Morgunblaðið - 17.01.1960, Page 14

Morgunblaðið - 17.01.1960, Page 14
í4 MORCTJTVnr 4 Ttlh Sunnudagur 17. jan. 1959 Til sölu Iðnaðarhúsnæði á, góðum stað í bænum. Tilboð merkt „Nýtt — 8183“, sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudags- kvöld. Unglingsstúlka óskast til að vinna á skrifstofu og vöru lager. — Uppl. á skrifstofunni. Eygló Laugavegi 116 II. hæð. Leikféðag Hveragerðis . Stubbur GAMANLEIKURINN eftir Arnold & Back Sýning að Hlégarði í Mosfellssveit í kvöld kl. 9 Aðgöngumiðar við innganginn. Bílferð frá B.S.Í. í kvöld kl. 8,30 og til baka að lokinni sýningu. Af/e/e þvottavél vel með farin með suðu, er til sölu að Laugavegi 84. Fokheldar íbúðir Tvær fokheldar íbúðir 130 ferm hvor, á I. og n. hæð kjallaraíbúð öll ofan jarðar 75 ferm í sama húsi til sölu án milliliða. Aðrar íbúðir ekki í húsinu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. miðvikudag, merkt: „Austurbær — 230 — 8201“. Þorrabldt Eyfirðingafélagið heldur Þorrablót í Sjálfstæðishús- inu, laugardaginn 23. jan. — Miðapantanir og upp- lýsingar 1 Hafliðabúð, Njálsgötu 1, mánudag og þriðjudag. STJÓRNIN Ný húsgagnoverzlun Ný húsgngnnverzlur. Opnum um helgina nýja húsgagna- og listmunaverzl- un að Laugavegi 66 undir nafninu Stóllinn h.f. Verzlunin mun leitast við að hafa á boðstólum sem flestar gerðir húsgagna og listmuna. svo sem: Sófasett — Sófaborð — Innskotsborð — Bókahillur Svefnherbergissett — Borðstofusett — Staka sófa og stóla — Málverk og ýmisa listmuni úr brenndum leir og gleri. Gjörið svo vel og lítið I gluggana um helgina. Stóllínn h.f. Laugavegi 66 Elías Ingimarsson: Fiskmatsstjóri og vönd- un fiskframleiðslunnar í MORGUNBLAÐINU 12. þ. m. skrifar fiskimatsstjóri, Berg- steinn Á. Bergsteinsson, grein, sem hann nefnir Endurskipu- lagningu Elíasar Ingimarssonar. Grein þessi á sennilega að vera svar við grein, sem ég skrifaði í sama þlað þann 31. des. sl. Hann byrjar grein sína á því að minnast á niðurlag greinar minnar, svo koma nokkrar hug- leiðingar um störf yfirfiskmats- manna, sérstaklega um skipu- lagshæfni yfirfiskmatsmannsins á Akureyri. Greininni lýkur svo með þeirri dæmalausu yfirlýs- ingu fiskmatsstjóra um, að hann sjái ekki ástæðu til þess að ræða neitt það mál, sem grein mín fjallaði um. Það er ekkert fjær mér en að gera lítið úr störfum yfirfisk- matsmannsins á Akureyri eða annarra yfirfiskmatsmanna. En hinu leyfi ég mér að halda fram, að störf þessara góðu manna myndu reynast raunhæfari, ef skipulag fiskmatsins væri á þann veg að hæfileikar þeirra nytu sin til fulls. Þessu áliti mínu til stuðnings, gæti ég nefnt mörg dæmi, sem ég hirði ekki um að tilgreina að svo stöddu, læt nægja að tilgreina eitt dæmi. Fyrir nokkrum árum fór Elías Pálsson, yfirfiskmatsmaður i Reykjavík til Brasilíu og kynnti sér þar mjög vel kröfur kaup- enda, geymsluskilyrði fisksins og fleira ,sem máli skiptir. Eftir að þessi yfirfiskmatsmaður hafði aflað sér þessarar þekkingár, sem enginn annar matsmaður hafði aflað sér og ekki fiskmatsstjóri heldur, hófst hann handa, með góðum árangri, við endurbætur á útflutningsvöru okkar á þenn- an markað. En fyrir aðgerðir fiskmatsstjóra hefur þessum ár- angri verið kollvarpað, enda er svo komið að kvörtunum rignir nú yfir okkur, einnig frá þessum. löndum. Persónulega er ég sann- færður um það, að störf yfir- fiskmatsmanna myndu reynast þjóðinni dýrmætari, ef þessir menn hefðu húsbónda, sem hugsaði meira um þjóðarhag en minna um að sýnast. Sýndarmennskan Ég gat þess í grein minni að stór hluti af netafiskinum hér í Reykjavík væri ekki hæfur til þess að vinna úr matvöru. Um þetta vill ekki fiskmatsstjóri ræða, en hneykslaðist á því að ég kallaði eftirlit fiskmatsins með þessari grein framleiðslunn- ar, sýndarmennsku. Þegar togari landar fiski til vinnslu er æfinlega matsmaður viðstaddur. Hann segir til um í hvaða vinnslu fiskurinn getur afrið eða hvort hann skuli fara til mjölvinnslu. Við aðra bryggju í sömu höfn er verið að Ianda netafiski úr bát. Við- ÚTSALA Á KVENSKÓM og TUNGUBOMSUM Sléttbotnuðum og Stór númer með kvarthæl. Skóverzlun Þórðar Péfurssonar Aðalstræti 18 Skrifstofustúlka óskast strax. LÖGFRÆÐI OG ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA Ragnars Ólafssonar, Vonarstræti 12 SölumaSur Reglusamur og ábyggilegur maður, sém er vanur sölumennsku, óskast hálfan eða allan daginn. Æskilegt að hann hafi umráð yfir bifreið. Tilboð merkt: „Sölumaður — 4353“, sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. þriðjudag. Bókaverzlun óskar eftir afgreiðslustúlku nú þegar. