Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. marz 1960 fullu mótspyrnu hans. Og viður- kenningarorð félaga minna: — „Svei mér, ef honum ætlar ekki að takast það“, eða „Lítið þið bara á Hofmiller gamla“, veittu mér aukinn kjark og öryggi. Eft ir hálfrar klukkustundar misk- unnarlausa glímu við skepnuna, sat ég sem sigurvegari í hnakkn- um og örmagna skepnan undir mér gnísti tönnum, stynjandi af mæði og löðrandi í svita. Eftir aðra hálfa klst. tölti Cæsar aftur og fram um völlinn og lét auðsveipur að vilja mínum í hvívetna. Nú þurfti ég ekki leng ur að þrýsta fótunum að síðum hans, en gat stígið hægt og virðu lega af baki og tekið á móti ham ingjuóskum félaga minna. En ég var enn í svo miklum bardaga- hug og mér hafði liðið svo vel, meðan ég var að temja hestinn, að ég bað Steinhúkel um leyfi til að ríða á honum úti á æfing- arsvæðinu í eina eða tvær klukkustundir, auðvitað hægt og rólega, svo að sveitt skepnan fengi næði til að jafna sig. „Auðvitað", svaraði Steinhúkel hinn ánægðasti. ,,Ég veit að þú kemur með hann aftur þægan eins og lamb. Hann reynir áreið anlega ekki að beita neinum brögðum framar. Ágætt, Toni. Ég óska þér til hamingju með sigur- inn!“ Og svo reið ég af stað, undir gjallandi húrrahrópum félaga minna, í gegnum borgina og út á engið. Hreyfingar hestsins voru léttar og frjálslegar og ég var sjálfur léttur og frjálslegur. í þessari klukkustundar baráttu hafði öll reiði mín og æsing horf ið. Og nú tölti hinn sigraði Cæsar áfram, hægt og rólega og ég varð að viðurkenna, að Steinhúkel hafði rétt fyrir sér, hann var vissulega mjög góðgengur. Feg- urra, tígulegar, léttar hefði eng- inn hestur getað stokkið. Og smátt og smátt breyttist hin upp haflega geðvonzka mín í unaðs- kennda, næstum dreymandi vel- Hðan. í rúma klukkustund þeysti ég á honum fram og aftur og hélt loks heim á leið, um klukkan hálf sex. Við höfðum báðir fengið nóg þennan daginn, Cæsar og ég. Ég var orðinn dálítið syfjaður, þegar ég reið aftur til borgarinnar, eft- ir hinum gamalkunna þjóðvegi. Allt í einu heyrði ég gjallandi hljóð í bílhorni fyrir aftan mig. Cæsar sperrti óðar eyrun og byrj aði að titra. Þar eð mér varð strax ljós hættan á þvi, að hann kynni að fælast, kippti ég í taum ana og stýrði honum bak við stórt tré, utan við veginn, til hess að hleypa bifreiðinni fram hjá okk- ur. — Bifreiðarstjórinn hlýtur að hafa verið mjög varkár ekill, því að hann skildi bersýnilega strax þá hættu, sem ég hafði óttazt og ók fram hjá á mjög hægri ferð, svo að ganghljóð vélarinnar heyrðist naumast. Meðan bifreið- in fór fram hjá, stóð Cæsar alveg hreyfingarlaus, svo að ég gat lit- ið í kringum mig. En jafnskjótt og ég leit upp, varð ég þess var að einhver sem sat í opnu bifreið inni, veifaði til mín og ég þekkti óðara hárlausa, hnöttótta höfuðið á Condor, við hliðina á egglag- aðri höfuðkúpu Kekesfalva, með gisna, hvíta hárkraganum. Ég gat ekki sagt með vissu, hvort það var ég sjálfur sem skalf, eða hesturinn undir mér. Hvað merkti þetta? Condor hér og hann hafði ekki gert mér að- vart. Hann hlaut að hafa verið í heimsókn hjá Kekesfalva, þar sem það var gamli