Morgunblaðið - 17.01.1960, Síða 24

Morgunblaðið - 17.01.1960, Síða 24
V EÐRIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. 13. tbl. — Sunnudagur 17. janúar 1960 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. Stjórnar- kjörið í Þrótti För til landsins helga — Greinaflokkur eftir Pétur Ottesen, fyrrv. alftingismann STJÓRNARKOSNINGUNNI í Vorubílastjórafélaginu Þrótti verður haldið áfram í dag >g hefst kosningin kl. 1 e. h. >g stendur til kl. 9 síðdegis og er þá lokið. Kosið er í húsi félagsins við Rauðarárstíg. FYRIR nokkrum dcgum kom Pétur Ottesen, fyrrverandi al- þingiismaðiur, heim úr löngu ferðalagi. — Eins og frá var skýrt í blaðinu á sínum tíma, fór hann utan með skipinu Drangajökli skömmu fyrir jól, og var förinni 'heitið til Israels Jólin hélt Pétur um borð í skipinu á Miðjarðarhafi, en síð an dvaldist hann í Landinu helga fram á gamlársdag. — Hélt hann þá aftur heimleiðis með Drangajökli, yfirgaf skip ið í Gíbraltar og kom það- an flugleiðis heim, með við- komu í London og Glasgow. Svo hefur samizt um, að Pét ur skrifi nokkrar greinar í Mbl., á nsastunni og segi las- endum frá för sinni — fjalla flestar þeirra um dvölina í Landinu helga og það, sem þar fyrir augu bar. Fyrsta grein Péturs, sem Pétur Ottesen fjallar um fyrstu daga fertar innar og fárviðri á Atlants- hafi, birtist á 8. síðu blaðsins í dag. Tveir listar eru í kjöri B.-listi lýðræðissinna og A.-listi kom- múnista. B.-listinn er þannig skip aður: Pétur Guðfinnsson, form., Stefán Hannesson, varaform., Pétur Hannesson, ritari, Sigurð ur Bárðarson, féhirðir og Erlend- ur Gíslason, meðstjórnandi. Málfundur Heimdallar Þegnskylda Reynt að tæla telpur á Lækjarlorgi SÍÐUSTU daga hafa blaðinu borizt áreiðanlegar fregnir af því, að nú með stuttu millibili hafi fullorðnir menn gefið sig á tal við litlar telpur 10 ára og yngri og hafa þeir reynt að tæla börnin. Hefur þetta átt sér stað á sjálfu Lækjartorgi. í öðru þessara tveggja tilfella, sem blaðinu er kunnugt um, hafði maðurinn boðið telpu hnokkanum 100 krónur fyrir að koma með sér. Hafði telp- an orðið svo hrædd við mann- inn, að hún var grátandi er hún kom heim til sín. Frk. Björg Ingólfsdóttir afhendir Jónasi Thoroddsen, fulltrúa borgarfógeta, fyrsta vinningsnúmerið. Vinningarnir í landshappdrættinu DREGIÐ var á föstudagskvöldið í Landshappdrætti Sjálfstæðis- flokksins. Hafði fulltrúi borgar fógeta Jónas Thoroddsen umsjón með útdrættinum en ungfrú Björg Ingólfsdóttir dró út vinn- ingsnúmerin. — Komu upp eítir talin vinningsnúmer: No. 30504 Rambler station bif- reið, model 1959. No. 38522 Braun radiogram- mófónn. No. 19520 Góðhestur. No. 36466 Philco kæliskápur. No. 16721 Farmiði Reykjavík —New York og heim. No. 1986 Farmiði Reykjavík New York og heim. No. 6179 Grundig segulbands tæki. No. 2450 Farmiði fyrir tvo með Gullfossi til Kaupmanna- hafnar og heim. HEIMDALLUR, F.U.S. efnir til málfundar um þegnskyldu annað kvöld. Hefst fundurinn S kl. 20,30 í Valhöll við Suður- í götu. | Er þetta hinn fyrsti af 4 \ málfundum, sem áformaðir i eru hjá félaginu á næstu 2 ; mánuðum. Á hinum þrem j fundunum verður rætt um i breytingar á skólakerfinu, \ bæjarrekstur og framtíðar- j skipulag Reykjavíkur. 1 Frummælendur á fundinum | á morgun verða Ragnar Kjart- S ansson, skrifstofumaður og 1 Gunnar Tómasson, verzlunar- ^ skólanemi. Fundurinn hefst S eins og áður er sagt kl. 20,30 1 annað kvöld. S Afli Sandgerðis- báta SANDGERÐI, 16. jan. — 14 bát- ar komu til Sandgerðis í gær, með 149 tonn. Aflahæstur var Hamar með 16 tonn, næst Guð- björg með 14,9 og þriðji Muninn II með 13,6 tonn. — Axel. No. 42680 Hoover sjálfvirk þvottavél með þurrkara. No. 24033 Pfaff sjálfv. sauma vél í tösku. No. 21129 Gólfteppi. No. 24034 Kvikmyndasýning- arvél með tjaldi. No. 15289 Rafha-eldavél. No. 35023 Farmiði með Gull- fossi til Kaupmannahafnar og heim. No. 10650 Shellgas-eldavél m/ bakaraofni og 10 kg. hleðslu. No. 22582 Kvikmyndaupptöku vél. No. 16645 14 feta flugustöng með hjóli. , No. 13915 Passap automatic prjónavél með kambi. No. 22653 Armstrong strauvél. No. 47793 General electric hrærivél. — Hinir heppnu eigendur þess- ara vinningsnúmera framvísi þeim í skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. 