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Austurstræti — 8204“. staddur löndunina úr bátnum er enginn matsmaður og fiskurinn fer allur athugasemdalaust beint í matvöruvinnsluna. Hvað er hægt að kalla svona eftirlit? Hvað er þetta annað en sýnd- armennskueftirlit? Það eru ekki störf matsmanns ins við togarann, sem eru sýnd- armennska, hann vinnur verk sitt með prýði, heldur hitt, að að líta eftir löndun úr einu skipi en ekki öðru, jafnvel þótt það sé vitað, að fiskurinn úr skip- inu, sem landar eftirlitslaust er verri heldur en úr hinu. Finnbogi Árnason, yfirfisk- matsmaður, sem ræður menn til eftirlits með togaralöndunum og fylgist sjálfur vel með því starfi, myndi vissulega einnig ráða menn til þess að líta eftir löndun úr bátunum, ef starfsreglur hans gerðu ráð fyrir því. Þarna er t. d. eitt gat í skipulagi fiskmats- ins, en um þetta vill ekki fisk- matsstjóri ræða. Fiskmatsstjóri bætir ekki mál- stað sinn með bulli. Fiskmatsstjóri getur metið störf mín, þau ár sem ég var yfir- fiskmatsmaður á Akureyri, eins og hann telur sanngjarnt, en það er staðreynd, að þangað til ég flutti til Reykjavíkur og byrj- aði að vinna í frystihúsi skammt frá stóli fiskmatsstjóra, hafði ég aldrei séð öðru eins hráefni landað til matvöruframleiðslu, eins og hefur átt sér stað í Rvík. Þessári staðreynd breytir ekki fiskmatsstjóri með lofgerðarrollu um störf yfirfiskmatsmanna, sem þetta mál heyrir ekki undir. Forustan í þessu máli heyrir undir fiskmatsstjóra sjálfan, enn sem komið er, eða á meðan ekki er önnur skipan gerð. Það má fiskmatsstjóri vita, að þetta mál varðar allan almenn- ing í landinu og hann gerir ekki sinn málstað betri með því að neita að ræða málið í alvöru. Ekki rétt að dæma fiskmatið úr leik Allir sem vinna að fiskfram- leiðslunni vita að kvörtunum frá kaupendum bókstaflega rignir yfir okkur og baráttan fyrir auk- inni vöruvöndun á vinnslustöðv- um er í fullum gangi, en barátta þessara manna er og verður bar- átta við draug á meðan hráefnið er ekki bætt. Ég hef heyrt að helzt sé í ráði nú að búa til nýja stofnun til þess að annast nýfisksmatið, en láta það ekki heyra undir fisk- mat ríkisins. Allir sem ég hef talað við um málið eru sammála um að allt annað sé betra en að láta það heyra undir fiskmats- stjóra. Eg tel alveg fráleitt að dæma fiskmatið þannig úr leik. Ef litið er á fortíð þessarar stofnunar þá verður að viður- kenna að fiskmatið reyndist mjög vel. Saltfiskurinn okkar var einu sinni bezti saltfiskur- inn í heimi og sá tími er ekki lengra undan en það, að margir fiskmatsmenn, sem störfuðu þá eru ennþá í fullu starfi. Það væri þess vegna óhyggilegt að notfæra sér ekki reynslu þessara manna til átaka nú. Ef menn eru sam- mála um að fiskmatsstjóri muni ekki duga, þá er miklu ódýr- ara að senda honum launin sín heim, heldur en að búa til aðra stofnun. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tel nauðsynlegt að endurskipuleggja fiskmat ríkis- ins er sá, að ég tel ekki rétt að dæma fiskmatið úr leik þegar nýfiskmatinu verður komið í við undandi horf. Um þettta vill ekki fiskimálastjóri ræða. Þegar ég hafði lesið grein fiskimálastjóra, varð ég mjög undrandi. Að maður, sem skipar eitt virðulegasta embætti þessa lands, skuli leyfa sér að birta eftir sig, í víðlesnasta blaði landsins ,slíkt ómerkilegt bull, þegar um er að ræða alvarleg- asta vandamál aðalútflutnings- vörunnar, einmitt þeirrar vöru, sem hann fyrst og fremst ber ábyrgð á að sé í lagi. Það þarf engan lengur að undra þó ekki sé allt í lagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.