Morgunblaðið - 06.02.1960, Síða 9

Morgunblaðið - 06.02.1960, Síða 9
Laugardagur 6. febrúar 1960 MORCT’ mnr 4 mo 9 1100 milljón króna greiðsluhalli œtti að hafa sýnt mönnum fram á, að einnig þetta er sjálfsblekk- ing ein. Hér kemur tvennt til. Annars vegar er það, að óeðli- legt misræmi í álögum á innflutn ing getur aldrei tryggt jafnvægi til lengdar. Ástæðan er sú, að þeir tekjustofnar, sem mest er lagt á hverju sinni, hafa alltaf tilhneigingu til þess að bregðast, þegar til lengdar lætur. Vegna hins gífurlega verðmismunar beinist þungi eftirspurnarinnar sífellt meir frá þessum vöru- flokkum yfir á aðra, sem haldið er í lágum gjaldaflokkum unz svo er komið, að ekki er hægt að afla nægra tekna nema með því að finna enn nýja flokka til þess að leggja hin háp gjöld á. Áætlanir bregðast í>að þarf því að umskapa kerf- ið meira og minna frá ári til árs, ef endarnir eiga að ná saman, en það þekkja íslendingar vel af re^nslu undanfarinna ára. — Stríðið, sem háð hefur verið síð- ustu árin til þess að tryggja nægan innflutning hágjaldavara, er gott dæmi um þetta. Reynt hefur verið að ýta undir inn- flutning þessara vara með öllum ráðum, en allt hefur komið fyrir ekki. Áætlanirnar hafa alltaf brugðizt að meira eða minna leyti. Þó hefur innflutningur á þessum vörum verið óvenjulega frjáls og eftirspurnin innanlands verið óeðlilega mikil vegna sí- felldrar peningaþenslu. En eftir- spurnin hlýtur alltaf að hafa til- hneigingu til að flytjast frá þeim vörum, sem dýrastar eru, yfir á aðrar, sem haldið er í lægra verði. Það hefur því orðið að hafa mjög ströng höft á innflutningi margra hinna nauðsynlegustu vörufloka í því skyni að reyna að beina eftirspurninni yfir á hágjaldavörurnar, sem yfirleitt eru þjóðhagslega miklu þýðing- arminni. Með útflutningssjóðs- lögunum árið 1956 reyndi vinstri stjómin að komast af með serr minnstar álögur á innflutninginn með því að hafa misræmið sem mest milli álagsflokka. Reynslan sýndi brátt, að slíkt kerfi gt ekki staðizt til lengdar, og þess vegna neyddist hún til þess vorið 1958 að stíga stórt spor í átt t' raunverulegrar gengislækkunar. Hins vegar vantaði mikið upp á að hún treysti sér til að stíg skrefið til fulls. Mismunandi háatr bætur Annar megingalli mismunandi ólaga á ýmsa þætti innflutnings og útflutnings felst í áhrifum þeirra á nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Þegar greiddar eru mismunandi háar bætur til hinna ýmsu greina útflutningsfram- leiðslunnar, verður það til þess, að vinnuafl og fjármagn beinist mun meira en ella mundi verða til þeirrar framleiðslugreina, sem hæstra bóta njóta, en frá hinum, sem búa við verri kjör. Þegar við þetta bætist, að uppbætur eru alltaf ákveðnar hæstar til þeirra greina, sem borga sig verst, er augljóst, að afleiðingin er sú að örva vöxt þeirra atvinnugreina, sem óhagkvæmastar eru, á kostn að þeirra, sem hafa iægstan frain leiðslukostnað. V-stjórnina skorti einurð Áhrif hinna misháu gjalda á innflutningi eru alveg hliðstæð. Þau vaida því til dæmis, að ó- eðiiiega mikið er notað af inn- fJuttum rekstrar- og fjárfesting- arvörum, sem haldið er í lágu verði, en jafnframt verður fram- leiðsla slíkra vörutegunda hér innalands svo að segja ómögu- leg, þar sem keppa verður við innfluttar vörur, sem raunveru- lega er haldið langt fýrir neðan eðlilegt verð. Um þessa og aðra galla þess misræmis, sem felst í uppbótakerfinu, skal ég ekki ræða frekar. Á það hefur verið bent þráfaldlega af hagfræðing- um, en jafnframt varð þetta sjón- armið í rauninni viðurkennt af vinstri stjórninni, þegar hún lagði fram frumvarp sitt um út- fiutningssjóð vorið 1958. Þar var sagt, að frumvarpið miðaði að því „að jafna aðstöðu þeirra at- vinnuvega, sem afla þjóðarbúinu gjaldeyris ..