Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.1960, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 2. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 Tvöfaldur sigur Finna í „maraþon" skíðagöngu 50 KM. SKÍÐAGANGAN á Vetrarolympíuleikunum varð einvígi milli Finna og Svía. Rússarnir komu tæpast við — Jardskjálftinn Framh. af bls. 1 ekki þykir óhætt að fara inn í þau hús, sem enn standa. í all- an dag hafa hús verið að hrynja. Hár húsveggur hrundi t.d. yfir konu, sem í örvæntingu var að leita ástvina sinna innan um rústirnar í miðbænum í dag. Konunni varð ekki bjargað. Ekki steinn yfir steini Um 80% af nýbyggingahverfi Agadir er nú gersamlega í rúst- um. Þar stóðu áður mjög glæsi- leg hótel og nýjar íbúðabygging- ar. Engin leið er að gera sér grein fyrir hve margir eru grafn- ir þar undir húsunum. Um 99% af eldri hluta borg- arinnar hefur hrunið, 20% af iðnaðarhverfinu og allt elzta ■hverfi borgarinnar, sem nefnd- ist Casbah. Það var byggt árið 1540 í hinni upprunalegu portú- gölsku nýlendu á hæðum, sem gnæfðu hátt yfir höfnina og um- hverfi hennar. Þar bjuggu énn um 500 Arabar. Með hökum og skóflum Miitill fjöldi ferðamanna, marg ir í náttfötum einum, röltu ör- vinglaðir um sólbakaðar rústirn- ar í dag. Margir höfðu týnt ást- vinum eða ferðafélögum í ham- förunum og það var sem fjöld- inn á'taði sig ekki enn á því, að glæsiiega hótelbyggiagin, sem þeir sváfu í nokkrum stundum áður, væri nú jöfnuð við jörðu. Eintrjánungslegir húsveggir stóðu hér og hvar upp úr rúst- unura. Björgunarliðar unnu með hökum og skóflum við að grafa í rústunum, mörg lík voru þegar fundin og tekizt hafði að bjarga allmörgum úr rústunum, margir voru mjög limlestir. Síðdegis var svo fyrir mælt að allir bæjarbú- ar skyldu flytjast frá Agadir. Sem fætur toguðu lbúar bæjarins flúðu hver sem betur gat í nótt. Einni móður segist svo frá: Þegar við fundum jarðskjálftann hlupum við öll strx til dyranna. Við sluppum naumlega út áður en húsið hrundi. Við stukkum upp í bíl- inn okkar og ókum á brott sögu. Úrslitin urðu þau, að Finnar unnu glæsilegan sigur og áttu ívo fyrstu mennina. Sænski göngugarpurinn Six- hratt sem við máttum. Húsin hrundu á báða bóga og hnull- ungum og stórgrýti rigndi yfir göturnar. Við sáum marga stökkva út um glugga fáklædda, suma í náttfötum. Hamfarimar voru ægilegar. Á svipstundu voru göturnar morandi af fáklæddu fólki, sem æddi áfram í svarta- myrkri í leit að bersvæði. En þetta stóð aðeins skamma stund, því gizkað er á, að bærinn hafi hrunið að mestu á 10 sekúndum. Frakki einn, sem bjó í einu hótelanna sagðist hafa hlaupið sem tætur toguðu á dyr, þegar hótelið tók að nötra. Loftið fyllt- ist af ópum og óhljóðum og svo hrundi allt. Öll hótelin eru í rúst- um. Mörg hundruð hótelgesta hafa íarizt þar. Einn þeirra, sem slapp, var í nærbrókum einum k.