Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 10
10
MORCTJNnr 4fíjfí
Sunnudagur 24. jan. 1960
„ _ .no
z. ^iiiiy»ii)<i<in»ffitniii!<i.( -
_ -Jt—I—I—1-----L _._L j Jtt'i^i,
JP^.-o/^
ffl
[Hótel og umíerð^
arstöð í Alda-
mótagörðunum
Á SÍO.VSTA bæ.forstjórn-
arfundi var samþykkt á-
kvörðun bæjarráðs frá 4.
des. sl., uro «3 fallizt skyldi
á tillögur samvinnunefndar
um skimilagsmál, um stað-
setningu hótels í Aldamóta-
görðinum. Er hér um að
ræða hið stóra gistihús, sem
Þcrvaldur Guámundsson
hyggst reisa og þegar hefur
fengizt fjárfestingarleyfi
fyrir.
Meðfylgjandi teikningar
sýna í aðalatriðum hvernig
skipule,'gja á svæði hinna
svokölluði Aldamótagarða.
Fyrir sunnan Hringbraut
kemur breitt gróðurbelti. í
framhaldi af Sóleyjargötu
er fyrfrhugaður nýr vegur
til Hafnarfjarðar, er mun
líggja í áttina til Nauthóls-
víkur og síðan fyrir sunnan
Fossvogskirkjugarð. Mun
hann Iiggja á sléttlendi og
því verða mun betri en
vegurinn milli öskjuhlíðar
og Golfskálahæðar. Þessi
vegur mun liggja yfir þá
flugbraut, sem snýr í áttina
að Miklatorgi, en hún hef-
ur nær ekkert verið notuð
í mörg ár.
Miðsvæðis milli Flug-
vallarbrautar og hins fyrir- -
hugaða nýja vegar mun
hótelið rísa á rúmgóðrí lóð,
en endanleg staerð hennar
verður ákveðin síðar. Fyrir
vestan hana hefur umferð-
armiðstöðinni verið ætlað
mikið landrými. Bygging
umferðarmiðstöðvar fyrir
Reykjavík hefur lengi ver-
ið á döfinni. Vegna stöðugt
aukirtnar umferðar verður
þörfin fyrir hana meiri með
hverju ári sem líður og er
vonandi, að byrjunarfram-
kvæmdir geti hafizt á næst-
unni.
Umferðarmiðstöð ætti að
mega byggja í mörgum á-
föngum. Þar yrði endastöð
allra áætlunarbíla, sem
kæmu til "jorgarinnar.Enn-
fremur miðstöð eða við-
komustaður margra stræt-
isvagna, aðsetur leigubíla
og síðast en ekki sízt marg-
víslegrar annarrar þjón-
ustu fyrir ferðamenn og
borgarbúa, er ættu leið
þarna um.
Efri myndin sýnir hvern-
ig hótelið og byggingar um-
ferðarmiðstöðvarinnar gætu
litið ít frá Landsspitala-
lóðinni. 1 forgrunni er
Hringbrautin og Keilir í
baksýn.
Slétt aluminium
í plötum, 1.0 1.5 og 2.0 m/m fyrirliggjandi.
EGIIX ABNASON Umb. og heildv.
Klapparstíg 26 — Sími 1-43-10.
BIRGIT FALK
og
Hljómsveit
Magnúsar Péturssonar.
Mælum sérstaklega með
hinum vinsælu
Peking
Ondum
sem eru á matseðlinum
í kvöld.
Sími 35936.
Skipstióra og Stýrimannafélagið
Aldan
Spilað í Breiðfirðingabúð í dag sunnudaginn 24. jan.
kl. 4 e.h. Spiluð verða 30 spil.
Keppni hafin. — Verðlaun.
Skemmtinefndin.
Einbýlishús — raðhús — íbúð
Óska eftir að kaupa einbýlishús — raðhús eða íbúð.
Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld 26. jan.
merkt: „ABC — 8295".
FATABÖBIN
Skólavörðustíg 21
Sími 11407.
Kynningarsalan i fullum gangi
Sængur veraefni kr: 18.— m.
Damask kr: 28.— m.
Léreft kr: 9.— m. Sirs kr: 10,50 m.
Prjónagarn, Handklæði, Þurrkur.
10% afsláttur.
Ullarefni kr: 140.— m. í kápur, Pils og úlpur.
Drengja- og telpufrakkar kr: 250.—
Ulpur kr: 250—
Komið og gjörið góð kaup.
atabúðit*,
1200
með
Herjólfi
VESTMANNAEYJUM, 21. jan.—.
Vestmannaeyjaskipið Herjólfur
hefur nú verið í förum milli
Reykjavíkur og Eyja í mánaðar-
tíma. Hefur á þessum tíma sann-
azt áþreifanlega nauðsyn þess
skips. Hefur það farið til jafn-
aðar þrjár ferðir í hverri viku.
1 flestum ferðum sínum hefur
það verið fullhlaðið af vörum
og hvert rúm skipað á farþega-
rými. Oft hefur íólk orðið frá
að hverfa. Má þessu til frekari
skýringa geta þess að tala far-
þega með skipinu er nú orðin
rúmlega 1200.
Flugferðir frá Reykjavík hafa
legið að mestu niðri, það sem af
er þessum mánuði. Hefðu án efa
skapazt mikil vandrseði og erfið-
leikar fyrir vertíðarfólk, ef ekki
hefði verið upp á að hlaupa
Vestmannaeyjaskipið Herjólf.
Meðal almennings er mikil á-
nægja rikjandi yfir þessari miklu
samgöngubót og hyggja menn
gott til framtíðarinnar sérstak-
lega þegar hægt verður að auka
ganghraða skipsins. Hafa hon-
um eðlilega verið nokkur tak-
mörk sett meðan verið er að
fullreyna vélar skipsins.
— Bj. Guðm,