Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 22
22 MORCriNfíLJÐlÐ Sunnudagur 24. jan. 1960 k M k SKAK k I i SKÁKSAMBAND íslands heíur hrundið af stað umfangsmestu skákkeppni sem háð hefur venð á íslandi til þessa, en þá á ég við „Firmakeppnina" svonefndu. Fyr ir þessa framtakssemi á stjórn S. S. I. þakkir skildar, því þessi keppni á áreiðanlega eftir að verða þess valdandi að skáklist- inni bætist ný stórmeistaraefni, svo ekki sé sleppt að minnast á ánægjuna sem þátttakendur verða aðnjótandi við að taka þátt í keppninni. Hvað fyrirkomulag keppninnar snertir, hefði mér fundizt heppi- legra að láta sveitirnar tefla í einum flokki 9—11 umferðir eft- ir Svissneska kerfinu, og beita venjulegri Ólympíumótaaðferð við útreikning á vinningum sveit anna, en slík aðferð tekur vita- skuld öllum öðrum fram. Sjálf- sagt hefur húsnæðisskortur tor- veldað fyrra atriðið er ég gat um, en þegar reynsla fæst í þess- ari keppni, þá er vitaskuld mun auðveldara að finna heppi- legt fyrirkomulag. Erlendar skákfréttir: Frá Bel- grad berast þær fregnir að B. Ivkov hafi sigað í skákkeppni þar í borg með 9 v. af 11 v. fyrir ofan Dr. Nedeljkovic, Kara- klajec og S. Vukovic 6%. Helsingi: Ojanen varð skák- meistari Finna og hlaut 8 v. af 9, Ridala 7%, 3. Kanko, Koskinen Og Solin 6'/2. Leningrad: 27. meistaramót Rússa hefst þann 24. jan. meðal keppenda verða Smyslov, Keres, Petrosjan, Geller, Taimanof, Kortschnoj og Averbach. Riga: B. Spassky sigraði á al- þjóðamótinu og hlaut 11%, 2. Mikenas 11, 3. Toulus 9%, Tal t»l, 5.—7. Teschner, Giplis og Sliw 7. • Rúmenar hafa náð fótfestu á meðal beztu skákþjóða heimsins, þó þeir eigi ekki á að skipa jafn- ingjum Friðriks Ólafssonar, vegna hinna ungu og upprenn- andi meistara sem þjóðin hefur nú á að skipa hefur hún náð príðilegum árangri á Ólympiu- mótinu í Moskvu. Hér kemur skák frá meistaramóti Rúmena. Sá sem stýrir hvítu mönnunum, vakti verulega á sér athygli 1954 á svæðakeppninni í Prag. Hvítt: Ciocaltea. Svart: Radulescu. Sikileyjar-vörn. 1. e4, cS; 2. Rf3, Rc6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, d5; Aron Nimzowich var þungur á metaskálinni þegar um nýjar byrjanir, eða afbrigði var að ræða. Þennan leik rannsakaði hann fyrstur manna og beitti honum í kappteflum. 5. Bb5 Pach mann álítur 5. Rxc6 öflugra á- framhald, en það er hvergi nærri fullreynt. 5. — dxe4; 6. 0-0 Önn- ur leið er hér 6. Rxc6, Dxdl; 7. Kxdl, a6; 8. Ba4, Bb7; 9. RcS, Bxc6; 6. — Bd7; 7. Rxc6, bxc6; 8. Ba4, Rf6; 9. Rc3, e€; 10. De2, Da5; 11. Bb3, Df5; Svartur leggur áherzlu á að halda peðinu á e4, en gefur hvítum þess í stað tæki- færi að ljúka við að staðsetja menn sína til sóknar, áður en svartur er búinn að þroska stöðu sína nægilega til þess að vera við öllu viðbúinn. Skákin er því ákjósanlegt dæmi um peðsfléttu í byrjun tafls og fá í staðin for- skot í liðskipun. 