Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 16
16 MORCTlWTtTAÐJÐ Surmudagur 24. jan. 1960 Sigurður Jónsson verkfræðingur-kveðja Backersvej 2, Kaupmannahiifn. NÝLEGA er látinn í Kaupmanna höín Sigurður Jónsson, sem var lengi verkfræðingur við skipa- smíðastöð Burmeister & Wein. — Sigurður var alinn upp hér í Reykjavík, á Bergi við Grund- arstíg, hjá Zakaríasi Árnasyni, snikkara. Hann fór ungur til náms, og eftir að hann kom það- an settist hann að í Kaupmanna- höfn. Sigurður var giftur Cam- illu Salomonsen, sem lézt fyrir nokkrum árum, þau hjónin voru bernlaus. Allir, sem þekktu Sigurð höfðu miklar mætur á honum, fyrir mikla og sjaldgæfa mannkosti. Hann var mjög hjálpfús og traustur vinum sínum og taldi ekki á sig mikla fyrirhöfn til þess að geta orðið öðrum að liði. Hann kom til íslands fyiir nokkrum árum, og hafði mikla ánægju af að sjá allar þær fram- farir sem hér hafa orðið síðan hann fór fyrir aldamót. Alltaf var hann málsvari ís- lands þegar hann fann að Damr deildu á okkur, og leiðrétti oft það, sem deilt var um, sem oft var sprottið af vanþekkingu á málefnum okkar eða af misskiln- ingi. Sigurður fékk frá stríðslokum sent Morgunblaðið og hafði mik- ið yndi af að fylgjast með þeim málum sem hér voru mest rædd í blöðum á hverjum tíma, og hafði hann þannig tækifæri til að fylgjast með þeirri þróun, sem hér hefur farið fram. J>að er vissulega ánægjulegt fyrir ísland að eiga slíka góða syni sem Sigurð. búsetta erlend- is, sem halda fast tryggð sinni við ættjörðina þrátt fyrir langa fjarveru. Hann missti aldrei sjón ar af því, sem við kom ættlandi sínu, og hugur hans leitaði oft heim að Fróni. Við, sem þekktum Sigurð og m»v« .....-«~ ¦»---------¦¦¦- '~.....-y»«» Húsnœði við miðbæinn, hentugt fyrir verzlun eða léttan iðnað, til leigu. Upplýsingar í síma 13014. Framtíðaraivinna Röskur afgreiðslumaður óskast nú þegar. Upplýsingar í buð vorri Vesturgötu 17 (ekki svarað í síma). Andersen & Lauth hf. Vesturgötu 17. ^,------^ MANUFACTURAS DE CORCMO (A)-mstrong ^^ ll" ' *^ d^ — i -. ~* m ** jí _ ^. _ i ¦•- Socledad Anonima kiii kmulningur bakaður ASPHALT LlM fyrir plast og kork. KORKPLÖTUR á gólf fyrir geislahitun. VIBRAKORK, plötur undir vélar og tæki til að fyrirbyggja titring og hávaða. Fyrirliggjandi. fe MMRGRÍMSSON «XQ Borgartúni 7 — Sími 222-3-5. N Ý T T LEIKHÚS SÖNGLEIKURINN Rjúknndi ráð 42. sýning í kvöld kl. 8. ASgöngumiðasala frá kl. 2 í dag. Sími 22643. NÝTT LEIKHÚS. nutum gestrisni hans í Kaup- mannahöfn, blessúm minningu þessa heiðursmanns. —Á.J. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. hvers staðar á skipinu voru nokkrir hermenn lokaðir kmi í klefa. Þeir brutu kýraugað og hugðust komast þar út. — Sá fyrsti, sem. reyndi að skríða úí um það, sat fastur. Hann reynd- ist of feitur. Hinir tóku þá í fæt- ur hans og drógu hann til baka inn í klefann. Síðan smugu þeir út, hver á fætur öðrum. Sá eini, sem fórst í klefa þessum, var feiti hermaðurinn. Hinn síðasti, sem skreið út um kýraugað, sá hann standa í hnéháu vatninu í klefanum, starandi fram fyr/r sig sljóum augum. Þetta var mesta slysið, sem varð við liðsflutningana fra Frakklandi. — Þjóðverjar sögða frá því þegar næsta dag — og voru auðvitað hreyknir af. Mán- uður leið híns vegar áður en brezka stjórnin viðurkenndi manntjón