maðurinn sjálfur, sem sat við hlið hans í bifreiðinni. En hvers vegna höfðu þeir ekki stanzað, til að segja við mig nokkur orð? Hvers vegna höfðu þeir ekið svona ókunnlega fram hjá mér? Og hvers vegna var Condor allt í einu kominn hingað? Var viðtals tími hans í Wien kannske ekki milli klukkan tvö og fjögur á daginn? Hann hlaut að hafa ver- ið sóttur í mjög áríðandi erinda gerðum og — þar að auki — mjög snemma um morguninn. — Eitthvað hlaut að hafa komið fyr ir, eitthvað sem stóð í sambandi við það, sem Ilona hafði sagt í símanum, að ferðinni væri frest- að og að ég skyldi ekki koma í heimsókn þetta kvöld. Eitthvað hlaut að hafa komið fyrir, eitt- hvað sem þau héldu leyndu fyrir mér. Hafði Edith unnið sjálfri sér eitthvert tjón? í gærkveldi hafði hún verið undarlega ákveð in, allt fas hennar einkennzt svo mjög af því háðslega öryggi, sem einkennir aðeins þær manneskj- ur, er ætla sér eitthvað Ijótt, eitt hvað hræðilegt. Hún hlaut að hafa gert sjálfri sér eitthvert mein. Átti ég ekki að þeysa á eft ir þeim? Kannske gat ég náð Condor á stöðinni? En kannske — datt mér allt í einu í hug — er hann alls ekki að fara. Nei, ef eitthvað hræði- legt hefur komið fyrir, þá fer hann ekki aftur til Wíen, án þess að skilja eftir einhverja orðsend ingu til mín. Ég býst við að hann hafi skilið eftir bréf til mín í her skálunum. Ég vissi að hann myndi ekki gera neitt án þess að láta mig vita, án þess að fá mitt samþykki fyrst. Hann myndi aldrei svíkja mig. Aðalatriðið var að komast heim sem fyrst. Þar beið mín auðvitað orðsending, bréf, miði frá honum, eða jafnvel hann sjálfur. Ég varð að flýta mér.... Þegar ég kom til herskálanna, flýtti ég mér að hýsa hestinn og hljóp upp tröppurnar, til þess að forðast þvaður og hamingju- óskir félaga minna. Oi þar rakst ég á Kusma, sem beið fyrir ut- an herbergisdyrnar mínar. — Á hinum áhyggjufulla s'úp hans og lotnu herðum sá ég að eitthvað var að. Hann sagði að maður í borgaraklæðum biði eftir mér inni í herberginu mínu og bætti því við, að hann hefði ekki getað fengið sig til að vísa honum í burtu, þar eð hann hefði virzt eiga svo brýnt erindi við mig. Að sjálfsögðu hafði Kusma ströng fyrirmæli um að hleypa engum inn í herbergið mitt, en Condor hafði sennilega gefið honum þjór fé — og af því stafaði ótti hans og óróleiki, sem brátt breyttist þó í undrun, þegar ég, í stað þess að ávíta hann, tautaði einungis: „Það er allt í lagi“ og flýtti mér að hurðinni. Gott að Condor var kominn! Hann myndi segja mér allt. Um leið og ég opnaði dyrnar, hreyfði maðurinn sig, sem virtist líkastur skuggamynd í rökkruðu herberginu (Kusma hafði dregið gluggatjöldin fyrir vegna hit- ans). Ég var að því kominn að heilsa Condor innilega, þegar mér varð Ijóst, að þetta var alls ekki Condor. Það var annar mað ur, sem beið mín, sá maður sem ég hafði sízt átt von á að hitta hér — Kekesfalva. Jafnvel þótt myrkrið hefði verið enn svartara, hefði ég þekkt hann meðal þús- unda á því, hve feimnislega hann stóð á fætur og hneigði sig. Og jafnvel áður en hann ræskti sig, fannst mér ég heyra hina döpru, kjarkleysisí&gu rödd hans. „Fyrirgefið mér, hr. liðsfor- ingi“, sagði