Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. Jan. 1960 HfOKCTyTsrnr.AÐIÐ 'Mééaj&áttM Undir gervifungí urgerðar, en í staðinn er kominn einhver grátlegur kauðasvipur. A bls. 39 stendur: Helztu tízku- skórnir þar hjá kvenfólkinu eru með gríðarlega þykkum sólum líkt og offramleiðsla hafi orðið á fjallgönguskóm af því að hætt hafi verið við að Sara múghlaup upp á fjallið Ararat . . . ." Og: „Mikið tíðkuðust rósóttir og snið fjserri þeirri „formhugsjón ein- faldleikans og hreinleikans" sem hann talar um á bls. 40—41, þai segir: „Hvergi í Sovétríkjunum sá ég vott þess að formhugssjón einfaldleikans og hreinleikans sem bannar pírumpár hafi haft nokkur áhrif þar en hún er voldugasta aflið í nútímabygging- arlist annarsstaðar, í list nútím- Thor Vilhjálmsson: Undir gervitungli; ferðaþættir. Helgafell 1959. A SLÉTTUM A-Evrópu hefur verið gerð tilraun til að stofna himnaríki á jörð. Hvort þetta muni hafa lukkazt er kannski mesta hitamál aldarinnar. Þegar vísindamönnum þar eystra tókst íyrstum jarðarbúa að koma gervitungli á braut kringum hnöttinn og hæfa tunglið með eldflaug nokkru síðar, lannst sanntrúuðum vinum þessa ríkis að nú væri heimskulegt af okkur að efast lengur: þarna væri sannanlega úr Utópía sem oss hafði verið að dreyma iim í aldir. Aðrir telja hæpið, ef ekki fávíslegt, að gera tækniaf- rek, svo sem s_míði eldflauga, að mælistiku á yfirburði eins þjóð- skipulags yfir annað; vilji sósíal- istar það komast þeir ekki hjá að kingja þeim bita að nazism- inn hafi verið fullkomnasta þjóð skipulag í heimi meðan hann var og hét, — fullkomnari en sósíal- isminn — því Þjóðverjar stóðu öðrum framar í smíði eldflauga á valdatíð Hitlers, eða svo hefur maður heyrt. Á síðari árum hafa margir Is- lendingar ferðazt til Sovétríkj- anna í boði þarlendra. Okkur hinum, sem aldrei var boðið upp á slíkt, þykir gírnilegt að heyra frásagnir þeirra vegna þess styrj- ar sem stendur um þessa voldugu rikjasamsteypu. Okkur er í fersku minni viðtal við Stein Steinarr í Alþýðublaðinu sumar- ið 1956 og sitthvað fleira sem austurfarar hafa látið út úr sér. Nú hefur Thor Vilhjálmsson skrifað alllanga bók um ferð til Sovétríkjanna. Fór hann þangað á síðastliðnu vori sem limur í svo kallaðri menningarsendinefnd. Thor er þaulvanur að segja frá reisum sínum. Hefur hann skrif- að mýgrút af greinum í Þjóðvilj- ann á undanförnum árum þar sem hann lýsir ferðum sínum í Evrópu. Hafa greinar þessar þótt skemmtilegar, fullar af hugkvæm um lýsingum á fólki og merk- um stöðum og ómerkum. Hef ég marga heyrt segja að honum láti mun betur að rita ferðaþætti en semja skáldverk. Skal ég ekki hreyfa andmælum við því. Thor upphefur frásögnina þar sem hann siglir á Tröllafossi reiðan sjó suður til Hamborgar. 30 hross eru og meðal farþega og yfirgefa þau skáldið í Hamborg, en í Kaupinhafn tekur Thor járn brautarlest og nemur lítt staðar fyrr en í Leníngrad, ef frá er talinn stuttur stanz sem hann gerði í Helsinki. Thor skoðar sig um Leníngrad; fer í Vetrarhöll- ina og á balletsýningu. Heldur síðan til Moskvu og tekur nú að gæta kynlegs ofnæmis höfundar fyrir GunnariBenediktssyni (sem frægt er orðið af nýlegum blaða- skrifum). 1 Moskvu skoðar Thor hið markverðasta, — í þessu stærsta þorpi heimsins eins og borgin er stundum kölluð, — Kreml, háskólann, fer í leikhús að sjá Tsékov-sýningu sem heill- ar hann mjög, sér balletsýningu í Bolshoi, heimsækir kvikmynda- ver borgarinnar (Mosfilm). Frá Moskvu liggur leiðin til Kákasus, finnast honum viðbrigðin góð ,.eftir drungann í Moskvu" lízt betur á fólkið. 