Morgunblaðið - 17.01.1960, Page 13

Morgunblaðið - 17.01.1960, Page 13
Sunnudagur 17. |an. 1959 MOHCllVUtLAÐIÐ 13 tlranus leggst að hafnarbakkanum í Reykjavík. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 16 jan. Fa»urt kvöld Fögur sýn blasti við þeim, sem komu upp á Öskjuhlíð, að hita- veitugeymunum, sl. miðvikudags kvöld. Himinn var heiður, tungl nærri fullt, stjörnur blikuðu og norðurljós léku í allavega litum. Óteljandi ljós voru allt í kring og spegluðust sum í ládauð- um sjónum. Ljós af flugvélum liðu um loftið og upp úr hita- veitugeymunum þyrlaðist gufu- mökkur, sem vitaljósin köstuðu á ævintýralegum bjarma, ýmist hvítum eða grænum. Áhorfendur nutu fegurðarinnai enn betur vegna þess, að skömmu áður höfðu þeir heyrt, að togar- inn Úranus og skipshöfn .íans væri úr helju heimt. Tíðindin um hvarf hans höfðu lagzt á huga Reykvíkinga eins og mara, svipuðust því sem hin koldimma þoka hafði gert á umhverfi bæjarins daginn áður. Veðrabrigðin lýstu hugarfars- breytingu almennings þessa tvo daga. Samúð fslendinga lætur raunar aldrei á sér standa, þegar slys ber að höndum, en sjóskaðar koma þó enn ver við okkur en flest annað. E. t. v. er það vegna þess, að þeirri hættu verður aldr- ei með öllu afstýrt, og þó verðum við, sem búum á eylandi og sækj- um að verulegu leyti björg okkar í hafið, stöðugt að sækja sjóinn. Opinská saga Guðmundur Hagalín hefur allra manna bezt lýst lífi ís- lenzkra sjómanna á fyrri hluta þessarar aldar. Guðmundur er kominn af miklum sægörpum, ólst upp við sjósókn og stundaði sjóinn á æskuárum. Lýsingar hans á lífi manna á Vestfjörðum á uppvaxtarárum hans eru ó- gleymanlegar. Þær sýna í senn snilld hans sjálfs og hin hörðu kjör og hættusama líf, sem vest- firzkir sjómenn áttu þá við að búa. Þær lýsingar eru kjarninn í hinni miklu sögu Guðmundar frá æskuárum hans, fimm bind- um, er birtust fyrir nokkrum ár- um. Nú hefur Guðmundur bætt einu bindi við sjálfsævisögu sína, að vísu sem sérstöku verki, Fíla- beinshöllinni, sem gefin var út rétt fyrir áramót. Þar segir hann frá árunum, er hann átti heima suður í Kópavogi mikinn hluta þessa áratugs. Guðmundur lýsir oft á meistaralegan hátt, sam- bandi sínu við aðra menn, ekki sízt sína nánustu, við hunda, ketti og hænsni, húsnæðishraki, jarðræktarframkvæmdum og veð urfari. E. t. v. lýsir Guðmundur þó sjálfum sér bezt. Honum tekst bezt upp, þegar hann beitir góð- látlegri kímni, eins og í frásögn- inni af samskiptum þeirra Þórð- ar hreppstjóra, — með meinvætt- inn Finnboga Rút bak við tjöld- in, þó að aldrei komi hann sjálfur fram á sjónarsviðið. Guðmundur lýsir á sannfærandi hátt erfiðu en þó hamingjusömu lífi í nánum tengslum við náttúruna rétt utan við landamæri höfuðstaðarins. Vitnisburður Iínuths greifa Það eru áhrif náttúrunnar, um- hverfisins, á manninn, sem verða eftirminnilegust úr mörgum bók- um Guðmundar Hagalíns, enda er þar ærið viðfangsefni hvort sem sögur eru sagðar frá Vest- fjörðum, Kópavogi eða Reykja- vík. Um þessi áhrif landsins á fólkið ræðir Knuth greifi, fyrr- um sendiherra Danmerkur á ís- landi, skemmtilega í nýjársvið- tali, sem