Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 24
V E Ð R 1 Ð Sjá veðurkort á bls. 2. Hugsjónir í fjötrum Sjá bls. 13. 51. tbl. — Miðvikudagur 2. marz 1960 Stórslasaðist er dekkið sprakk 'SAUÐÁRKRÓKI, 1. marz. — Bílstjóri frá Akureyri, Páll Ásgeirsson, liggur nú þungt haldinn í Varmahlíð, en hann jdaðaðist á sunnudagskvöldið (4 Stóra Vatnsskarði. Páll Ásgeirsson var þá á bíl þeim er hann ekur, stórum Volvo flutningabíl á leið til Akureyrar frá Reykjavík með vörur. Höfðu sex bílar verið í samfloti að sunnan. Voru þeir komnir ofan af svonefndum Víðivörðuhálsi niður í Vatns- hlíðarflóa í Stóra Vatnsskarði, Cóð skemmtun Fóstbræðra Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ hélt Karlakórinn Fóstbræður fjöl- breytta skemmtun í Austurbæj- arbíói. — Kórinn söng fyrst nokkur lög undir stjórn söng- stjóra síns, Ragnars Björnssonar, en síðan komu ýmiss konar skemmtiþættir af léttara taginu — flest allt byggt upp af söng — samsöng og einsöhg. Meðal þeirra, sem þarna komu fram, má nefna Karl Guðmundsson, sem flutti tvo gamanþætti, Þuríði Pálsdóttur, Kristin Hallsson, Eygló Viktorsdóttur, Gest Þor- grímsson, Gunnar Kristinsson og Sigfús Halldórsson. Og ekki má gleyma þeim Ævari Kvaran, sem hefir haft á hendi leikstjórn — og var jafnframt kynnir — og Carl Billich, sem ásamf Ragnari Björnssyni hefir haft veg og vanda af músíkhlið skemmtunar- innar, ef svo mætti segja. — Loks kom Hljómsveit Björns R. Ein- arssonar þarna fram, ásamt söng- vara sínum, Ragnari Bjarnasyni. Austurbæjarbíó var troðfullt á þessari fyrstu sýningu, og var skemmtiatriðum mjög vel fagn- að. Sömu sögu er að segja af næstu sýningum. — Fjórða og næstsíðasta sýningin verður í kvöld kl. 23,15. er slysið varð. Þá sprakk skyndilega á öðru framhjóli hins stóra bíls. Ekki gat Páll stöðvað bílinn og missti hann að nokkru vald á honum. Rakst afturhjól hans utaní steinstöpul við ræsi með þeim afleiðingum að afturhjólið brotnaði undan bílnum, en við það valt bíllinn út af veg- inum. Bíllinn mun hafa farið heila veltu og brotnaði hann mjög mikið. Meðvitundarlaus Næstu bílar, sem voru skammt á eftir Páli, voru óðara komnir á slysstaðinn og þustu bílstjórarn- ir Páli til hjálpar. Drógu þeir hann út úr stórskemmdum bíln- um, meðvitundarlausan. Bjuggu þeir um hann í einum bílanna og óku að Varmahlíð. Þangað kom læknir héðan af Sauðárkróki. Taldi hann Pál hafa fengið svo mikið höfuðhögg að óráðlegt væri um sinn að hreyfa hann meira en orðið var. Páll var þá meðvitundarlaus. Enn mun hann ekki vera kominn fullkomlega til meðvitundar. — Guðjón. l»að er heldur óvenjulegt að sjá skriðdreka á hafnarbakkanum hér. En í gær stóðu þeir þar þessir og biðu þess að vera fluttir um borð í skip. Þeir tilheyra herdeildinni af Keflavíkur- flugvelli, sem á morgun fer héðan. Skriðdrekar nir hafa oft komið að góðum notun. á vellinum við að draga bíla og vinnuvélar úr sköflum, þegar snjóþungt hefur verið, því þeir þurfa ekki vegi, en skríða hiklaust yfir skafla og svell. Landliðið fer á morgun Á MORGUN, fimmtudag, fer landlið Bandaríkjahers, sem stað sett hefur verið á Keflavíkur- flugvelli, af landi burt, eins og áður hefur