Morgunblaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 10
10
MORGVW B1.AÐIÐ
Laugardagur 6. febrúar 1960
Ailar uppbæturnar falla niður
að búa við lakara gengi en báta-
útvegurinn, sérstaklega ekki, ef
hægt á að vera að búa togara-
sjómönnum sambærileg kjör og
aðrir sjómenn njóta. Ennfremur
hefur að undanförnu orðið mikið
verðfall á bræðslusíldarafurðum,
sem þegar hefur rýrt verulega
rekstrargrundvöll síldarútvegs-
ins. —
Þrjú vandamál
I sambandi við það, að tekin er
upp eðlileg gengisskráning og
uppbótakerfið afnumið, koma
upp þrjú sérstök vandamál, sem
ekki verður komizt hjá að leysa.
Hið fyrsta þessara vandamála
er sá halli, sem kemur í Ijós, um
leið og útflutningssjóður er lagð
ur niður. Stafar þetta af því, að
útflutningssjóður hefur ætíð
greitt bætur á útflutning nokkr-
um tíma eftir að gjaldeyrisskil
hafa farið fram. Hefur þetta
sumpart stafað af því, að það hlýt
ur að taka nokkurn tíma að afla
þeirra gagna, sem þarf í sam-
bandi við bótagreiðslur, sumpart
hefur verið um venjubundinn
frest að ræða, og loks hefur
stundum staðið á fé hjá útflutn-
ingssjóði. Með þessu hefur í raun
inni hluta af bótabyrðinni verið
velt yfir á framtíðina, og um leið
Og uppbótakerfið er lagt niður
og tekjustofnar þess hverfa, er
ekki lengur um að ræða neitt fé
til að greiða þessar skuldbinding
ar, sem orðnar eru til vegna
gjaldeyris, sem skilað hefur ver-
ið, en ekki hafa verið greiddar
bætur á. Um síðustu áramót óætl
aði stjórn útflutningssjóðs þess-
ar skuldbindingar um 270 millj.
kr., og hafa þær varla minnkað
síðan. Þennan bakreiking upp-
bótakerfisins verður nú að greiða
og það sem fyrst, því að þetta
er raunar fjármagn, sem bundið
er fyrir útflutningsatvinnuvegun
um og þeir mega illa án vera.
Hefur því ríkisstjórnin gert til-
lögur um tvo tekjustofna í því
skyni að greiða þennan halla.
Gildir frá 16. febrúar
1 fyrsta lagi verður sú regla
látin gilda, sbr. bráðabirgða-
ákvæði frumvarpsins b- og d-lið,
að útflutningsafurðir, sem fram-
leiddar hafa verið fram til 15.
febrúar 1960, verði greiddar út-
flytjendum á gamla genginu að
viðbættum þeim uppbótum, sem
í gildi voru, þegar þær voru
framleiddar. Er þetta í samræmi
við þær reglur, sem fylgt hefur
verið, þegar útflutningsbætur
hafa verið hækkaðar á undan-
förnum árum, en með þeim er
komið í veg fyrir, að sá gengis-
hagnaður, sem verður á birgðum
útflutningsafurða, falli útflytj-
endum í skaut, en það er sama
regla og gilda mun um ailar aðr-
ar vörubirgðir. Sá mismunur,
sem þannig skapast milli nýja
gengisins á þeim útflutningsvöru
birgðum, sem í landinu verða 15.
febrúar næstkomandi, og þess
gengis ásamt bótum, sem þær
verða gerðar upp á, mun sam-
kvæmt áætlun nema um 150
millj. kr. Er gert ráð fyiþr, að
þessi upphæð gangi upp á móti
þeim 270 millj. kr. halla hjá út-
flutningssjóði, sem ég áður
nefndi. Mun þá enn vanta um
það bil 120 millj. kr., til þess að
útflutningssjóðshallinn verði að
fullu greiddur.