hann og hneigði sig — „að ég skuli ryðjast svona inn til yðar, en dr. Condor bað mig að skila kveðju sinni til yðar og afsaka það, að við skyldum ekki stanza, þegar við ókum fram hjá yður .... en við máttum engan tíma missa, hann varð að ná hrað lestinni til Wien, vegna þess að í kvöld þarf hann að .. og .. og .. svo bað hanii mig að segja yð- ur hversu leitt honum hefði þótt .. Það er eina ástæðan .. ég á við, að það er einungis þess vegna sem ég gerðist svo djarfur að koma hingað“. Hann stóð þarna fyrir framan mig, niðurlútur eins og undir ósýnilegu, en ofurþungu oki. — Beinaber, eggmyndaða hauskúp- an, með gisna hárinu, glansaði í rökkrinu. Þessi algerlega óþarfa auðmýkt í fari hans og fram- komu hafði strax æsandi áhrif á mig. Óþægilegur kvíði gagntók mig — og ég vissi að hann var ekki ástæðulaus. Gamall maður og þar að auki hjartveikur, píndi sig ekki upp á þriðju hæð í húsi, til þess eins að skila kveðju frá Pétri eða Páli. Hann hefði alveg eins vel getað skilað henni símleiðis. Vertu varkár, sagði ég við sjálfan mig. — Þessi gamli maður vill þér eitthvað sérstakt. Einu sinni áður kom hann svona óvænt út úr myrkr- inu. Hann byrjar auðmjúku.r eins og betlari, en endar með því að þrengja þér til að gera vilja sinn. Láttu ekki undan. Láttu ekki veiða þig í gildru. Spurðu eins- kis, biddu ekki um neitt, en los- aðu þig við hann, losaðu þig úr greipum hans, eins fljótt og auð- ið er. En maðurinn sem stóð fyrir framan mig, var gamall maður og hann laut mér í auðmýkt! Ég sá skiptinguna í þunna, hvíta hárinu og hún seiddi fram í huga minn mynd af ömmu minni, þeg- ar hún sat álút yfir prjónunum sínum og sagði okkur krökkunum ævintýri. Ekki gat ég rekið gaml- an mann frá mér, án vingjarnlegs orðs. Og svo benti ég honum til sætis, eins og öll fyrri reynsla min hefði ekki kennt mér neitt. „Mjög vingjarnlega gert af yð- ur, hr-. von Kekesfalva, að gera yður þessa fyrirhöfn mín vegna. Vissulega mjög vingjarnlegt. Vilj ið þér ekki fá yður sæti“. Kekesfalva ansaði ekki. Senni- lega hafði hann ekki heyrt greini lega hvað ég sagði, en hann skildi þó a. m. k. bendinguna. Hann tyllti sér hinkandi og feimnislega á blábrúnina á stólnum, sem ég hafði bent honum á. Svona hræðslulegur hlaut hann einmitt að hafa sézt í æsku sinni, þegar hann át gustukabrauð í húsum ókunnugra, datt mér allt í einu í hug. Og þarna sat hann nú milljónaeigandi, í slitna, óhreina hægindastólnum mínum. Svo tók hann af sér gleraugun, dró klút mjög varfærnislega upp úr vasa sínum og fór að þurrka gleraug- im. Aha, kunningi, hugsaði ég með mér. — Ég er nú búinn að læra nokkuð merkilegt. Ég veit hvað þessi gleraugnaþurrkun þín táknar. Ég þekki öll þín við- brögð. Ég veit að þú ert aðeins að þurrka gleraugun þín, til að draga á langinn. Þú vilt að ég hefji samræðurnar, vil't að ég spyrji allra spurninganna og ég veit líka hvað þú vilt að ég spyrji þig um. — Hvort Edith sé raun- verulega veik og hvers vegna ferðinni hafi verið frestað. En ég ætla mér að vera vel á verði. Ef Sá sem skaut þessa elgskú á skilið að fá ærlega refsingu. Hann Hryfið yður ekki og réttið upp hlýtur að