“ og „að draga úr því misræmi í verðlagi, sem skap azt hefur undanfarin ár, bæði milli erlendrar vöru og innlendr- ar og milli erlendra vörutegundá innbyrðis". En hér fór eins og áður, að vinstri stjórnina skorti einurð til þess að fylgja þessari hugs- un eftir til rökréttrar niður- stöðu og framkvæma hana. Þess vegna vonu í því kerfi, sem hún kom á fót, fólgnir veikieikar, sem hún sjálf hafði gert sér grein fyrir og hlutu að verða kerfinu öllu til falls áður en mjög langt liði. Óhugnanleg mynd Eg hef nú rakið meginvanda- málin, sem þjóðin á nú við að glíma, og gert grein fyrir helztu einkennum uppbótakerfisins. Sú mynd, sem þannig blasir við okk- ur, ér óneitanlega miklu óhugn- anlegri en mig hafði jafnvel fyr- ir tveimur mánuðum órað fyrir, en höfuðþættir hennar eru þessir: I fyrsta lagi hafa Islending- ar eytt miklu meira en þeir hafa aflað á undanförnum ár- um og á siðustu fimm árum haft greiðsluhalla við útlönd, sem nemur 1100 milljónum. Af þessu hefur svo leitt stór- fellda skuldasöfnun við út- lönd og greiðslubyrði, sem hefur vaxið úr 3% gjaldeyris- teknanna á árunum 1951— 1955, upp í rúm 9% árið 1959 og verður samkvæmt áætlun 11—12% árið 1961. Er varla finnanleg í heiminum þjóð með svo þunga greiðsiu- byrði, enda er lánstraust íslend- inga erlendis nú þrótið eða á þrotum að óbreyttri stefnu. Jafn- framt hefur öllum gjaldeyris- forða þjóðarinnar verið eytt og gjaldeyrisskuldum safnað, unz öil eðlileg gjaldeyrisverzlun er komin i strand. Er jafnvel vafa- samt, hvort finnast muni í allri veröldinni ein eða tvær þjóðir, sem eru eins illa staddar í þessu efni. í öðru lagi leiðir könnun upp- bótakerfisins það berlega í ljós, að með því að greiða hlutfalls- lega miklu hærri bætur á út- flutning en nemur þeim gjöldum, sem tekin eru af innflutningi, er aðeins hægt að ná jöfnuði með því að hafa stórfelldan greiðslu- halla, sem leyfir miklu meiri innflutning en gjaldeyirstekjum þjóðarinnar nemur. Uppbóta- kerfið nærist með öðrum orðum á greiðsluhallanum og fær ekki staðizt án hans. Verðum að breyta um stefnu í þriðja lagi er nú svo komið, að við getum ekki haldið áfram á þessari braut. Jafnvel þótt við vildum stefna efnahagslegu sjálf stæði þjóðarinnar í voða með því að greiða halla útflutnings- sjóðs með stórkostlegri skulda- söfnun erlendis, er sú leið lokuð af þeirri einföldu ástæðu, að lán eru ekki lengur fáanleg, nema við breytum um stefnu í efnahags- málum. í þessu felst í raun og veru algjör dauðadómur uppbótakerf- isins, og eru þó margir stórgall- ar þess ótaldir enn. Það væri óðs manns æði að reyna að halda slíku kerfi við líði, en þegar við það bætist, að þau erlendu lán, sem eru lífsblóð þess, eru alls ekki fáanleg, er niðurstaðan óumflýanlega sú, að það verði að afnemast og taka verði upp nýja stefnu. Þjóðarvoði fyrir dyrum Þess vegna telur ríkisstjórn, eins og segir í greinargerðinni, „Það ekki álitamál, að nauðsyn- legt sé að afnema uppbóta- og gjaldakerfið og leiðrétta gengis- skráninguna að fullu. Hitt er rík- isstjórninni vel Ijóst, að þetta verður ekki gert nema með við- tækum breytingum á öllu efna- hagslífinu. Þessar breytingar eru erfiðar í framkvæmd, vegna þess hve víðtækar þær eru og hversu mjög þær snerta hagsmuni allra stétta þjóðfélagsins". Og síðar segir: „Það er vegna þess, að rík- isstjórnin er sannfærð um, að þjóðarvoði sé fyrir dyrum, ef slikar ráðstafanir eru ekki gerðar, að hún gerir tillögur um víðtækari ráðstafanir í efnahagsmálum en gerðar hafa verið hér á landi síðasta áratuginn að minnsta kosti“. Ma»rgþættar aðgerðir Eg mun