Morgunblaðið - 17.01.1960, Page 20

Morgunblaðið - 17.01.1960, Page 20
20 MORCVTSBLAÐ1Ð Sunnudagur 17. jan. 1959 hitt, hvorugt þorði að líta á hitt. En hún fór ekki frá Wien þenn- an morgun. Þau voru saman frá því snemma um morguninn og langt fram á kvöld. Þremur dög- um seinna endurtók hann bón- orðið og að tveimur mánuðum liðnum voru þau gefin saman í hjónaband“. Dr. Condor tók sér stutta mál- hvíld. — „Jæja, nú skulum við fá okkur eitt glas að síðustu. Sögu minni er nú senn lokið. Ég vil aðeins taka þetta fram: Hér um slóðir er því haldið fram, að vinur okkar hafi með undirferli og blekkingum ginnt erfingjann í hjónabandsgildruna til þess að krækja í eignirnar. En ég verð að endurtaka það, að slíkt eru tilhæfulaus ósannindi. Kanitz hafði þá þegar — eins og þér hafið nú heyrt — keypt Kekes- falva-eignina. Það var því engin ástæða fyrir'hann að kvænast ungfrú Dietzenhof af þeim sök- um. Og bónorð hans var alls ekki neitt undirbúið frá hans hendi. Litli umboðsmaðurinn hefði aldrei haft kjark í sér til að biðja þessarrar fáguðu, bláeygu stúlku, til þess eins, að auka efni sín. Það væri sanni nær að segja að hann hefði gegn vilja sínum látið stjórnast af hreinum og einlægum tilfinningum, sem þótt undarlegt megi virðast, héldu áfram að vera hreinar og einlægar. Þetta fráleita og heimskulega bónorð varð nefnilega upphafið að óvenjulega hamingjusömu hjónabandi. Oft geta hinar algerðustu and- stæður myndað fullkomið sam- ræmi og það sem fráleitast virð ist, getur stundum reynz náttúr legast. Viðbrögð þeirra beggja, sem svo skyndilega og óvænt höfðu gengið í hjónaband voru auðvitað gagnkvæm hræðsla. — Kanitz óttaðist að einhver kynni að segja henni frá hinum skugga legu viðskiptum hans og að hún myndi hafna honum á síðustu stundu með viðbjóði og fyrirlitn- ingu. Hann byrjaði því með ótrú légri viljafestu og einbeittni að þurrka út hvert það spor, sem veitt gæti einhverja vitneskju um fortíð hans. Hann hætti öll- um vafasömum framkvæmdum, losaði sig við öll skuldabréf, enda þótt hann yrði fyrir all- miklu tapi við það og sagði skil- ið við alla sína fyrri vitorðs- menn. Hann lét skýra sig, valdi sér mikilsmetinn guðfaðir og fékk með ærnum kostnaði leyfi til að bæta hinu aðalsmannslega og hljómfagra „von Kekesfalva" við fyrra nafn sitt. Og eins og venjulega í slíkum tilfellum, hvarf hið upprunalega nafn hans brátt af nafnspjaldinu. En alveg fram að giftingardeg- inum kvaldist hann af stöðugum ótta við það, að hún myndi í dag, á morgun eða þar næsta dag snúa við honum baki með hyl- djúpri fyrirlitningu. Hún, sem hins vegar hafði í tólf ár orðið að þola stöðugar skammir húsmóður sinnar fyrir hæfileikaskort, heimsku, illvilja, fáfræði og alla þá lesti aðra, sem gamla ófreskjan kunni að nefna, bjóst við því að þessi nýi hús- bcndi hennar og herra myndi linnulaust hæðast að henni, ávíta hana og auðmýkja. Hún hafði þegar í byrjun gengið út frá því sem sjálfsögðu, að hennar biði þrotlaus ánauðarævi. En sjá, allt sem hún gerði nú var rétt. Mað- urinn sem hafði allt hennar ráð I hendi sér, sýndi henni ávallt virðingu og hlýhug. Unga konan var sem þrumu lostin, af undrun. Hún gat alls ekki skilið