Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 16
16 MORCl’NfíLAÐlÐ Miðvikudagur 2. marz 1960 greindur og liðlega gefinn alla vega en enginn hörkumaður í sókn né vörn. Hann var frekar lágur maður vexti, nettur og fríður sýnum, svipurinn bjartur og hreinn, góðlegur og gæfuleg- ur. Hann fylgdi fram áhugamál- um með lipurð og lægni og gefst sú aðferð mörgum vel. Margrét Sigurlang Stefánsdóttir, f. 16. 4. ’76, d. 20. 2. ’60. Signrjón Jónsson, f. 9. 9. ’77, d. 10. 11 ’59. Sigurjón giftist sinni ágætu konu, Margréti Sigurlaugu Stef- ánsdóttur frá Daðastöðum á Reykjaströnd árið 1903 og settu þau saman smábú það sama ár að Hólakoti, þar sem þau bjuggu til ársins 1922, að þau keyptu jörðina Skefilsstaði í Skefils- staðahreppi, sem er innsti bær á Skaga. Það er miklu stærri og kostameiri jörð en Hólakot, sem var þá orðin þeim of litil, þar eð synir þeirra fimm voru vaxn- Mirming SkefilstaBahjóna ÞAU fóru bæði sámtímis inn á sjúkrahúsið á Sauðárkróki á sl. hausti, þá helsjúk og dóu þar með fárra vikna millibili, svo sannarlega fylgdust þau að þenn- an síðasta áfanga eins og alla hina í 57 ár, sem varð þeirra hjónabands- og samstarfsaldur. Sigurjón var fæddur að Gunn- steinsstöðum í Langadal. For- eldrar Jónas Jónsson og Vigdís Guðmundsdóttir. Þau bjuggu á ýmsum stöðum en siðast að Hóla- koti á Reykjaströnd frá 1888 og ólst Sigurjón upp hjá þeim. — Margrét var fædd að Borgargerði í Borgarsveit í ’Sauðárhreppi, dóttir Stefáns Sölvasonar og Eiínar Vigfúsdóttur. Þau fluttu að Daðastöðum á Reykjaströnd 1889. Ég vil aðeins með fám orð- um minnast þessara mætu hjóna, sem voru sveitungar minir í nokkra áratugi í Skarðshreppi í Skagafirði ög Sigurjón sam- starfsmaður minn í hreppspnefnd og skólanefnd o. fl. og þess utan oddviti hreppsnefndar um nokk- urt skeið. Allra samskipta minna við hann og þáú hjón minnist ég æ síðan með vinsemd og vinar- hug. Allt líf Sigurjóns og starf mótaðist af góðleik og hófsemi í hverjum hlut, réttsýni og sann- girni, enda var kjörorð hans: „Gjör þú aldrei það öðrum, sem þú vilt ekki að aðrir gjöri þér“. Með slíkum mönnum er gott að vinna og gott að blanda geði. Hann var gleðimaður í vinahóp, þó hann væri hversdagslega hæg Iátur og ekki mikið áberandi maður. Hann var líka hagmælt- ur og kastaði stundum fram glettnisvísum í góðlátu gamni; ljótar vísur gerði hann aldrei svo ég vissi, enda alltáf kurteis og prúðmenni, yzt sem innst. Nett- ir úr grasi. Þó að ungir væru sýndi það sig að þar voru að vaxa til þroska vaskir menn, lík- legir til dáða, enda kom það fram hjá þeim seinna, að þeir urðu allír duglegir reglumenn, og bregður þeim þar greinilaga ekki hvað sízt til móður sinnar, sem orð fór af sem einstakri þrek- konu og dugnaðar og sem ekki latti drengi sína til átaka og sóma samlegra athafna á umbótasvið- inu, því að konan var bæði ágæt- lega greind, kappsöm og metorða gjörn. Vildi hún þó, eins og mað- ur hennar, í engu vamm sitt vita, þó ekki léti hún hlut sinn fyrir hverjum sem var. Eftir að þau hjón höfðu búið um sig á Skefils- stöðum stækkaði búið ört, enda synir þeirra óðum að verða full- þroska menn, en fljótlega varð of þröngt um þá alla heima og tóku þeir þá það ráð að hverfa að öðrum störfum, hvei eins og hug- ur þeirra stóð til og fóru því heimanað, nema sá elzti þeirra, Viggó, sem fljótlega giftist og fékk hálfa jörðina til ábúðar á móti foreldrum sínum. Hélzt svo til loka að þeir bjuggu á sinni