Morgunblaðið - 06.02.1960, Qupperneq 11
Laugardagur 6. febrúar 1960
M on CTIN rtr j niÐ
11
Varasjóður ómetanleg aðstoð
ur fengið kauphækkanir bættar
með aukningu uppbóta. Sama
regla verður látin gilda um inn-
lenda framleiðslu. Iðnrekendur
og aðrir geta því aðeins fallizt
á hærra kaup, að þeir hafi bol-
magn til að greiða það, án þess
að hækka vöruverð.
Aðgerðir
í peningamálum
Ég sný mér þá að þeim að-
gerðum, sem fyrirhugaðar eru í
peningamáium. Það er samdóma
álit sérfræðinga, að hin óhóflega
útiánaaukning bankanna sé næst
uppbótakerfinu meginorsök hins
þráláta jafnvægisleysis, sem
verið heíur í íslenzkum efna-
hagsmálum undanfarin ár og
gleggst lýsir sér í greiðsluhall-
anum við útlönd. Það er að sjálf-
sögðu tilgangslítið að reyna að
ná jafnvægi í efnaihagsmálum
með því að skapa framleiðslu-
atvinnuvegunum hæfilegan
rekstrargrundvöll og að fara
fram á það við almenning, að
hann sætti sig við óbreytt kaup,
ef útlán bankanna aukast stöð-
ugt og dælt er inn í hagkerfið
nýrri eftirspurn í Sormi látlausr-
ar peningaþenslu. Afleiðingin
hlýtur annars vegar að vera
greiðsluhalli og hins vegar um-
fram-eftirspurn innanlands,
sem fyrr eða síðar hrindir af
stað verð- og kauphækkunar-
öldu. Þróunin, síðan útflutnings-
sjóðslögin 1958 voru sett, er
gott dæmi um þetta, enda var þá
engin tilraun gerð til þess að
móta heilbrigöa stefnu í peninga
málum. Það fór líka svo, að út-
lánin jukust um 20% árið 1958
og um það bil 17% árið 1959,
enda þótt þá væri stöðugt verð-
lag. Þessi útlánaaukning átti að
verulegu leyti rót sína að rekja
til reglubundinna endurkaupa
Seðlabankans á afurðalánum,
sem jukust um hvorki meira né
minna en 90% á árunum 1958 og
1959.
Komið í veg fyrir þenslu
Ríkisstjórnin telur því ó-
umflýjanlegt, að í sambantli
við framkvæmd þessara að-
gerða verði gripið til ráðstaf-
ana í peningamálum, er
tryggi, að áframhaldandi pen-.
ingaþcnsla eigi sér ekki stað ;
og eftirspurnin innanl. auk-
ist ekki umfram það, sem auk
in framleiðsla gerir þjóðar-
búinu kleift að standa undir.
í þessu skyni mun ríkisstjórn-
in beita sér fyrir því, að Seðla
bankinn og aðrar lánastofn-
anir framfylgi samræmdri
stefnu i peningamálum, er
tryggi, að þessum markmið-
um verði náð. Hér er í raun
og eru um tvenns konar að-
gerðir að ræða.
I fyrsta lagi verður reynt að
búa svo um hnútana með beinni
takmörkun útlána, að útlána-
aukningin verði ekki umfram þá
eðlilegu sparifjáraukningu, sem
á sér stað í bankakerfinu. Það,
sem fyrst og fremst þarf að eiga
sér stað til að tryggja þetta, er, að
útlánaaukning sú, sem átt hefur
sér stað frá Seðlabankanum og
jöfnuð hefur verið með skulda-
söfnun erlendis og aukinni seðla-
veltu, verði stöðvuð. Er í því
skyni óhjákvæmilegt, að svo
verði búið um hnútana, að end-
urkaup afurðavíxla aukist ekki
umfram það stig, sem þau eru nú
komin á, og jafnframt verði svo
írá gengið, að önnur útlánaaukn-
ing til bankakerfiisins eða ríkis-
sjóðs komi þar ekki í staðinn.
