Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUHBLAÐIÐ Sunnudagur 24. jan. 1960 Úr verinu Æftir Einar Sigurðsson< Togararnir Framan af vikunni var ágætt togveður, en upp úr miðri vik- unni strekkti upp með austanátt, svo að skipin urðu að leita land- vars. Allir togararnir stunda nú veiðar á heimamiðum til og frá út af Vestfjörðum. Flestir togararnir veiða nú fyrir erlendan markað, aðeins 5 skip lönduðu hér í síðustu viku. Afli er með eindæmum tregur, misjafn þó, eins og gengur og gerist, algengast 8—10 tonn yfir sólarhringinn að meðaltali. Það er alveg sama, hvar reynt er, þótt togað sé út við yztu takmörk, sem togað er, hvergi er neitt að hafa. Fylkir kastaði aðeins á Sel- vogsbanka á leiðinni út og bætti þar við sig 20 tonnum af ufsa, svo að eitthvað er ufsinn farinn að skriða að, en þarna byrjar oft veiðin hjá togurunum með ufsa. Viðbúið er, að togararnir fari að færa sig suður á boginn hvað af hverju, ef þar fer eitthvað að fást. Fisklandanir sl. viku: Jón Þorlákss. .. 108 t. 13 dagar Geir .......... 109 - 8 — Hallv. fróðad. 95-12 — Pétur Halldórss. 107 - 20 — Skúli Magnúss. 116 - 14 — Sölur erlendis: Karlsefni ___ 141 t. £ 10.523 Hvalfell ...... 125 - — 9.115 Hafliði ...... 136 - — 8.863 Gerpir ...... 120 - — 5.963 Júní .......... 146 - —- 8.373 Surprise ...... 110 t DM 82.000 Brimnes ...... 96 - — 56.000 Bjarni ridd.ari 160 - — 99.350 Guðm. Pétur .. 60 - — 56.238 síld 14 Reykjavík Róið var flesta daga vikunnar, en oft hálfleiðinleg sjóveður, aust an- og norðaustanátt og stundum hvassviðri. Afli var dágóður i byrjun vik- unnar, en dró mjög úr honum eftir því sem á leið. Ýsan hefur að mestu horfið úr aflanum. Bátarnir sækja langt, á sömu slóðir og Keflvíkingar og jafn- vel Sandgerðingar. Koma þeir ekki að fyrr en kl. 8—9 á kvöld- in og eiga þá eftir að losa. A sjó- inn er farið kl. 11. Það sama er að segja af úti- legubátunum, hjá þeim hefur dregið úr aflanum og veður haml að veiðum. Aflahæstir fram að laugardegi: Dagróðrabátar Kári Sölmundarson .. 72 t. ósl. Asgeir ..............50 - — Barði ................ 46 - — ÚtUegubátar. Björn Jónsson ...... 96 t. sl. Hafþór ..............90 - — Auður .............. 74 - — Helga ................ 68 - — Rifsnes .............. 64 - — Keflavík Róið var alla daga vikunnar nema mánudaginn, þá var land- lega. Aflabrögð hafa verið léleg, al- gengast 5—6 lestir hjá bát, kom- izt upp í 10 lestir, en líka niður 1 3 lestir. Það hefur oft verið liti.ll afli í janúar, en samt orðið góð vertíð þrátt fyrir það. En þótt mönnum finnist aflinn treg- ur, voru samt um miðjan mán- uðirtn komaar 260 lestir meira á land en á sama tíma í fyrra. Bátarnir sækja 2—2V2 tíma út frá Garðskaga og stundum lengra, allt út í dýpið. Það var eitlhvað betra þar til að byrja með ,en á fimmtudagtnn, þegar margir fóru þangað, var aflinn sízt betri þar en annars staðar. Akranes Framan af vikunni var sæmi- Iegur afli, en fór minnkandi eftir því sem á vikuna leið, enda var þá leiðinda sjóveður, þótt róið væri, hvasst á norðan og norðvest an og stundum bylur. Seinustu um fram að laugardegi: Stígandi ............ 118 t. ósl. Gullborg ............ 110 - —' Leo ................ 105 - — Snæfugl SU.......... 94 - — Huginn .............. 90 - — Reynir .............. 90 - — Dalaröst NK ........ 81 - — Víðir SU............ 81 - — Þjóðverjar auk- togaraútgerð sína Hið kunna togarafélag „Nord- see" hefur gert smíðasamning um 8 nýja togara, og eiga 4 af þeim að vera skuttogarar. Þeir eiga að vera með frystiútbúnaði og mjölvinnslu. Nokkrir af þess- um togurum verða að verulegu leyti frábrugnir eldri gerðum. 