Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. marz 1960
Gengisbreyfing
var nauðsynleg
og óhjákvœmileg
Fagnar efnahagsmálalöggjöf rikis-
stjórnarinnar
Úr rceðu Vilhjálms Þór seðlabankastjóra
í gœr
tækifæri, sem ég hef hér í dag,
sagði ég eftirfarandi: í þessu sam
Hér er kalt
— Drottinn minn dýri, hvað skozku hús-
in eru köld, segir frú Hulda Helgason. —
En ef þið dragið þá ályktun af þessu, að
hin unga og aðlaðandi frú Helgason sé
komin frá Suðurlöndum, þá farið þið
vissulega vill vegar.
SEÐLABANKINN efndi í
gær til hádegisverðar fyrir
nokkra gesti, þeirra á meðal
viðskiptamálaráðherra. — I
veizlu þessari flutti Vilhjálm-
ur Þór, seðlabankastjóri,
ræðu um efnahagsmálin og
komst þar m. a. að orði á
þessa leið:
„Greiðsluhalli á árinu 1959
varð meiri en árin næstu á und-
an. Samkvæmt áætlunum virð-
ist greiðsulhallinn miðað við
vörur og þjónustu hafa orðið
a. m. k. 200 millj. króna en var
1958 91 millj. kr. og 1957 166
millj. kr. Ströng galdeyris-
skömmtun var viðhöfð allt árið.
Var hún framkvæmd eftir fyrir-
framgerðri áætlun sem viðskipta
málaráðuneytið og Seðlabankinn
komu sér saman um. Ætla ég að
fullyrða megi, að hefði þessi hátt
ur ekki verið hafður á, hefði leitt
út í algjört óefni.
Greiðsluhalli ársins hefir verið
jafnaður með erlendum lántök-
um að nokkru, en að mjög veru-
legu leyti með rýrnandi gjald-
eyrisstöðu bankanna, eða eins og
nú var orðið réttara að segja,
með stórauknum bráðabirgða-
yfirdráttarskuldum Seðlabank-
ans. Bráðabirgðayfirlit um er-
lendar lántökur sýnir 130 millj.
kr. hækkun, en þar við bætist,
að gjaldeyrisstaða Seðlabankans
versnaði um 148 millj. kr., þegar
ekki eru meðreiknaðar ábyrgðir
og greiðsluskuldbindingar.
Þessar tölur tala sínu máli, en
svo bætist við, að í janúarmánuði
versnaði gjaldeyrisstaða bank-
anna enn um nærri 35 millj. kr.,
þannig að bráðabirgðayfirdrætt-
ir ’Seðlabankans voru í janúar-
lok þ. ár komnir upp í um 320
millj. kr. og er það langhæsta
upphæð, sem þeir hafa nokkurn
tíma komizt í. — Það virðist því
vera hægt að fullyrSa, að hér
var svo komið, að stanza varð og
ekki mátti fara lengra á sömu
braut.
Hvemig má það vera, að svo
gífurleg gjaldeyriseyðsla átti sér
stað? Ástæðan er að sjálfsögðu
sú, að við fórum of hratt eins og
áður reyndum að gera meira á
hverju ári en við höfðum efni til.
Þjóð, sem vill framkvæma
meira en hún á efni til
sjálf, verður að gera upp við
sig, hvort hún vill spara við
sig í neyzlu, vilji hún það
ekki, verður hún að minnka
framkvæmdirnar um stundar.
sakir. Það er ekki hægt að
veita sér hvorttveggja. Sífellt
auknar erl. lántökur orsaka
auknar vaxtabyrðar í erlend-
um gjaldeyri og aukist ekki
útflutningur eða minnki inn-
flutningur ekki a. m. k. eins
mikið og vaxta- og afborgana
byrðin, þá hallar til erfiðleika.
Þetta er það sem verið hefir
að ske hér hjá okkur nokkur
undanfarandi ár.
Þetta hefir gerzt hjá okkur
á sl. ári m. a. vegna þess, að
of mikið hefir verið látið laust
af peningum út úr banka-
kerfinu.