Jafnframt mun ríkisstjórnin
beita sér fyrir því, að út-
lánaaukning viðskiptabanka og
sparisjóða verði takmörkuð á ár-
inu 1960 við 200 millj. kr., enda
verði ekki ófyrirséðar breyting-
ar á aflabrögðum eða útflutnings
' örubirgðum.
Atvinnuvegirnir
sitji fyrir lánsfé
Til þess er ætlazt, að bankar og
sparisjóðir geti einir staðið und-
ir þeirri aukningu rekstrarfjár-
þarfa atvinnuveganna, sem sigla
mun í kjölfar þeirrar hækkunar
á framleiðslukostnaði, sem geng-
isbreytingin hefur í för með sér,
enda verður meginsjónarmiðið í
stefnu þessara stofinana að vera
að láta lán til rekstrar atvinnu-
veganna sitja fyrir lánum til fjár
festingar. Það mun verulega
létta undir með viðskiptabönk-
unum að sjá fyrir þörfum útvegs
ins, að halli útflutningssjóðsins
verður fljótlega greiddur upp
með bráðabirgðaláni úr Seðla-
bankanum, en þar með losnar
lánsfé hjá viðskiptabönkunum,
sem þeir geta endurlánað út-
flutningsframleiðslunni. Þar að
auki mun ríkisstjórnin beita sér
fiyrir því, að nokkur hluti inn-
lánsaukningar hjá bönkum og
sparisjóðum, þar með taldar inn-
lánsdeildir kaupfélaga, verði
bundinn í Seðlabankanum, en
það er ekki gert í því skyni,
að þetta fé verði dregið úr um-
ferð, heldur til þess að gera
Seðlabankanum með þessu móti
kle]ft að beina nokkrum hluta
fjármagnsmyndunarinnar til
þeirra lánsstofnana, sem mest
þurfa á því að halda til þess að
leysa úr aðkallandi þörf atvinnu
veganna.
Vextir hækka vetrulega
Annar meginþáttur stefnu rík-
isstjórnarinnar í peningamálum
er svo að hækka vexti verulega,
til þess að koma á jafnvægi milli
framboðs og efitirspurnar á pen-
ingamarkaðnum og að örva aukn
ingu sparifjár.
Þegar verðlag fer hækkandi ár
frá ári, eins og átt hefur sér
stað hér á landi um langt skeið,
getur svo farið, að vextir nægi
ekki einu sinni til að bæta eig-
endum sparifjár þá rýrnun verð-
gildis þess, sem verðbólgan hef-
ur í för með sér. Þegar gerðar
eru ráðstafanir slíkar sem nú eru
fyrirhugaðar, hljóta að fiylgja
þeim verðhækkanir, sem rýra
enn verðgildi sparifjár, en hækka
jafnframt í verði eignir þeirra,
sem skulda, svo að þeir græða
samtímis því sem eigendur spari-
fjár tapa. Þegar á þetta er litið,
er ekki nema sanngjarnt, að
reynt sé að bæta úr þessu mis-
rétti með hærri vöxtum til spari
fjáreigenda, sem skuldararnir
verða svo að sjálfsögðu að greiða.
Ef slíkar ráðstafánir eru ekki
gerðar, mundi gengisbreytingin
óhjákvæmilega hafa í för með
sér enn meiri ótta við að eiga
spariíé og að sama skapi vax-
andi ásókn í lán. Þess vegna er
nauðsynlegt, til þess að gera
bönkunum kleift að halda út-
lánunum í skefjum og um leið
að auka sparifjármyndunina að
vextir séu hækkaðir verulega.
