Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.1960, Blaðsíða 8
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. jan. 1960 17 hver núlifandi Islend- ingur af Arnardalsætt I mestu ættarskrá, sem gefin hefur verið út á Islandi, eru 20 þúsund mannanöf n f RtM 15 ár hefur Valdimar Björn Valdimarsson frá Hnífsdal, sem er rúmlega 71 árs gamall bifreiðastjóri í Reykjavík, unnið að útgáfu ættarskrár Arnardals- ættar. Hann hefur stundað akst- nr á vörubíl á daginn en unnið að ritstörfum á kvöldin og langt fram á nætur. Af óþreytandi elju hefur þessi stórfróði og sérstæði atorkumaður unnið að því að safna heimildum ,rekja ættir og útvega myndir í hina miklu ætt- arskrá, sem nú er nýlega komin út í tveimur stórum bindum, rúm lega 1300 bls. að lengd, með á annað þúsund myndum. Hér er um slíkt fágætt stór- virki að ræða, að vissulega er á- stæða til þess að því sé gaumur gefinn. Mbl. hitti Valdimar Björn Valdimarsson að máli í gær og bað hann að segja lesendum blaðs ins eitt og annað um Arnardal og Arnardalsætt. Úr sögu Arnardals Jarðarinnar Arnardals í Skut- ulsfirði við fsafjarðardjúp er fyrst getið í Fóstbræðrasögu, seg ir Valdimar Björn. Þar segir frá því, þegar Þormóður Kolbrúnar- skáld fer með húskörlum föður síns að sækja fiskfang til Bolungarvíkur. Komu þeir þá við í Arnardal á leiðinni út eftir og var Þormóður þar eftir, meðan húskarlar fóru til Bolungarvík- ur. Kynntist hannVþar Þorbjörgu Kolbrúnu, sem frægt er orðið. Um aldamótin 1600 átti Ari Magnússon í Ögri Arnardal. En forfaðir Arnardalsættar Bárður Illugason býr í Arnardal árið 1762, en hann var fæddur árið 1710. Mun hann hafa búið í Arn- ardal fram yfir 1780. Síðan hefur jörðin haldizt í ættinni óslitið til þessa dags. Kona Bárðar Illugasonar var Guðný Jónsdóttir frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Var hún komin af kunnum prestaættum við Djúp, og var hin mikilhæfasta kona. Áttu þau Bárður Illugason 6 börn. Árið 1844 selur séra Sigurður á Rafnseyri Jóni syni sínum 11 hundruð í Arnardal. Öðlaðist hann Við það kjörgengi og gat boðið sig fram til þings. Var hann síðan þingmaður ísfirðinga til dauðadags. í Arnardal er nú tvíbýli. Býr Marvin Kjarval í Neðri-Arnar- dal, en Halldóra Katarínusdóttir í Fremri-Húsum, sem svo eru kölluð. Jarðirnar í Arnardal voru álitn ar góðar. Bárður Illugason var talinn mjög vel efnum búinn mað ur og var kallaður „hinn ríki". Átti hann jarðir víða um Vest- firði. Aftur til 1703 —Hve langt aftur rekið þið Arnardalsætt í bókinni? — Ættin er lengst rakin aftur til Narfa Jónssonar og Vilborgar Bárðardóttur, en það eru föður- foreldrar Bárðar Ulugasonar. Bjuggu þau á Kleifum í Skötu- firði árið 1703, þegar manntalið er tekið. — Hvern myndir þú telja kyn- sælastan Arnardalsmanna? — Vafalaust Guðmund Bárðar son, son Bárðar Illugasonar. Guð mundur átti 7 börn og af þeim var aftur kominn mikill fjöldi fólks. Má segja að 2. bindi bók- arinnar fjalli að mestu leyti um ættkvísl Guðmundar og Sigríð- ar konu hans Björnsdóttur frá Núpi í Dýrafirði. 17. hver íslendingur. — Hve margra manna er getið í ættarskránni? — Þar er getið um 20 þúsund manna, þar af núlifandi um 10 þúsund af Arnardalsætt. En eins og að líkum lætur er get- ið í bókinni fjölda venzla- manna fólks af Arnardalsætt. Af núlifandi fslendingum hér á landi mun því 17. hver mað- ur vera af Arnardalsætt. Er hún vafalaust langfjölmenn- asta ætt landsins. Ættin er að sjálfsögðu dreifð um land allt, en flest fólk af henni mun þó vera á Vestf jörðum og á Suð- vesturlandi, og hér í Reykja- vík. — Hver er ástæða þess að þú réðist í þetta mikla ritverk? — Hún var einfaldlega sú, að mér fannst forfeður okkar verð skulda að sögu þeirra og nöfn- um væri sómi sýndur. Ég álít að við sem nú lifum, metum foreldrar mínir Valdimar Þor- varðsson, þá formaður í Hnífsdal og kona hans Björg Jónsdóttir, skipstjóra frá Læk og Rana, Bjarnasonar. Okkur systkinum var snemma haldið að vinnu bæði á sjó og landi, eins og þá var títt. 18 ára fór ég í gagnfræða Frestsþjónustubækur brunnu — Hvenær byrjaðir þú svo undirbúning að útgáf u Arnardals ættar? — Ég hafði lengi haft mikinn áhuga á að láta semja ættartölu foreldra minna, en hafði aldrei haft ástæðu til þess að koma því í verk áður en ég fluttist hingað. Eins