Nýr útflutningsskattur
Ríkisstjórnin leggur til í 8. gr.
frumvarpsins, að fjár verði aflað
með því að leggja 5% skatt á all-
an útflutning, en áætlað er, að
slíkur skattur muni á þessu ári
gefa um 120 millj. kr., enda verði
hann úr gildi felldur þegar eftir
að skuldbindingar útflutnings-
sjóðs eru að fullu greiddar nema
því aðeins, að aðstæður hafi þá
breytzt mjög verulega frá því,
sem nú er.
Eins og ég skýrði frá áðan, er
hið nýja gengi við það miðað, að
hagur bátaútvegsins á þorskveið
um verði hinn sami og hann er
með núgildandi bótum. Ástæðan
fyrir því, að ríkisstjórnin telur
engu að síður, að útflutningsat-
vinnuvegirnir geti borið þennan
skatt, felst einkum í því, að þeir
munu um nokkurt skeið, eftir að
hið nýja gengi tekur gildi, búa
að rekstrarvörum, sem keyptar
voru á gamla genginu, en meira
máli skiptir hitt, að útreikning-
ar um afkomu bátaútvegsins á
nýja genginu eru við það miðað-
ir, að hægt sé að fyrna hæfilega
framleiðslutæki útflutningsat-
vinnuveganna, sem keypt verða
á nýja genginu. Þegar til lengd-
ar lætur, er þetta að sjálfsögðu
skilyrði heilbrigðs rekstrar, en
fyrst í stað ætti það þó ekki að
vera nauðsynlegt, þar sem fá
framleiðslutæki, sem k.eypt eru
á nýja genginu verða í notkun.
Ríkisstjórnin gerir hins vegar
ráð fyrir því, að þegar að því
kemur, að útflutningsskatturinn
verði niður felldur, þurfi útflutn
ingsatvinnuvegirnir á honum að
halda, ef tryggja á heilbrigðan
rekstur að óbreyttum aðstæðum.
Afnám hans mun því ekki skapa
möguleika til launahækkana í út-
flutningsframleiðslunni, nema
verulegar aðrar breytingar, svo
sem aukning framleiðsluafkasta
hafi þá átt sér stað.
atriði, þar sem ekki er um að
ræða tap í venjulegum skilningi.
Hins vegar er heppilegra að kom
ast hjá því að þurfa að lækka
verulega bókfært fé bankanna og
rýra þannig um leið traust
þeirra út á við og útlánagetu inn
á við. Þetta fyrirkomulag er
einnig eðlilegt vegna þess, að ár-
ið 1950 var gengiságóðinn af
bönkunum tekinn, og þar að auki
er orsök gengistaps nú fyrst og
fremst sú, að söfnun gjaldeyris-
skulda bankanna út á við hefur
beinlínis stuðlað að því að auka
tekjur útflutningssjóðs.
Hækkun á verðlagi
Gjaldeyrlssala
varnaliðsins
Annað vandamálið er fólgið í
áhrifum þeim, sem gengisbreyt-
ing mun hafa á tekjur íslend-
inga af varnarliðinu. Orsakir
þessa vandamáls eru þær, að með
útflutningssjóðslögunum frá 1958
var svo frá gengið, að varnarlið-
ið varð að selja gjaldeyri á
skráðu gengi eða fyrir rúmar 16
krónur dollarann, en svo að
segja allir aðrir aðilar fengu að
minnsta kosti 55% yfirfærslubæt
ur, sem samsvarar rúmum 25
krónum á dollar. Þetta fyrir-
komulag hafði tvær meginafleið
ingar. Annars vegar að tekjur ís-
lendinga í dollurum af Varnarlið-
inu urðu meiri en ella hefði orð-
ið miðað við sömu útgjöld í ís-
lenzkum krónum. Hins vegar
hafði það í för með sér mikla
tekjuaukningu fyrir útflutnings-
sjóð, að inn kom svo mikill gjald
eyrir, sem ekki þurfti að greiða
bætur á, en aftur var seldur með
yfirfærslugjaldi og öðrum álög-
um í útflutningssjóð.
