Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 23
 Sannuðagur 24. jan. 1960 MORGUNBLAÐ1Ð 23 Curnvelle flaug of lágt STOKKHÓLMI, 23. jan. — Ein- sýnt Þykir, að ástæðan til þess, að Caravelle-þotan fórst í lend- ingu í Ankara hafi verið sú, að þotan flaug of lágt að flugbraut- inni og rakst þar á hæðardrag. í sameiginlegri yfirlýsingu tyrk- neskrar og skandinaviskrar rann sóknarnefndar í dag segir, að engum blöðum sé um það að fletta. Hins vegar er ástæðan til þess að þotán flaug þetta laegra en venja er ókunn. Rannsókn er ekki lokið, en sannprófað hefur verið, að þotan hefur ekki sprung íð í loftinu, aðbúnaði á flugvell- inum hefur ekki verið ábótavant og samband flugturnsins við þot- una var eðlilegt. Vilja fá fimm upp- tökuvélar i ar Uppskeran varb abeins 7000 tunnur NÚ eru íslenzkar kartöflur ófá- anlegar hé.r í Reykjavík. En um næstu mánaðamót mun eitthvað af kartöflum koma á markaðinn og eru þær austan úr Þykkva- bæ. Munu þær hrökkva skammt á markaðnum í Reykjavík. Fréttaritari Mbl. í Þykkvabæn- um sagði í gær, að þrátt fyrir uppskerubrestinn á síðastliðnu sumri, væri mikill hugur í Þykkvbæingum, um að stækka enn garðlönd sín, og beita sem fullkomnustum vélakosti við karöfluræktina. Sagði fréttaritarinn að Þykkv- bæingar hefðu sótt um til gjald- eyrisyfirvaldanna, að leyfður verði innflutningur á fimm upp- tökuvélum. Hafa þessar vélar þótt reynast afbragðsvel á kart- öfluökrunum í Þykkvabænum. Eru þær þýzkar og heita Ama- zon. Margar af vélum Þykkvbæ- inga eru nú orðnar gamlar. Hin- ar nýju vélar skapa möguleika til allverulegrar aukningar á kartöfluræktinni þar eystra. í sumar er leið varð uppskera Þykkvbæinga um 7000 tunnur. í Fúsir að greiða fyrir 1 SAMBANDI við frétt í Mbl. í gær af ráðagerðum Loftleiða og fundi flugmálastjóra Norður- landa bað Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri, blaðið að taka fram eftirfarandi: A fundi flugmálastjóra Norð- urlanda hefur aldrei komið fram nein tilkynning í þá átt að loka flughöfnum á Norðurlöndum fyr- ir Loftleiðum. Þvert á móti hafa flugmálastjórarnir verið fúsir til að greiða fyrir Loftleiðum eftir beztu getu. A fundinum var ekki gerð nein bindandi samþykkt, heldur féllust flugmálastjórarnir á að taka sumaráætlun Loftleiða til velviljaðrar athugunar og vinna að framgangi hennar við ríkis- stjórnir sínar. meðalárferði hefði uppskeran átt að vera 12.000—14.000 tunn- ur, sagði fréttaritari blaðsins. ÞESSI risaáll veiddist í Dan mörk. Skepnan er óvenju- stór, enda komst hún í blöð- in. Állinn var hvorki nieira né minna en tveir metrar á Iengd, 24 kg. að þyngd og veiddist vi9 Strandby, í nánd við Skagen. Fisksalinn í Fredreksborggade i Kaup- mannahöfn, fékk ekki álimi til sölu fyrr en blaðaljós- myndarar höfðu myndað hann í krók og kring. Og hér sjáum við árangurinn. Óvænt úrslit í I. deild ÚRSLIT í ensku bikarkeppninni í gær urðu þessi: 1. deild: Birmingham — Preston 2:1 Blackburn — Wolverhampton 0:1 Blackpool — Sheffield W. 0:2 Chelsea — Leeds 1:3 Everton — N. Forest 6:1 I.uton — Fulham 4:1 Manchester City — Arsenal 1:2 Newcastle — Leicester 0:2 Tottenham — Manchester V. 2:1 W.B.A. — Burnley 0:0 West Ham. — Bolton 1:2 2. deild Brignton — Stoke 1:0 Bristol Rovers — Sunderland 3:1 Cardiff — Scunthorpe 