Síðar í ræðunni komst banka-
stjórinn að orði á þessa leið:
Ábending 1958
„í marzmánuði 1958 við sama
bandi vil ég benda á, eins og ég
einnig gerði hér 1957, að mikla
nauðsyn ber til, að ríkisstjóm og
Alþingi geri varanlegar ráðstaf-
anir í efnahagsmálum þjóðarinn-
ar, sem skapi heilbrigðara ástand
og dragi um leið úr hinum óhóf-
lega þunga sem leggst á allar
lánsstofnanir. Til þess að draga
úr kapphlaupinu um fjárfestingu,
til þess að minnka eyðslu, til þess
að auka sparnað er umfram allt
nauðsynlegt að skapa tiltrú til
gildis okkar eigin peninga og
skapa jafnvægi milli verðlags hér
á landi og í nágrannalöndum
okkar. Aðkallandi varanlegar að
gjörðir í efnahagsmálum eru bún
ar að dragast of lengi, þær mega
ekki dragast mikið lengur.
Þetta sagði ég hér í marzmán-
uði fyrir ári síðan og skoðun mín
í þessu efni hefir ekki breytzt og
með skírskotun til þessa hlýt ég
að fagna því, að ríkisstjórnin hef
ir borið fram á Alþingi og það
sett lög um efnahagsmál, sem
staðfest voru af forseta íslands þ.
20. febrúar.
Gengisbreyting óhjákvæmileg
Ég ætla ekki hér að ræða
þessa lagasetningu í heild, en
vil aðeins taka fram, að það
er skoðun mín nú eins og var
áður, að gengisbreyting hafi
verið nauðsynleg og óhjá-
kvæmileg. Nauðsynleg til þess
að skapa jafnvægi milli verð-
lags hér á landi og verðlags
í Iöndum sem við aðallega
skiptum við, jafnvægis, sem
við höfum saknað svo mjög
fyrirfarandi. En þetta mis-
ræmi í verðlagi hefir valdið
mestu af þeim erfiðleikum,
sem íslendingar hafa átt við
að stríða í efnahagsmálum
fyrirfarandi mörg ár.
Með gengisbreytingunni ætti að
skapast aukið öryggi fyrir fram-
leiðslu landsmanna. Afurðir sjáv
arútvegsins og afurðir landbún-
aðarins, sem til útlanda þurfa að
seljast, hækka í verði. Afstaða
iðnaðarins í landinu ætti að
verða stórum betri, þar sem er-
lendar iðnaðarvarningur stígur,
en aðeins innflutt hráefni til ís-
lenzks iðnaðar, og ætti því að
skapast mikið bætt framleiðslu-
skilyrði fyrir íslenzkan iðnað.
En gengisbreytingin ein er
ekki allra meina bót. Til þess að
hún gefi þann árangur, sem ver-
ið er að leita eftir þarf nokkrar
hliðarráðstafanir um stundarsak-
ir, og svo þarf skilning þjóðar-
innar á því sem gert er, skilning
á því að stefnt er að ákveðnu
marki, stefnt að því að skapa
heilbrigðara efnahagslíf í land-
inu, sem gefi öryggi um heil-
brigða framþróun á komandi ár-
um.
Vaxtahækkunin
Þá vil ég gera nokkra grein
fyrir þeim óhjákvæmilegu að-
gjörðum og samþykktum, sem
stjórn Seðlabankans eða meiri
hluti hennar, hefir þegar gert í
framhaldi lagasetningarinnar um
efnahagsmál. En þetta eru á.
kvarðanir um vaxtahækkun og
nokkra takmörkun útlána.
Áður hefir verið gerð grein
fyrir því, að við höfum farið of
hratt í framkvæmdum. Höfum
reynt að gera of mikið of fljótt,
segir konan frá
Þannig hefst viðtal — undir
fyrrgreindri fyrirsögn — sem
birtist fyrir nokkrum dögum
í kvennadálkum skozka blaðs-
ins „Glasgow Evening Times“
við frú Huldu Marinósdóttur,
en hún er gift Einari Helga-
syni, forstöðumanni skrifstofu
Flugfélags íslands í Glasgow.
— Síðan heldur viðtalið
áfram:
★ Hulda er nefnilega ís-
lenzk, og hún segir, að á Is-
landi sé yfirleitt miðstöðvar-
hitun í öllum húsum — og
víða sé til þess notað vatn úr
hinum heitu hverum, sem Is-
land er svo frægt fyrir. —
Það er því sizt að undra, þótt
Hulda vildi fá miðstöðvarhit-
un í hið nýja heimili sitt við
Douglas Road í Paisley.
