátaseggir safnast í bílum. Á daginn er þarna greit fyrir bílastöður og vörð- ur, og telur maðurinn af fyir- greindum sökum þurfi einnig að hafa þann hátt á að kvöld- lagi. móðgándi orð opinberlega vifi ungan Gyðing. — í gær leysi dóm ari við annan rétt í borginni þrja menn úr haldi, en þeir eru grun- aðir um að hafa stofnað ný-naz- istafélag, og höfðu verið settir 1 gæzluvarðhald. — Taldi dómar- inn rétt' að sleppa mönnunum, þar til mál þeirra verður tekið fyrir. Borgarstjórn Vestur-Berlínar lítur á þetta tiltæki mjög alvar- legum augum. Sagði talsmaður Willy Brandts yfirborgarstjóra, í dag, að borgarstjórnin væri mjög vonsvikin yfir þessari ákvörðun réttarins. — Við erum að athuga, hvaða tökum við eig- um nú að taka þetta mál, sagði hann. Formælandi félags ungverskra flóttamanna í Vínarborg, sagði í dag, að það væri sannfæring fé- lagsmanna, að svívirðingaralda sú gegn Gyðingum, sem breiðzt hefur út um hinn frjálsa heira undanfarið, væri runnin undan rifjum Austur-Evrópuríkjanna og að henni væri stjómað frá járn- tjaldslöndunum. Lögregluyfir- völd í Vestur-Berlín skýrðu frá þvi, að einn nýnazistanna, sem handteknir voru 3. jan. sl., hefði viðurkennt, að hann væri útsend- ari austur-þýzku öryggisþjónust unnar og hefði haft fyrirmæli um að taka þátt í fundum og öðrum samkundum ný-nazista í Vestur-Berlín. Gromhi hrátt ferðafær RÓMABORG, 12. jan. — Gronchi, forseti Ítalíu, mun fara 1 Rúss- landsheimsóknina 6. febrúar n.k. og halda heimleiðis þann 11. í rauninni átti þessi heimsókn að standa 7.—11. janúar, en vegna veikinda forsetans varð að skjóta henni á frest.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.