svona mikla umhyggju og ástúð. Smátt og smátt tók hið visnaða blóm að blómgast aftur, ef svo mætti segja. Hún fékk fallega andlits- drætti og mjúkar vaxtarlínur. Það leið eitt ár, tvö ár, áður an hún þorði að trúa því fyllilega að hún, sú lítilsvirta, fótum- troðna og kúgaða, gæti líka ver- ið virt og elskuð, eins og allar aðrar eiginkonur. En það var fyrst við fæðingu barnsins, sem þau urðu bæði fullkomlega ham ingjusöm. Á þessum árum hóf Kekes- falva aftur störf sín með endur- nýjuðum vilja og starfsorku. — Litli umboðsmaðurinn hafði dreg izt aftur úr, en nú tók hann að láta að sér kveða í viðskiptaheim inum. Hann endurbætti sykur- verksmiðjuna, gerðist hluthafi í einu nýhverfinu í Wien og hafði afskipti af mörgu. En þótt hann yrði ríkur, m. a. s. mjög ríkur, þá breytti það ekki á nokkurn hátt hinu einmanalegu og spar- sama lífi þeirra hjónanna. Þau buðu mjög sjaldan gestum heim til sín. Það var eins og þau væru hrædd við að minna fólk of mjög á tilveru sína. Og húsið, sem þér þekkið nú sjálfur, virtist þá langtum látlausara og sveita- legra — og í sannleika sagt ham- ingjusamara heimili, en það er í dag. Þá varð hann fyrir fyrsta áfall- inu. Konan hans hafði í langan tíma kennt innvortis kvala. Hún missti alla matarlyst, horaðist niður og varð þróttlaus og mátt- vana. En þar sem hún mátti ekki til þess hugsa, að gera hinn of- þreytta eiginmann sinn áhyggju- fullan, beit hún aðeins saman vörunum, í hvert skipti sem hún fékk nýtt kvalakast og leyndi þrautum sínum. Þegar hún að lokum gat ekki leynt þeim leng- ur, var allt orðið um seinan. Hún var flutt í sjúkravagni t'il Wien, þar sem hún var skorin upp við illkynjuðu magakýli, að áliti læknanna — hins vegar reyndist það krabbi, sem að henni gekk. Það var. um þetta leyti sem ég kynntist Kekesfalva og ég hef aldrei fyrr né síðar séð nokkurn mann jafn óðan og örvita. Hann hvorki gat né vildi skilja það, að það væri ekki á valdi lækn- anna að bjarga lífi konunnar. — Hann kenndi það einungis leti, hirðuleysi og vankunnáttu okk- ar læknanna, að við skyldum ekki gera neitt frekar, að við skyldum ekki geta meira. Hann lofaði sérfræðingnum fimmtíu þúsund, hundrað þúsund krón- um, ef honum tækist að lækna hana. Daginn áður en fram- kvæma átti skurðaðgerðina, sím- aði hann eftir fremstu sérfræð- ingum í Budapesí, Múnohen og Berlín, í þeirri fánýtu tálvon, að meðal þeirra kynni einhver að vera, sem gæti bjargað henni undan hníf skurðlæknisins. Og aldrei meðan ég lifi mun ég gleyma hinu vitfirringslega augnaráði hans, þegar veslings konan dó á skurðborðinu og hann æpti, að við værum sam- vizkulausir morðingjar. Upp frá þessum degi varð gagn gerð breyting á þessum meinlæta manni í viðskiptaheiminum. Guð, sem hann hafði þjónað frá bernsku, hætti að vera til — guð peninganna. Nú var aðeins eitt, sem hann virtist vita af í þess- um heimi — barnið hans. Hann réði til sín barnfóstru og þjóna og lét endurbæta húsið. Ekkert óhóf var nú of mikið í augum þess manns, sem áður hafði ver- ið svo sparsamur og ráðsettur. Hann ferðaðist með níu ára, tíu ára barnið til Nizza, Parisar og Wien og lét allt eftir henni á hinn fráleitasta hátt. Og eins og hann