Morgunblaðið - 17.01.1960, Page 17

Morgunblaðið - 17.01.1960, Page 17
Sunnudagur 17. jan. 1959 MORCTnVTtLAÐIÐ 17 Leikfélag Reykjavikur: Gestur til miðdegisverðar Gamanleikur eftir S. Kaufman Moss Hart Leikstjóri: Gisli Halldórsson og LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR hefur oft verið sérstaklega hepp- ið um val á viðfangsefnum og unnið þannig að þeim að um mjög heilsteyptar og listrænar sýningar hefur verið að ræða. Með þessu hefur þetta fámenna félag unnið sér að verðleikum traust og virðingu almennings. En hverju sem það sætir, þá hef- ur starfsemi félagsins að undan- förnu verið mjög í molum og það nú síðast dregið fram lífið á ís- lenzkum gamanleik, sem að vísu er ekki óskemmtilegur á köflum, en þó engin undirstöðufæða. Ekki verður sagt að Leikfélag- ið hafi aukið hróður sinn með leikriti því, sem hér er um að ræða. Það er að vísu prýðilega samið og víða bregður fyrir í því snjallri fyndni, enda hefur leik urinn lifað góðu lífi og víða farið síðan hann var sýndur fyrst í New York 1939. En síðan eru lið- in 20 ár og margt af því, sem efst var á baugi í Ameríku, þeg- ar leikritið var samið, og minnzt er á þar, — bæði menn og mál- efni — er nú fallið í djúp gleymskunnar. — Úr þessu hefur verið reynt að bæta í íslenzku þýðingunni, en ekki fer það á milli mála að leikritið hefur mjög látið á sjá á langri leið, frá New York, um Akureyri og upp á leiksviðið í Iðnó og nýtur sín því ekki sem skyldi. Höfundar leiksins, þeir Kauf- man og Hart hófu samstarf um leikritun árið 1930 og hafa mörg leikrit þeirra hlotið miklar vin- sældir. Meðal þeirra er leikritið „Er á meðan er“ (You can’t take it with you), sem sýnt var hér í Þjóðleikhúsinu vorið 1955 við góða aðsókn og ánægju áhorf- enda. í leikritinu „Gestur til mið- degisverðar“, sem gerist á heim- ili Stanley-hj ónanna í smáborg- einni í Bandaríkjunum, er dreg- in upp mynd af Alexander Wooll cott, sem framundir miðja þessa öld var einn af þekktustu bók- mennta- og leikgagnrýnendum Bandaríkjanna .blaðamaður og eftirsóttur útvarpsmaður. En hvað frægastur var hann þó fyr ir það hversu óheflaður hann gat verið í framkomu, viðskotsillur og orðhákur hinn mesti. öllu er þessu lýst í leikritinu af full- komnu vægðarleysi, en þó þann ig að úr verður snjall gamanleik ur, þar sem fyndnin og geðvonsk an sameinast á hinn skemmtileg- asta hátt. Hinn þekkti leikari Monty Woolley lék aðalhlutverk ið, Sheridan Whiteside, alias Alex ander Woollcott. Þegar það var fyrst sýnt í New York, en Wooll- cott sjálfur bjó yfir nægilegri kímnigáfu til þess að hann tók að sér þetta sama hlutverk utan New York við ágætan orðstír. Efni leiksins er í stuttu máli það, að hinn frægi rithöfundur Sheridan Whiteside kemur til miðdegisverðar til Stanley-hjón- anna, en verður þá fyrir því slysi að fótbrotna við útidyrnar á heim ili þeirra. Hann hefur verið bor- inn til þeirra og þegar leikurinn hefst er allt á öðrum endanum á heimilinu og fólkið á þönum frarh og aftur. Eftir skamma stund kemur Whiteside inn á sviðið í hjólastól, byrstur á brún og hefur allt á hornum sér. Hann leggur algerlega undir sig heim- ilið, þjónustufólkið og símann og gengur það svo langt að húsbænd urnir verða að haldast við uppi á lofti og þora varla að ganga um íbúðina niðri hvað þá heldur e’5 -'rða á hinn fræga mann, sem stendur í bréfaskriftum og síma sambandi við öll helztu stór- menni heimsins. Gengur leikur- inn allur út á viðbrögð White- side's við þeim atvikum sem að höndum ber og framkomu hans við það fólk, sem hann verður að umgangast. En senn líður að því að „sjúklingurinn“ kveður heimilið öllum til hugarléttis