Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 2. marz 1960 MORCTINPTAÐIÐ 17 JAN ogKJELD Banjo Boy kvikmyndastjörnur COLLO Músik Clown leikur ó 15 hljóðf Haukur Morthens Árni Elfar og hljómsveit aðstoða Aðgöngumiðar seldir i Austurbæjarbíói Þróttur Jón Jónsson trésmiður frá Flatey - minning Leggjum ófæddum arf í mundir dugnaðar vors og dyggða, þá munu þylja þakkarkvæði megir að moldum vorum. ÞESSI orð Bólu-Hjálmars virðast mér sönn skírskotun til ævistarfs Jóns Jónssonar, trésmiðs frá Flatey, sem nú hefur lokið löng- um ævidegi, — lokið störfum, er háru skýlaus einkenni vinnu- gleði, frábærs dugnaðar, mann- dóms og trúmennsku. Hann and- aðist að heimili sínu í Vest- mannaeyjum 20. desember sl. Jón var fæddur 9. október 1877 að Lundi 1 Þverárhlíð. í hinni fögru og kostaríku borgfirzku byggð ólst hann upp að hætti sveitapilta, við algeng bústörf, að heimili foreldra sinna, að Lundi, Jóns Einarssonar, er ættaður var úr héraðinu og Jakobínu Sigríð- ar Jakobssonar, prests; frá Steinnesi, valinkunnra hjóna, vel metin af öllum er til þekktu, að sögn kunnugs samtíðarmanns. Börn Jóns Einarssonar og Jakobínu voru: Anna María, er andaðist síðastliðið sumar, Jón og Jakob er var þeirra yngstur og er enn á lífi, búsettur í Reykja- vik. Mjög fannst það á Jóni, að kært var með þeim systkinum alla tíð, þótt samleiðir þrytu. Jón hleypti heimdraganum um þrítugs aldur og hvarf til smíða- náms í Reykjavik, hjá Pétri Ingi- mundarsyni, síðar slökkviliðs- stjóra. í>ar lauk hann hvort- tveggja, húsasmíðanámi og hús- gagnasmíða. í>að var lánleg tilviljun er Jón snikkari, — en svo var hann tíð- ast nefndur, fluttist til Flateyjar. Magnús Snæbjörnsson, þáver- andi héraðslæknir í Flatey mun hafa beðið Pétur Ingimundarson að útvega sér duglegan smið til húsbyggingar. Jón varð fyrir val- inu. Engan grunaði þá, er þessi ungi, vörpulegi maður steig fyrst á and í Fatey, að 45 ár af ævi hans ætti eftir að tengj- ast sögu Vestmannaeyja, örlögum þeirra, lífi fólksins og athöfnum á gæfuríkum og eftirminnileg- an hátt, svo sem raun varð á. Fyrstu handbrögð Jóns gáfu óðar til kynna frábæran dugnað, er jafnframt reyndist helgaður þeim eðliskostum, að meta meir afköst en öflum fjár. Það var því, að heita mátti lagt löghald á hann þar vestra. Verkefni voru næg og ný verkefni sköpuðust beir s með tilkomu hans. Jón hafði ekki dvalið fullt ár í Flatey er hann tókst á hendur byggingu barnaskóla fyrir hrepp- inn og má segja, að þá hafi ráð- izt búseta hans í eyjunni. En verksvið Jóns náði langt út fyrir takmörk Flateyja einna eða ann- ara byggðra eyja hreppsins. Allt frá Gilsfirði og út til Skorar var hann kvaddur til starfa og mjög eítirsóttur og eru þau mörg að tölu, íbúðarhúsin, er risu af rústum gömlu torfbæjanna und- an höndum Jóns, út til nesja og ian til fjarða þessa vogskorna byggðarlags. Tíðast vann Jón einn að þessari smíðaiðju sinni með furðulegum árangri í afköst- um og tíma. Mér en hugstæð, enda nærtæk sönnun um