Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. jan. 1960 MORCVNfíLAÐlÐ 13 að hafa í þessum efnum sama t hátt á og aðrir. I>ó að við höfum ! sérstöðu um sumt, þá eru flest vandamálin sama eðlis og aðrar þjóðir hafa þurft að glíma við. Okkur er þess vegna ómetanleg- ur styrkur að því að njóta sam- starfs við aðra. Að sjálfsögðu erum það við sjálfir, sem tökum ákvarðanir um hvað gera skuli í okkar málum. Til þess að þjóð- in geti dæmt um hvað hollast sé, þarf hún að fá vitneskju um allt, sem fyrir liggur, en ekki vera leynd því, sem stjórnar- herrarnir telja, að ekki falli í sitt kram eins og V-stjórnin gerðL Búa ber bezt að Öðinn á siglingu, REYKJAVÍKU RBRÉF Laugard. 23. jan. Óðiim á beimleið Ráðgert er, að hið nýja varð- skip, Óðinn, leggi í dag, laugar- dag, af stað heimleiðis til ís- lands. Skip þetta er betur búið, hraðskreiðara og fremur í sam- ræmi við kröfur tímans en hin eldri skip, svo sem vonlegt er, þar sem hið bezta þeirra, Þór, er nær 10 ára gamall. Alþingi ákvað þegar í mUrz 1956 eftir til- lögu þáverandi dómsmálaráð- herra, Bjarna Benediktssonar, að veita ríkisstjórninni heimild til þess að hefja undirbúning að smíði skipsins. Rök fyrir þeirri ákvörðun voru einkum þau, að Ægir væri ekki lengur nógu hraðskreiður og hefði auk þess ærnu starfi að gegna við fiski- rannsóknir. Þá var það einnig vitað, að ef landhejgin yrði stækkuð, myndi enn brýnni þörf á nýju varðskipi. V-stjórnin tók við skömmu eft- ir þessa samþykkt Alþingis og af einhverjum ástæðum sinnti hún ekki um hinn einróma vilja Alþingis. Það sinnuleysi varð til þess, að ekki var samið um smíði hins nýja skips fyrr en seint á árinu 1958, enda var þá búið að stækka landhelgina og öllum ljóst, að hin litlu, gömlu skip dugðu með engu móti lengur til gæzlunnar. Smiði skipsins hefur sem betur fer gengið greiðlega og er sem sagt von á því heim um miðja viku. Skipstjórnarmaður er hinn aldni skipherra, Eiríkur Kristó- fersson. Fer vel á því, að hann skuli stýra þessu fullkomnasta varðskipi okkar til hafnar á ís- landi í fyrsta sinn. Eiríkur hefur frá upphafi getið sér góðan orð- stír í starfi, en þó aldrei betur en þegar mest á reyndi og þá ekki sízt í viðureigninni við Breta á sl. 1% ári. Þá er yfirmaður landhelgis- gæzlunnar, Pétur Sigurðsson, einnig með skipinu. Hann hefur með eðlilegum hætti átt mestan þátt í undirbúningi málsins, gerði á sínum tíma grein fyrir þörf á smíði skipsins og hefur síðan fylgt málinu eftir, svo sem bezt mátti verða. Alþingi keniur saman Alþingi hefur, eins og til stóð, verið kvatt saman til funda hinn 28. janúar. Þegar menn nú hugsa til allra þeirra fjarstæðna, sem stjórnarandstæðingar sögðu um hina fyrirhuguðu frestun fyrir h. u. b. 1% mánuði, mætti ætla, að miklu lengra væri um liðið eða þær fullyrðingar hefðu verið gerðar i öðrum heimi. Þá létu stjórnarandstæðingar svo sem frestun þingsins mundi hafa í för með sér hrun þingræðis og ógn- arstjórn í landinu. Spáð var ein- ræðisákvörðunum til kúgunar bændum út af landbúnaðarvöru- verði og upplausn vegna ósam- komulags ríkisstjórnarinnar við útgerðarmenn og sjómenn, er mundi leiða til þess, að vertíð gæti ekki hafizt upp úr áramót- um. Forystumenn