Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudfigur 2. marz 1960
MORCVNBLAÐIÐ
11
Fréttarbréf úr Gaulverjabæjarhreppi
Hagstœð veðrátfa — Fjölbreytt
félagslíf — Kolviðarhóll — Virðum
staðreyndirnar
HÉR hefir að undanförnu ríkt
norðan átt, léttskýjað og nokk-
urt frost svo sem fólki finnst
eðlilegt og algengast er á Þorr-
anum, enda segir svo gamalt mál,
að „Þurr skyldi Þorri, þeysin
Góa, votur Einmánuður og þá
mun vel vora“.
Hvort svo verður að þessu
sinni er ekki gott fyrir venju-
lega menn að segja neitt um en
vist er að ekki hafa votviðrin
verið mikil á Þorranum, en ein-
muna blíða ríkt frá því í nóvem
bermánuði sl. og hefir það sann-
arlega verið góð uppbót á hið
erfiða sumar og haust hér sunn-
anlands.
Flestir gefa hér fé sínu svo til
innistöðugjöf enda þótt tíðarfar
sé gott enda hér í sveit ekki um
beitarjarðir að ræða eða stór
fjárbú. Einstaka bóndi getur þó
notfært sér hina mildu veðráttu
með því að beita fénu, en víðast
er hrossum lítið gefið það sem
af er vetri. Fáir muna hér svo
góða tíð um þetta leyti árs og í
svo langan tíma sem nú hefir
verið, enda er nú minni manna
við margt betra heldur en veðr-
áttu liðins tíma.
Félagslif
Aðalfundur Búnaðarfélags
Gaulverjabæjarhrepps var hald-
inn í Félagslundi sl. þriðjudag
og fór þar fram venjuleg aðal-
fundarstörf. Var fundurinn sótt-
ur af þvi nær öllum búendum í
sveitinni. Niðurstöðutölur rekstr-
arreiknings voru rúml. 44 þús. og
höfðu hækkað um tæplega 20
þús. Munar þar mestu að á árinu
var keyptur jarðtætari og Fergu-
son dráttarvél að hálfu móti ung
um manni hér í sveitinni, Erlendi
Jónssyni Eystri-Hellum.
Vinnur hann sjálfur með drátt
arvélina, en á sl. ári var unnið
alls í 114 klukkustundir og hver
vinnustund seld á 100 krónur.
Jarðabótamenn voru 28 og ný-
rækt mæld rúml. 27 ha. Aðrar
framkvæmdir voru helztar, vot-
heyhlöður, þurrheyshlöður, súg-
þurkun, girðingar og fl. Úr stjórn
félagsins átti að ganga Tómas
Tómasson á Fljótshólum, og var
endurkjörinn. Endurskoðandi fé-
lagsins er ívar Jasonarson
hreppstjóri, Vorsabæjarhóli. Að
lokum aðalfundarstörfum flutti
Einar Þorsteinsson ráðunautur
erindi um beit á ræktað land,
ræktun, heyverkunaraðferðir og
fleiri atriði er snerta landbúnað-
inn. Var erindi hans vel flutt og
hið fróðlegasta á að hlýða. Auk
búnaðarfélagsfundarins var og
haldinn deildarfundur Mjólkur-
bús Flóamanna þennan sama
dag. Voru þar kjömir fulltrúar
á aðalfundi M. B. F. er haldinn
er venjulega seint í marz-mán-
uði, svo og var nokkuð rætt um
rekstur Mjólkurbúsins og viðhorf
manna til hinna miklu bygging-
arskulda er fyrirtækið stendur
nú í vegna endurbyggingar bús-
ins, og samþykktir gerðar í því
máli.
Laugardaginn 13. febrúar sl.
var haldinn í Þjórsárveri,
skemmtun þriggja ungmennafé-
laga, Vöku, Samhygðar, og Bald-
urs, en félög þessi hafa nú um
mörg ár haft með sér einu sinni
á ári slíkar samkomur og hafa
þær einatt farið vel og skipulega
fram og fært mönnum heim sann
inn um, að það eru einmitt slíkar
samkomur sem eiga fyllsta rétt á
sér og^eru til aukins þroska þeim,
er að þeim standa. Sú vissa brást
og eigi að heldur að þessu sinni,
og var hinn mesti myndarbragur
yfir allri skemmtuninni, stjóm
hennar og framvindu.
