Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 1
24 siður Svipuö viðskipti við Sovétríkin og undanfarið Von um björgun LONDON, 23. jan. — Reuter. — V ÖRU SKIPT AS AMNIN GUR milli íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna fyrir tímabilið 1960 -62 var undirritaður í Moskvu í dag, segir í frétt frá TASS- fréttastofunni. — ísland mun flytja fryst fiskflök, saltsíld og annan varning til Rúss- lands, en fær í staðinn vélar, tæki til iðnaðarframleiðslu, olíu, smíðajárn og stál og hveiti. — 40 skólabörn talin af MANILA, Filippseyjum, 23. jan. — (Reuter). — Tilkynnt var í dag að fjöru- tíu skólabörn hafi verið grafin lifandi og séu talin af, eftir að skriða lenti á skólahúsi á eyjunni Minda- nao. — Fréttin barst frá lögreglu- stjóra borgarinnar Dima- taling, sem er á suðurhluta eyjunnar. Nánari fréttir hafa ekki borizt. Ekki apa, heldur... LONDON, 23. jan. — (Reuter' — Brezkur félagsskapur er vinr ur gegn kvikskurði dýra hefu mótmælt þvj að Bandaríki skjóti öpum á loft í eldflaugum, Ritari félagsins, Colin Smitl gaf í gær út tilkynningu þar sei segir að ekki sé rétt að nota dý til að ryðja mönnum brautina í í geiminn. Engin dýr hafi veri send á undan Kólumbusi eða si Edmund Hillary. „Ef þarf að sigi'Sst á geimnun látið vísindamennina sjálfa sýn að þeir séu hugrakkir mem ekki apa eða mýs.“ Moskva í sóttkví MOSKVA, 23. janúar. (Reuter). Dagblaðið Pravda upplýsir í dag að bólusetning sé nú hafin í Moskvu til að stöðva útbreiðslu á bólusótt, og sé hugsað að bólu- setja alla íbúa borgarinnar, sem munu vera um 5 milljónir. Er höfuðborgin nú í sóttkví og allir ferðamenn til borgarinnar bólu- settir. Hefur læknalið borgarinnar verið kvatt út og ganga læknar nú milli vinnustaða og heimila auk þess sem Rauðakross vagnar halda uppi eftirliti á götum úti. Þetta er mesta bólusetningar- herferð síðan í stríðinu, að sögn Pravda, BóJusóttin barst til Moskvu með rússneskum málara er kom frá Indlandi. ★ Eftirfarandi fréttatilkynning barst Mbl. frá utanríkisráðuneyt- inu í gær: Dagana 15.—23. janúar fóru fram í Mosvu samningaviðraeður um áframhaldandi vöruskipti milli íslands og Sovétríkjanna á grundvelli gildandi viðskipta- samnings milli landanna frá 1. ágúst 1953. Samningsviðræðum þessum lauk í dag, 23. janúar, með und- irskrift bókunar um gagnkvæm- ar vöruafgreiðslur á næstu þremur árum, til ársloka 1962. Bókunina ur.dirskrifuðu for- menn samninganefndanna, Pétur Thorsteinsson sendiherra, af Is- lands hálfu og M. P. Kúzmin, aðstoðarutanríkisverzlunarráð- herra, af hálfu Sovétríkjanna. Með bókun þessari og vöru- listum þeim, sem henni fylgja, er gert ráð fyrir svipuðum við- skiptum við Sovétríkin og á und- anförnum þremur árum. JÓHANNESBORG, 23. janúar. — Aftur hefur nú vaknað von um að takast megi að bjarga námu- mönnunum, sem í fjóra sólar- hringa h afa verið lokaðir niðri í námugöngum tæplega 200 metra undir yfirborði jarðar. Þykjast menn hafa fullvissað sig um að ekki hafa orðið mikil gasmynd- un í göngunum. Björgunarstarfið hefur hins vegar gengið illa. Fjölmennum flokki hafði orðið töluvert á- 4 staurar farnir Verður gos með hlaupinu? VATNSMAGNIÐ í Skeiðará vex jafn og þétt, að því er Ragnar í Skaftafelli tjáði blaðinu í gær- kvöldi. Ekki er þó jakaburður í ánni svo teljandi sé. Hún hefur nú tekið fjóra símastaura á sand- inu. Ef gos fylgir þessu hlaupi, má fara að búast við því, eftir að svo mikið vatn hefur runnið úr Grímsvötnunum og meiri likindi til að askan hafi sig upp í gegn. Síðast gaus í Grímsvötnum 1934. Þá sást gosstrókurinn og eld glæringarnar alla leið til Reykja- víkur, og auk þess langt norður og austur. Aska» breiddist út yfir jökulinn sem varð svartur, en lítið til byggða. Ragnar sagði að mikið félli á málma í þessu hlaupi miðað við önnur hlaup. 