1 Georgíu situr Thor prýðilega veizlu og skoðar teverksmiðju, auk þess sem hann heimsækir hina fornu höfuðborg landsins, Mskheta (ég læt lesend- ur um framburðinn). En snýr brátt aftur til núverandi höfuð- borgar, Tíflis. Segir frá nú bíóferð Ekki er samt til setunnar boðið því undir miðnætti það kvöld er lagt af stað með járnbrautar- lest vestur að Svartahafi ( í bók ' 'ini stendur suður að Svartahafí, sem er rangt, því Batumi sem förinni er heitið til er beint í vestur frá Tíflis). í þessari reisu skoða þeir félagar „mikið og stórt hvíldarheimili og hressing- arból" og sitthvað fleira, t.d. gróðurtegundasafn, „samyrkjubú sem hafði terækt að sérgrein'' og barnaskóla. Þá sitja þeir einnig mjög stórbrotna veizlu og er frá- sögn Thors af henni einn skemmtilegasti kafli bókarinnar. „Allir urðu að halda ræður, og eftir því sem leið á veizluna þvi fúsari urðu flestir til ræðuhalda, og töluðu sumir oft, og ræðan færðist æ fjær jarðneskum grundvelli og nær flugleiðum hinnar heilögu dúfu'1. — Og svo er aftur snúið til Tíflis, og í þetta lausir kjólar eins og saumaðir í ans yfirleitf. Það eru nefnilega fjarlægri borg, kannski fjarlægu I allmiklar leifar af leiðinda flúri Thor Vilhjálmsson sinn segir frá heimsókn í ung- herjahöll eina; ,.þar koma börnin í tómstundum og eru nokkra tíma tvisvar í viku og stunda áhugamál sin undir leiðsögn sér- fræðinga". Af allri frásögn höf- undarins að dæma er hús þetta til fyrirmyndar. — Er nú komið að kveðjustundinni í Tíflis, og játar Thor að dvölin þar hafi verið sér ánægjuleg á margan hátt. Og svo er það Moskva á ný. Segir Thor nú frá heimsókn til rithöfundarins Polevojs sem „sagði okkur ýmislegt af Sovét- bókmenntum"; fer allmörgum orðum um heimsókn í Tretjakov- safnið þar sem hann hreiíst mest af hinum gömlu íkónum, en „síðari tíma málverk Rússa orka ekki mjög sterkt á þá sem hafa vanizt við myndlist Vestur- Evrópu''. segir höf. — Frá Moskvu heldur svo sendinefndin til Leníngrad og sundrast þar. Thor verður eftir og tekur sér bólfestu á Hótel Astoría, 5ær ,,skínandi túlk og fyrirgreiðslu- mann Victor að nafni", og held- ur nú áfram að skoða borgina undir leiðsögn hans og eiga þeir oft tal saman um bókmenntir. Thor ræðir alllengi við Proko- fieff formann rithöfundasam- bands Leníngrad og leggur fyrir hann ýmsar aktúellar spurning- ar. Auk þess Ser höf. í bíó og kvikmyndaver Leningradborgar og skoðar safnið í Vetrarhöllinni og verður mjög hrifinn. Og svo er Rússlandsdvölin á enda. „Gjarnan hefði ég viljað vera ofurlítið lengur og kynnast fleiru og skoða meira, horfa og hlusta. Verst að skilja ekki rússneku". Og heimleiðin liggur yfir Norð- urlönd. Kemst Thor þar í kynni við ýmsa listamenn og eru þeir kaflar heldur utangarna í þess- ari bók. Frásögninni lýkur í Gautaborg með lýsingu á 1. maí hátíðahöldum. —II— En hvert er svo áHt Thors Vil- hjálmssonar á Ráðstjórnarrikjun. um að þessari ferð lokinni? Er hann hrifinn fram úr máta? Nei svo er ekki, og oft fer hann háðu legum orðum um það sem fyrir augu bar, og grunar mig að sum- um vinum þessara ríkja sé nokk- ur stríðni í þeim lýsingum hans. Að vísu er bókin sáralítil ef blátt áfram nokkur heimild um daglegt líf og hugarheim sovétborgarans, enda virðist skáldið ekki hafa gert sér far um að tala við múgamenn. Reyndar segir hann á bls. 136: „Mættum við heyra óskir yðar? höfðu gestgjafar okkar spurt þegar við komum til Moskvu. Meðal annars bað ég um að mega koma á alþýðuheimili en kom ekki á neitt nema á samyrkju- búinu í Georgíu þar sem okkur var haldin hin stórfenglega veizla sem ég hef áður sagt frá". Þá kemur það ekki fram í bók inni að höf. hafi haft nokkurn áhuga fyrir atvinnulífi í Sovét, en það sem athygli hans beinist að öðru fremur eru listir ýmis- konar, ekki sízt kvíkmyndagerð, tízka og fólk á förnum vegi, á götum, í leikhúsum og hótelum.: Myndin sem hann dregur upp af lífinu í Rússiá er því nokkuð einhæf en fullkomlega í anda höfundarins: skemmtileg, mynd- ræn hugkvæmni leikur lausum hala í eins konar smásjárathug- unum augans. Allir sem lesið hafa bækur Thors Vilhjálms- sonar skilja hvað ég á við, en þó er rétt að taka eitt dæmi af ótal mörgum úr þessari bók handa þeim sem ekki þekkja til þeirra skrifa. (Bls. 142): „Hin konan sem stóð á gangstéttinni og talaði