Dagskráin var undirbúin af
hverju félagi fyrir sig og var hún
þannig, að fyrst var ræða, er
Gunnar Sigurðsson í Seljatungu
flutti þá var leikþáttur, „Trygg-
ingin“ en leikendur voru Eiríkur
Eiríksson og Jóhanna Kristjáns-
dóttir. Þá sungu fjórar ungar
stúlkur með gítar undirleik. Voru
stúlkurnar úr umf. „Vöku“ og
var> söng þeirra vel tekið af á-
heyrendum. Því næst var leik-
þáttur „Fegurðarsamkepnin" leik
endur Sigríður Guðjónsdóttir og
Gunnar Halldórsson.
Að síðustu sýndu félagar úr
umf. „Baldri“ þjóðdansa, fjórar
stúlkur og fjórir piltar. Þótti
hinu unga fólki vel takast og var
því óspart þökkuð góð frammi-
staða Að síðustu var dansað góða
stund og lék hljómsveit Gissurs
Geirssonar fyrir dansinum. Þjórs
árver er sem kunnugt er nýtt fé-
lagsheimili, tekið í notkun á sl.
hausti og er það hið vistlegasta
að öllum búnaði og fyrirkomu-
lagi. Er og þess meiri líkur fyrir
því, að það verði því fólki er
þess á að njóta, það menningar-
heimili er hverri sveit er nauð-
syn á að eiga.
Ungmennafélagið „Samhygð"
hér í sveit heldur að jafnaði uppi
allgóðu félagslífi og þó að þar
skiptist að sjálfsögðu á skin og
skuggar hvað viðfangsefnin snert
ir er þó af forustumönnum þess
sífellt reýnt að brjóta upp á nýj
um viðfangsefnum, sem gerir fé-
lagslífið fjölbreyttara og heldur
uppi tengilið milli nútíðar og for-
tíðar. Nú hefir félagið hrundið
í framkvæmd einu slíku atriði
og að þessu sinni í sam-
starfi við Kvenfélag Gaul-
verjabæjarhrepps. Er hér um að
ræða kvöldvökur eða tómstunda
kvöld, eins og sumir nefna það.
Var fyrsta kvöldvakan haldin í
Félagslundi þriðjudagskvöldið
16. þ. m.
Fólkið í sveitinni fjölmennti
og dvaldist við margs konar
handavinnu, spil og tafl til mið-
nættis. Þá var kaffi framreitt og
Einar Þorsteinsson ráðunautur
flutti erindi, en að síðustu fengu
„baðS'tofugestir“ sér snúning, en
ungmennafél. hefir í eigu sinni
segulbandstæki er það geymir
dansmúsík á og getur gripið til
undir slíkum kringumstæðum.
Þótti öllum er í „Baðstofuna"
komu þetta kvöld að hér hefði
vel til tekizt og er almennur á-
hugi fyrir því að þessum þætti
í félagslífi sveitarinnar verði
viðhaldið í framtíðinni. Á for-
maður ungm.fél. allveg sérstak-
lega þökk fyrir, að hafa forustu
um svo þjóðlegt skemmtanalíf í
sveitinni.
Nokkurt umtal hefir vakið og
efttirtekt hér austan fjalls hið ný
stofnaða félag til verndar bæn-
um á Kolviðarhóli. En svo sem
kunnugt er af blaðaskrifum og
umtali á mannamótum hefir ver-
ið ákveðið að brjóta niður húsin
að Kolviðarhóli. Það út af fyrir
sið, að nýtileg hús séu brotin
niður að fyrirsögn ráðamanna
kemur okkur Árnesingum ekk-
ert á óvænt, því slíkt er búið að
gera með stuttu millibili hér án
þess að þeir, sem talið hafa, að
viðkomandi hús væru til margs
nýtileg, fengju þar rönd við reist.