Framsóknar og kommúnista létu sér ekki nægja að halda sjálfir um þetta enda- lausar ræður, oft á óþinglegan hátt utan dagskrár, heldur lögðu ræðukvöð á fylgismenn sína á Alþingi til þess að teygja mál- þófið sem allra lengst. Nú er á daginn komið, hvert mark var takandi á öllu þessu orðaskaki. Fyrir forgöngu ríkis- stjórnarinnar, og þá einkum Ingólfs Jónssonar, landbúnað- arráðherra, tókst að leysa hina erfiðu deilu um landbúnaðar- vöruverð með samkomulagi allra aðila. Framsóknarbroddarmr urðu þá fyrir sárum vonbrigðum, enda hafði ætlun þeirra með áframhaldandi þinghaldi einkum verið sú að nota stöðu sína á þingi til að hindra sættir í þessu mikla hagsmunamáli bænda. Gagnstætt hrakspám þessara sömu manna og Lúðvíks Jósefs- sonar hófst vertíð og með eðli- legum hætti, án þess að til nokk- urra vandræða kæmi. Tillögur ríkisst j órnarinnar Þá þóttust stjórnarandstæðing- ar bera kvíðboga fyrir því, að ríkisstjómin mundi lögleiða með bráðabirgðalögum án samþykkis Alþingis, ráðstafanir þær í efna- hagsmálum, sem hún var að und- irbúa. Auðvitað vissu stjórnar- andstæðingar vel, að engum hafði komið slíkt til hugar. Stjórnin ætlaði sér það eitt, sem hún síðan hefur gert, að fá starfs frið til þess að undirbúa hinar margháttuðu og flóknu ráðstaf- anir, sem nú þarf að gera til að koma efnahag þjóðarinnar í rétt horf. Hina nauðsynlegu und- irbúningsvinnu var ekki unnt að leysa af hendi á meðan þingið var við störf. Til þess var hér um alltof tímafrekt verk að ræða.Stjórnin hefur, eins og hún hét, unnið látlaust að þessum málum frá því að þingi var frest- að og mun nú vera langt komin í athugun og nauðsynlegum und- irbúningi. Tillögur stjórnarinnar munu um þessa helgi verða ræddar í báðum stuðningsflokkum stjórn- arinnar ,sem kvaddir hafa verið til funda í því skyni. Á þeim fndum verður tekin ákvörðun um ,hvort flokkarnir vilja styðja þær tillögur, sem stjórnin hefur komið sér saman um. Ef þær hljóta samþykki flokkanna, verða þær lagðar fyrir Alþingi svo fljótt sem verða má, eftir að það hefur komið saman til funda á ný. Erlendir sérfræðingar Bæði Framsókn og kommún- istar reyna að gera það tor- tryggilegt, að ríkisstjórnin hafi haft samráð við erlenda sér- fræðinga um samningu þessara tillagna. Öðrum fórst en ekki þér, má segja um þær sakar giftir. Það var einmitt eitt af fyrstu verkum V-stjórnarinnar að kalla hingað til lands erlenda sérfræðinga og fá tillögur þeirra um hver úrræði væri vænlegust í efnahagsmálum. Þá var því lofað, að láta fram fara úttekt á þjóðarbúinu í alþjóðaraugsýn og áttu útlendingarnir að vera úttektarmenn, en þjóðin vitni þess, hvernig þeim tækist til. Úttekt hinna erlendu manna var framin en þjóðin aldrei kvödd til vitnis. Stjórnarherrun- um líkaði ekki umsögn hinna erlendu sérfróðu manna og í stað þess að láta þjóðina fylgjast með og dæma, þá var hitt tekið til bragðs að halda öllu leyndu fyr- ir henni. Náið samstarf Sannleikurinn er sá, að allar þjóðir hafa nú náið samstarf við aðra um ráðstafanir sínar í efna- hagsmálum. Á meðal hinna frjálsu lýðræðisþjóða hafa marg- háttuð samtök verið stofnuð í þessu skyni. Nægir þar að minna á