Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. marz 1960 MORCVNTU.AÐIÐ 3 m 0. * 000 0 Flugvélamóðurskipið Theseus, sem breytt verður í verksmiðjuskip. Fl ugvél amóðurs kipum breytt í verksmiöjuskip Eiga að taka við afla 50 togará Það er aetlunin að breyta ílugvélamóðurskipunum í verksmiðjuskip, en úr við- gerðaskipinu er aðeins ætlun- in að taka vélar og tæki, svo sem katla o. fl. Því næst á að taka skrokkana af því skipi í brotajárn. 50 togarar Mr. Platt, framkvæmda- stjóri félagsins segir, að full- komið hraðfrystihús verði starfrækt um borð í skipun- um. Gerir hann ráð fyrir, að 50 togara þurfi til að veiða í hvort verksmiðjuskipið. Seg- ir hann að brezkir togara- menn séu áhugasamir um að taka þátt í rekstrinum. Þeir skilji að með því móti geti togarar þéirra haldið miklu lengur út en ella og reksturinn verði þar með hagstæðari. Hef ur samb. togaramanna skipað sérstaka framkvæmdanéfnd til að annast samstarf. við fyr- irtækið. A hvoru verksmiðjuskipi verður 425 manna áhöfn. Er þar starfslið til að verka fisk- inn og stjórna vélum. Þá verð ur birgðastöð um borð í þeim og munu togárarnir fá þar olíu, ís og aðrar nauðsynjar. Kvikmyndahús og ýmislegt fleira verður til skemmtunar í móðurskipunum og eiga sjó- menn af togurunum að „koma í land“ i verksmiðjuskipið til að skemmta sér. Fjórar veiðiferðir á ári Platt greindi frá enn einni nýjung í sambandi við þessi verksmiðjuskip. Er ætlunin að hafa stórar og sterkar þyril- vængjur, sem geti tekið afl- ann úr togurunum og flutt hann í stórum kössum yfir í verksmiðjuskipið. Annars á að haga útgerðinni þannig, að verksmiðjuskipin fari í fjórar þriggja mánaða veiðiferðir á ári. Mestur hluti aflans verð- ur hraðfrystur, en allur aflinn verður nýttur til hins ýtrasta. BREZKT fyrirtæki hefur ákveðið að festa kaup á tveimur flugvélamóður- skipum brezka flotans og gera þau út sem verk- smiðjuskip, er eiga að fylgja togaraflota Breta á fjarlægum slóðum. Til þessara framkvæmda er nú fyrir hendi fjármagn að upphæð ZVz milljón punda, eða um 270 millj. ísl. króna. Herskip keypt Fyrirtækið, sem ræðst 1 þessar framkvæmdir, nefnist Lambert & Bendall og hefur aðsetur í Lundúnum. Fram- kvæmdastjóri þess, Mr. Harry ' Platt, hefur greint Fishing | News frá ráðagerðunum, en aðalatriðið er það, að félagið hefur fest kaup á tveimur flugvélamóðurskipum, Ocean og Theseus, sem eru hvort um —* sig 13 þús. tonn og á viðgerða- skipinu Ranpura, sem er 16 Gamanmynd úr ensku blaði af hinum fyrirhug aða fiskiskipaflota Breta a fjarlægum miðum. - þús. tonn. Verksmiðjuskipið hefur þyrilvængjur til að hal da sambandi við togarana. STAKSTEI Wl» Rökfimi Tímans í siðasta tölublaði fslendings á Akureyri, er m.a. rætt um trygg ingarmál og kemst blaðið þá að orði á þessa leið: „Tíminn segir s.l. föstudag, að fjölskyldubætur hækki „sama og ekkert séu börnin fleiri en þrjú“. Setur hann síðan upp reiknings dæmi um bætur til 6 barna f jöl- skyldu og kemst að þeirri niður- stöðu, að hún fái aðeins 269 kr. hækkun á 4., 5. og 6. barn hvert um sig! Þessi útreikningur mun eiga að sannfæra barnaf jölskyldur um, að lítið sem ekkert sé upp úr hækkun fjölskyldubótanna að Ieggja. En dæmið má setja upp á annan liátt. Nú fær sex barna fjölskylda kr. 8224,00 í bætur, en eftir breytingarnar kr. 15,600,00. Þar sem ekkert var greitt með tveim fyrstu börnunum áður, má reikna aukninguna á 3.