hann átti við Fynstid- ende. Þar segir Knuth frá dvöl þeirra hjóna hér á landi og lætur vel yfir. M. a. kemst hann svo að orði: „Hvergi hef ég séð grasið eins grænt og á íslenzku túm. Að vísu er á íslandi ekki bara sól og sumarhiti, en ef rignmg er einhvern daginn, stekkur lax- inn þeim mun meir. Góður dagur á íslandi jafngildir tíu góðum dög um í Danmörku. Á eftir fimm daga rigningu getur komið óvið- jafnanlegur dagur, þegar sóhn vermir mann svo að honum finnst hann kominn í betri heim. Fólkið kann stundum að virð- ast nokkuð þumbaralegt, en i rauninni er það með afbrigðum gott og hjálpsamt. íslendingar, geta verið innilokaðir, þegar maður á að semja við þá, inr.i- lokaðri en gengur og gerist í Dan mörku, en ef maður kynnist þeim, þá verða þeir vinir manns. Þeir ganga í hlutina með lífs'- krafti og dugnaði, sem maður sér ekki víða, og á íslandi þúast menn. Eg hef oft komið fram vegna lands míns í öðrum löndum og hef öðru hvoru verið dálítið hræddur um, hvort ég gæti komið fram eins og mér bæri á meðal heimsmanna hinna stóru þjóða. Við slík tækifæri hef ég alltaf tekið eftir því, að íslenzku full- trúarnir gengu óhræddir og ó- hagganlegir að sama verki, þó að mælalaust um að ræða lang- vinnasta og fjölþættasta svika- mál, sem upp hefur komið á ís- landi. Það er glöggt vitni þess, hvílíkum óhug hefur slegið á menn við frásagnirnar af þessum svikaferli, að Tíminn keppist nú, undir forystu Hermanns Jónas- sonar, við að telja mönnum +rú um, að SÍS og forráðamenn þess hafi litlu eða engu ráðið um fram kvæmdir þessara félaga. Það er mál fyrir sig, að það situr allra manna sízt á Her- manni Jónassyni að reyna að hreinsa sig og skjólstæðinga sína af samneyti við þann, sem nú er ætlazt til að einn verði hafðar fyrir sökum. Það er löngu kunn- ugt, að á meðan Hermann Jónas- son var forsætisráðherra V-stjórn arinnar kom einkaflugvél þess manns sér vel, þegar ekki mátti missá mikinn tima frá laxveiðun- um. Á Hermanni sannast nú, að úti er vináttan, þá ölið er af könnunni. „Dótturf vrirtæki SÍS46 Fávizkan ekki til afsökunar Forráðamönnum SÍS tjáir þvi síður að afsaka sig nú með því, að þeir hafi ekki vitað það, sem þeir fyrir ári stærðv sig af að hafa kynnzt til hlítar, þar sem það er eftir íslenzkum landslög- um ótvíræð skylda stjórnenda félags að fylgjast með megin- þáttum í starfi félagsins . Um þetta segir í hlutafélagslögunum: „Félagsstjórn fer með málefni félagsins milli hlutahafafunda. Hún ræður framkvæmdarstjóra, einn eða fleiri, hefur umsjón með rekstri atvinnunnar, gerir reikn- ingsskil og skuldbindur félagið, allt samkvæmt lögum og sam- þykktum félagsins“. í forsendum Hæstaréttardóms frá 21, febr. 1947 var komizt svo að orði um ábyrgð konu, sem var í stjórn hlutafélags, á verðlags- broti félagsins: „Verður að gera þær kröfur til hennar, að hún aflaði sér vit- neskju um rekstur félagsins í höf- uðdráttum. Átti henni því að vera kunnugt um verðlagsbrot fél^gs- ins, sem framið hafði verið að fieir væru eins og ég fulltrúar fyrir litla þjóð. Ég gæti hugsað mér, að eðli- leiki þeirra og það, að þeir láta sér ekkert vaxa í augum, kæmi af því, að frá því, að þeir voru börn, hafa þeir verið úti í ís lenzku náttúrunni. í hinum kröft ugu hauststormum og í hríðum vetrarins hafa þeir kynnzt svo sterkum náttúruöflum, að engir stórbokkar vaxa þeim í augum Þeir hafa vanizt meiri belgingi.