Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. fHofgimMaMb 19. tbl. — Sunnudagur 24. janúar 1960 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. Ýmist salt eða sjó vetur og sumar í ÁRSSKÝRSLU frá bæjarverk fræðingi Reykjavíkur, kennir margra grasa í sambandi við ýmsar framkvæmdir og störf á vegum bæjarins. Er skýrslan miðuð við árið 1958. í>ar er t.d. rætt um ráðstafanir þær sem gripið er til þegar hálka myndast á götum bæjarins. Segir í skýrsl- unni að mjög fá ráð séu til þess að draga úr hálku. Segir þar að allsstaðar virðist vera notað salt til þass að draga úr hálku. „Notkun þess er ekki vinsæl meðal bíleigenda", segir í skýrsl- unni. Hér hafi salt aldrei verið notað í eins stórum stíl og víða erlendis. „Hefur verið við- höfð íhaldssemi" við notkun þess, Qrennivínskaup iefja S.V.R. EINN af vagnstjórunum á hraðferðinni Vesturbær — Austurbær, sagði blaða- manni Mbl. í gærmorgun, frá sérstöku vandamáli í umferðinni. Gat hann þess að í raun og veru væri ekki hægt fyrir hraðfarðarvagn- anna að fara um hina breiðu strandgötu, — Skúla götuna — fyrir hádegi á laugardögum. Ástæðan er hin gífurlega umferð að og frá útsölu Á.V.R. í Nýborg .Bætti vagnstjórinn því við að oft og iðulega yrðu vagn stjórarnir að fara hliðar- götur, svo vagnarnir yrðu ekki á eftir áætlun. Væru vagnarnir stundum 10 mín. að komast frá Ný- borg niður á endastöð sína við Kalkofnsveginn, sem undir venjulegum kringum- stæðum er svo sem 2ja mín. akstur. segir í skýrslunni. Vegna salts- ins verða umferðaslys færri en ella og minni erfiðleikar í um- ferðinni. Líkur eru til þess að gagnið geri betur en vega upp ógagnið, hagfræðilega séð segir bæj ar verkf ræðingur. Keðjurnar slíta í framhaldi af þessu er rætt um hið mikla slit á götum bæj- arins sem snjókeðjurnar valda. í skýrslunni er sagt frá því að sumarið 1958 hafi verið sprautað sjó á götur í bænum til þess að draga úr göturyki. Það ár hafi verið sprautað alls 17.140 tonn- um af sjó á göturnar. Friörik boðinn á tvö mót FRIÐRIK Ólafssyni hefur verið boðið að taka þátt í tveimur skák mótum í Argentínu í vor. Er ann að hið árlega Mar del Plata mót, sem hefst 28. marz og hitt verður haldið í tilefni af 150 ára af- mæli byltingarinnar, er Argen- tínumenn losnuðu undan yfirráð- um Spánverja. Það er í júní. í viðtali við fréttamann blaðs- ins, kvaðst Friðrik ekki ákveðinn í hvort hann þægði þessi boð, en gerði þó ráð fyrir því. Er hann að leita nánari upplýsinga um þau, m. a. hvort hann þarf að bíða í Argentínu milli mótana. En boðinn er svo mikill hluti kostnaðar að varla munu margir, sem slíkt tilboð fá, hafna. Ekki kvaðst Friðrik vita hverj- ir af öðrum erlendum skákmeist- urum hefðu verið boðnir til móta þessara, en hann býst við að í þeirra hópi séu að venju beztu skákmenn. Kemur í sumar SKIPIÐ á myndinni hér að ofan heitir Argentína og er frá skipa- félginu Moore McCormack. — Skipið er nýbyggt og er 28 þús. tonn. Það er búið öllum hugsan- legum þægindum og munaði, og mun mun fara reglulegar skemmtiferðir frá New York til Evrópu og Suður-Ameríku. — Skipið kemur hér 26. júlí í sum- ar á hringferð sinni. af súrheyseitrun í kindum í Skagafirði BÆ, HÖFÐASTRÖND, 19. jan.— í dag eins og undanfarið er hér góður vetur en nokkurt frost, en strax og kemur út fyrir Höfða- hóla er norðanstórhríð og versta veður og póstbátur, sem kom í dag frá Akureyri sagði versta veður út. Eins og sagt var frá ný- Dagsbrúnarmenn Kosningu lýkur kl. II í kvöld STJÓRNARKOSNINGUNNI í Dagsbrún, sem hófst í gær, lýkur í dag. Kjörstaður er í skrifstofu félagsins í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Kosning í dag hefst kl. 10 árdegis og lýkur kl. 11 síðdegis. KOSNINGASKRIFSTOFA B-LISTANS B-listinn, listi lýðræðissinna, hefur skrifstofu í Breiðfirð- ingabúð, uppi. Símar: 2-49-31 og 2-49-37. Stuðningsmenn B-listans eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna og veita aðstoð og upplýsingar í sambandi við kosninguna. — lega er mikill faraldur í fén- aði bænda .Er nú á mörgum bæjum mikil brögð af súrheys eitrun (Hvanneyrarveiki). Á