261 \ örubíll í Reykjavík Á FUNDI bæjarráðs, er haldinn var á föstudaginn, var rætt um og tekin afstaða til þess hve margir vörubílar skuli vera hér í bænum. Var samþykkt að há- markstala þeirra skuli vera 261 til 1. nóvembers þ. á. Þeir stuðningsmenn B.-listans sem enn eiga eftir að kjósa, eru beðnir um að gera það sem fyrst í dag og veita listanum allan þann stuðning sem þeir geta í té látið. Þróttarfélagar, munið X. B,- listinn. Lýst eftir vitnum að árekstri... ENNN er unnið að því að komast fyrir um hvaða bíll það var er olli miklum skemmdum á fólks- bílnum R-7129 á Klapparstígn- um hinn 6. þessa mánaðar. Nú hefur telpa borið það, að sá sem árekstrinum olli hafi ekið í bleik leitum bíl, amerískum. Þá tel- ur hún unga menn hafa gengið þarna hjá um sama leyti og þessi árekstur varð. Vill rannsóknar- lögreglan biðja þessa menn að koma til viðtals, og að sjalf- sögðu þann er árekstrinum olli, en R-7129 stóð við húsið Klkppar- stíg 16 og óhappið varð, milli kl. 8,30—9 árd. Almanak Eimskipa félags Islands ALMANAK Eimskipafélags ís- lands hefur ætíð vakið verðskuli aða athýgli, þegar það kemur út um hver áramót. Eins hefur orðið að þessu sinni. Á almanakinu eru tólf fagrar litmyndir frá íslandi. Sú hefur verið venja margra að senda vinum sínum og kunn- ingjum erlendis almanak Eim- skipafélagsins. Er það hin bezta landkynning. Mikill sigur lýðræðissinna í Sjómannafélagi R.-víkur I GÆR voru kunn úrslit i stjórn- arkosningunni í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Úrslit urðu þau, að listi stjórnar og trúnaðarráðs, er studdur var af lýðræðissinnum, hlaut 689 atkv., en B-listi komni- únista 421. Auðir seðlar og ógildir voru 11. Undanfarin ár hefur listi lýð- ræðissinna verið sjálfkjörinn, en 1956, er kommúnistar buðu fram í Sjómannafélaginu hlaut listi lýðræðissinna 582 atkv. en kom- múnistar 351 atkv. Lýðræðis- sinnar hafa því aukið fylgi sitt um 107 atkv., en kommúnistar um 70 atkv. Fleiri greiddu nú atkvæði en nokkru sinni fyrr, enda hefur meðlimatala félagsins vaxið nokkuð. Kommúnistar lögðu sig alla fram í kosningunum og höfðu menn á launum mánuðum saman til að vinna að þeim. Einnig nutu kommúnistar fylgis Framsóknar flokksins, sem gaf fylgismanni t gær varði fyrsta konan doktorsritgerð við Háskóla tslands og var mynd þessi tekin við það tækifæri. Doktorsefnið, Selma Jónsdóttir, listfræðingur, lengst til vinstri, og til hægri and- mælendurnir, dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og dr. Francis Wormald, prófessor við háskólann í Lundúnum. — Nánari frásögn er á bls. 2. (Ljósm.: Studio). sínum fyrirmæli um aS stySja kommúnista eftir megnL Þrátt fyrir þetta tókst komm- únistum ekki að fá meira fylgi, en þéir höfðu gert sér miklar vonir um sigur í félaginu. Sjómenn hafa nú hrundið þess- ari árás kommúnista á viðeigandi hátt. Aðalfundur Sjómannafélagsins verður haldinn í Iðnó í dag kl. 1,30 e.h. Vínveitiitoar í Silfurtunglinu? SKEMMTISTAÐURINN og veit- ingahúsið Silfurtunglið hér í bæn um hefir sótt um vínveitinga- leyfi til dómsmálaráðuneytisins. Ráðuneytið hefur nú leitað um- sagnar bæjarráðs varðandi þessa umsókn Silfurtunglsins og var rætt um þetta vínveitingaleyfi á fundi ráðsins í fyrradag. Hafði bæjarráð ekkert á móti því að leyfið yrði veitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.