haía séð mig koma og .. hendurnar. þú þarft að segja eitthvað við mig, þá skaltu bara byrja strax. Ég ætla ekki að stíga eitt skref til móts við þig. Nei, ég neita því, að láta bendla mig nokkuð frekar við þessi einkamál ykkar. — Þessi fjandans meðaumkun verður að taka enda. Þessi eilífu köll á meira og erm meira. Allt þetta pukur og óhreinlyndi verð- ur að taka enda. Ef það er eitt- hváð, sem þú vilt að ég geri, þá biddu hreinskilnislega um það, en sittu ekki þarna eins og aumingi, með gleraugun milli fingranna. Ég ætla mér ekki að ganga í gildr una þína aftur. Ég er orðinn dauð leiður á allri þessari meðaumk- im.... Loksins, líkast því sem hann hefði lesið hin ótöluðu orð af vör um mér, lagði gamli maðurinn gleraugun á borðið fyrir framan sig. Honum skildist það bersýni- lega, að ég ætlaði ekki að hjálpa honum neitt og að hann yrði sjálf ur að hefja samræðurnar. Hann byrjaði að tala, án þess að líta upp og beindi orðum sínum að borðinu, eins og hann byggist við meiri meðaumkun hjá því, en mér. 31ÍItvarpiö Miðvikudagur 2. marz (Öskudagur) 8.00—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregn ir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt“ eftir Stefán Jónsson; XI. (Höfundur les). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 „Sezt ég á fákinn frásta'*, — dagskrá að tilhlutan Landssam- bands ísl. hestamanna. Bjarni Vil- hjálmsson cand. mag. og dr. Broddi Jóhannesson búa til flutn- ings. Aðrir flytjendur: Asgeir Jónsson frá Gottorp, Asrún Hauksdóttir, Einar G. E. Sæ- mundsen, Kristján Eldjárn, Osk- ar Halldórsson og Steinþór Gests- son. 21.35 „Ekið fyrir stapann", leiksaga eftir Agnar Þórðarson; II. kafli. Sögumaður: Helgi Skúlason; leik endur: Ævar R. Kvaran, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðmundur Páls- son og Þóra Borg. Höfundurinn stjórnar flutningnum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (14). 22.20 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.40 „Kvöld í New York“: Hljómsveit André Kostelanetz o. fl. leika. 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 3. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.03 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. •— Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Jón Sigurðsson og eftir- hreytur þingsins 1855 (Lúðvik Kristjánsson rithöfundur). 21.00 Einsöngur: Erlingur Vigfússon syngur við undirleik Fritz Weiss- happels. a) „Islenzkt vögguljóð á Hörpu** eftir Jón Þórarinsson. b) „Leitin" eftir Sigvalda Kalda- lóns. c) „Þú ert" eftir Þórarinn Guð- mundsson. d) „Vikivaki" eftir Karl O. Run- ólfsson. e) „Musica proibita" eftir Gastal- don. f) „Mamma" eftir Bixio. 21.20 Við orgelis (Dr. Páll Isólfsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (15). 22.20 Smásaga vikunnar: „Hermaður- inn og stúlkan" eftir Martin A. Hansen (Sveinn Skorri Höskulds- son mag. art. þýðir og les). 22.40 Sinfónískir tónleikar: Sinfónfa nr. 2 í D-dúr op. 43 eftir Jean Sibelius. (Sinfóníuhljómsv. Lund úna leikur; Anthony Collins stj. — Dr. Hallgrímur Helgason flyt- ur skýringar). 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.