— Við bjuggum í leigu-
húsnæði um tveggja ára
skeið, áður en við keyptum
þetta hús, segir hún — og
mér var alltaf svo kalt, að ég
gat eiginlega ekkert gert.
• Meira gert heima á fslandi
Hún hristir líka höfuðið
yfir því, hve skozkar hús-
mæður þurfi að eyða mikl-
um tíma í að hugsa um eld-
inn og um daglega þvotta og
hreingerningar. — Reyndar
hafa íslenzkar húsmæður eng-
an veginn ótakmarkaðan frí-
tíma, bætir hún við, þótt
heimilisstörfin þar megi telj-
ast auðveldari, því að islenzk
heimili virðast sjálfum sér
nóg í ríkara mæli en þau
skozku.
jr Og síðan fræðir frú Hulda
skozka blaðamanninn um
það, hve algengt það sé, að
íslenzkar húsmæður baki
sjálfar brauð og kökur til
heimilisins — yfirleitt saumi
þær fötin á börnin, og margar
saumi einnig kjólana á sjálfar
sig, þar sem tilbúinn fatnað-
ur sé yfirleitt dýr. Þær þvoi
flestar þvotta sína sjálfar, og
í hverju fjölbýlishúsi sé
„þvottamiðstöð“ með öllum
tilheyrandi vélum.
• Köld hús — hlý hjörtn
Þá upplýsir blaðamaður-
inn, að þrátt fyrir þennan og
— Það er eftirlætisiðja Huldu
— að skrúfa frá ofnunum í
gjspU nýju íbúðinni, stóð undir
Ísí* þessari mynd í skozka blaðinu.
og verðbólga, verðþensla hefir
rikt hér. Af þessu hefir leitt, að
sparifjársöfnun hefir ekki verið
eins ör og þurfti að vera. Af
þessu hefir líka leitt, að við höf-
um stofnað til svo mikilla er-
lendra skulda, að byrði þeirra
er nú orðin okkur þyngri en
sæmilegt er, og þyngri en flestra
annarra þjóða.
Til þess að geta haldið áfram
hæfilegri og heilbrigðri fjárfest-
ingu, er okkur alveg lífsnauð-
synlegt að auka sparifjársöfnun-
ina auka eigið fé þjóðarinnar. Nú
er það eins með peninga eins og
með hvaða vöru sem er, að fram-
boð og eftirspurn skapa verð. Sé
framboðið lítið en eftirspurn mik
il, hækkar verðið. Hjá okkur
hefir verið óeðlilega mikil eftir
spurn ef'tir peningalánum og
miklu meira hefir verið lánað en
bankakerfið mátti við. Af þessu
hefir leitt aukin seðlavelta og
verðbólga. — Vafalítið hefir einn
ig mikið af lánum verið veitt
utan við sparisjóði og banka,
vegna þess að boðnir hafa verið
hærri vextir en sparisjóðirnir
hafa getað greitt. Eftirspurn eft-
ir peningum hefir verið miklu
meiri en framboðið
Að viðurkenna staðreyndir
Til þess að ráða bót á þessu, er
eftir þvi sem ég veit bezt, aðeins
ein örugg leið. Sú, að viðurkenna
staðreyndir, viðurkenna að eft-
irspurn eftir peningum er sem
stendur svo mikil hér á landi,
að verð þeirra hlýtur að hækka
— vextirnir urðu að hækka. —
Þess vegna er það, að innláns-
vextir á sparisjóði hafa verið
hækkaðir úr 5, 6 og 7 af hundr-
aði upp í 9, 10 og 11 af hundraði.
— Þetta er gert í þeirri von, að
sparifé aukist mikið. Að lands-
menn fái trú á því, að það borgi
sig betur að leggja peninga á
sparisjóð en nota þá í eyðslu eða
í framkvæmdir, sem ekki eru
æskilegar eða aðkallandi í svip-
inn.
Þetta er ástæðan fyrir því, að
stjórn Seðlabankans hefir hækk-
að vextina. Það er hvöt til fólks-
ins að leggja fyrir fé sitt á spari-
sjóð til þess að handbært fé þjóð-
arinnar vaxi og bankakerfið
geti áður en líður aftur aukið
útlán sín til heilbrigðra fram-
kvæmda.