Fordæmi
annarra þjóða
Á það er rétt að benda, að und
anfarin ár hafa fjöldamargar
þjóðir beitt vaxtabreytingu með
miklum árangri til að stuðla að
jafnvægi í efnahagsmálum, enda
hafa vextirnir þann mikla kost,
að auðvelt er að breyta þeim
fyrirvaralítið til hækkunar, ef á
þarfi að halda, svo og að lækka
þá strax aftur, þegar vaxtahækk
unin hefur gegnt hlutverki sínu.
í sambandi við þessa fyrirhug-
uðu vaxtabreytingu þótti óhjá-
kvæmilegt að taka af tvímæii
um túlkun þeirra lagaákvæða,
sem nú eru í gildi um vexti, og
fela ákvörðunarvaid í þeim efn-
um ótvírætt Seðlabankanum, svo
sem vafalaust var tilætlunin, þeg
ar lögin um Seðlabankann voru
sett árið 1957. Er þetta gert með
ákvæðum 31. greinar. Jafnframt
er í 33. grein frumvarpsins til-
laga um það, að ákvörðunarvald
Seðlabankans um bundnar inn-
stæður og vexti banka cg spari-
sjóða nái á sama hátt til annarra
stofnana, sem reka hliðstæða
starfisemi, það er að ssgja inn-
lánsdeilda kaupfélaga og Söfn-
unarsjóðs Islands. Að lokum er
ríkisstjórninni í 32. grein gefin
heimild til að breyta vöxtum og
lánstíma ýmissa fjárfestingar-
lánastofnana, ef ástæða þykir til
vegna almennra vaxtabreytinga.
Myndun gjaldeyrissjóðs
Síðasta atriðið í frumvarpinu,
sem hér liggur fyrir, er ég mun
minnast á sérstaklega, eru heim-
ildir þær, sem farið er fram á
í 29. og 30. grein, varðandi lán-
tökur hjá Evrópusjóðnum og
hækkun kvóta íslands hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum. Til sam
ans munu þessar heimildir gera
ríkisstjórninni kleift að bæta við
gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans
upphæð, er nemi samtals um 20
millj. dollara.
Það er nauðsylegt, að menn
geri sér Ijóst, að hér er ekki um
að ræða lán, sem ætlazt er til, að
notuð séu til þess að jafna al-
mennan greiðsluhalla við út-
lönd eða til íramkvæmda. Þetta
eru lán til skamms tíma og til
þess eins ætluð að leysa úr tíma-
bundnum greiðsluerfiðleikum og
jafna árstíðasveiflur í gjaldeyris-
tekjum og gegna þannig í raun
og veru sama tilgangi og gjald-
eyrisvarasjóður. Þær tvær stofn-
anir, sem þessa lánsmöguleika
veita, eru báðar alþjóðastofnan-
ir, sem íslendingar hafa lengi átt
aðild að. Er það eitt meginhlut-
verk þeirra að styrkja þátttöku-
ríki, sem komast í greiðsluerfið-
leika, með því að skapa þeim
þannig gjaldeyrisvarasjóð, er
veiti þeim svigrúm til að koma
í framkvæmd efnahagsaðgerðum,
er leyst geti þau vandamál, sem
við er að glíma. Hafa margar
þjóðir leitað til þeirra á undan-
förnum árum í því skyni og
stuðningur þessara stofnana átt
þátt í að efla traust manna innan
lands og ekki sízt erlendis á getu
viðkomandi ríkis til að koma
efnahagsmálum sinum á réttan
kjöl.
Ómetanleg aðstoð
Fyrir okkur íslendinga, sem
nú erum komnir í það óefni að
eiga ekki aðeins engan gjald-
eyrisvarasjóð, heldur vera
búnir að nota til hins ýtrasta
alla yfirdráttarmöguleika er-
lendis, er slík aðstoð algjör-
lega ómissandi.