og lýkur þar leiknum á mjög óvænt an og skemmtilegan hátt. Persónur leiksins eru margar, um eða yfir þrjátíu, en margar þeirra vitanlega aukapersónur. Hafa leikendur verið sóttir víða að, meðal annars frá Hafnarfirði og er því hér um sundurleitann hóp að ræða. Ekki bar þó á því bragð hennar allt, hver hreyfing og svipbrigði í fyllsta samræmi við þessa tilgerðarlegu persónu. Hefur Sigríður verið sívaxandi í list sinni og er nú orðin mjög at- hyglisverð leikkona. Því miður hafa þau hlutverk, sem hún hef- ur leikið hingað til verið nokkuð lík hvert öðru og mætti gjarnaj verða breyting á því, enda hefur leikkonan sýnt það t.d. í Nótt yfir Napoli o. fl., að hún býr yfir fjölþættri leikgáfu. Maggi Cutler, einkaritara Whiteside’s leikur Helga Bach- mann. Hlutverkið er allmikið og leikur Helgu eðlilegur og örugg- ur. Ernest Stanley og konu hans, leika þau Siguröur Kristinsson og Helga Vaitýsdóttir. Sigurður er, sem kunnugt er, einn af for- ustumönnum hafnfirskrar leik- listar og því enginn nýliði á leiksviðinu, enda bar leikur hans það með sér. Helga túlkar ágætlega hlutverk sitt, — er taugaóstyrk og eins og hræddur fugl í návist hins eigingjarna og að heildarsvipur leiksins ' :?ri .._ , jk uppvoðslusama gests heimilisins. verri en gerist og gengur a sviði hér og ber það vi'.ni um örugga leikstjórn Gísla Halldórs- sonar, sem sett hefur leikinni á svið. Hefur hann bersýnilega — Börn þeirra Stanley-hjónanna, Richard og June leika þau Birgir Brynjólfsson og Guðrún Ás- mundsdóttir. Eru hlutverkin lítil Nína Sveinsdóttir, sem Sarah, Brynjólfur Jóhannesson sem Whiteside. ekki legið á liði sínu og haldið öllum þráðum leiksins í hendi sér með þeirri festu að vart virðist út af bregða. Brynjólfur Jóhannesson fer með aðalhlutverkið, Sheridan Whiteside. Hlutverk þetta er geysimikið og gerir miklar kröf- ur til leikandans, ef gera á því fyllstu skil. Leikur Brynjólfs er að mörgu leyti góður og svip- brigði hans skemmtileg og hann hreytir oft út úr sér illkvittninni á þann hátt, sem honum einum er lagið. En þó vantar eitthvað, — einhvern herzlumun að hann nái fullum tökum á hlutverkinu. Kemur það máske til af því, að hann er ekki sú týpa, sem höfund arnir ætlast til, — sem sé, „portly and Falstaffian", eins og sagt er í frumtexta leiksins. Af öðrum hlutverkum ber fyrst og fremst að nefna leikkonuna Lorraine Sheldon vinkonu White side’s hégómlega og lítt gáfaða tildurdrós, sem Sigríður Haga- lín leikur. Er leikur Sigríðar í hlutverki þessu afburðagóður, lát en leikur þeirra áferðagóður. Guðmundur Pálsson leikur Bert Jefferson, ungan blaðamann og skáldaspíru. Fer Guðmundur lag lega með hlutverk þetta. Goiðrún Stephensen leikur hjúkrunarkon una ungfrú Preen. Er það tölu- vert hlutverk og gerir Guðrún því góð skil. Einkum tekst henni vel þegar hún undir leikslok tek ur saman pjönkur sinar og fer úr vistinni, en segir um leið mr. Whiteside með hispurslausum orðum álit sitt á honum. Árni Tryggvason leikur dr. Bradley, sem hlotnast hefur það erfiða hlutskipti að vera læknir White- side’s. Sýnir Árni vel umkomu- leysi þessa lítilsiglda manns. Ár- óra Halldórsdóttir leikur Harriet Stanley systur Ernest Stanley, undarlega persónu, er kemur mjög við sögu áður en iýkur. Ekki fanst mér Áróra valda hlut verki þessu, en auðheyrt var að margir áhorfendur voru á öðru máli, því að þeir klöppuðu henni óspart lof í lófa. Steindór Hjör- leifsson leikur Carlton, einn af Birgir Brynjólfsson, Richard Stanley, Guðrún Ásmundsdóttir, June Stanley. vinum Whiteside’s glaðværan ná- unga og ánægðan með sjálfan sig. Er leikur Steindórs léttur og fjör legur, en hvort