æða. Sambandið rofnaði Sambandið við umheiminn rofnaði samstundis. Símalínur slitnuðu, símastaurar grófust í húsarústir. Jarðstrengir kubbuð- ust í sundur og vegir urðu ill- færir. Bílar, sem stóðu á götum inni í miðbænum grófust víðast hvar undir rústirnar og flöttust út, þegar húsveggirnir hrundu yfir þá. Flóttafólkið úr bænum bar fréttina fyrst til næstu byggðar- laga — og nokkrir áhugaloft- skeytamenn, sem bjargað höfðu tækjum sínum, gátu síðar í nótt náð sambandi við umheiminn. Lágu á strætum og gangstéttum Skjótt var brugðið við. Frá Rabat, um 275 mílur fyrir norð- an Agadir, voru björgunarsveit- ir, læknar og handbær hjúkrun- argögn send flugleiðis þegar í stað. Bandaríski sendiherrann þar veitti þegar í stað mikla fjárhæð til kaupa á lyfjum og gerðu Bretar. Bandarískar, brezk hjúkrunargögnum — og hið sama ar og franskar herflugvélar fluttu í allan dag ýmsan útbúnað til borgarinnar og slasaða frá borginni til sjúkrahúsa annars- staðar í Marokko. Sjúkrahúsið í Agadir hafði laskazt mjög í jarð svohræringunum. Hundruð slasaðra ten Jernberg, sem Svíar höfðu bundið svo miklar von- ir við í þessari keppnisgrein fór of geyst af stað. Varð hann brátt lúinn svo að hann varð síðast að sætta sig við að verða númer fimm. Vonbrigði Svía Svíar höfðu fastlega vænzt þess, að laugardagurinn yrði hinn mikli dagur þeirra á Ol- ympíuleikunum, þegar keppa átti í 50 km skíðagöngu, en hún er eins konar Maraþonhlaup Vetrarleikanna. En margt fer öðru vísi er ætlað er. Laugar- dagurinn varð hinn stóri dagur Finna. Sixten Jerneberg fór mjög geyst af' stað og var eftir 5 og 10 km af göngunrii langfremstur þátttakendanna. Þóttust menn sjá i þessu tákn þess, hvemig gangan myndi enda. Én bráðlega fór að draga úr Sixten. Hann mátti horfa á það, að tveir Finn- ar voru komnir fram fyrir hann lágu á strætum og gangstéttum og biðu flutnings. Heilbrigðisyfirvöld landsins skoruðu á alla í nærsveitunum að hraða sér á slysstaðinn og gefa blóð og yfirforingi flug- sveita bandaríska flotans á Mið jarðarhafi fór flugleiðis í dag til Agadir til þess að athuga hvernig flotinn gæti bezt veitt nauðsyn- lega aðstoð við björgunarstarfið. Múhameð konungur V. fór í morgun flugleiðis til Agadir og tók virkan þátt í skipulagningu björgunarstarfsins. Gekk kon- ungur um rústirnar með björg- unarliðum til þess að kanna hvernig bezt yrði að haga starf- inu. Hætta lífinu við björgunar- starfið Víða voru glufur eða göng niður í rústirnar og fóru sjálf- boðaliðar niður enda þótt hætta væri á að allt hryndi saman þá og þegar. Víða heyrðust óp og grátur úr rústunum, en menn með skóflur og haka máttu sín lítils. Agadir var ein helzta miðstöð efnahagslífs í suðurhluta Mar- okko. Skammt þaðan er síðasta flug og flotastöð Frakka í laad inu. Þar urðu líka miklar skemmd ir, en ekkert manntjón. Agadir var jafnframt ein helzta ferðamannaborg Marokko, baðstrendur eru þar víðfrægar og hótel voru mörg og rómuð. Þaðan hafa verið stundaðar mikl ar sardínuveiðar, niðursuðuiðn- aður stóð þar föstum fótum og sementsframleiðsla var þar mik- il. Um milljón hefur farizt á síðmstu öldum Mannskæðasti jarðskjálfti, er sögur greina, varð í Kína fyrir meira en 400 árum. Þá fórust um 830 þúsund manns. Á síðari árum hafa jarðskjálftar verið hvað mestir í íran. Þrjár þúsundir manna fórust þar í tveimur jarð skjálftum 1957. Yfir 25 þúsund létust í jarðskjálftum í Pakist- an 1935 og fimm árum síðar for- ust yfir 35 þúsundir í sams konar hamförum í Tyrklandi. Yfir 100 þúsundir manna fór- ust í jarðskjálfta í Japan árið 1923. Jarðskjálfti lagði Lissabon nær því í rúst árið 1755 og þá fórust 30—40 þúsundir. Miklir jarðskjálftar urðu einnig í San Francisco árið 1906 og þar fór- ust 450 manns. í síðasta mánuði fórust 60 