Á ég hér við verzlunarhúsin á
Eyrarbakka og fyrstu mjólkur-
stöðvarhús Mjólkurbús Flóa-
manna á Selfossi. Verður og
varla um það deilt að til margs
mátti nota þessi hús enda þótt
þau þjónusti ekki lengur þeim
tilgangi er þeim var í upphafi
gert að þjóna, og gerðu um ára-
tugi, jafnframt því sem þau með
tilveru sinni gátu geymt minn-
ingar um sitt sögulega hlutverk.
En að svo skildi vera var ekki
vilji þeirra er ráða samtökum
þeim, er áttu þessi hús, og er
ekki framar lengur um það að
fást. En er þá nokkuð frekar um
að fást þótt Reykvíkingar láti
framkvæma niðurrif íveruhús.
anna á Kolviðarhóli? Það er að-
eins vitni um vilja manna til að
stemma á að ósi, að fyrmefndri
félagsstofnun er hrundið af stað.
Má vera það fái breytingar gerð-
ar á ætlun ráðamanna Reykja-
víkur um niðurrif Kolviðarhóls-
húsanna. Og mikill og ánægju-
legur er lærdómur þeirra þingm.
Sunnlendinga, Ágústs Þorvalds-
sonar og Björns Björnssonar, er
þeir nú eru helztu talsmenn þess
að gömul hús verði eigi brotin
niður að óþörfu, en fái að standa
til vitnis um gamla frægð og
sögulegt hlutverk. Enginn minn-
ist þess að þessir miklu mektar-
og ráðamenn hér Sunnanlands,
létu neitt frá sér heyra, er sam-
eiginlegt hús atvinnufélags okk-
ar bændanna var með æmum
kostnaði jafnað við jörðu. Veld-
ur hver á heldur, og er þess að
biðja að þessum mönnum verði
vel til um afl sitt og áhrif til
verndar hyggindum og hagsýni
um meðferð nýtilegra fasteigna.
En það tel ég að eigi fyTst og
fremst að ráða því að reynt er að
koma í veg fyrir að brotin verði
og eyðilögð hin „ vel fokheldu
hús“ á Kolviðarhóli. Margt má
sjálfsagt við húsin gjöra þegar
er þau væru komin í nothæft
ástand. Hefi ég heyrt fólk nefna
allt frá tugthúsi til gisti- og veit-
ingahúss. Sel ég það ekki dýrara
en ég keypti
Virðum staðreyndimar
En hvað sem um þetta allt
horfum við nú til lengri sólar-
gangs og starfa við margs konar
verkefni er jafnan bíða úrlausnar
hjá starfsömu fólki Og þó að svo
sé nú, af sumum þeim er utan
standa stjórn okkar lands, látið
svo sem allt fari norður og niður
við það að þjóðin reyni að bregð-
1 ast rétt við staðreyndum þó
þekkir enginn betur en sveita-
fólkið að ekki er endalaust hægt
að taka víxillán án þess að
skuldadögunum komi fyrr eða
síðar. Allir hinir reyndari og
hyggnari borgarar munu virða
þá tilraun, sem nú á að gera til
þess að lifa á eigin afrakstri,
enda þótt það kosti nokkra erf-
iðleika um stund, en því skemmri
tíma, sem fólkið er betur sam-
taka.
Gunnar Sigurðsson
Stúlka óskast
til afgreiðslustatrfa.
Egilskjor
Laugaveg 116.
Keflavík-nágrenni
Rangceingafélagið
heldur árshátíð sína laugardaginn 5 . marz kl. 8
í Vík. — Aðgöngumiðar óskast sóttir helzt í síðasta
lagi á fimmiudagskvöld í Sölvabúð.
STJÓRNIN.
Stúlka
óskast í þvottahúsið.
Uppl. gefur ráðskonan.
Elli og hjúkrunarheimilið Grund.
f-*ioRNsSo A, ' & -þr
KR
ISTINN
HALL5SON
'Á
r
■A
JTU| é/> * L
ö"
MY
IR L
rCLÓ M'c
d FINAR550N4R.
^ACNAR B1ARNA50N
bOR.GR'
rí,yo >> gjw*-****"
Skemmtun í kvöld kl. 11,15
Næst siðasta sinn
Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói frá kl. 2.