hafði áður kastað sér stjórn laust út í eltingaleikinn við pen ingana, þannig kastaði hann nú peningunum frá sér með einskon ar fyrirlitningu. Það var kannske ekki svo fráleitt hjá yður að kalla hann höfðinglegan og veg- lyndan, þar eð hann hefur nú í mörg ár látið sig engu skipta gróða eða tap, eða frá því er hann uppgötvaði þá staðreynd, að allar milljónirnar hans gátu ekki fært honum konuna hans aftur. Ég ætla ekki, vegna þess hve nú er orðið áliðið kvölds, að skýra yður frá því í smáatrið- um, hvernig Kanitz dýrkaði dótt ur sína. Það var líka, þegar öllu er á botninn hvolft, skiljanlegt, því að hún var hrífandi lítil stúlka, sannkallað álfabarn, fín- gerð og grönn, létt eins og þistla- dúnn með grá augu, sem horfðu út í veröldina með björtu, sak- lausu bliki. Frá móður sinni hafði hún erft hina viðkvæmu, óframfærnu blíðu, frá föður sín- um hina skörpu skynsemi. Hún blómgaðist, kyrrlát og ástúðleg, l hinu heillandi hispursleysi, sem e einkennandi fyrir þau börn ein, sem lífið hefur ekki sýnt grimmd eða hörku og sá einn, sem þekkti fögnuð hins aldraða föður, sem aldrei hafði þorað að vonast eftir svo glaðlyndu og hreinhjörtuðu afkvæmi, getur gert sér í hugarlund örvæntingu hans og þjáningar við síðara reið arslagið. Hann gat ekki, vildi ekki trúa því — og getur það ekki enn í dag — að einmitt barnið hans, en ekki eitthvert annað barn, skyldi dæmast þann- ig til ævilangrar þjáningar og lemstrunar og ég hika við að lýsa allri þeirri heimsku og fásinnu er hann gerði í örvæntingu sinni. Ég ætla ekki að fjölyrða um það, hvernig hann ónáðaði og elti alla lækna um víða veröld með áleitni sinni og þráfylgni, hvernig hann reyndi að múta okkur öllum með ótrúlegustu fjárupphæðum, til þess að fram- kvæma tafarlausa lækningu, hvernig hann hringdi til mín alltaf annan hvern dag, til þess eins að svala sinni eigin nagandi óþolinmæði. Starfsbróðir minn einn sagði mér nýlega frá því í trúnaði, að gamli maðurinn fari í hverri viku upp í háskólabóka- safnið, sitji þar meðal stúdent- anna og keppist við að skrifa alls konar erlend orð upp úr al- fræðibókum og pæli svo klukku- stundum saman í læknisfræðileg um kennslubókum, í þeirri sjúk- legu von að hann kynni þannig ......gparið yöur hiaup 6 ralili aaargra varzkuua1- 0ÖRU00L Á ÖllUM M! (||Í) Austairstraeti 5HUtvarpiö Sunnudagur 17. janúar 8.30 Fjörleg tónlist íyrsta hálftíma vikunnar. 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. — 9.30 Morg- untónleikar: a) ..Fanfares Royales'* eftir Mou ret (Hljómsv. tónlistarskólans 1 París leikur; Roland Douatte stj.). b) Tilbrigði eftir Vaughan Willi- ams um stef ftir Thomas Tall is (Hljóðfæraleikarar úr Nýju sinfóníuhljómsveitinni leika. Stjórnandi: Anthony Collins.) c) Inngangur og allegró fyrir strengjasveit op. 47 eftir Elg- ar (Anthony Collins stjórnar). d) Fantasía í C-dúr op. 17 eftir Schumann (Edvin Fischer leikur á píanó). e) Fiðlukonsert nr. 8 op. 47 eftir Spohr (Georg Kuhlenkampf og Fílharmoníuhljómsveit Berlínar leika; Hans Schmidt Isserstedt stjórnar.) 11.00 Messa í Kópavogsskóla (Prestur séra Gunnar Arnason. Organleik ari: Guðmundur Matthíasson). 