hálflendunni hvor. Þeir fegðar gengu nú mjög fast að öllum umbótum á Skef- ilsstöðum bæði með húsabótum og jarðrækt, enda svo komið fyrir mörgum árum að öll hús og hlöður á jörðinni voru byggð að nýju og jarðrækt orðin svo mikil að stór bú voru fóðruð öll af ræktuðu landi. Þegar við hjón á sl. sumri heimsóttum þessa fornvini og gömlu sveitunga, þá var okkur ekki einungis fagnaðarefni að hitta þau, þá enn sæmilega hress og lífsglöð Og minnast margs frá fyrri dögum, heldur einnig mikil ánægja að líta yfir öll þeirra miklu afrek í framkvæmdum og stórkostlegu umbætur á jörðinni, sem þau ásamt sínum ágæta syni höfðu helgað alla sína krafta í hart nær 40 ár. En auðvitað hef- ur sonur þeirra, sem er stórdug- legur bóndi, staðið undir aðal- þunga allra stærri átaka í um- bótastarfinu síðustu árin. Engum, sem til þekkir, blandast hugur um að Skefilsstaðir hafa hina síðustu áratugi verið bezt setna jörðin í hreppnum, og er þó vel búið þar víða, og meira að segja ber hún nú langt af stærri og kostameiri jörðum hreppsins. Þannig er viðskilnaður þessara merkishjóna frá vettvangi þeirra starfs í þessu lífi til fyrirmyndar og góðrar eftirbreytni fyrirþeirra afkomendur og alla þó. Það er hverri sveit sæmd og styrkur að slíkum búendum, sem þessi hjón voru, enda bera þær lengi merki þeirra. Verk þeirra og framtak eggja til átaka og sífelldrar fram sóknar í umbóta áttina. Skefilsstaðahjónin nutu mik- illar gæfu í sínu lífi í heimilis- hamingju og miklu barnaláni, sem allir telja með dýrmætustu guðs náðargjafa. Synir þeirra allir reyndust þeim elskuleg börn, mjög ástúðleg og umhyggju söm í garð foreldra sinna og reglu semi þeirra og dugnaður juku á lífshamingju foreldranna. Syn- ir eru þessir: Viggó, bóndi á Skefilsstöðum, giftur, á 2 börn. Stefán, starfsmaður hjá toll- stjóranum í Reykjavík, giftur, á 3 börn. Benedikt, hæstaréttarlögmaður Reykjavík, giftur, á 3 börn. Gnunar, húsasmíðameistari á Akureyri, giftur, barnlaus. Sveinn, rekur þvottahús í Keflavík, giftur, á 3 börn. Ég lýk þessum fáu minningar- orðum um þessi merkishjón, með þeirri tilfinningu, að eitt af því ánægjulegasta, sem lífið veitir okkur, sé að umgangast og kynn- ast góðum mönnum, glaðværum og góðlyndum. Það er eins og streymi út frá þeim ylur og vel- víld til alls óg allra og maður nýtur þess að ganga á vit slikra manna líkt og að laugast geisia- flóði hamingjunnar. Blessuð sé minning þessara hjóna. Sig. Á. Björnsson, frá Veðramóti. Sjú En Lai til Indlands NÝJU DEHLI, 29. febrúar: — Sjú En Lai hefur ákveðið að taka boði Nehrus um að koma til Indlands til að ræða um lausn landamæraþrætunnar við Ind- Iand. Andstæðingar Nehrus saka hann um eftirgjöf í deilunni við Kinverja. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Tiin innan í hvítan pappír og tók þá með mér heim. Þegar ég tók utan af þeim vakti það athygli mína, að sumir stafirnir komu greinilega fram á hvítum pappírnum. Þá fór ég að hugsa málið, og svo fann ég upp þessa aðferð við að prenta bækur“. „Þetta er stórkostleg uppfinning”, sagði Guten berg. „Allt frá því, að ég var í skóla, hefur mér leikið hugur á að finna upp eitthvað þessu likt“. Hann spurði gamla mann inn spjörunum úr og það stóð ekki á honum að segja frá. „Nú hefur fundizt leið til að útbreiða þekking- una um alla jörðina”, sagði Gutenberg, þegar hann kvaddi Laurence gamla. Morguninn eftir hélt Gutenberg til Strassburg. Þar leigði hann sér her- bergi