alþjóðabankann, alþjóðagjald- eyrissjóðinn, efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu og tollabandalög- in tvö, sem nú hefur verið sam- ið um í Vestur-Evrópu, að ó- gleymdum hinum miklu samn- ingum um tollabandalag Norður- landa, sem nú eru horfur á að ekki verði úr vegna enn víðtæk- ari sanminga. Allt þetta samstarf hefur í för með sér margháttað og stöðugt samráð, enda er til- gangurinn ekki sízt sá, að annar geti lært af reynslu hins. Svo margþætt sem þetta samstarf er meðal lýðræðisþjóða þá er vit- að, að tengslin á milli kommún- istaríkjanna eru miklu nánari. Munurinn er sá, að þar njóta ein- stakir aðilar ekki sama valfrelsis og á meðal lýðræðisþjóðanna, heldur bera Rússar slíkan ægis- hjálm yfir öðrum, að hin komm- únistaríkin verða í öllu verulegu að gera það, sem Rússar segja til um. Islendingum er það sízt til lít- illækkunar heldur brýn nauðsyn, eim, sem Þ erfiðast eiga Eins og fyrr segir er viðfangs efni okkar um sumt sérstakt. Þjóð okkar er um margt ekki eins langt komin í uppbyggingu og aðrar vestrænar þjóðir. Á síðustu áratugum hefur raunar undraverðu verið komið í fram- kvæmd, en ekki er að búast við því, að við séum komnir eins langt og þær þjóðir, sem eiga að baki samfellda, aldalanga framþróunarsögu og búa auk þess í löndum miklu ríkari að náttúrugæðum en við. Einmitt þess vegna er okkur flestum öðrum fremur þörf á miklu fé til varanlegrar uppbyggingar. Við megum því ekki, eins og gert hefur verið undanfarin ár, taka, lán til eyðslu heldur einungis ’ til framkvæmda, sem koma að gagni um langan aldur, eða til að tryggja okkur gjaldeyrisvara- sjóð, sem brýn þörf er á vegna óvissu árferðis og afkomu. Með því háttalagi, sem haft hefur ver- ið hin síðari ár, er girt fyrir eðli- leg lán í þessum tilgangi. Þar með er dregið úr möguleikum til framkvæmda og framfara í landinu. Til þess að bæta lífskjörin til frambúðar, þarf að stinga við fótum og gera upp það gjald- þrotabú, sem V-stjórnin lét eftir sig. En þá verður og að gæta þess, að íslendingar þola það í allra þjóða sízt, að hallað sé á lítilmagnann eða aukinn sé mun- ur á hinum verst stæðu og þeim, er betur eru efnum búnir. afrakstur hennar þar af leiðandi vaxið. Hér tjáir ekki að vísa á ein- hverjar auðstéttir, sem hægt sé að svifta eignum til þess að bæta hag almennings. Enn eru í gildi allar þær ráðstaafnir, sem V- stjórnin gerði til tekjujöfnunar. Stóreignaskattinum hefur ekki verið haggað að öðru leyti en því, sem hæstiréttur taldi, að með álagningu hans væri brotið gegn reglum sjálfrar stjórnar- skrárinnar. Reglurnar til tak- mörkunar milliliðagróða og um skatta á banka eru enn alveg hinar sömu.og V-stjórnin setti. Fals kommúnista þegar þeir halda því fram, að verið sé að hlífa hinum ríku, blasir við aug- um vegna þess að að þeim er búið á sama veg og þegar komm- ar sjálfir skildu við. Sannleikur- inn er sá, að hér á landi er minni munur á efnahag manna og laun- um en nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli. Þess vegna verður þjóðin öll að taka á sig afleiðingarnar, úr því að lifað hefur verið um efni fram, eins og Þjóðviljinn öðru hvoru viður- kennir. Tryggja ber síbatnandi kjör „Bruðl og óhófslifnaður46 Þjóðviljinn