* Einn af þrenuir frá 11. öld Glöggt er gests augað og vafa- laust er mikið til í því, að hin sérstöku náttúruskilyrði á íslandi eiga sinn þátt í því, að þjóðin hef ur með áræði og dugnaði ráðizt í það að halda uppi sjálfstæðu ríki, þó að mannfjöldi sé svo lítill og ýmsar ytri ástæður svo erfið- ar, að til kraftaverka má teljast, ef það tekst. En hér á einnig saga þjóðarinnar og náin tengsl við fortíðina mikinn hlut að. Skemmtilegt dæmi þessa er rit- gerð frú Selmu Jónsdóttur, sem hún ver til doktorsnafnbótar við Háskóla íslands í dag, fyrst allra kvenna. Frú Selma hefur tekið sér fyrir hendur að finna hvaðan séu komnar hug- myndir í útskurð, sem prýddi skála, er lengi stóð í Flata- tungu í Skagafjarðarsýslu. — Úr skálanum eru nú aðeins eftir nokkrar fjalir og eru þær geymd- ar í Þjóðminjasafninu, Leikmanni sýnist í fyrstu, að hér geti ekki verið við mikið að styðjast. En þegar hann les bók frú Selmu, þá finnst honum, þegar komið er yfir nokkur tæknileg atriði í upp hafi, eins og hann sé að lesa spenn andi leynilögreglusögu, þangað til hún rekur útskurðinn til eins af þremur mönnum, sem hingað komu frá Suður-Ítalíu seint á 11. öld. Hin óvenjuskemmtilega bók frú Selmu er enn eitt dæmi þeirra sterku tengsla, sem binda okkur fortíðinni og hversu mörg ánægjuleg viðfangsefni eru í fornum heimildum fyrir þann, sem skoðar þær skyggnum aug- Olíuhneykslið Almenningi verður að vonum mjög tíðrætt um hneykslin, sem nú eru stöðugt að sannast á olíu- félög SÍS. Rannsókn er að vísa hvergi nærri lokið, en samkvæmt þeim skýrslum, sem almenningi hafa verið gefnar, er hér tví- Um afstöðu SÍS til olíufélag- anna er til óyggjandi heimild, ein ungis ársgömul, í bókinni „ís lenzkt samvinnustarf", sem SÍS lét gefa út sjálfu sér til frægðar. í þeirri bók er á s. 9 gerð grein fyrir, um hvaða fyrirtæki þar sé fjallað og segir orðrétt: „Hér verður sérstaklega reynt að gefa nokkra hugmynd um kaupfélögin, sem eru ínnan vé- banda Sambanda íslenzkra sam- vinnufélaga, Sambandið sjálft o, dótturfyrirtæki þessara aðila“. í 8. kaflanum á s. 86—101 er svo fjallað um „samvinnufyrir- tæki, sem ekki eru samvinnufé lög“, og þar er átt við hið sama, sem á síðu 9 er kallað „dótturfyr- irtæki“ SÍS. Þar eru sérstakir kaflar um Samvinnutryggingar, Líftryggingarfélagið Andvöku, Samvinnusparisjóðinn, Olíufélag- ið HÍS, Dráttarvélar hf., Regin og Silfurtún. í kaflanum um Oliu- félagið og HÍS segir m. a.: „Hlutafé Olíufélagsins er nú 21,3 millj. og eiga Sambandið, fyrirtæki þess og kaupfélögin 11,9 millj., olíusamlög 3,7 millj., önnur útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki 5 millj. og aðrir 725.000. 