og flestum mun kunnugt var ekki byrjað að halda prests- þjónustubækur hér á landi fyrr en um 1785. Víða hafa prestsþjón ustu bækur á Vestfjörðum brunn ið eða glatazt á annan hátt, þann Arnardalur í Skutulsfirði. Isafjarðarkaupstaður sést innar í firðinum. — skóla á Akureyri og naut þar kennslu í tvö ár hjá fyrirmyndar kennurunum Jóni Hjaltalín, séra Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili og Stefáni Stefánssyni, síðar skólameistara. Jafnframt kenndu tveir af þessum kennurum mér & ig að miklum erfiðleikum er bundið að viða að efni, þar sem svo er ástatt. Ég byrjaði snemma að skrifa upp, taka afrit af prests þjónustubókum á Vestfjörðum, sem og manntölum. Ari Gíslason byrjaði að starfa fyrir míg árið -D Samtal við Valdimar Bjorn Valdimarsson forgöngumann þessa mikla • ritverks D- -D Valdimar Björn Valdimarsson — Ók vörubíl á daginn, skráði Arnardalsætt á nóttunni. aldrei nægilega hina fádæma hörðu baráttu fólksins á liðnum tímum fyrir lífinu. Mig langaði til þess að greiða hluta af skuld okkar við fortíðina. Verzlunarmaður, útgerðarmað- ur, bílstjóri og rithöfundur — Þú ert eins og af líkum læt ur fæddur á höfuðstöðvum Arn- ardalsættar? — Já, ég er fæddur á Bakka í Hnífsdal 11. september 1888. Voru tungumál og stærðfræði í auka- tímum þessa vetur. Síðar gerðist ég verzlunarmað ur hjá Guðmundi Sveinssyni í Hnífsdal og fór í verzlunarskóla haustið 1908. Veturinn 1917— 1918 var ég einnig hér í Reykja vík og stundaði nám. En lengst af ævinni hef ég starfað að verzl un og útgerð, ásamt föður mín- um heima í Hnífsdal og 10 síð- ustu árin áður en ég fluttist hing að suður, stundaði ég jafnframt akstur. Hingað til Reykjavíkur fluttist ég í janúar 1942. 1950 og var ég þá búinn að taka afrit af talsvert miklu, sem Ati síðan hafði með sér til að vinna úr á þeim stöðum, þar sem hann annaðist kennslu víðsvegar um land. Síðan sendi Ari mér lista yfir þá, sem þurfti að finna að máli hér í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar hér um Suðurland. Vildi Halldór Jónsson, læknir í Æð- ey, fæddur 1823. það oft verða tafsöm vinna aS tína saman nauðsynlegar upplýs ingar um fólk og þeirra nánustu, of': ekki hægt að finna fólkið sjálft og stundum engan hægt að finna, því að fólk var þá dreift orðið í atvinnuleit 0. s. frv., eins og gengur. Allur er þessi samtín ingur búinn að kosta margra ára vinnu og þrotlausa eftirgangs- muni og þolinmæði. -020 myndir — En h- ernig gekk að ná hin um mikla f jölda af myndum sam- an? — Við auglýstum eftir þeim í flestum blöðum, en það virtist bera lítinn árangur. Fyrst reyndi maður að smala saman hjá sín- um nánustu. En oft varð að fara margar ferðir vegna sömu mynd- arinnar og síðan ennþá aftur til þess að skila henni aftur. — Hefur ekki orðið gífurleg- ur kostnaður við útgáfu ritsins? — Jú, hann hefur orðið mjög mikill. En ritinu er yfirleitt mjög vel tekið og áskrifendur að því hafa yfirleitt brugðizt vel við, þegar komið hefur verið með bók ina til þeirra. — Hvað kosta bæði bindi rits- ins? — Þau kosta 500 krónur til á- skrifenda. Ritið varð eins og kunnugt er 72 arkir alls eða um 1140 bls., þar af 312 myndablaðsíð ur, en samtals eru i bókinni 1020 myndir, bæði mannamyndir, fjöl skyldumyndir og myndir frá fjöl- mörgum stöðum á Vestfjörðum og víðar. Þess má geta að ísafold arprentsmiðja, sem gefur bókina út, telur að hún sé meðal tiltölu- lega ódýrustu bóka, sem út hafi komið á árinu. Ég tel nokkra möguleika fyrir því að útgáfan geti staðið undir kostnaði, ef að salan gengur sæmilega, Ég þakka öllum þeim, sem starfað hafa með mér að útgáfu ættarskrárinnar og veitt mér margvíslegan stuðning. Þetta sagði Valdimar Björn Valdimarsson um hina merku út- gáfu sína á Arnardalsætt. Ef allir núlifandi afkomendur Bárðar Illugasonar í Arnardal, sem nú munu vera um 10 þúsund hér á landi, kaupa Arnardalsætt Valdi- mars Björns, þá ætti útgáfunni vissulega að vera borgið. — En fjöldi fólks, sem áhuga hefur fyr- ir ættfræði og ann þjóðlegum fróðleik mun áreiðanlega hafa ánægju af því að sjá og kynna sér þessa miklu ættarskrá, sem er hin mesta, sem út hefur verið gefin á íslandi til þessa. S. Bj. Magnús Jochumsson og Sigríður Guðmundsdóttir frá Arnar- dal (fædd 1817).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.