verið frá skýrt. Um kl. 8 í fyrramálið er vænt- anlegt stórt herflutningaskip á ytri höfnina í Reykjavík og með því munu fara yfir 1000 manns, eða það sem eftir er af landliðinu. Kuldi og hvassviðri óslifið í 20 daga FYRIR rúmlega einum mánuði voru mikil hlýindi hér á landi. Þá spáðu því líka margir að slíkt hlyti að boða versn- andi veður. Síðan hinn 10. febrúar síðastl. hefur verið ríkj- andi norðanátt hér á landi. Um norðanvert landið hefur snjóað töluvert, en um sunnanvert landið er marautt og má heita að jörðin sé sviðin í hinum langvarandi frostum. 8 stiga frost í Reykjavík í gærdag var kalt hér í Reykja vík. Hvassviðri var með tölu- verðu frosti, sem dró nokkuð úr. Var t. d. 8 stiga frost í gærmorg- un en síðdegis var það komið niður í 5 stig, en enn hvasst. Bát- ar sem komu inn með afla til vinnslu voru brynjaðir þykkri Bæjarstjórn Akureyrar lýsir stuðningi við gerðir stjórnarinnar AKURERI, 2. marz. — Á fundi sínum í dag samþykkti bæjar- stjóm Akureyrar eftirfarandi til- lögu: Bæjarstjórn Akureyrar lýs ir yfir stuðningi sínum við efna hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis og telur að með þeim hafi óhjákvæmileg leið verið valin út úr ógöngum. Bæjarstjórn fagnar sérstaklega því nýmæli, að hluti af sölu- Stjórnmála- námskeið NÆSTI fundur á stjórnmálanám skeiðinu um atvinnu- og verka- lýðsmál verður haldið í Valhöll í kvöld kl. 8,30. Einar Pálsson leikari gefur leið beiningar um framsögn. Þátttak- endur eru beðnir að mæta stund- yislega. skatti renni til sveitarfélaga svo hægt sé að létta útsvarsálögur. Ennfremur afnámi tekjuskatts á almennum launatekjum og stór- fellda eflingu almanna trygginga og auknum fjölskyldubótum, elli- og örorkulífeyri. Eldur í heyi BLÖNDUÓSI, 29. febrúar: — Sl. laugardagskvöld komst eldur í heyfarm vörubifreiðarinnar H-6. Bitreiðin var að koma frá Hofi í Vatnsdal með fullfermi af heyi. Bifreiðarstjórinn varð eldsins var, er hann nam staðar við brúna á Hnausahvísl. Bifreiðar- stjóranum, bændum og fleirum, er komu tii hjálpar, tókst að halda eldinum í skefjum unz slökkviliðið á Blönduósi kom á vettvang. Heyfarmurinn eyði- lagðist, en bifreiðinni tókst að bjarga. Pallgrindur brunnu mik- ið, en að öðru leyti er bifreiðin óskemd. Eldsupptök eru ókunn, en talið sennilegt að kviknað hafi út frá rafmagni. — Fréttaritari. klakabrynju. Særok var á bhyggjunum. Svo hvasst var að stórt bandarískt flutningaskip Mormacpenn komst ekki út úr höfninni og af þeim sökum komst Tröllafoss ekki inn, því honum á að leggja þar sem bandaríska skipið liggur. Moldryk Það sem bæjarbúum hefur þótt verst í hinni langvarandi norðanátt er moldrykið um all- an bæ en mest er það að sjálf- Sextán bátar á sjó SANDGEDÐI 1. marz: — Sextán bátar héðan voru á sjó í dag og fiskuðu þeir samtals 133 tonn. Er það nokkru betra en verið hef ur að undanförnu. Aflahæstur var Smári með 11,6 tonn, Hamar var með 11,4 og Víðir II. með 10,5. Norðanstormur er nú á mið- unúm, en bátarnir hafa róið þrátt fyrir það. — Axel. sögðu í úthverfunum. Það hefur varla verið hægt að opna glugga einn einasta dag undanfarnar vikur. Einlæg ósk bæjarbúa, virðist það vera, er þeir