—6. barn og hækka þá uppbæturnar með hverju barni um kr. 1844,00 ea ekki 269,00 eins og Tíminn vill vera láta. Annars má reikna dæmið á fleiri vegu, en fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið að bæturnar hækka úr kr. 8224,00 i kr. 15,600,00 eða nálega tvöfald- | ast“, Þetta sagði íslendingur og verða nú Tímamenn að setjast niður að nýju og reikna. Sæmst væri þeim þó að leggja reiknings- kúnstina á hilluna og játa upp- gjöf sína. Frambúðargrundvöllur Eðvarð Sigurðsson, alþingis- maður, ritari Dagsbrúnar, ræddi nokkuð um hinn nýja verðlags- grundvöll landbúnaðarins í Þjóð- viljanum síðastliðinn sunnudag. Eru ummæli hans þar hin athygl isverðustu. Komst hann þar m.a. að orði á þessa leið: 0*0*0»0»0*0*0*0»0*0*0>0l0*mi0&l0*0h0K0<0»0»l0»0U0 Frá Bunaðarþingi: Rætt um samskipti lagsins og Kvenfélagssambandsins Á FUNDI búnaðarþings í gær töluðu þær frú Ragna Sigurðardóttir húsfrú og frk. Helga Sigurðardóttir skóla- stjóri um samstarf Kvenfé- lagasambands íslands og Búnaðarfélags íslands, um ráðunautastarf, er sérstaklega snerti heimilisstörf hús- mæðra svo og garðyrkju- störf. Búnaðarfræðsla Gísli Kristjánsson ritstjóri flutti erindi um búnaðarfræðslu og gat þess að fjárframlög frá Bandaríkjunum til þeirrar starf- semi yrðu ekki lengur veitt, og væri það háð ákvörðun búnaðar- þings og Alþingis hvort þeirri starfsemi yrði fram haldið. Búh aðarfræðslan hefir haft með hönd um skipulag tilraunareita víðs- vegar um landið, útgáfu fræðslu rita, kvikmynda- og skugga- myndasýninga, auk almennra funda og námskeiða. Ný mál Á fundi búnaðarþings í gær voru lögð fram þrjú ný mál: Er- indi varðandi ferða- og slysa- tryggingar starfsmanna Búnaðar félags íslands, lagt fram af stjórn þess, erindi Rrannsóknarráðs rík isins varðandi heyverkun, erindi Sambands dýraverndunarfélaga Xslands um ýmis mál varðandi dýravernd. Kvikmyndasýningar Þá voru á fundinum sýndar kvikmyndir. önnur er um réttar starfsaðferðir við landbúnaðar- störf. Er sú kvikmynd gerð í Noregi undir handleiðslu norskra sérfræðinga í líkams- og heilsu- rækt. Hin kvikmyndin fjallaði um ryðvarnir málma og sýndi mjög glöggt hvernig forðast má ágengni mesta skaðvalds véla- menningarinnar, ryðsins. Skýringar með kvikmyndiítni um ryðvarnir flutti Agnar Guðnason en iþróttafulltrúi Þor- steinn Einarsson, skýrði kvik- myndina um líkamsrækt við erf- iðisvinnu og landbúnaðarstörf. Mildur vetur á NA-landi Snjólaust þar til tyrir hálfum mánuði VETURINN hefur verið með afbrigðum mildur á Norð- Austurlandi, þar til nú fyrir hálfum mánuði, að brá til norðaustanáttar og hafa síð- an verið hríðargarrar með slyddu við ströndina, en snjó- komu inn til landsins. Breyting á innheimtu landsímans í Reykjavík FYRIRHUGAÐ er að gera þá breyingu á innheimtu afnota- gjalda