Það var flestum frá upphafi
ljóst, að þetta fyrirkomulag gæti
ekki staðið nema skamma hríð,
þar sem það var ekki í samræmi
við reglur Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, sem ísland er aðili að,
enda andstætt öllum venjum
um jafnrétti í alþjóðaviðskiptum.
Fyrir íslendinga hlaut það þar
að auki að vera mjög hættulegt,
ef slíkt fyrirkomulag stæði til
langframa, þar sem með því var
verið að gera efnahagskerfi ís-
lendinga óeðlilega háð tekjum
frí. varnarliðinu, ekki aðeins
gjaldeyrislega, heldur líka fjár-
hagslega. Ég tel því afnám þess
misræmis, sem þarna hefur átt
sér stað, ekki galla, heldur raun-
verulega kost á þeim ráðstöfun-
um, sem nú er verið að gera.
Efnahagskerfi, sem þarf annars
"'egar á stórfelldum, erlendun?
lántökum og hins vegar á algjör-
lega óeðlilegri tekjuöflun frá er-
lendu varnarliði að halda til að
geta starfað, er bæði hættulegt
og ósamboðið þjóð, sem vill vera
öðrum óháð og frjáls gerða
sinna.
Sérstök fjárhagsaðstoð
Á hinn bóginn er ekki hægt að
loka augunum fyrir því, að sú
breyting, sem á sér stað með
þessu, er erfið fyrir íslendinga,
að minnsta kosti fyrst í stað.
Varðandi þessar greiðslur er í
rauninni verið að framkvæma
tvær gengislækkanir í einu
stökki, og afleiðingin hlýtur að
koma í Ijós í minni dollaratekj-
um af varnarliðinu. Það er að
sjálfsögðu þeim mun tilfinnan-
legra að taka á sig þessa byrði
nú, að hún kemur samtímis þeim
víðtæku aðgerðum í efnahags-
málum, sem nú eru fyrirhugað-
ar. Ríkisstjórninni þótti þess
vegna rétt, að fram færu viðræð-
ur við fulltrúa stjórnar Banda-
ríkjanna um þessi mál, og var
þar farið fram á sérstaka fjár-
hagsaðstoð frá Bandarikjunum
til þess að koma í veg fyrir þá
gjaldeyrisörðugleika, sem ella
kynnu að leiða af þessum tekju-
missi og hættulegir gætu orðið
framkvæmd efnahagsaðgerð-
ar.na. Ríkisstjórnin telur sig
hafa fengið í þessum viðræðum
nægileg fyrirheit varðandi slíka
aðstoð til þess að telja tryggt, að
viðunandi lausn fáist á þessu
vandamáli.
Gengistap bankanna
Þriðja vandamálið, sem ég
ætla að drepa á, er það, að fyrir
sjáanlegt er stórfellt gengistap á
reikningum bankanna vegna
gengisbreytingarinnar. Er það
sérstaklega mikið vegna þess, að
allir gjaldeyrisliðir eru þar færð
ir á skráðu gengi, en mikill hluti
þessa gengistaps er við Greiðslu
bandalag Evrópu og því á nafni
ríkissjóðs. í 5. grein frumvarps-
ins er lagt til, að allur gengis-
munur, er myndast hjá bönkun-
um, svo og gengistap ríkissjóðs
vegna Greiðslubandalagsins,
verði fært á sérstakan vaxtalaus
an reikning á nafni ríkissjóðs í
Seðlabankanum. Þetta er að sjálf
sögðu fyrst og fremst bókfærslu
Sný ég mér þá að öðrum þætti
þessara mála, en það eru áhrif
gengisbreytingarinnar á verðlag
og lífskjör og hvað hægt sé að
gera til þess að draga úr þeim
áhrifum. Það er óumflýjanlegt,
að breyting gengisskráningarinn
ar hafi áhrif til verulegrar hækk
unar á verðlagi, en haldið verð-
ur ströngu verðlagseftirliti til
þess að koma í veg fyrir, að verð
hækkanir verði nokkru sinni
meiri en réttlætanlegt getur tal-
izt vegna aukins kostnaðar.