ræða um veðrið sín á milli, að „Hann geri einhverja úrkomu, snjó eða rign- ingu“. Brot af því mun vera farið áður. Eitthvað af farangrinum verð- ur flutt um borð um morguninn, en kl. 1.20 er áformað að liðs- flutningar um borð hefjist. Hef- ur herinn samið við Sérleyfis- bifreiðir Keflavíkur um að fyrir- tækið flytji hermennina í stórum áætlunarvögnum frá flugvellin- um til Reykjavíkur, og fara þeir beint um borð í bát við Ægis- garð, sem flytur þá um borð. Er gert ráð fyrir að liðið verði allt komið um borð kl. 5 síðdegis. Spilakvöld HAFNARFIRÐI: — í kvöld kl. 8,30 verður spiluð félagsvist hjá Sjálfstæðisfélögunum. Veitt verða verðlaun og síðar heildar- verðlaun. Spilað er í Sjálfstæð- ishúsinu og er öllum heimil þátt- taka. Stórhríð nyrðra AJcureyri, 1. mars. — UNDANFARIÐ hefur verið hér töluverð snjókoma, en í nótt gerði stórhríð út með öllum Eyjafirði og á Dalvík var alveg iðulaus stórhríð fram á dag. Mjólkurbílar frá Dalvík komust til Akureyrar en voru fjórar til fimm klst. á leið- inni. Þeir voru um það hil heilan sólarhring að safna mjólkinni í Svarfaðardalnum sjálfum. Engir mjólkurbílar hafa komizt frá Höfðahverfi, Sval- barðsströnd og Öngulstaða- hreppi. Úr Fnjóskadal kom snjóbíll með mjólk og var tíu klst. á leiðinni, sem venju- lega er farin á 40—50 mínút- um. Vaðlaheiðin öðrum bílum fær. er engum Grœnlandsflug I 40 stiga frosti í GÆRKVÖLDI fór einn af Föx- um Flugfélags íslands í leiguflug til Meistaravíkur á Grænlandi með farþega og vörur á vegum námufélagsins þar. Höfðu ferða- mennirnir, sem voru Danir, kom ið frá Kaupmannahöfn síðd. í gær. Var ekki gert ráð fyrir að flugvélin hefði langa viðdvöl á Meistaravíkur-velli, en þaðan voru væntanlegir með henni nokkrir farþegar í nótt. í gærdag, þegar Mbl. var að tala við Veðurstofuna, var verið að útbúa flugspá fyrir þetta Grænlands flug, og skýrði veð- urfræðingurinn blaðinu svo frá, að í Meistaravík hefði verið 40 stiga frost í gærdag. 14 klst. frá Akureyri til Hríseyjar Flóabáturinn Drangur fór kl. 7 í morgun áleiðis til Sauðár- króks, en kl. 21 í kvöld var hann aðeins kommn til Hríseyjar og varð að afgreiða hann þar á ára- bátum. Skipstjórinn ætlaði að reyna að halda út um kl. 10 í kvöld og fara beint til Siglu- fjarðar. Hafði veðrið aðeins gengið niður. Togskipin liggja flest inni á Akureyri og hafa ekkert getað veitt. — Siglufjörður Á SIGLUFIRÐI hefur verið stór- hríð og frost og ekki gefið á sjó. Fréttamaður Mbl. á Siglufirði sagði í símtali við blaðið í gær, að veður þar væri óhugnanlegt, gengi á með norðan og norðaust- an stórhríð, svo vart sæist milli húsa. Frost væri um 9—10 stig og hefði það ásamt rokinu hjálp- að til við að feykja fönninni í skafla, svo vegir væru furðu greiðir. Hefur ýtan hreinsað jafnóðum burtu þá skafla sem mynduðust á vegum. Lítið er um atvinnu nú á Siglufirði, þar sem ekki hefur gefið á sjó í langan tíma. Húsavík ENGIR bílar hafa komið úr nærliggjandi sveitum í dag, enda mjög erfitt að aka vegna þess hve blindað er og hingað að sækja á móti vindi og tölu- verðri snjókomu. Skaflar hafa ekki verið miklir hér í lágsveit- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.