frábæran dugnað og orku Jóns við smíðastörf. er hann á unglingsárum mínum byggði íbúðarhús foreldra minna í Skál- eyjum, árið 1913. Var hann þá á bezta skeiði ævi sinnar. Húsið var reist á steinsteypt- um kjallara, annars járnvarið timburhús með stofuhæð og ris- hæð. Fjögur herbergi á hvorri hæð og jafnmörg í kjallara. Aðeins kjallaragrefti var lokið, en Jón hóf byggingarvinnu sína. Ég dundaði við að halda dag- bók á þeim árum, og sé ég, að Jón byrjaði á byggingunni 27. maí, en hafði lokið henni 16. okt. sama ár. Einn var hann að verki. Ég var honum aðeins til aðstoðar, sem „handlangari", öðru hvoru, meðan hann steypti kjallara og reisti grind hússins. Allt efni í húsgrindina þurfti hann að handsaga úr óunnum, stórum trjáviði. Alla 16 glugga hússins og 14 hurðir smíðaði hann þar á staðnum, einnig snú- inn stiga frá kjallara til efri hæð- ar, sem er að sögn tímafrekt verk. Neðri hæð hússins málaði hann alla, en fullgerði húsið að öllu öðru leyti. Húsið stendur enn óhaggað, sem nýtt væri. Án þess að van- meta vinnubrögð nútímans, spyr ég sjálfan mig, hvað marga menn þyrfti nú til þess að skila slíku verki á jafnlöngum tíma. Skömmu eftir að Jón fluttist til Flateyja, hóf hinn kunni at- hafnamaður, Guðmundur kaupm. Bergsteinsson þilskipaútgerð frá Flatey, þá stærstu, er fyrr og síðar hefur verið þar. Blómlegt atvinnulíf skapaðist við það í eyjunni og þar með margs konar verkefni fyrir Jón, er bundu hann æ fastar þessum nýju heim kynnum. Jón kvæntist 1913 Guðrúnu Jakobsdóttur, verzlunarstjóra Þorsteinssonar í Flatey. Hún andaðist ári síðar eftir að hafa alið dóttur, en fékk nafn móður sinnar. Er þessi dóttir, Guðrún búsett í Ameríku. Árið 1919 kvæntist Jón í annað sinn Rósu Oddsdóttur frá Eski- holti í Borgarfirði, drengskaps- konu og ágætri húsmóður. Hún lifi mann sinn. Heimilislíf Jóns og Rósu bar vott ástríkrar sambúðar. Hús þeirra, Sunnuhvoll, stílfallegt hús er Jón byggði á fögrum stað í eyjunni, stóð öllum opið. Hjá glöðum og gestrisnum húsbænd- unum undu allir sér vel. Tvær dætur eignuðust þau hjónin, Jakobínu, kennara, sem búsett er og gift i Vestmanna- eyjum, Þorvaldi Sæmundssyni, kennara og Áslaugu, sem gift er Jóni Björnssyni á Akureyri. Bróðurdóttur Rósu, Þóru Þórð ardóttur ólu þau upp. En hún bú- sett og gift í Reykjavík, Sigur- geir Ásbjörnssyni, tollverði. Tengdamóðir Jóns, Guðfinna Þórðardóttir dvaldi seinustu ár ævinnar á heimili dóttur sinnar og naut þar góðs ævikvölds. Þróttmikill persónuleiki Jóns og þokki í svipmóti duldist eng- um strax við fyrstu sýn. Hann var að vexti í hærra lagi, þéttur um herðar og kraftamaður. Hann var ljós yfirlitum, sviphreinn og frá bláum brám hans geislaði fjör og glettni. Hreyfing hans var hæglát og handbrögð fumlaus, eins og hann þyrfti aldrei að flýta sér. Festina lénte, — flýttu þér hægt, hið rómverska orðtak féll vel að öllum starfsháttum Jóns, er þó skilaði stærra dagsverki en flestir aðrir. Veðurathuganir með eldflaugum í RÚMLEGA 10 