1 þessu sambandi má geta þess, að Þjóðverjar hafa komizt að Nú er það' línan. dagana hefur aflinn verið aðeins 4—5 lestir að meðaltali. Togarinn Bjarni Olafsson var inni á fimmtudaginn á leið út með aflann til sölu á erlendum markaði. Keypti hann fiskinn af bátunum þennan dag til viðbótar eigin afla. Nýr bátur kom á fimmtudag- inn, Sigurður, 83 lesta bátur, byggður úr eik í Danmörku. Er báturinn með 4 cyl. Alfa-diesel- vél, 350—383 ha. Gekk hann á heímleiðinni 9Víá mílu, en gert er ráð fyrir, að hann gangi 10—11 mílur, þegar til kemur. Hann er búinn öllum nýjustu siglingatækj um og öðrum tækjum, sem nú er krafizt. Báturinn lítiur mjög vel út. Eigendur eru Sigurður Hall- bjarnarson s/f. Skipstjóri verður Einar Árnason, sem var áður með Sigrúnu. Aflahæstu bátarnir fram að föstudegi: Sigrún ............ 87,4 t. ósl. Sigurvon .......... 86,9 - — Sv. Guðm.son ...... 80,8 - — Böðvar ............ 77,0 - — Skipaskagi .......... 76,7 - — Vestmannaeyjar Fyrstu tvo daga vikunnar voru ágæt sjóveður og afli góður, al- mennt 6—8 lestir á bát. Miðvikudag versnaði veðrið og hefur verið slæmt siðari hluta vikunnar. Afli hefur verið eftir því mjög rýr, yfirleitt 3—4 lestir, jafnvel minni. Enn róa margir bátana með stutta línu, 25—30 stampa. Marga vantar enn 1—2 beitumenn, og eru aðrir enn verr settir, því að þeir hafa enn ekki getað hafið róðra. 3 bátar hafa nú aflað yfir 100 lestir hver, og mun ekki fyrr hafa verið kominn jafn mikill afli á bát þetta snemma í janúar mánuði. Aflahæstu bátarnir frá áramót raun um, að almenningur í Þýzka landi tekur fisk frystan um borð á miðunum langt fram yfir fisk frystan úr ís, eins og t.d. Islend- ingar flytja sinn fisk á þýzkan markað og flestir þýzku togararn ir. Það er því mjög sennilegt, að frysting um borð ryðji á næstu árum til hliðar eldri aðferðinni. Þjóðverjar hafa nýlega komið hér og viljað kynna sér kaup á frosnum fiski í þeirri trú, að hér mætti fá fisk, sem væri frystur skömmu eftir að hann var veidd- ur. Minnkandi afli hjá Bretum Aflamagn Breta á hinum norð- lægari miðum hefur á sl ári mjög gengið saman. Minnkaði t.d. um 10% í Barentshafi, um við 30% við Bjarnarey og Spitsbergen og við 10% við Noregsstrendur. Áhyggjur Kanada yfir styrkjastefnunni Nýlega héldu menn frá sjávar útveginum kanadiska fund með sjávarútvegsmálaráðherra þeirra til þess að ræða og láta í ljós vaxandi áhyggjur yfir vanmætti sjávarútvegsins kanadiska til þess að standast hina sívaxandi styrki til keppinautanna og þá einkum í sambandi við aðalmark að Kanada, Bandaríkjamarkað- inn. Er hér vafalaust einkum átt við íslendinga. Frelsi Enda þótt menn viti ekki, hvað í vændum er með hinum svo- nefndu viðreisnartillögum ríkis- stjórnarinnar, sem væntanlega verða lagðar fyrir alþingi strax og það kemur saman, hafa menn hugboð um, að þar sé verið að hverfa frá uppbótarkerfinu og skrá í staðinn á því gengi, að út- flutningsframleiðslan verði a.m.k. rekin hallalaus. 1 flestum eða öllum vestræn- um löndum .er ekki um neinar uppbætur eða styrki að ræða. Ef einstök fyrirtæki eða jafnvel heilar atvinnugreinar geta ekki þrifizt með hinu skráða gengi, mega þær deyja drottni sínum. Uppbætur eða styrkir verða ekki greiddir. En svo afskræmt er þetta fyrirkomulag orðið hjá okk ur, að uppbæturnar eru orðnar fast að 90%,þegar tekið er tillit til ýmissa sérbóta. Við svo að segja hverja samninga, sem gerð ir hafa verið einu sinni og það jafnvel tvisvar á ári, hafa þessar prósentur tekið risaskref upp á við. Með því að afla tekna til þess- ara uppbóta með álögum á al- menning, hafa tollar og skattar rokið upp að sama skapi. Hefur þetta fyrirkomulag haft í för með sér feikna skriffinnsku og spill- ingu og óheilbrigði á mörgum sviðum ásamt stöðugum rekstrar halla á þjóðarbúskapnum, sem jafna hefur orðið með erlendum lántökum. Hvaða viðhorf, sem menn hafa til þjóðmálanna, er því flestum orðið ljóst, að við svo búið getur ekki staðið. Að vísu heyrist einstaka rödd, sem segir: Látum okkur halda uppbóta- kerfinu áfram, í því felst vald ríkisins yfir útgerð og fiskvinnslu stöðvum, en undirtónnin er, að einhverntíma, ef til vill ekki óra fjarri, verði þetta vald orðið það mikið, að lokatakmarki þessara manna verði náð: hreinn komm- únismi Æði mikils ósamræmis gætir i þessum málflutningi. I öðru orð- inu er því haldið fram, að atvinnu rekendur heimti aðstöðu til meiri gróða, en í hinu, að þeir, sem nú heimti