T. d. má nefna, að óumflýjan-
legt er, ef taka á aftur upp eðli-
lega gjaldeyrisverzlun, að fé sé
fyrir hendi til þess að mæta árs-
tíðasveiflum í gjaldeyristekjum
og gjöldum, en til þess getur
þurft verulegar upphæðir í er-
lendum gjaldeyri, annað hvort
í formi gjaldeyrisvarasjóðs eða
slíkra lánsmöguleika. Auk þess
eru atvinnuvegir okkar og mark-
aðir háðir sveiflum, sem ekki
þurfa að valda neinum vandræð-
um, ef gjaldeyrisvarasjóður er
fyrir hendi til þess að brúa bilið,
en mundi við núverandi aðstæð-
ur skapa algert öngþveiti og allt
að því stöðvun á yfirfærslum,
eins og átti sér stað síðastliðinn
desember, en þær truflanir, sem
það veldur á innflutningi, hljóta
að valda alvarlegum framleiðslu-
stöðvunum og atvinnuleysi.
Ekki notað sem
eyðslueyrir
Samkvæmt þeim áætlunum,
sem gerðar hafa verið um
greiðslujöfnuð þessa árs, er alls
ekki gert ráð fyrir, að þessir
lánsmöguleikar verði notaðir á
annan hátt en þann, sem ég hef
lýst. Ríkisstjórnin stefnir þvert
á móti að því, að enginn halli
verði á greiðslujöfnuðinum fyrir
utan lán til langs tíma, en að
þau lán, sem hér um ræðir, verða
aðeins notuð til að grípa til í
skamman tíma eða sem gjald-
eyrisvaras j óður.
En þótt þannig sé ekki
ætlunin að nota þetta fé swn
eyðslueyri, telur ríkisstjórnin
engu að síður það skipta
höfuðmáli að hafu öðlazt það
öryggi í gjaldeyrismálum,
sem það veitir. Vegna þess
telur hún vera framkvæman-
legt að losa mjög um inn-
flútningshöft og létta þannig
að miklu leyfi hinni dauðu
hönd hafta og skriffinsku af
atvinnulífi þjóðarinnar.
Ráðgert er, að Innflutnings-
skrifstofan verði lögð niður og
um 60% innflutningsins gefinn
algerlega frjáls. Þau höft, sem þá
verða eftir. verða aðallega vegna
nauðsynlegra framkvæmda jafn-
keypissamninga. Raunveruleg
takmörkun mun því varla ná til
meira en 10—15% innflutnings-
magnsins.
Róttœk
s tefn ubreyting
Ég hef nú gert grein fyrir |
nokkrum helztu atriðum þess
frumvarps, sem hér er til um-
ræðu, og þeirrar nýju stefnu í
efnahagsmálum, sem með því er
mörkuð. Sú mynd, sem ég hef
þannig leitazt við að draga upp,
mun verða fyllri, eftir því sem
fleiri frumvörp varðandi þessar
ráðstafanir allar koma fram og
betri tími hefur gefizt til að skýra
þær og skoða frá öllum hliðum.
En stefnan er Ijós. Hið
dauðadæmda uppbótakerfi
verður að gera upp, og koma
verður á réttari skráning<u ís-
Ienzku krónunnar gagnvart
erlendum gjaldeyri. Svo rót-
tæk stefnubreyting getur
aldrei orðið auðveld né sárs-
aukalaus. Þjóðin verður að
taka á sig þær byrðar, sem
leiðir af leiðréttingu gengis-
hallans gagnvart útlöndum.
Jafnframt komumst við ekki
hjá því að taka á herðar okk-
ar arf uppbótakerfisins: ann-
ars vegar greiðslubyrðina af
hinum þungu erlendu skuld-
um og hins vegar hinar ó-
greiddu skuldbindingar út-
flutningssjóðs hér innanlands.
Reynt að draga úr
kjararýrnun
Vegna þess hve þungar þessar
byrðar eru, hefur ríkisstjórnin
tekið þann kost að hafa gengis-
lækkunina eins litla og hún fram
ast taldi verjanlegt og í rauninni
minni en ýmsar greinar útflutn-
ingsframleiðslunnar töldu nauð-
synlegt. En þegar framkvæma
þarf svona erfiðar aðgerðir,
verður að skammta öllum naumt,
og það er ekki hægt að láta fáa
græða á því, sem er fjöldanum
byrði.