og tók til við að búa til bókstafi, eins og Laurence hafði gert. Hann tók að steypa þá úr deigum málmi sem hann bræddi, og sá fljótlega, að þá urðu þeir betri, heldur en úr tré. Svo tókst hon- um að búa til blek, sem klesstist ekki, þegar örk- in fór í pressuna og hann bjó til bursta og rúllur, sem dreifðu því jafnt á leturflötinn. Alltaf gerði hann nýjar og nýjar um- bætur, — og loks rann stundin upp, — hann gat prentað bækur svo fljótt og ódýrt, að jafnvel fá- tæka fólkið hafði efni á að kaupa þær. Þannig varð Gutenberg fyrstur að búa til prentsmiðju, þar sem árangurinn varð raunhæfur og hafin var fjöldaframleiðsla á bók- um. Þess vegna er hann talinn faðir prentlistar- innar, enda þótt annar hafi komið á undan, sem vísaði honum veginn. Gutenberg er talinn fæddur í Mainz í Þýzka- landi um 1400, og hann deyr árið 1468. Það er ekki fyrr en um 1450, sem hann hefur fullkomnað uppfinningu sína svo, að hann getur tekið að sér prentun í stórum sctl. (meira). KBOSSGÁTA Lárétt: 1. A á ítalíu; 2. hljóta; 4. kornteg- und; 5. menntastofnun; 6. tveir samhljóðar; 7. upphrópun; 9. skipta lit- um. Lóðrétt: 1. hátíð; 2. stærsta landdýrið; 3. gyðja; 4. kyrrð; 8. hott. í BENGALSKA flóanum, suðvestan við Rangoon er eyjaklassi, sem heitir Andamanereyjar. Þar er fólkið ennþá á steinaldarstigi og hefur ekki lært að kveikja eld. Að vísu sjóða þeir og steikja mat sinn, en kon- urnar verða að sjá um, að eldurinn deyi ekki, komi það samt sem áður fyrir, verður að sækja eld til ná grannanna, eða bíða þar til eldingu slær niður í tré í grenndinni. Steinaldarfólkið á Anda manereyjunum eru pyg- mear. Þeir eiga ekki önn- ur vopn en boga og örvar, en samt hefur þeim tekizt að halda ókunnugum í hæfilegri fjarlægð. ítalskur mannfræðing- ur, Cripiani að nafni, tók sér fyrir hendur að rann- saka þá. Á fjórum Srum tókst honum að eyða tor- tryggni þeirra og komast í vinfengi við þá, svo að hann fengi að kynnast daglegu lífi þeirra og taka myndir af þeim. Það kom í ljós, að þeir köstuðu öllum úrgangi á sorphauga eins og forfeð- ur þeirra höfðu alltaf gert. Það gerðu forfeður okkar líka fyrir 7000 ár- um. Sömu sorphaugarnir voru notaðir kynslóð eftir kynslóð. Vinur þeirra, mannfræðingurinn, fór nú að grafa, gegn um sorphaugana, og safnaði þannig ýmsum verðmæt- um upplýsingum. Efst í haugnum sáust ýmis merki menningarinnar, flöskubrot, járnarusl, píp- ur og riffilkúlur. Sýni- lega var þarna um hluti að ræða, sem rekið hafði á land úr strönduðum skipum. Þegar neðar kom sáust hvorki flöskubrot eða járn. Pípurnar voru ekki lengur úr tré, heldur úr krabbaklóm. Þessar sér- kennilegu pípur fann hann alveg niður að neðstu lögum hauganna, og hann sá, að það fólk, sem nú byggði eyjarnar, reykti ennþá úr sams kon ar pípum. Þeir stoppuðu þær með blöðum af sérstakri jurt úr frumskóginum. Á Andemanereyjunum klæðist fólkið ekki nein- um fötum, en oft er það svo mikið málað rauðum, hvitum og svörtum skreyt I ingum, að það sýnist næst um vera klætt. Það lifir aðallega á villisvínum, sem drep- in eru með bogum og örv ura. Þá veiða þeir líka fisk, og safna hunangi og berjum í skóginum. Enn- þá hafa þeir ekki lært að rækta jörðina eða ala upp húsdýr. ★ VÍSA Á pabba kné Ríðum og ríðum hart, hart á skóginn, löng er leiðin, löt eru tryppin. Týnt hefi ég hníf mínum, troðið af mér skó, hallast ég á hestinum og ríða verð ég þó. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.