Þær vörur, sem fluttar hafa
verið inn með 30% yfirfærslu-
gjaldi, mundu hækka tiltölulega
meira en aðrar vörur, en þar sem
hér er um að ræða ýmsar brýnar
nauðsynjar, telur ríkisstjórnin
óhjákvæmilegt í bili að draga úr
hinni miklu stökkbreytingu verð
lags, sem þarna mundi eiga sér
stað með því að greiða nokkrar
þessara vara niður, en segja má,
að mismunur 30% og 55% yfir-
færslugjaldsins hafi í raun og
veru jafngilt venjulegri niður-
greiðslu.
Samkvæmt áætlun Hagstof-
unnar er sennilegt, að meðal-
hækkun innfluttra vara, sem
koma inn í vísitölu framfærslu-
kostnaðar, verði um 25%. Inn-
lendar landbúnaðarafurðir munu
væntaníega hækka um 12% og
byggingarkostnaður um 10—
11%. Reiknað er með því, að
heildaráhrif gengisbreytingarinn
ar á vísitölu framfærslukostnað-
ar verði til hækkunar um 13%.
Ráöstafanir
gegn lífskjara-
skerðingu
Þessi 13% hækkun á vísitölu
framfærslukostnaðar sýnir raun-
verulega þau áhrif, sem gengis-
breytingin mundi hafa á lífskjör
almennings, svo framarlega sem
engar ráðstafanir yrðu gerðar
samhliða. Svo mikil hækkun
framfærslukostnaðar yrði öllum
almenningi að sjálfsögðu mjög
þungbær, og telur ríkisstjórnin
því óhjákvæmilegt, að sérstakar
ráðstafanir séu gerðar til að vega
upp á móti slíkri skerðingu lífs-
kjara, og þá sérstaklega að því
er varðar lífskjör barnmargra
fjölskyldna, öryrkja og aldraðs
fólks. Leggúr ríkisstjórnin til, að
þetta sé gert fyrst og fremst með
því að stórauka fjölskyldubætur,
elli- og örorkulífeyri og aðrar
svipaðar greiðslur almannatrygg-
inga, auk þess sem greitt verði
niður verð nokkurra innfluttra
vörutegunda, svo sem kornvara,
sykurs og kaffis, eins og ég hefi
áður getið. Verður sérstakt frum-
varp um aukningu bóta sam-
kvæmt lögum um almannatrygg-
ingar lagt fyrir Alþingi innan
fárra daga. Er þar meðal annars
lagt til, að greiddar verði 2.600
krónur með hverju barni. Sam-
kvæmt útreikningum munu þess-
ar fiölskyldubætur jafna að fullu
þá kjaraskerðingu, sem gengis-
1 breytingin að öðrum kosti hefði
í för með sér fyrir fjölskyldu með
60 þús. kr. tekjur, þar sem böm-
in eru þrjú eða fleiri. Jafnframt
mun heildarhækkun '’llilífeyris
nema 44%, og er hún við það
miðuð að bæta ellilífeyrispegum
að fullu þá kjaraskerðingu, sem
verðhækkunin ella mundi valda
þeim.
Lækkar vísitöluna
um 10 stig
Aukning fjölskyldubóta og nið
urgreiðslna á innfluttum neyzlu-
vörum, svo og fyrirhuguð niður-
felling námsbókagjalds, mun
hafa áhrif til lækkunar á visi-
tölu framfærslukostnaðar um
um það bil 10 stig, svo að hækk-
un hennar verður aðeins 3% í
stað 13. Með þessum ráðstöfun-
um telur ríkisstjórnin vera geng
ið eins langt til þess að draga úr
áhrifum gengisbreytingarinnar á
lífskjör almennings, og þá sér-
staklega á það fólk, sem við erf-
iðust kjör býr, og frekast er kost-
ur. Jafnframt eru í þessum ráð-
stöfunum fólgnar raunverulegar
breytingar á tekjuskiptingu þjóð
arinnar, þar sem þær koma fyrst
og fremst barnafjölskyldum, öldr
uðu fólki og Öryrkjum til góðs,
en fjár til þess að standa straum
af þeim er aflað með sköttum og
tollum, sem einkum eru bornir af
öðrum.