frelsi, séu eins og blindir kettlingar, sem ani út í ófæruna og muni byltast um koll í ólgu- sjó frjálsra heimsviðskipta. Manninum er sjálfsbjargarvið- leitnin í blóð borin. Það er marg sannað, að þær þjóðir, sem búa við víðtækt stjórnarfarslegt frelsi, atvinnu- og viðskiptafrelsi, hafa bezta lífsafkomu. Þjóðir og einstaklingar hafa alltaf verið að fórna lífi og fjármunum til þess að varðveita frelsið eða öðlast það. Þeim mönnum, sem nú fara háðulegum orðum um baráttu ís- lenzku þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, þarf því ekki að koma þa3 neitt undarlega fyrir sjónir, þótt landsmenn væru fúsir til þess að fórna einu og öðru til þess að öðlast það, losna við skriffinnsk- una og afskipti ríkisvaldsins í von um nýtt og betra líf, þegar fæðingarhríðirnar væru afstaðn- ar. Leifur flýgur til Tungier LEIFUR Eiríksson, hin nýja Cloudmasterflugvél Loftleiðs, mun fara í leiguflug suður til Tangier í N-Afríku með við- komu í Amsterdam hinn 3. febrúar. Mun vélin flytja þangað erlenda skipshöfn og verður íslenzk áhöfn á flug- vélinni. Seinna í mánuðinum mun Leifur koma inn í flug- áætlun Loftleiða og fara nokkrar ferðir meðan skoðun fer fram á annarri Skymaster vél félagsins. — Að undan- förnu hefur nýja vélin verið í Stavanger, en þar hefur ver- ið farið yfir loftskeytatæki hennar — á verkstæðurn Braathens, sem annast allt við hald á flugvélum Loftleiða eins og kunnugt er. skrifar úr daglega iifinu ] * Heiðarvegir ekkert dansgólf Veturinn hefur fram að þessu verið ákaflega mildur og fjallvegir yfirleitt færir bilum það sem af er vetri. Það er líka eins og fólk sé farið að reikna með því að veður og heiðarvegir á íslandi séu eins og á sumardegi, þó miður vetur sé. Þetta sannast öðru hverju, þegar fréttir berast af fólki, sem hefur þurft að stíga út úr bíl uppi á heiði. Stundum eru þessir ferða- langar klæddir eins og þeir væru á balli í upphituðu sam komuhúsi, í nælonsokkum og 'blankskóm'.Hvða lítið sem út af ber, er svo voðinn vís. ÞaS segir sig sjálft hvílíkur bjána skapui það er að leggja af stað í litlum bíl e.t.v. með plastyfir byggingu, í slíkum klæðnaði, ef yfir fjallveg er að fara um hávetur. Alltaf getur bíllinn festst í skafli eða bilað, og þá verða farþegar annað hvort að hafast við í honum eða ganga til byggða. Séu þeir illa klæddir, getur það orðið þeim að fjörtjóni, hvor kostúrinn, sem tekinn er. Það hefur t. d. komið fyrir hér á Hellisheiðinni, að fólk hefur verið að koma eða fara á dansleik austur í sveitum, klætt ballfatnaði, og fest bíl- inn í skafli. Það getur þá enga björg sér veitt, ekki svo mik- ið sem stigið út úr upphituð- um bílnum, til að ýta honum úr skaflinum, hvað þá ganga til næsta bæjar. * Flugfarþegar vel klæddig Það liggur í augum uppi, að fólk, sem leggur á heiðar- vegi á íslandi um hávetur, þarf að vera vel klætt. Það ættu flugfarþegar reyndar líka að vera, sem fljúga yfir hálendið að vetrar- lagi. — Nú er eitthvað farið að slá út í fyrir Vel- vakanda, hugsa vafalaust margir, ekki stígur maður út úr flúgvélinni og ýtir henni úr skafli eða skýi. En þetta er ekki eins vitlaust og virðist í fljótu bragði. Getur ekki alltaf komið fyrir að flugvel þurfi að nauðlenda af ein- hverjum ástæðum, þó það sé ekki algengt? Það væri æði meinlegt að sleppa ómeiddur niður á jörðina og láta það síðan verða sér að fjörtjóni hve bjánalega maður hefur búið sig í ferðalagið. Mér hefur stundum dottið þetta í hug, þegar ég hefi séð á eftir farþegahópi upp í flug vél að vetrarlagi hér á flug- vellinum. 9 Skynsamlegur klæðnaður Annars sýnist mér fólk vera farið að klæða sig miklu skynsamlegar í kulda en áður var á götum Reykjavíkur, enda fæst nú mikið af smekk- legum og hlýlegum sportfatn- aði, úlpum, sokkabuxum, kuldaskóm o. s. frv. En fréttirnar af fólki, sem lendir í vandræðum á neiðar vegunum vegna slæms útbún- aðar virðast benda til þess að fólkið úti á landsbyggðinni klæði sig orðið sízt skynsam- legar en íbúar höfuðborgar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.