En um leið og innlánsvextir
eru hækkaðir, verða útlánsvext-
ir óhjákvæmilega að hækka líka.
Enginn sparisjóður getur greitt
innlánsvexti nema með því að
lána féð frá sér aftur og með
það mikið hærri vöxtum, að hann
fái í vaxtamismun það sem þarf
til reksturs og áhættu við út-
iánin. Af þessum ástæðum urðu
utlánsvextirnir að hækka líka, og
hafa verið ákveðnir af víxlum
11 og 11V2% af hundraði. Þetta
eru háir vextir, en að mati sér-
fróðustu manna ekki of háir mið
að við núverandi ástand hér á
landi
Þessir vextir gera að sjálf-
sögðu það, að menn hugsa sig
um, áður en þeir leita eftir nýj-
um iánum til framkvæmda, sem
ekki eru alveg aðkallandi.
Við höfum flýtt okkur það mik
Islandi
annan mismun á daglegum
venjum, sé frú Hulda mjög
ánægð með lífið í Skotlandi
— og þótt henni þyki húsin
okkar köld ,segir hann, þykja
henni hjörtu okkar hlý. —
Hann segir, að henni þyki
skólamálum vel skipað þar I
landi — og hún hafi sagt sér
hreykin, að börnunum hennar
gangi ágætlega í skólanum
sínum.
-— Þau eiga orðið marga
vini, segir hún — og bætir
síðan við hlæjandi: — En
sumir krakkarnir urðu víst
fyrir vonbrigðum, vegna þess
að við vorum ekki Eskimóar
og höfðum ekki átt heima í
snjóhúsum á íslandi!
• „Heilmikill Skoti"
Hún segir, að sér haft
gengið einna verst að venj-
ast því að vera nefnd „Mrs.
Helgason" — og auðvitað út-
skýrir hún fyrir blaðamann-
inum af hverju það stafi. —
Að öðru leyti segir hann, að
frú Hulda sé að verða „heil-
mikill Skoti“. — Hún hafi
tekið ástfóstri við skozku Há-
löndin — og dásemi þau við
landa sína, hvenær sem hún
hitti þá.
— íslenzkir ferðamenn
koma hingað aðallega til
þess að verzla, segir hún. —
Þeir vita ekki, hvers þeir fara
á mis við að ferðast ekki um
landið ykkar.
ið við framkvæmdir fyrirfar-
andi, að með sama áframhaldi
hlaut að draga að því, að við
kæmumst innan stundar í þrot.
Vegna þess hvað seint komu að-
gerðirnar í efnahagsmálunum,
getum við ekki treyst því, að
vaxtahækkunin ein sé örugg til
þess í svipin að skapa það jafn-
vægi milli peningaframboðs og
eflirspurnar, sem svo mjög er
nauðsynlegt að náist hér fljótt.
Þess vegna hefir stjórn Seðla-
bankans, eða meiri hluti hennar,
í samráði við ríkisstjórnina, tal-
ið óhj ákvæmilegt — um stund-
arsakir — að gera nokkrar tak-
markanir á útlánum hjá Seðla-
bankanum og hjá bankakerfinu
í heild.
Svipaðar ráðstafanir hafa ver-
ið gerðar öðru hverju fyrirfar-
andi ár af seðlabankastjórum
nágrannalanda okkar. Þessar ráð
stafanir eru ekki gerðar til þess
að minnka útlánin, heldur aðeins
til þess að minnka aukningu út-
lánanna.
Til að treysta grundvöllinn
Það er skylda allra seðla-
bankastjóra að fylgjast vel með
lífæð efnahagskerfis þjóðarinn-
ar, og þegar slagæðin fer of
hratt, þá að gera ráðstafanir, í
samráði við ríkisstjórn, — til að
minnka þrýstinginn— og aftur
þegar ofþrýstingi er aflétt, að
sjá fyrir því, að eðlilegur nær-
andi blóðstraumur fái notið sín
til þess að viðhalda og næra heil-
brigði í efnahagsmálum og fram-
kvæmdum þjóðfélagsins. —
Strax og náðst hefir hér tilætl-
aður árangur, verða breytingar
Framhald á bls. 19