1 gær var austanátt og í gær og fyrrakvöld brá fyrir brennisteinsfýlu í Reykjavík. Getur hún bæði verið af vatninu sjálfu og einnig af brennisteins- pyttum, sem megn lykt er af, sem koma upp úr þegar lækka tekur í vötnunum. Skeiðará kemur öll um útfallið austan við Jökulfell sem er eðli- legur farvegur hennar, en stund- um hefur hún í hlaupum komið á mörgum stöðum undan jökul- inm. Á 12 hœð Ljósmyndari Mbl. var við- staddur, þegar flutt var inn á 12. hæð í nýtt háihýsi við Austurbrún. Lyftan er ekki komin í húsið svo að bú- slóðin var dregin upp utan- dyra. Þarna er legubekkur kominn langleiðina, en ann- ars er nánari frásögn á bls. 3. gengt við að grafa göng niður til hinna nauðstöddu manna, en í dag hrundu þessi göng saman og gátu björgunarmennirnir naum- lega forðað sér. Eftir þetta hrun var allt starf þeirra til einskis orðið. Þeir voru engu nær tak- markinu en í upphafi. Nú er verið að flytja stærsta demantsbor í S-Afríku á slysstað- inn og er þess vænzt, að hægt verði að taka hann í notkun í nótt. Er ætlunin að bora holu beint niður í göngin, þar sem hinir innilokuðu eru taldir halda sig. Síðar er ætlunin að dæla niður um holuna lofti, senda námumönnum mat og vatn. Raf- magnslínur verða látnar síga nið- ur svo og símalína. Hylkiff sem kafað var í. 800 Færeying- ar vilja koma TÓRSHAVN, 23. janúar. Einkaskeyti til Morgunblaösins. Á MORGUN fara fulltrúar Fiskimannafélagsins til ís- lands með Drottningunni til að ræða við LÍÚ um nýja samninga fyrir færeyska sjó- menn, sem ætla á vertíð á ís- landi. — Samningamennirnir eru Erlendur Patursson, for- maður félagsins, Fredrik Han sen og Gunnleivur Hentze. — Hér búast menn ekki viff aff viffræffur hefjist aff ráffi fyrr en Alþingi hefur fjallað um frum- varp stjórnarinnar um nýskipan efnahagsmálanna. En menn bú- Kafað á 11.500 metra dýpi WASHINGTON, 23. jan. — Köf- unarskipið Trieste, sem er eign bandaríska flotans, komst í dag niffur á botn dýpstu gjár sem vitaff er um í veröldinni. Um borð í Trieste voru Don Walsh, liðsforingi í bandaríska flotanum og Svisslendingurinn Jacques Piccard, sonur hins heimsþekkta köfunarmanns Aug- uste Piccards prófessors, þess er fann upp köfunarskipin (Bathysc aphe). Köfunin var gerff nálægt eyj- unni Guam á Kyrrahafi og reynd ist dýpt gjárinnar vera rúmlega 11.500 metrar, en þaff er nokkru meiri dýpt en áætlaff hafði veriff. • Einnig er það talsvert dýpra en fyrrverandi heimsmet í köfun, sem þessir sömu menn settu hinn 8. janúar sl. er þeir komust nið- ur á 7,300 metra dýpi. Bandaríski flotinn keypti fyr- ir skömmu • Trieste af Piccard prófessor. Skipið, sem er um 100 tonn að stærð, er hlaðið blýi til að sökkva því, en notar flothylki fyllt benzíni til að komast upp á yfirborðið aftur. Jacques Piccard er 37 ára. Var hann ráðinn sem ráðgefandi sér- fræðingur við kafanirnar. Don Walsh, sem er 28 ára, lærði köfun hjá prófessor Piccard. ast fastlega við aff samkomulag takist fyrstu dagana í febrúar. Sjómenn vonast til að komast af stað til tslands í fyrstu vikunni í febrúar. Ef færeysku sjómennirnir fara ekki til íslands verða um 800 þeirra atvinnulausir hér. Ekki verffur annaff fyrir þá aff gera en hefja veiffar á trillubátum þar til fariff verff- ur til Grænlandsveiffa í mai og júní. En ekki er að efast um, aff þær veiffar yrffu mikiff tap fyrir þessa menn saman- boriff viff þaff, sem þeir hafa unniff sér inn á vertíff á ís- landi síffustu sex árin. Afli færeysku skipanna, tog- aranna við ísland og smærri bát- anna hér við eyjarnar, hefur ekki verið góður, en hins vegar hefur hann selzt fyrir hátt verð á Bretlandsmarkaði. Peron til Spánar MADRID, 23. jan. —_ (Reuter). — Juan Peron sem áður var ein- ræðisherra Argentínu, er vænt- anlegur til Spánar, sennilega í nótt, eftir að ríkisstjórnin hef- ur veitt honum dvalarleyfi. Peron mun sennilega dvelja nokkrar vikur við Miðjarðar- hafsströndina, áður en hann heldur áfram för sinni til Sviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.