4:2 Derby — Plymouth 1:0 Huddersfield — Lincoln 3:0 Hull — Bristol City 1:1 Ipswich — Aston Villa 2:1 Middlesbrough — Liverpool 3:3 Rotherham — Leyton Orient 1:1 Sheffield U. — Charlton 2:0 Swansea — Pörtmouth 1:1 AS 27 umferðum loknum er staðan þessi: 1. deild (efstu og neSstu liðin) Tottenham 27 15 8 4 59:31 38 Burnley 27 15 4 8 44:32 34 Wolverhampton 27 15 3 9 68:50 33 Sheffield W. 27 13 5 9 51:31 31 Everton N. Forest Luton Birmingham 27 27 27 » 6 13 43:50 22 9 4 14 32:53 22 6 6 14 32:47 19 7 5 15 35:51 19 Handknattleiksmótið í kvöld ÍSLANDSMÓTINU í handknatt- leik heldur áfram að Hálogalandi á morgun. Þessir leikir fara þá fram: í 3. flokki karla A-riðill A-deild IR—Þróttur. Meistaraflokkur karla 2. deild Þróttur — Fram. Meistaraflokkur karla 1. deild Valur — ÍR Lei&réfiíng SÖKUM mistaka við gerð mynd- ar af stjórn Húsmæðrafélags Reykjavíkur, sem birt var í blað- inu í gær, verða menn að lesa nöfnin frá hægri til vinstri. Einn ig féll niður nafn frú Þórönnu Símonardóttur, sem stendur yzt til vinstri H júkrunarkona Aðstoðarhjúkrunarkonu vantar að sjúkrahúsi Vest- mannaeyja nú þegar. Uppl. gefur yfirhjúkrunar- konan. Þorrablótið er hafið „Gxxb q&h, að ég væri kominn í rúmið, háttaður, sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta". Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttræðis- afmæli mínu 20. þ. m. Guð blessi ykkur öll. Jón J. Eyfirðingur. Móðir okkar VIL.BOBG JÓNSDÖTTIB Auðsholti, Biskupstungum, lézt að heimili dóttur sinnar Vitastíg 20 þann 22. þ.m. Systkinin. Maðurinn minn, AGÚST SIGUBÐSSON, Suðurgötu 35, Akranesi, lézt 21. janúar. — ¦'•"#•» Þóra Jónsdóttir, börn, tengda- og barnabörn. Móðir okkar, GUDBÚN GUÐMUNDSDOTTIB, Öldugötu 53, lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Guðtminda Jónsdóttir, Egill H. Jónsson, Gestur Elías Jónsson. Jarðarföð föður okkar, tengdaföður og afa JÓSEFS ÞOBSTEINSSONAR, frá Grímsey, er andaðist 20. janúar á heimili sínu Vesturgötu 53B, fer fram frá Fossvogskirkju 26. jan. kl. 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. — Þeir sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Fyrir okkar hönd, fjarstaddra dætra og annara vandamanna. Fjóla Jósefsdóttir, Eyþór M. Bærings, Helga Jósefsdóttir, Bagnar S. Ólafss., Geir Jósefsson. INGIRlÐUB BEBGSTEINSDÓTTIB, fyrrverandi húsfreyja að Hjallanesi, sem lézt á Heilsuverndarstöðinni þann 15. þ. m., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. þ. m, kl. 13,30. — Fyrir mína hönd og barnanna. _______________Sigurður Lýðsson, Sogabletti 1. Útför móður okkar og tengdamóður, GUDBJARGAB GUÐMUNDSDÓTTUB, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjud. 26. jan. kl. 13,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir er vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið. Bolli Ágústsson, Ellen Daníelsdóttir, ______ Árni Jakobsson og barnabörn. Alúðar þakkir færum við öllum er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför GUÐRUNAR þorláksdóttur __________ Börn, tengdabörn og barnabörn. Við vottum öllum þeim, sem sýnt hafa okkur vin- arhug og samúð í sambandi við andlát og jarðarför SIGURÐAR PÉTURSSONAR, frá Staðarfelli, okkar innilegustu þakkir. — . andamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.