000 krónur“. Af þessari frásögn er augljóst, að „SÍS, fyrirtæki þess og kaup- félögin“ ráða yfir hreinum meiri- hluta í þessum félögum og hafa þar þess vegna úrslitaráð. For- ráðamenn SÍS hafa og ætíð sjálf- ir haft formennsku í þessum fé- lögum, fyrst Vilhjálmur Þór á meðan hann var íorstjóri SÍS og síðan Helgi Þorsteinsson. ,.Nú er þetta gerbreytt66 f bókinni „íslenzkt samvinnu- starf“ er og ekki farið dult með, að mikið hafi áunnist fyrir starf- semi þessara „dótturfyrirtækja". og þessi „dótturfyrirtæki“ SÍS hafi orðið því til mikillar sæmd- ar. Þar segir m. a. á s. 94: „Stærsta átak íslendinga á olíu sviðinu var stofnun Olíufélagsins hf. og starfsemi þess. Áður en það kom til sögunnar, má segja, að íslendingar hafi lítið vitað með vissu um olíuverzlun í land- inu, eða hvernig olíur voru verð- lagðar. Nú er þetta gerbrytt." Þeim mönnum, sem fyrir ári létu þetta frá sér fara, tjáir ekxi nú að láta svo sem þeir viti ekk- ert um olíuverzlun félaganna eða hvernig olíur þess hafi verið verðlagðar, þó að það hafi gerst á þessu eina ári, sem liðið er síðan þetta var birt, að nú sitji ekki forráðamennirnir einir inni með þessa vitneskju, heldur viti allur almenningur mun meira um þessa verðlagningu en hann áður VÍSSÍ; staðaldri um langan tíma. Verður þess vegna að telja, að hún hafi gerzt brotleg við sömu lagaá- kvæði og hinir samákærðu- Olíahneykslið og seðlabanka- stjórinn Auðvitað er það öllum Ijóst, að þar sem sjálfur aðalbankastjóri seðlabankans var formaður þess- ara dótturfélaga SÍS árum saman eftir að svikaferill þeirra hófst, þá hlýtur ríkisstjórnin að fjalla um, hvort af því tilefni þurfi að gera sérstakar ráðstafanir. Þeu: sem svo mikið er i húfi, þá hljóta þær ákvarðanir hvað sem starfs- skiptingu ráðherra líður, að verða teknar af allri ríkisstjórninni og vitanlega að vel athuguðu máli eftir að nauðsynleg gögn eru fram komin. Þjóðviljnm er þó ekki alveg á þessu máli. Hann krefst þess nú svo að segja dag- lega, að dómsmálaráðherra víki aðalbankastjóra seðlabankans, Vilhjálmi Þór, frá um stundar- sakir á meðan rannsókn málsins standi yfir. Þessi krafa er út í bláinn, þegar af því að dóms- málaráðherra hefur ekkert vald til að víkja neinum bankastjóra frá hvorki um stundarsakir, né til fulls. Af stjórnarinnar hálfu heyrir ákvörðun um slíka frá- vikningu undir bankamálaráð- herrann. Sakargiftir Þjóðviljan* gegn dómsmálaráðherra eru þess vegna tilhæfulausar, en þó gerð- ar í ákveðnum tilgangi. Þeim er ætlað að leiða huga manns frá hinu furðulega sambandi komm- únista og Vilhjálms Þór, bæði fyrir og síðar. „Cetum sameinað- ir myndað meiri hluta í stjórninni46 Fáa menn hefur Þjóðviljinn skammað lengur og rösklegar en Vilhjálm Þór. Má segja að kjarni þeirra skamma sé dreginn saman í smágrein, sem þar birtist hinn 14. janúar undir fyrirsögninni: „Hvað höfðingjarnir hafast að“. Þar segir m. a.: „Nú herma blöð, að á íslandi stundi sumir unglingar í vaxandi mæli illa siði, hnupl, gripdeildir, sviksemi og misferli. Þeir eru ef- laust að búa sig undir að verða Seðlabankastjórar“. En það voru einmitt kommún- istar, sem á árinu 1957 réðu úr- slitum um það, að Landsbanka- lögunum var breytt svo, að stofn- Iuð var staða aðalbankastjóra Seðlabankans í því skyni, að Vil- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.