fjasar nú um það, að stjórnarflokkarnir telji „bruðl og óhófslifnað vinnustéttanna -------undirrót helztu þjóðfé- lagsmeina, sem nú er við að fást“. Að sjálfsögðu hefur eng- um ábyrgum manni í stjórnar- flokkunum komið til hugar að halda slíkri fjarstæðu fram. Því fer fjarri ,að hér á landi ríki al- mennt „bruðl og óhófslifnaður". Þar hefur engin stétt sérstöðu, enda eru hér á landi ekki til annað en „vinnustéttir“, þó að viðfangsefnin séu misjöfn. Óhófs- bjánar eru hins vegar til í öllum stéttum, en þeirra bruðl og óhóf ræður litlu um afkomu þjóðar- innar í heild. Hitt er óhagganleg staðreynd, enda öðru hvoru játað af Þjóð- viljanum, að Islendingar hafa undanfarið lifað umfram efni. Það geta menn gert, þó að hvorki sé um bruðl né óhófslifnað að ræða, vegna þess, að hver verð- ur að sníða sér stakk eftir vexti. Enn vantar mikið á, að íslenzka þjóðin lifi við þau kjör, sem æskilegt væri, enda verður seint svo miklum gæðum náð, að ekki séu ófengin mörg, sem eftir beri að sækjast. Ráðið til þess að sækja fram á við er að skapa öruggan fjárhagsgrundvöll, svo að framleiðsla geti aukizt og Jafnframt verður að búa svo um, að þeir, er erfiðast eiga, svo sem barnmargar fjölskyldur og gamalmenni þurfi ekkert að láta af hendi rakna. Þrátt fyrir jafn- ari efnahag hér en annars stað- ar er það siðferðisskylda að þessu fólki sé hlíft, þó að þrengja þurfi kjörin um sinn. Eitt af aðalviðfangsefnum stjórnarinnar að undanförnu hefur verið að finna leiðir til þessa og vonandi hafa þær fundizt, svo að viðun- andi sé. Aðalatriðið er, að hér á landi geti átt sér stað sams konar efnahagsþróun og í öðrum frjáls- um löndum, sem leitt hefur til síbatnandi hags alls almennings. Þar er talað um að kjör al- mennings geti batnað um helm- ing á nokkrum áratugum. Allir viðurkenna, að í þessum efnum hefur mikið áunnizt síðasta ára- tuginn í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrir okkur ís- lendinga er því til mikils að vinna að koma málum okkar í sama horf og þessum þjóðum hefur tekizt. JMikið áfall“ Framsóknarmenn eru mjög felmtri slegnir yfir fordæmingu almennings á olíuhneyksli þeirra. Alvarlegur ágreiningur er kom- inn upp á milli broddanna um, hvernig bregðast skuli við. Ráð- legast hefur þótt að láta út á við svo sem ógæfan ætti upptök sin í því, að hinir ginnhelgu sam- vinumenn hefðu blandað blóði við bersynduga. Þess vegna var sl. miðvikudag efnt til fundar 1 félagi ungra Framsóknarmanna hér í bæ, þar sem fundarefnið skyldi vera: „Þátttaka samvinnu- félaga í rekstri hlutafélaga“. Með þessu var reynt að gefa til kynna, að félagaformið en ekki sjálft manneðlið hefði hér orðið að fótakefli á vegi dyggðarinnar. Þegar á fundinn kom reyndist þó, að þessi feluleikur dugði ekki. Annar frummælenda, Jón Skaftason ,gat ekki orða bund- izt um aðild Framsóknarflokks- ins að hneykslinu. Hann sagði að efni til: „f olíumálinu hafa stórfeld lög brot átt sér stað.-----Olíu- hneykslið er mikið áfall fyrir Framsóknarflokkinn og sam- vinnufélögin. Forystumenn sam- vinnuhreyfingarinnar verða að taka málið föstum tökum en mega ekki stinga höfðinu í sand- inn“. Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.