12.15 Hádegisútvarp 13.15 Erindi: Vindaturn og veðrahöll; — kaflar úr sögu veðurfræðinnar (Páll Bergþórsson veðurfræðing- ur). 14.00 Miðdegistónleikar: a) Itölsk serenata eftir Hugo Wolf (Hollywood-strengja- kvártettinn og fleiri hljóð- færaleikarar). b) Þrjár noktúrnur fyrir hljóm- sveit eftir Debussy (Hljómsv. tónlistarskól. í París; Jean Fournet stjórnar). c) Konsert fyrir píanó og hljóm- sveit nr. 4 í c-moll eftir Saint Saéns (Alexander Brailowski leikur með sinfóníuhljómsveit inni í Boston. Stj. Charles Munch.) 15.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Herbert Hriberschek stj. 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veður- fregnir). 2a) Yvette Giraud syngur. b) Russ Conway og fleiri leika létt lög. 16.30 Raddir skálda: Ur verkum Guð- mundar Frímanns. Stefán Júlíusson ræðir við skáld ið. sem einnig les úr verkum sín um. 17.05 Endurtekið efni: Gamanvísur frá gamlárskvöldi (Brynjólfur Jó- hannesson leikari syngur.) 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir): a) Þáttur af kisunni Pálínu. — b) Getraun. — c) Ævintýri litlu barnanna. — d) Steindór Hjör- leifsson leikari les söguna ,,Myrk fælni" eftir Stefán Jónsson. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einsöngur: Bandaríska sðngkon an Betty Allen syngur. Píanóleik ari: Kelley Eugene Wyatt (Hljóð- ritað á söngskemmtun í Austur- bæjarbíó 11. þ.m. 21.00 Spurt og spjallað í útvarpssal. Þátttakendur: Agmundur Eiríks son trúboði, Gunnar Benedikts- son, rithöfundur; Hendrik Ottós- son fréttamaður og séra Magnús Runólfsson. Umræðustjórii: Sig- urður Magnússon fulltr. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 18. janúar 8,00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Vélarnar okkar (Guðmundur Jósafatsson bóndi 1 Austurhlíð). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tónlistartími barnanna (Fjölnir Stefánsson). 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 19.00 Tónleikar: Valsar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi Hans Antolitsch* a) „Ur myndabók Jónasar Hall- grímssonar“ eftir Pál Isólfsson. b) Milllþátta-ballettmúsík eftir Schubert. 21.00 Vettvangur raunvísindanna: Veð- urstofan; annar hluti (Ornólfur Thorlacius fil. kand.). 21.40 Um daginn og veginn (Einar As- mundsson hæstaréttarlögmaður). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Islenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson.) 22.30 Kammertónleikar í tilefni af 250 ára afmæli ítalska tónskáldsins Pergólesis. a) Konsert fyrir flautu og hljóm sveit í G-dúr (Camillo Wana- usek leikur með Pro Musica kammerhljómsveitinni i Vín- arborg. Stjórnandi Michael Gielen). b) Sinfónía fyrir selló og strengjasveit (I Musici leika.) c) „Pulchinella", ballettónlist eft ir Stravinskíj, byggð á tón- verki eftir Pergólesi (Hljóm sveit franska útvarpsins leik- ur; Igor Markevitch stjórnar.) 23.20 Dagskrárlok. Ég er hræddur um að þér finn- ist birgðatapið ekki svona hlægi- legt þegar við þurfum að lifa a því einu sem umhverfið færir okkur. Hvernig fóru birnirnir að kom- ast að matarbirgðunum. Markús? Ég veit það ekki, en það var ekkert óhapp. Líttu á þettat

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.