í Reykjavík frá 1. apríl n.k., að gjalddaginn verði ekki samtímis hjá öllum, heldur skipt ist jafnt á alla mánuði ársins, þannig að þriðji hluti notend- anna greiði ársfjórðungsgjöld sín í apríl, annar þriðji hluti í maí , en síðasti þriðji hlutinn í júní. Með þessu móti verða þrengsli minni við innheimtuna og vinnan jafnari. Þessari breytingu verður kom- ið á þannig, að 1. apríl n.k. greið- ir einn þriðji hluti notenda venju legt ársfjórðungsgjald, annar þriðjungur eins mánaðar afnota- gjald og þriðji þriðjungur tveggja rnánaða afnotagjald. Síð- an greiðir annar þriðjungur venjulegt ársfjórðungsgjald í maí, og þriðji þriðjungur í júní. Auk þessarar breytingar er fyrirhugað að krefja símnotend- ur ekki mánaðarlega um greiðsl- ur fyrir símskeyti og símtöl, á meðan upphæðin er undir 100 krónum, heldur með ársfjórð- ungsreikningi. A Þórshöfn í samtali við blaðið kvað fréttaritarinn á Þórshöfn ekki hafa verið vetrartíð þar um slóð- ir fyrr en nú fyrir skemmstu. Góð jörð hefði verið þar í sveit- inni og heilsufar gott á mönnum og skepnum. ★ Vopnafjörður Fréttaritari blaðsins á Vopna- firði sagði að þar hefði gengið í hríðarveður nú um helgina, en fram að þeim tíma hefði vetur verið góður. ■jlf Fljótsdalshérað Á Fljótsdalshéraði eru nú allir vegir ófærir að því er frétta- menn tjá, en til skamms tíma hefur verið bílfært til innstu dala. Þar hefur hvergi tekið fyrir jörð, en síðustu vikur hafa verið hríðargarrar og ekki beit- arveður. Enn eru góðir hagar til heiða og halda hreindýr sig langt inni á öræfum. ★ Seyðisfjörður Á Seyðisfirði hefur kyngt nið- ur töluverðum snjó síðasta hálfa mánuðinn. Þar er dauft yfir at- vinnulífinu því megnið af vinn- andi mönnum er á vertíð. „— Ég tel að með þessum mála- lokum öllum samkomuiagi þvi, sem gert var í desember og samn ingunum nú. séu þessi mál kom- in á þann grundvöll, sem ætti að geta orðið til frambjðar fyrir báðar stéttir og sé í eðli sínu mjög mikilsverður fyrir samstarf neytenda og framleiðenda, alþýð unnar í bæjunum og bændanna. Samstarfið í nefndinni var á þann veg, að það virtist ákveðinn vilji beggja aðila að ná samkomu lagi, þrátt fyrir viðkvæmnismál, sem voru örðug viðfangs vegna þess sem á undan var komið. Og þetta tókst. Málið fór ekki til yfirnefndar heldur var samið um öll atriði verðlagningarinnar“. Viðreisn og vörudtreifing Þorvarður J. Júlíusson, fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- lands, ritaði hér í blaðið í gær grein um verzlunarálagninguna. Telur hann að hún sé mjög naum og fjöldi verzlunarfyrirta»kja nusni verða rekin með tapi á næstunni. Framkvæmdastjórinn lýkur grein sinni með þessum orðum: „Engum sanngjörnum mannl blandast hugur um, að aðgerðir rikisstjórnarinnar í efnahagsmál- um stefni að því að forða þjóð- inni frá efnahagslegu öngþveiti og koma atvinnulífi hennar á traustan og heilbrigðan grund- völl. En því má ekki gleyma aS hagfelld vörudreifing er nauðsyn legur þáttur í heilbrigðu efna- ! hagslífi og henni verður að búa 1 viðhlítandi starfsskilyrði“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.