Morgunblaðið - 06.02.1960, Page 23
Laugardagur 6. febrúar 1960
MORCUNBLAÐ1Ð
23
Námsstyrkir fyrir ungl-
inga til Bandaríkjanna
Dásamlegt land
segir yfirmaður Leðurhálsanna um ísland
— Washington, 5. febr.
FYRIR nokkru var David M.
Shoup skipaður yfirmaður
landgönguherliðs flotans,
hins harðgera baráttuliðs,
sem oft gengur undir heit-
inu „Leðurhálsamir“.
Shoup hershöfðingi tók
víða þátt í bardögum í síð-
ustu heimsstyrjöld, aðallega
á Kyrrahafinu og síðar í
Kóreustyrjöldinni og er tal-
inn hinn mesti kappi.
Fyrir nokkru birtist samtal
við hershöfðngjann í banda-
rísku tímarti. Þar rifjaði
hann það upp m.a. að hann
hóf herþjónustu á íslandi ár-
ið 1941. Hann var þá liðsfor-
ingi í 6. herdeild landgöngu-
Afli Bíldudals-
báta í janúar
BÍLDUDAL, 5. febr. — Gæftir
hafa verið sæmilegar í janúar-
mánuði. Heildarafli vertíðarbáta
eru 186 lestir í 43 róðrum. Jör-
undur Bjarnason fékk 96 lestir í
17 sjóferðum, Reynir 53 lestir í
15 sjóferðum og Geysir 37 lestir
í 11 sjóferðum.
Bv. Pétur Thorsteinsson land-
aði hér 2. febrúar 35 lestum af
fiski.
Jökulfellið tók hér 3. febrúar
2100 kassa af hraðfrystum fiski
úr hraðfrystihúsinu, og á hann
að fara á Rússlandsmarkað.
Sólarkaffi Bílddælinga verður
6. febrúar og stendur Kvenfélag-
ið Framsókn að því. — Hannes.
Borgað fyrir
hundinn
— London, 4. febr.
ÞAÐ var talið fréttaefni í Lond-
on í dag, að maður nokkur beit
hund og var dæmdur í fangelsi.
Maðurinn, sem heitir Samuel
Wilson, hafði verið með óspektir
í húsi nokkru og var lögreglan
fengin til að fjarlægja hann. Sló
Wilson þá og beit einn lögreglu
þjónanna. Fluttu þeir hann á
lögreglustöðina.
Á ganginum fyrir framan
fangaklefana lá lögregluhundur-
inn Laddy og skipti sér ekkert
af því sem fram fór. Réðst Wil-
son á Laddy og beit hann, en
lögreglan >om í veg fyrir það
að Laddy fengi borgað fyrir sig.
Wilson var dæmdur í sex mán-
aða fangelsi.
liðsins, sem gekk á land á Is-
landi sumarið 1941, samkv.
beiðni islenzku ríkisstjórnar-
innar.
Shoup hershöfðingi kveðst
eiga margar góðar niinning-
ar frá íslandsdvölinni: —
Annars, hélðum við allir, að
við fyndum aðeins isjaka og
hvítabirni á ísiandi, sagði
hann og hló við, — en við
komumst að raun um annað.
David M. Shoup, hinn nýskip-
aði yfirmaður landgönguliða
flotans.
Það er dásamlegt Iand.
Við héldum líka, heldur
hann áfram, að við Banda-
ríkjamenn værum orðnir
gamlir og rótgrónir i lýðræð-
inu. En við komumst að raun
um að íslenzka Alþingi hafði
verið til i margar aldir, áður
en nokkur Bandaríki Amc-
ríku voru til. (Frá USIS).
1902 en ekki
1922
í MINNINGARGREIN um Gísla
heitinn Halldórsson frá Eyrar-
bakka, sem birtist í blaðinu á
fimmtudaginn, var sagt að for-
eldrar Gísla, Halldór og Guðrún,
hafi flutt til Reykjavíkur árið
1922. Er hér um ritvillu í handriti
að ræða, því þau fluttu árið 1902.
Hefur greinarhöfundur beðið
að koma leiðréttingu á framfæri.
Verður
hann háls-
höggvinn ?
A N N A R aðalleiðtogi
byltingarmanna í Al-
geirsborg, hinn ungi og
skeggjaði Pierre Lagail-
lard, var handtekinn,
þegar byltingin hjaðnaði
niður. Hann var skjót-
lega fluttur til Parísar
og situr nú í Santé-fang-
elsinu þar í borg. — De
Gaulle ætlar ekki að
sýna byltingarmönnum
miskunn. Lagaillard sést
hér á miðri mynd í lög-
reglubíl við komuna til
Santéfangelsisins. Hann
mun verða ákaérður fyr-
ir föðurlandssvik og lík-
legast að hann verði háls
höggvinn.
Kvikmyndasýning
Germaníu
1 DAG laugardag, verður kvik-
myndasýning á vegum félagsins
Germaníu í Nýja Bíó og verða
þar sýndar eins og endranær
Srétta- og fræðslumyndir.
Fræðslumyndin er frá Eifel,
en þar svipar landslagi að sumu
leyti til þess, sem er hér á landi,
jarðeldar hafa sett svipmót sitt
á landið þar eins og hér, eld-
gígir og hæðótt yfirborð jarð-
skorpunnar bera þess augljós
merki. En gamlar byggingar
setja einnig svip sinn á landið.
Þar gefur einnig að líta hinn al-
kunna Núrnburgring, þar sem
alþjóðlegur kappakstur er þreytt
ur margsinnis árlega.