við hana var lítil og rýr, og minnti á eldspýtnastokk sem tveim eldspýtum hefur verið stungið í endann á og þeim síðan stungið niður í rauf og allt látið standa upp á endann á borði fyrir framan spilamann'*. Það sem Thor fer einna háðu- legustum orðum um er bygging- arlistin og tízkan í Rússlandi. Gerir hann réttmætt gys að tild- urstíl háskólabyggingarinnar á Lenínhæðum i Moskvu og neðan- jarðarbrautinni þar í borg, en hið kynlega er að tizkan þar austur frá er í algerri andstöðu við þessa vinsælu húsagerðarlist; þar gætir ekki hinnar minnstu sund landi þar sem engar upplýsingar fengust um vaxtarlag kven- anna hér og síðan varpað út úr flugvélum". Það sem hrífur Thor einna mest í reisunni er balletsýning í Moskvu í hefðbundnum stíl; Tsékov-leiksýningin sem getið var um áðan og málverk eftir Rembrandt og impressionistana sem hann skoðaði í Leníngrad. Fólkið sjálft finnst honum hins vegar gleðilaust. Og í sambandi við kvikmynd sem hann sá og lýsti alsælu lífi sovétborgarans segir hann, (bls. 144): „En hvernig stóð á því að mér fannst fólkið í kringum mig miklu al- varlegra en Sovétþjóðir kvik- myndarinnar Það var þöguit allt í kringum mig og ég skynj- aði engan fögnuð hjá því, þessu raunverulega fólki sem andaði í myrkrinu allt í kringum mig; mæður með lítil börn og menn í þykkum frökkum eða einskonai úlpum með þreytu vinnudagsins í svipnum, — eða hvaða þreytu? —II— Stíllinn á þessari nýju bók Thors sver sig í ætt við stíl fjyrri bóka hans, þó naumast eins há- stemmdur, en harla kiljanskur eins og fyrri daginn, stundum beint oianúrGljúfrasteini: „Varla getur yfirlætislausari mann þeirra sem hafa hlotið frægð en Eyvind Johnson" (bls. 184). Eigin lega finnst mér stíll Thors all- i stíl Thors Vilhjálmssonar. —II— Frágangur bókarinnar er góður og ekki er hægt að finna að prófarkalestri. Þó hefðu nokkur atriði mátt betur fara. Vísurnar sem teknar eru upp í IX. kafla — og eru minnir mig eftir Lúð- vík Kemp um bónda norður á Skaga — hafa auðsjáanlega brenglazt undir lokin. Fyrstu orð in í 2. og 3. hendingu síðustu visu munu eiga að skipta um stöðu En sama er mér þótt Thor sé ekki gæddur brageyra, þingi þvi hinu merkilega. — Höf. riður á að menn skilji að Georgía og Grúsía sé sama landið þvi hann vekur þrisvar máls á því í bók- inni. Bls. 43: „— suður í Georgíu sem Rússar kalla Grúsíu". Bls. 64: — og hlýlegt var fólkið suður í Grúsíu sem þarlendir kalla Georgíu". Bls. 7: „Enda vorum við ekki búnir að vera lengi þeg- ar það var tekið fram í fyrsta sinn að landið nefndist Georgía eða Sakartveló. en Grúsía væri rússneska". — Skrítið er að segja í þaula Essenin, þegar rétt um ritun nafnsins er Jessenin. — Þá eru lokaljóðlínurnar úr kvæði Majakovskís um Jessenin, sem vitnað er til handahófslega þýdd- ar: „en það er erfitt að gera Hfið nokkurs virði'' á að vera: hitt er mun erfiðara, að vera lífinu vaxinn. Hannes Pétursson. Efnt til ýturlegrur og umlungs- mikillar skákkennslu á Akureyri SKÁKÞING Norðlendinga hefst á Akureyri 24. jan_ Vitað er nú um 11 þátttakendur í meistarafl. og eru meðal þeirra flestir beztu skákmenn Norðlendinga. Mótstjórnin hefur boðið Frey- steini Þorbergssyni skákmanni í Reykjavík að taka þátt i mótinu og mun hann taka þátt í mótinu og verða eini gesturiinn þar. Strax að mótinu loknu verður efnt til nýstárlegrar skákkennslu. Aðilar að henni eru Taflfélag Akureyrar, stúkurnar á Akur- eyri og Freysteinn Þorbergsson. Mun hann kenna öllum börnum 10 ára og eldri, unglingum og fullorðnum sem sækja og verður þátttakendum á námskeiðinu skipt í flokka. Kennslan fer fram í Skjaldborg, húsi stúknanna á Akureyri. Námskeiðin munu standa í mánaðartima. Er hér um að ræða ýtarlegri og umfangs- meiri skákkennslu fyrir almenn- ing en áður hefur þekkzt hér á landi. Popíínkápur með plusshettu og Trópalvattfóðri verð kr. 1020 Póstsendum Laugaveg 17 — Sími 12725.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.