Það mun einnig vega veru-
lega á móti hækkun verðlags
og bæta kjör launafólks, að
fyrirhugað er að afnema tekju
skatt af almennum launatekj-
um og lækka útsvör. Mun
fjölskylda með 3 börn og allt
að 100 þús. kr. tekjur verða
með því algerlega undanþegin
tekjuskatti.
Réttlátur grundvöllur
launamála
Með þeim ráðstöfunum, sem
ég nú hef lýst Qg hafa það mark-
mið að draga úr áhrifum gengis-
breytingarinnar á hag almenn-
ings og þá sérstaklega þeirra,
sem við erfiðust kjör búa, vill
ríkisstjórnin leitast við að leggja
sem réttlátastan grundvöll í
launamálum, í því skyni að al-
menningur geti sætt sig við þær
verðhækkanir, sem gengisbreyt-
ingunni fylgja, án sérstakra
launahækkana. Ríkisstjórnin vill
umfram allt koma í veg fyrir, að
á ný hefjist kapphlaup milli
kaupgjalds og verðlags, enda sýn
ir reynsla undanfarinna ára ótví-
rætt, að slíkt ástand er ekki
hættulegt aðeins fyrir efnahags-
legt jafnvægi, heldur ekki síðuir
fjandsamlegt hagsmunum laun-
þega. Kaupbreytingar, sem óðar
eru étnar upp af nýjum verð-
hækkunum, skapa sífellt verð-
bólguástand, sem hefur í för með
sér margs konar misrétti og af-
kastarýrnun.
Raunverulegar
kjairabætur
Raunverulegar kjarabætur til
handa launþegum geta aðeins átt
sér stað með tvennu móti: aukn-
ingu framleiðsluafkasta og
breyttri skiptingu þjóðartekn-
anna. Með ráðstöfunum sínum,
sérstaklega til aukningar á bót-
um almannatrygginga, telur rík-
isstjórnin sig „hafa gengið eins
langt og unnt er til að breýta
skiptingu þjóðarteknanna efna-
rninnsta fólkinu 1 hag. Jafnframt
hefur gengisbreytingin sjálf ver-
ið höfð eins lítil og unnt var, til
þess að koma í veg fyrir meiri
kjararýrnun en mögulegt var að
komast af með. Það er því megin.
stefna ríkisstjórnarinnar að beita
sér fyrir því, að almennt kaup-
gjald verði óbreytt þangað til
aukin framleiðsla og bætt af-
koma atvinnuveganna gerir það
kleift að hækka laun, án þess
að því fylgi verðhækkanir, sem
geri launahækkunina að engu.
Aðeins á slíkri afkastaaukningu
er til lengdar hægt að bæta raun
verulega afkomu launþega.
Vísitöluuppbætur
afnumdar
f samræmi við þessi sjónar-
mið hefur ríkisstjórnin lagt til
í 23. gr. frumvarpsins, að allar
vísitöluuppbætur á laun legg-
ist niður. Varðandi grunnlaun
eru hins vegar engin ákvæði
í frumvarpinu, enda er það
skoðun ríkisstjórnarinnar, að
samningar um grunnkaup og
kjör eigi að fara fram milli
atvinnurekenda og samtaka
launþega, án aðildar ríkis-
vajdsins.
Það er nauðsynlegt að hverfa
frá því ástandi, sem ríkt hefur
hér um mörg undanfarin ár, að
atvinnurekendur væru reiðubún
ir til þess að veita kauphækkan-
ir á þeim grundelli einum, að
þeir mundu fá aukinn kostnað
bættan með hækkuðum útflutn-
ingsbótum eða hærra vöruverði.
Með afnámi uppbótaker&isins er
slíkt ekki lengur mögulegt, þar
sem útvegurinn getur ekki leng-