það, sem þarna hdiði orðið. Raunar hefur aldrei ver- ið endanlega upplýst, hve margsr fórust með Lansastria, því að ekki hafði tekizt að telja ná- kvæmlega alla þá, sem um. borð komu þennan örlagaríka dag, en fuilyrt var, að þeir hefðu verið a. m. k. sex þúsund. -fe Vörukassar mcira virði en mannslíf Hægt hefði verið að bjarga fleirum — a. m. k. fáeinum í við- bót — ef mannvonzkan hefði ekki sagt þarna til sín, eins og stundum áður á hættunnar stuna. Nokkrir menn voru á sundi ná- ilæga frönsku ströndinni. Frakk- arnir tóku að safan saman köss- um úr skipinu og öSru lauslegu, sem var þarna á reki. Ens-ku. her- mennirnir syntu að bátnum — en sjómennirnir veittu þeirn kaldar kveðjur, slógu þá með árum sínum og ýttu þeim, frá borði. — Þeir höfðu engan áhuga á mannslífum — en það gat verið ýmislegt nothæft og girnilegt í kössunum, sem rak þarna fram og aftur, enda gengu þeir ötul- lega fram við að „bjarga þeim. Ólafía Agnes Ólafsdóttir - Kveðja Á MORGUN mánud. 25. jan., verður þessi góða kona kvödd í Fossvogskapellu. Ólafía var fædd 25. júlí 1876, ein af 15 systkinum alls að Bessa stöðum á Heggstoðarnesi. — Níu þeirra komust til fullorðins ára. Þar ólst Ólafía upp hjá foreldr- um sínum, Agnesi Jóhannesdótt- ur, Björnssonar og Ólafi Guð- mundssyni Guðbrandssonar og Signýjar "Ölafsdóttur á Branda- gili í Hrútafirði. Mikilli fátækt vandist Ólafía í æsku og hefur með því lært, að gera litlar kröfur til annara, en því meiri til sjálfs sín og entist sá hugsunarháttur henni æ síðan. Snemma mun hafa á því borið, að hún væri sérlega vel gefin og námsfús, en þar var ekki um neitt að ræða nema eiginfjáröfl- un þar til og ekki um nein upp- grip að ræða, en svo tókst henni að spara af 60 kr. árskaupi á Sveinsstöðum í Þingi og víðar, að henni tókst að komast í kvenna- skólann að Ytri-Ey og var þar námsmey í tvo vetur ásamt Sig- riði systur sinni. Síðar áttu marg ar grannkonur Ólafíu eftir að njóta góðs af kunnáttu hennar, bæði við matargerð og sauma- skap, því að til hennar var gott að sækja ráð og allir sem til þekktu, vissu þar hjálpsaman hug og hendur. Á þessum árum eignaðist hún eina dóttur, Þuríði Jónasdóttur, sem nú dvelst á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Hinn 7. ágúst 1904, voru tvenn hjón gefin saman að Bjargi í Mið firði og voru önnur: Ólafía og Sigurbjörn Guðmundsson. Þar fæddist þeim Jóttir, Margrét. Lík lega hafa þau búið eitt ár á Haugi en svo á Ytri-Torfustöðum (Efri, sem þá var kallað), móti Magnúsi bróður hennar í 2 ár og fæddist þar sonur: Björn Helgi. Þaðan fluttu þau að Barkar- staðaseli, sem landsetar Björns Jónssonar og Helgu konu hans, Bjarnadóttur á Bjargi, Bjarna- sonar, en þau voru fósturforeldr- ar Sigurbjarnar. Þau urðu fyrir þeirri þungu sorg, að missa Björn Helga um fermingaraldur. Þegar hjónin Jónína Jónsdótt- ir og Guðmundur Stefánsson urðu að skilja við sig son sinn Gunnar 3ja vikna, voru fáar kon- ur líklegri til að ganga honum í móðurstað af hreinum mann- kærleika, en einmitt Ólafía, enda ólu þau hann upp sem eigið barn væri. Naumlega nægði slíkt. Ólafíu, því að ef venjulegar vær ingar væru með börnunum, fann hún alltaf fyrst til verndar- skyldunnar gagnvart Gunnari. Er þau hjón höfðu brugðið búi og flutzt til Hafnarfjarðar (1925) veiktist Gunnar mjög snögglega