nú, áður en lengra er haldið, gera grein fyrir megin- atriðum þeirrar stefnu, sem rík- isstjómin hefur markað til við- reisnar í efnahagsmálum Islend- inga. Hér er um að ræða heild- aráætlun margþættra, en inn- byrðis samræmdra aðgerða, enda þótt þær birtist Alþingi í mörg- um frumvörpum, sem ekki eru öll lögð fram samtímis. Skipta má þessum fyrirætlunum í sex höfuðþætti. I fyrsta lagi er leiðrétting gengisskráningarinnar. Uppbóta- kerfið verði lagt niður með öllu og Útflutningssjóður gerður upp, en í stað þess skráð raun- hæft gengi íslenzku krónunnar, er geti annars vegar tryggt, að jafnvægi náist í viðskiptum þjóðarinnar út á við, en hins vegar skapað útflutningsatvinnu vegunum viðunandi rekstrar- grundvöll. I öðru lagi verði gerðar ráð- stafanir til þess að draga úr áhrifum verðbreytinga, sem af leiðréttingu gengisskráningarinn ar leiðir, á lífskjör almennings. Með þessum og öðrum ráðstöf- unum verður leitazt við að dreifa byrðunum sem réttiátast á þegna þjóðfélagsins í því skyni að hægt sé með sanngirni að æt.l- ast til þess, að almennt kaup- gjald haldist óbreytt. Er einkum ætlunin með aukningu fjöl- skyldubóta og elli- og örorku- lífeyri að draga úr áhrifum verðhækkana á lífskjör almenn- ings og um leið að sjá svo um, að þeir, sem við kröppustu kjör búa, svo sem barnmargar fjöl- skyldur, öryrkjar og aldrað fólk, haldi kjörum sínum sem næst óskertum, enda verða niður- greiðslur innlends vöruverðs einnig hækkaðar nokkuð til að koma í veg fyrir sérstaklega mikla hækkun á nokkrum inn- fluttum nauðsynjavörum, svo sem kornvörum, sykri og kaffi. Kapphlaupið stöðvað 1 þriðja lagi verði reynt að koma í veg fyrir nýtt kapphlaup kaupgjalds og verðlags. í því skyni er lagt til, að óheimilt sé að miða kaupgjald við breyting- ar á vísitölu. Hins vegar eru engin ákvæði um það að lög- binda grunnkaup, enda telur ríkisstjórnin, að það eigi að vera hlutverk samtaka launþega og atvinnurekenda að semja um kaup og kjör. Það er skoðun rík- isstjórnarinnar, að kauphækkan- ir geti á næstunni ekki orðið til neins annars en að raska því efnahagslega jafnvægi, sem reynt er að koma á með þess- um ráðstöfunum. Kauphækkan- ir geta þá fyrst orðið réttlætan- legar og launþegum sjálfum til hagsbóta, þegar sýnt er, að auk- in afköst og bætt afkoma at- vinnuveganna leyfir hana. í fjórða lagi verði gerðar rót- tækar' ráðstafanir gegn verð- þenslu. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því, að Seðlabankinn og aðrar lánsstofnanir taki upp nýja stefnu í peningamálum, sem komi í veg fyrir óhóflega útlána- aukningu bankanna, er komið gæti af stað nýrri verðbólguþró- un og jafnvægisleysi í viðskipt- um þjóðarinnar við útlönd. Haftakerfið afnumið í fimmta lagi verði stefnt að því að afnema haftakerfið og koma á verulegu viðskiptafrelsi. Er lagt til að afnema Innflutn- ingsskrifstofuna og gefa mikinn hluta innflutningsins frjálsan í því skyni að draga úr skrif- finnsku og misrétti haftakerfis- ins, auka vöruval og gæði og skapa samkeppni og heilbrigt að- hald hjá framleiðendum og verzl- unarf y rirtæk j um. í sjötta lagi fari fram víðtæk endurskoðun á fjármálum ríkis- sjóðs. Er hér aðallega um tvennt að ræða. Annars vegar eru breyt- ingar, sem leiða af niðurlagn- ingu Útflutningssjóðs, en ríkis- sjóður tekur við niðurgreiðslum innlénds vöruverðs af honum, svo og ýmsum sérstökum tekju- stofnum þar á móti. Hins vegar eru ráðgerðar víðtækar breyt- ingar á skattakerfinu með því að afnuminn verður með öllu tekju- skattur af almennum launatekj- um, svo og sá 9% söluskattur, sem nú leggst á ýmsar vörur og þjónustu, en í staðinn verði lagð- ur á nýr söluskattur, en hluti hans renni