12. f3, Bc5f 13. Khl, exf3; 14. Hxf3, Dh5; 15. Bf4, 0-0; 16. Re4, Be7; Erfið- leikarnir, sem ávallt eru sam- fara varnartafli eru þegar farnir að gera vart við sig hjá svörtum. Betra var 16. — Rxe4; 17. Rg3, Da5; 18. Be5, Rg4; 19. Bc3, Bb4; 20. Bxb4, Dxb4; 21. Hafl, Rh6; 22. Rh5, Db5! Hættulegt var 22. — Dg4; 23. Rf6!t gxf6; 24. Hg3 23. Hd3!, Had8; 24. c4, Da5; 25. Bc2, Bc8; í krappri stöðu verð ur svörtum á ónákvæmni. Betra er Rf5. 26. Hg3, g6; 27. Rf6t Kg7; 28. b4! Öflugur leikur sem gefur hvítum aukið rými og kreppir að svörtum. Ef 28. — Dxb4; 29. De5 og vinnur 28. — Dc7; 29. De3! ^*s» ^JU» Éfei WW, -""m'ífwm. ±'wm * m w4m"wm"^mm W2, 'Wm WM e WW';,. m. m 11« ABGDEFGH Staöan eftir 29. De3 Hvítur hótar 30. Dxh6, Kxh6; 31. Hh3f og mátar! Eftir aðeins 30. leiki er svarta staðan komin í al- gjört öngþveiti. 29. — Rg8. Ef 29. — Rf5. Þá einfaldlega 30. Bxf5, exf5; 31. Rh5f Kh8; 32 Dh6, Hg8; 33. Rf6, Hg7; 34. Hh3 og mátar. 30. Rxh7! Kxh7; Svarta staðan er svo „passiv" að hann hefur ekki um annað að velja en éta það sem að honum er rétt. 31. Dg5!, e5; 32. Dh5t, Kg7; Ef 32. — Rh6 þá fylgir eigi að síður Bxg6. 33 Bxg6 og svartur gaf. Eins og menn geta sjálfir komizt að raun um, þá getur svartur ekki bjargað sér úr mátnetinu. HUóh. ='" Wá w ""/'wm/'"/>ww \ww. mw„ U §gf ABCDEFGH i Hvítur mátar í 3. leik Höfundur þessarar skákþrautar er Árni Sigurðsson, Háteigsv. 22u Lausn birtist í næsta þætti. Gömlu garðlöndin víkja fyrir rsýju íbúða hverfi Krsnglumýrar-, Seljalands- og Grensás- garðar lagðir niður GARÐLÖNDIN í Kringlumýri, Seljalandsgarðarnir og Grensás- garðlöndin í Reykjavík verða nú að víkja, og þar á að koma nýtt hverfi. Nú eftir áramótin hefur verið sagt upp um 300 garðlönd- um, og þar með eru dagar þessara gömlu garðlanda bæjarbúa taldir. Áður var búið að segja upp garð- afnotum af stórum hluta þessa svæðis, A þessum stað hafa verið aðal- garðlönd Reykvíkinga frá því 1934. Síðari árin hefur þó verið smámsaman þrengt að garðrækt- endum og nú er bærinn að leggja löndin undir sig. Frá upphafi hefur þeim, sem afnot hafa feng- ið af garðskikum þarna, verið leyft að hafa þar skúra undir garðverkfæri o. fl. En allmikil brögð hafa verið að því að búið hefur verið í skúrunum. Blaðið átti í gær tal um þetta við Hafliða Jónsson garðyrkju- stjóra. Sagði hann að bærinn hefði næg garðlönd fyrir alla þá, sem nú verða að víkja með garða sína, en þó ekki innan við Elliða- ár. Reynt yrði þó að greiða fyrir gömlu fólki, sem erfitt ætti með að stunda garðrækt langt í burtu, en lítið væri nú eftir að garð- löndum innan Elliðaánna. afið urgre hversu víðtækar biffreiðatryggingar okkar eru? '¦IMUJJI m. Ábyrgðartrygging bætir öll tjón eða slys, sem þér valdið á fólki eða eign- um annarra. >voyrgðartrygging bætir einnig sjúkra- kostnað, sem verða fyrir slysi. Kaskótrygging bætir flestar skemmdlr á biíreið yðar. Kaskótrygging bætir einnig þjófnað á kifreiðinni. Ef bifreið yðar orsakar ekl - tjón í eitt ár bá lækkar iðgjaldið um 30%. Brunatrygging bætir öll brunatjón á bifreið yðar. Starfsmenn okkar í bifreiðadeild hafa margra ára reynslu í starfi sínu og mundu hafa sérstaka ánægju af að leiðbeina yður um hagkvæma trygg- jngu á bifreiðinni. Bifreiöaaeild — fciimi 17080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.