hann er ,very British*1 eins og sagt er um Carlton í leikritinu, er annað mál. Banjo, annan vin White- side’s leikur Gísli Halldórsson. Er Banjo skemmtilegur náungi og nýtur sín vel í túlkun Gísla. Þjóninn John og matreiðslukon- una Söru leika þau Karl Sigurðs- son og Nína Sveinsdóttir og er hlutverkunum vel borgið í hönd- um þeirra. önnur hlutverk eru minnl og gefa ekki tilefni til sérstakrar umsagnar. Magnús Pálsson hefur gert leiktjöldin, sem eru hin glæsileg- ustu .Hefur hann einnig ráðið búningunum. Sviðsbúnaður allur er hinn prýðilegasti og á Finnur Kristinsson þar verulegan hlut að. — Leiknum var ágætlega tekið og leikstjóri og leikendur kallað- ir fram hvað eftir annað að leiks lokum. Sigurður Grímsson. STJORNUBIO: Hinn gullni draumur ÞETTA er ný bandarísk kvik- mynd, byggð á ævi leikkonunnar Jeanne Eagels. Segir þar frá hinni sterku þrá hennar að ger- ast leikkona og harðri baráttu hennar til frama á þeirri braut. Henni tekst að sigra og hún verð- ur dáð leikkona, enda óvenju- lega fögur kona. En hátindinum nær hún með því að bregðast ó- drengilega leikkonu, sem leitar a náðir hnnar og biður hana að úc- vega sér veigamikið hlutverk í merku leikriti, því að það sé eina von hennar um uppreisn frá nið- urlægingu vegna drykkjuskapar. — Hún fær Jean íeikritið, en h\n unga og framgjarna leikkona verður svo hrifin af hlutverkinu að hún tekur það sjálf og vekur geysihrifningu fyrir leik sinn í því. Með þessu verða þáttaskil í lífi Jeanne. Samvizk- an lætur hana ekki í friði. Hún verður augaóstyrk og óstýrilát og svo fer að hún leggst í drykkju- skap og fellur jafnvel fyrir eitur- lyfjanautninni. Er ekki annað sýnna en að líf hennar sé að falla í rúst. En þá kemur fornvinur hennar. Sal Satori, sem hefur unnað henni, — og bjargar henni á síðustu stundu. Mynd þessi er í alla staði hm prýðilegasta, vel gerð og áhrira- rík. Kim Novak leikur aðalhlut- verkið, Jeanne Eagels. Mér hefur aldrei fundist Kira Novak mikii leikkona, og hún meira notið þess hversu fríð hún er. En í þessari mynd er leikur hennar afbragð, sterkur og sannfærandi, þó að fyrir komi að slakni á leik henn- ar. Er ekki vafi á því að hún er vaxandi leikkona. Þá er leikur Jeff Chandlers í hlutverki Sal Satoris mjög áhrifamikill, ea einna heilsteyptastur er þó, ef til vill, leikur Agnesai Moorehead, i hlutverki leiklistarkennarans. Er vissulega óhætt að mæla með þessari mynd. Kópavogsbíó; GLÆPUR OG REFSING MARGIR hér munu kannast vi8 hina stórbrotnu skáldsögu Dsto- jevskis „Raskolnikov“ eða „Glæp ur og refsing" eins og hún heitir í íslenzku þýðingunni. A þessari sögu er myndin byggð. Það er í ýmsu vikið frá sögunni t.d .ger- ast atburðirnir í Frakklandi ár- iö 1956. Myndin fjallar um ungan mann, René Brunel, sem hefur orðið að hætta námi sakir fá- tæktar. í örvæntingu sinni og biturleika fremur hana morð. Hann er grunaður, en lögreglaa hefur þó ekki nægilegar sannan- ir til þess að hann verði dæmd- ur. Sektarvitundin þjáir þennan hrjáða mann sífelt og að lokum bugast hann og gefur sig fram við lögregluna. — Þetta er að eins fá orð um mikið efni, enda yrði of langt mál að rekja þessa áhrifamiklu söpu nánar. í myndinni, sem er prýðilega gerð, koma fram margir ágæt- ir leikarar. Rene Bruel leikur Robert Hassein. Er leikur hans þróttmikill og sannfærandi og innlifun hans í hlutverkið geysi- sterk. Lögregluforingjann leikur snillingurinn Jean Gabin og er óþarfi að fara um hann fleiri orðum. Frakkar eru snjallir kvik- myndaframleiðendur og alltaf eitthvað heillandi við franskar kvikmyndir. Svo er einnig um þessa mynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.