og dó, 19 ára að aldri. Þá stóð svo á, að Ólafía var ein síns liðs, að annast um allt sem að þessu laut og sýndi þar með einu sinni enn, hvað í henni bjó. f mínum augum var Ólafía sú kona, sem ekki vildi mæða aðra, ekki einu sinni með sorg sinni, leitaðist heldur við, að benda á ljósari hliðar hvers máls og í þess ari þraut þannig, að náð Gjafar- ans hefði sent sér elskulegt dótt- urbarn í staðinn, gleðigeisla, er lýsa mundi fram á veginn. Mar- grét, nú búandi hér í bæ, hefur ásamt manni sínum Jóni Hall- dórssyni, verið foreldrum sinum leiðandi hönd á seinni árum, sí- varpandi ljósi á veg þeirra. Það var fyrst, er ég kom á heimili þeirra hjóna í Hafnarfirði, að ég kynntist Ólafíu vel og tvennt mun sérstaklega hafa gert mér þau kynni minnisstæð. Sem barn þekkti ég vel Magn- ús bróður hennar, þann dula og mæta mann, sem oft kom manni á óvart, er maður óvænt naut einhvers góðs frá honum, en sá þá. um leið, að það hafði hann þaulhugsað og löngu undirbúið. Bæði var það, að hjá Ólafíu fyrir hitti ég þessa sömu gjaldkröfu- lausu mannkosti og dreng, sem ekki átti móður til umönnunar, var umkomulítill á ókunnugum stað, var notaleg tilfinning, að finna móðurlega umhyggju og Jorð Jörð í góðu vegasambandi óskast til leigu eða kaups. Ef um leigu er að ræða þá sé húsakostur sæmilegur. Heyskapur þarf að vera góður. Tilboðum sé skilað til afgr. Mbl. fyrir febrúarlok merkt: „Góð jörð" — 8294". Skrifsfofustúlka Innflutningsfirma vill nú þegar ráða röska og áreið- anlega stúlku. Viðkomandi þarf að hafa vélritunar- kunnáttu og vera góð í reikningi. Málakunnátta æskileg. Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins merktar: „8290". hlýju á því góða heimili. Aldrei hafði Ólafía miklu úr að spila, en nóg hefur sá er nægja lætur og fleirum fór svo en mér, ef þeir höfðu þar komið, fýsti þá jafnan að koma þar aft- ur og því betur varð manni ljóst, hversu heilsteypt kona Ólafía var þó að mörgum dyldist hún fyrst í stað, af hlédrægni sinni. Þau hjónin dvöldu síðustu árin að Sólvangi og það var ekki hryggðina til hennar að sækja þar heldur. „Blessað fólkið vill allt fyrir mig gera", sagði hún. Þó að heilsa hennar og líkams- kraftar væru mjög á þrotum, hélt hún að mestu sálarþreki sinu og skírleika allt til enda og allt- af var hugurinn við það, að gleðja aðra og þó vonlaust sýnd- ist, hafði hún það af nú fyrir sín 83. jól að vinna sína flíkina á hvert 3ja dóttursonarbarna sinna. Ein af þessum mörgu systkin- um frá Bessastöðum, Halldóra Ólafsdóttir, lézt sl. haust hjá syni sínum á Kollafossi í Miðfirði, og eru þá aðeins eftir tvær systur: Sigríður á Elliheimilinu Grund og Hólmfríður hjá dóttur sinni á Siglufirði. Þau af þeim, sem ég hef þekkt, voru fólk, sem gott var að kynnast og ættu að geta ¦ verið manni leiðarljós í minning unni. Eftirlifandi maður Ólafíu, Sig- urbjörn, hefur mikið misst svo tryggan lífsförunaut, þar sem sjón hans og heilsa þver nú óð- um. Svo góðrar móður, ömmu og langömmu, mun líka saknað. Ólafíu lánaðist að vera ljós á vegum margra og þannig skildi hún við, er hennar lífskveikur brann út 13. þ.m. Nær og fjærstaddra vinakær- leikur varðaði veg hehnar hér, og er sá eini auður, sem bæði er skilinn eftir og fylgir yfir línuna. Ingþór Sigurbj.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.