einum bæ veiktust 50 kindur og af þeim eru nú 12 dauðar en aðrar meira og minna veik- ar. Lítið sem ekkert er róið til fiskjar frá Hofsósi. Fyrir nokkr- um dögum reri þó ein trilla með 2 mönnum norður fyrir Málmey. Þar brotnaði öxull vélarinnar, enginn annar bátur var á sjó, lítil segl voru um borð en á þeim gátu þeir þó komizt inn um Þórð- arhöfða. Menn í landi voru farn- ir að óttast um bátinn og sendu trillubáta af stað til að leita. Björguðu þeir hinum sjóhröktu sem gátu látið vita um sig. þó dimmt væri orðið, með því að kveikja á blysum. Togarasala í Þýzkalandi ÁGÚST seldi afla sinn í Bremer- haven í gærmorgun, 132 lestir, fyrir 86.600 mörk. Skákkeppni 3 verstöðva í Mbl. A ÞRIÐJUDAGINN hefst hér í blaðinu skákkeppni milli þriggja verstöðva við Faxaflóa. Taka þátt í henni Keflavík (tvær sveitir), Akranes og Hafnarfjörður. Taflfélögin á þessum stöð- um hafa valið mennina sem verja eiga heiður heima- I íslenzka sendiráðinu. Myndin sem hér fylgir var tekin í íslenzka sendiráðinu í Lundúnum á fimmtudaginn, þegar fulltrúar brezkra togara manna gengu á fund dr. Krist- ins Guðmundssonar og báðu brezkum landhelgisbrjótum vægðar. Á mynd þessari sjást talið frá vinstri: Hannes Jóns- son sendiráðsritari, Eiríkur Benediktz, sendiráðunautur. Mr. Peter Henderson frá fé- lagi flutningaverkamanna, Mr. Harold Harker fulltrúi vélstjóra á togurum, dr. Krist- inn Guðmundsson, sendiherra, Frú Hazeldean starfsstúlka á sendiráðinu, Mr. Dennis Welch framkvæmdastjóri fé- flags yfirmanna á togurum í Grimsby og Lawrence Olivier 1 framkvæmdastjóri yfirmanna félagsins í Mull. Dagshrúnatsíjórn heitir gerrœöi Neitar að afhendaskuldalista og heldur kiörskrá fram á síðustu stund FORMANNSEFNI B-Iistans í Dagsbrún, Jón Hjálmarsson, ritaði fyrir nokkrum dögum bréf til stjórnar Dagsbrúnar og óskaði skýr- inga á því, að allt að þriðjungur félagsmanna, eða um 800 manns, skuli falla út af kjörskrá, vegna skulda, milli kosninga, eins og átt hefur sér stað undanfarin ár. Jafnframt fór hann fram á, að fá að sjá skrá yfir þá félagsmenn, sem falla út af kjörskrá nú vegna skulda, en algengt er í verkalýðsfélögum að slíkur skuldalisti sé lagður fram með kjörskrá. Það er skemmst frá því að segja, að kommúnistastjórnin í Dagsbrún hefur ekki látið svo lítið að svara bréfi þessu, hvað þá að veita umbeðnar upplýsingar. Meinaður aðgangur Við þetta bætist það, að and- stæðingum kommúnista í Dags- brún er meinaður aðgangur að kjörskrá félagsins, fyrr en kosn- ing hefst, enda þótt þeir hafi þrásinnis krafizt þess að fá hana fyrr. Kommúnistar hafa þver- skallazt við þessum óskum, og afhenda ekki kjörskrá fyrr en um það leyti sem kosning hefst og þá aðeins eitt eintak, sem verður að skila aftur að henni lokinni. Sjálfir vinna þeir vikum sam- an að því að undirbúa spjald- skrár fyrir kosningarnar og helztu smalar þeirra hafa undan- farið gengið með ýmis kosninga- plögg, sem undirbúin hafa verið að Tjarnargötu 20. Þess skal getið, að kommún- istar í Iðju, sem þar eru í minni- hluta, fá ævinlega afhenta kjör- skrá a. m. k. 2 dögum fyrir kosn- ingar. — bæja sinna á taflborði Morgunblaðsins. Keppnin f er f ram á tveim ur skákborðum. Á öðru teflir sveit Keflavíkur gegn Hafnarfirði. Sveit Kefla- víkur skipa Páll G. Jóns- son og Borgþór H. Jónsson. Sveit Hafnfirðinga skipa Stígur Herlufsen og Sigur- geir Gíslason. Keflavík hef- ur hvítt, Hafnarfjörður svart. A hinu borðinu stendur keppnin milli Keflvikinga og Akurnesinga. — Fyrir Keflavik tefla Ragnar Karlsson og Hörður Jóns- son. Fyrir Akurnesinga tefla Guðni Þorsteinsson og Guðmundur P. Bjarnason. Akurnesingar hafa hvítt, Keflvíkingar svart. Mikill skákáhugi er nú ríkjandi um land allt. — í Reykjavík stendur yfir firmakeppni með þátttöku 275 manna. 1 verstöðvunum áðurnefndu er margt manna um þessar mundir og vafalaust hafa heima- menn sem aðkomumenn í viðkomandi bæjum gaman af að fylgjast með sveitum sínum — og hafa alla lands menn sem áhorfendur í Morgunblaðinu. A þriðju- daginn koma fyrstu leik- irnir. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.