Fréttamyndir sýna helztu við-
burði síðari hluta ársins sem
leið, þ. á. m. forsetaskiptin, en
hinn vinsæli próf. Theódór Heuss
lét af embætti í október sl. og
mun sá mikilsvirti maður nú
sjaldnar sjást á fréttamyndum en
hingað til hefur verið. Einnig er
sýnd embættistaka hins nýja for-
seta, Heinrich Lubke.
Þá erður sýnd sérstök firétta-
mynd frá Berlín, þeirri marg-
reyndu borg, sem bráðlega verð-
ur enn á ný miðdepill í viðræðum
hinna sterkustu í heimi hér.
Kvikmyndasýningin hefst kl.
2 e.h. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill, börnum þó ein-
ungis í fylgd með fullorðnum.
UNDANFARIN þrjú ár hafa 25
íslenzkir framhaldsskólanemend-
ur á aldrinum 16 til 18 ára hlot-
ið styrki til náms við bandaríska
menntaskóla. Hafa þeir farið til
Bandaríkjanna fyrir milligöngu
Islenzk-ameríska félagsins, en
það hefur annazt alla fyrir-
greiðslu hér heima fyrir stofn-
un þá, er styrkina veitir, Ameri-
can Field Service.
Nú hefur American Field
Service ennþá í hyggju að gefa
íslenzkum framhaldsskólanem-
endum kost á eins árs námstyrk
við bandaríska menntaskóla á
skólaárinu 1960—’61. Styrkir
þessir nema ókeypis skólagjöld-
um, húsnæði, fæði, sjúkrakostn-
aði og ferðalögum innan Banda-
ríkjanna. Meðan dvalið er vestra
búa nemendurnir hjá bandarísk-
um fjölskyldum í námunda við
viðkomandi skóla. Ætlast er til
þess, að nemendur greiði sjálfir
ferðakostnað írá íslandi til New
York og heim aftur. Ennfremur
þurfa þeir að sjá sér fyrir ein-
hverjum vasapeningum.
Dómur Dawsons
mildaður
LONDON, 2. febrúar: — Fyrir
tæpu ári var fjárglæframaður-
inn George Dawson dæmdur í 6
ára fangelsi fyrir margs konar
óheiðarleik í viðskiptum, en sá
hinn sami var eins og kunnugt
er nokkuð viðriðinn fiskkaup
af íslenzkum togurum í Englandi
fyrir nokkrum árum.
f dag var dómur hans nokkuð
mildaður þegar lokadómur gekk
í máli hans, og var hann dæmd-
ur í fjögurra ára fangelsi. —
Sigurður Guðjónsson,
Guðrún Guðjónsdóttir,
Kristján Guðjónsson,
Ingimundur Guðjónsson,
Svo sem áður er getið skulu
umsækjendur um þessa styrki
vera framhaldsskólanemendur á
aldrinum 16 til 18 ára, jafnt pilt-
ar sem stúlkur. Þeir þurfa að
hafa góða námshæfileika, vera
vel hraustir og geta talað eitt-
hvað í ensku.
Umsóknareyðublöð fyrir áður-
greinda styrki verða aShent í
skrifstofu Islenzk-ameríska fé-
lagsins, Hafnarstræti 19, næstu
daga frá kl. 5,30 til 6,30. Þurfa
þau að hafa borizt þangað aft
ur eigi síðar en 15. febrúar.
Þorrablót
30. JANÚAR var hið árlega þorra
blót að Hólum í Hjaltadal hald-
ið. Frá gamalli tíð er þettað
alltaf talinn nokkur viðburður í
héraðinu þar sem þessi skemmt-
un er mjög fjölbreytt — vel til
hennar vandað og oft fjölmenn.
Orðið þorrablót á þessari skemmt
un hefir þó ekki þá merkingu,
sem það áður hafði, því nú er
ekki lengur etið hangikjöt Og
harðfiskur úr trogum.
Að þessu sinni voru Hólamenn
mjög heppnir með veður, nokk-
ur fjöldi fólks dreif að staðnum
þar sem Hólasveinar skemmtu
með karlakórsöng, Kvartett með
gítarundirleik, Ræðum, Upplestri
ljóða óg sögu og leikfimissýn-
ingu. Dans var auðvitað stiginn
af miklu fjöri á eftir aðal
skemmtiskrá.
Sýndist mér Hólasveinar mjög
ánægðir með Löngumýrarnáms-
meyjar í faðmi á dansgólfinu,
verð ég að segja að margt af
prýðilega glæsilegu fólki var
þarna samankomið.
Óvenju rólegt var á þessari
skemmtim og hafði því lögreglan
mjög náðugt. — Björn í Bæ.
Þórður Guðjónsson,
Guðni Guðjónsson,
Sigríður Guðjónsdóttir,
Eggert Guðjónsson,
Guðmundur Guðjónsson.
óskar eftir ungling til
blaðburðar í eftirtalið hverfi
Nesveg
Þakka innilega vináttu mér sýnda á ájtatíu og fimm
ára afmæli mínu.
Jakobtna Hafliðadóttir.
Alúðarþakkir til aílra sem sýndu mér vinarhug með
heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu
20. f.m.
Svanhildur Steindórsdóttir,
Laufskógum 15, Hveragerði.
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við fráfall og útför
GUÐLAUGAR JÓNSDOTTUR
frá Galtarholti.
Vandamenn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar
LEIFS GRÉTARS GUÐJÓNSSONAR
Jóna Guðmundsdóttir,
Jóhanna Guðjónsdóttir,