til sveitarfélaga til að gera mögulega nokkra lækkim útsvara. Ný skipan gjaldeyris- og innflutningsmála Um tvo síðustu þættina, sem ég hef nefnt, verður fjallað ann- ars vegar í frumvarpi um skipan gjaldeyris- og innflutningsmála, sem bráðlega verður lagt fyrir Alþingi, en hins vegar fjárlaga- frumvarpinu og þeim umræðum, sem um það verða eftir nokkra daga. Mun ég því að mestu leiða þessa hlið málanna hjá mér, en vísa til þess, sem um þau er sagt í hinni almennu greinargerð, sem þessu frumvarpi fylgir. Um aðra höfuðþætti þessarar heildar- stefnu er fjallað í því frumvarpi, sem hér liggur fyrir, að meira eða minna leyti, og mun ég nú ræða þá nokkru nánar, en stikla þó aðeins á stóru og vísa um mörg einstök atriði til greinar- gerðarinnar fyrir frumvarpinu í heild og einstökum greinum þess. Gengisbreyting og framleiðsla Fyrsta grein frumvarpsins fjallar um það, að hið nýja gengi íslenzku krónunnar verði 38 krónur hver Bandarikjadollar. Gengi þetta hefur verið miðað við það, eins og segir í frum- varpinu „að stærsta grein út- flutningsframleiðslunnar, báta- útvegurinn á þorskveiðum, beri það sama úr býtum og hann gerir með þeim útflutningsbót- um, sem nú gilda, að öllum sér- bótum meðtöldum". Þessar bæt- ur eru nú 94,5% af útflutnings- verðmæti bátafiskjar og sam- svara genginu 31,63 krónur á dollar, en hækkunin upp í það gengi, sem fyrirhugað er, er nauðsynleg til þess að bæta út- veginum aukinn tilkostnað, sem af gengisbreytingunni leiðir. — Þessi hækkun kostnaðar er svona mikil, vegna þess að útvegurinn hefur hingað til fengið rekstrar- vörur sínar og framleiðslutæki með 55% yfirfærslugjaldi, það er að segja á gengi, sem sam- svarar rúmlega 25 krónum á dollar. Enn fremur hefur verið tekið tillit til fyrirsjáanlegra breytinga á verðlagi og sölu ís- lenzkra afurða erlendis, þar á meðal þess verðfalls, sem orðið hefur á fiskimjöli. 20—34% gengislækkun Ef meta á, hve mikil þessi gengislækkun er, er eðlileg- ast að bera saman við það meðalgengi, sem nú gildir um útflutning, en það er 30,36 kr. á dollar. Miðað við það er gengislækkunin um 20%, en minni, ef miðað er við þær greinar útflutningsins, sem beztra kjara njóta. í innflutn- ingi er gengislækkun hlns vegar allmiklu meiri. Sé mið- að við hið almenna gengl, sem nú er á innflutningi, það er að segja 55% yfirfærslu- gjald, sem samsvarar 25,30 kr. á dollar, nemur gengislækk- unin 34%. Þessi mismunur stafar af þvi, að afnema verður nú það mi*- ræmi milli meðalgjalda af inn- flutningi annars vegar og meðal- bóta til útflutnings hins vegar, sem er hættulegasti galli upp. bótakerfisins. Af honum hefur leitt halla hjá ÚtflutningssjóSi, sem aðeins hefur verið hægt að halda innan viðráðanlegra tak- marka með sífelldri skuldasöfn- un við útlönd. Um leið og hið nýja gengi kemur til framkvæmda, falla niður allar sérstakar bætur úr Útflutningssjóði, og munu þá allar framleiðslugreinar njóta sama verðs á erlendum gjald- eyri. Þetta þýðir, að þær greinar sjávarútvegsins, sem hingað til hafa fengið lægri útflutnings- bætur, fá með þessu bættan rekstrargrundvöll. Þessi jöfnun á aðstöðu atvinnugreina er ekki aðeins almennt réttlætismál og til lengdar nauðsynleg, ef beina á framleiðsluþáttum þjóðfélags- ins inn á þær brautir, sem hag- kvæmastar eru, heldur hefur einnig þróunin undanfarið orðið þess valdandi, að rekstraraf- koma megingreina sjávarútvegs- ins hefur jafnazt verulega frá því, sem áður var. Kemur þar sérstaklega til, að afli togara- flotans hefur rýrnað stórlega að undanförnu og þá einkum vegna útfærslu landhelginnar, svo að togaraútgerðin þolir ekki lengur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.