Ríkisstjórnin mun því leitast
við að draga sem mest úr kjara-
rýrnun almennings og einkum
þess fólks, sem lakast er sett í
lífsbaráttunni, með sérstökum
ráðstöfunum, svo sem fjölskyldu
bótum og skattlækkunum. Með
því að dreifa byrðunum sem rétt
látast vitum við, að lagður er
traustasti grundvöllurinn fyrir
skilningi almennings, sem ómet-
anlegur er, ef leiða á þessa stefnu
fram til sigurs.
Ábyrgðin á hendur
atvinnuerekenda og
launþega
Um leið og afnumin er vísi
tölubinding Iauna, leggur rik-
isstjórnin ábyrgðina á því að
semja um kaup og kjör á sam-
tök atvinnurekenda og laun-
þega. í þeim efnum mun rík-
isstjórnin ráðleggja og leið-
beina, en hún mun hvorki
kaupa menn né kúga til fylgis
við þá stefnu kaupstöðvunar,
sem hún tekur óumflýjanlega
nú um sinn. Hún væntir þess,
að launþegar skilji nauðsyn-
ina og að það er engum hættu
legra en þeim sjálfum, ef þær
ráðstafanir, sem nú verða
framkvæmdar, eru gerðar að
engu með nýrri kaup- og verð
hækkunaröldu. Jafnframt hef
ur verið reynt að skapa at-
vinnuvegunum viðunandi
starfsskilyrði og meira at-
hafnafrelsi en áður, en á móti
kemur hitt, að atvinnurekend-
ur verða sjálfir að taka ábyrgð
ina á rekstri fyrirtækja sinna,
og telji þeir sig geta fallizt i
kauphækkun, verða þeir sjálf-
ir að geta greitt hana af af-
rakstri fyrirtækja sinna án
hækkunar verðlags.
Örlagaríkt skref
Gengislækkun er örlagaríkt
skref, sem ríkisstjórnin stigur
ekki með léttum hug. Hins veg-
ar er nú svo komið, að hún er
eina lausnin, og þá er líka nauð-
synlegt, að hún verði fram-
kvæmd af festu og gerðar allar
þær ráðstafanir, sem unnt er til
að tryggja, að hún nái tilgangi
sínum. Ég vona, að allur almenn
ingur skilji nauðsyn þess að sli
skjaldborg um verðgildi is-
lenzku krónunnar og koma í veg
fyrir, að sú saga endurtaki sig,
sem gcrzt hefur hér á landi und-
anfarið, þegar á hverju ári var
bitinn nýr biti úr verðgildi gjald
miðilsins, án þess að nokkuð væri
gert til þess að koma í veg fyrir
áframhald þeirrar þróunar. Geng
islækkun kann að virðast ein-
kennileg leið til að vekja traust
manna á gjaldmiðlinum, en sann-
leikurinn er sá, að þá fyrst er von
til þess, að íslenzka krónan
verði metin til jafns við annan
gjaldeyri, þegar menn vita og
skilja, að hún er skráð á sann-
virði.
Mikil viðreisnaráætlun
Ef sú mikla viðreisnaráætlun,
sem ríkisstjórnin nú leggur fyr-
ir Alþingi, nær þeim tilgangi,
sem vonir standa til, og hann get
ur náðst a skömmum tíma, ef
þjóðin sýnir aðgerðum stjórnar-
innar skilning, þá er með því
lagður grundvöllur að nýrri upp-
byggingu atvinnuveganna á
traustari grundvelli en við höf-
um þekkt um áratuga skeið. ís-
lendingar geta þá slegizt í fylgd
með þeim fjölmörgu þjóðum hins
frjálsa heims, sem á undanföm-
Framh. á bls. 22.