ár hafa vís- indamenn Sovétríkjanna fram kvæmt veðurathuganir í há- loftum með eldflaugum. t þessum eldflaugum eru ýmis- konar mælitæki, sem mæla meðal annars hitastig loft- þrýsting og þéttleika í háioft- unum og sendir eldflaugin upplýsingar til jarffarinn- ar um útvarpssendistöð. Fremsti hluti eldflaugar- innar, sem sést á meðfylgj- andi mynd, hefur meðal ann- ars að geyma mælitæki til að mæla geislun sólarinnar. Á meðan eldflaugin er á leið um gufuhvolfið er varnarhlíf um mælahylkið, sem fleygt er þegar komið er í rétta hæð. Þær upplýsingar er fást með þessum rannsóknum eru mjög mikilvægar fyrir veður- spár, tirðtal og flug i háloft- um. Jón var góðum gáfum gæddur og leitaði sér bóklegs fróðleiks í frístundum og hugleiddi rás við burða og gátur lífsins. Á yngri árum hallaðist hann að fríhyggju og dáði Brandes, en með vaxandi árum og lífsreynslu þóttist hann viss um, að bak við mannlífið lægju stjórntaumar í höndum æðra valds. Frá lífsstarfi sínu, smíðunum, gaf Jón sér ekki tíma til opin- berra starfa í hreppsfélaginu eða á öðrum opinberum vettvangi. En á mannafundum og í sam- ræðum fór hann ekki dult með skoðanir sínar. Yndi hans var að blanda geði við menn. í samræðugleði sinni var hann ekki jábróðir og gætti því, af hans hálfu, nokkurrar glettni og kímni í kappræðum. Voru and- mæli hans græskulaus en aldrei illkvittin, því að þrátt fyrir stór brotna lund, kunni hann vel að temja skap sitt. I öllum mannúðarmálum stóð hann við hlið þeirra er líknar og hjálparþurfa voru og sýndi það þráfaldlega í verkum sínum, með tilslökun á kaupgreiðslu, ef fá tækir áttu í hlut. Jón tók ástfóstri við eyjalífið, sem þó var gagnólíkt lífsvenjum þeim, er hann ólst upp við. Heið- arblærinn borgfirzki og ferskur andi frá söltum eyjasundunum aðlöðuðust í sál hans og hafa óef- að eflt manngildi hans og starfs- þrótt. Sem góður fóstursonur eyjanna bar hann hag þessa sér- kennilega byggðalags fyrir brjósti og enginn var glaðari en hann, meðan vel gekk. En þegar hallaði á ógæfuhlið- ina og tími atvinnuskorts heltók litla kauptúnið í Flatey og hver fjölskyldan af annarri hvarf brott lét hann bugast, enda aldur hniginn orðinn og heilsubilaður eftir þrotlausa erfiðisvinnu langra lífdaga. Hann kvaddi eyjabyggðina 1953 og fluttist með konu sinni til Vestmannaeyja. Þar lauk hann ævi sinni. Umótastörf Jóns í eyjum vestra og breiðfirzkum byggðum eru nú ofurseld eyðandi tönn tímans, þau hverfa. En minning Jóns lifir meðan búið er í Breiðafjarðar- eyjum — og að líkindum lengur. G. Jóh. 2ja herb. íbuðir Til sölu 5 herb. hæð í Hltðunum innréttuð sem tveggja herbergja íbúðir. Bílskúrsréttur. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Björn Pétursson: fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, II. — Símar 2-28-70 og 1-94-78. HLJÓMLEIKAR Austurbæjarbíói 4. 5. 6. marz Aðeins örfáir hljómleikar. — Tryggið ykkur miða í tíma. Verð aðgöngumiða kr: 45,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.