manns í jarðskjálfta í Perú og 47 létust í tveimur þorpum í Alsír í jarðskjálfta fyrir stuttu síðan. eftir 20 km göngu. Síðan fór landi hans Ramgaard fram úr honum og loks jafnvel litli Lars- son. Er það í fyrsta skipti sem þessi unglingur hefur sigrað Jemeberg í slíkri þolraun. Finnskar maskínur Finnarnir Hámáláinen og Haku linen voru að frásögn sjónarvott- ar eins og maskínur, sem gengu taktfast og óstöðvándi. Hámálá- inen lagði af stað fyrstur og er það talin mjög erfið aðstaða, því að þá er við engan að keppa. Hann náði samt gullverðlaunun- um. Hakulinen sem hefur verið frægastur finnskra skíðagöngu- manna og varð fyrstur í mark i 40 km skíðaboðgöngu lagði af stað næstur á undan Jernberg og má geta nærri að hin persónulega keppni milli þeirra var óvægileg. Jernberg kennir hinu þunna lofti í 2000 metra hæð Squaw Valley um hvernig fór. Þá segist hann hafa orðið andvaka síðustu tvær nætur. Úrslit í 50 km skíðagöngu 1. Kalevi Hamáiáinen, Finnl. 2:99,M 2. Veikko Hakulinen, Finnl. 2:59,27 3. Rolf Ramgaard, . Svíþjóð_ 3:02,47 4. Lennart Larsson, Sviþjóð 3:03,27 5. Sixten Jemberg, Svíþjóð 3:05,18 6. Bentti Pelkonan, Finnlandi 3:05,25 7. Gennadij Vagonov, Rússl. 3:05,2íi 8. Veikko Rasánen, Finnlandi 3:06,04 9. Hallgeir Brenden, Noregi 3:08,23 10. Sverre Stensheim, Noregi 3.08.51 Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim er glöddu mig á margvíslegan hátt á sjötugs afmæli mínu 8. febr. sL Guð blessi ykkur öll. Klínrós Benediktsdóttir, Hringbraut 71, Keflavík. PÉTUR J. ÓLAFSSON Hverfisgötu 65 andaðist 22. febrúar sl. Útförin hefur farið fram Fyrir hönd ættinga og vina: Guðmundur Ólafsson Móðir okkar GRÓA ERLENDSDÓTTIR lézt 28. f.m. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 7. þ.m. kl. 2 eftir hádegi. Blóm afbeðin. Börniu. EIRÍKUR JÓHANNESSON frá Eskifirði, andaðist í Landakotsspítalanum mánudaginn 29. febr. Börn, tengdabörn og barnaböm. Eiginmaður minn og faðir okkar SV.AFAR GUÐMUNDSSON fyrrv. bankastjóri, andaðist í Esbjerg 16. febr. 1960. Útförin hefur farið fram í kyrrþei, þökkum samúð. Sigrún Þormóðs, Guðrún, Guðmundur, Þormóður, Margrét, Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma GUÐBJÖRG Þ. KRISTJÁNSDÓTTIR sem andaðist 23. f.m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 3. marz kl. 1,30. Börn, fósturdóttir, tengdabörn og bamaböra. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Agústa g. TEITSDÓTTIR Sörlaskjóli 36 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 3. marz kl. 3 e.h. — Vinsamlegast sendið ekki blóm. Styrk- ið þess í stað hið göfuga starf er S.I.B.S. vinnur. Ásþór B. Jónsson, börn, tengdabörn og baniabörn Hjartkær eiginmaður minn og faðir PÉTUR HALLBERGUR PÉTURSSON verður jarðsunginn frá þjóðkirkjunni Hafnarfirði fimmtud. 3. marz kl. 2 e.h. Páiína Þorbjörg Amadóttir, Pálína Dóra Pétursdóttir. Þakka innilega auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu minnar GUÐBJARGAR HREINSDÓTTUR Litlu-Tungu. Sigurbjöra Guðmundsson. Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkar samúð við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar STEFANlU INGIMUNDARDÓTTUR Þórsgötu 21 A. Jóhann Stefánsson Margrét Jóhannsdóttir, Jón K. Jóhannsson. Tvö ísl. met Á SUNDMÓTI Ægis, sem fram fór á mánudagskvöld- ið, voru sett tvö ný ísl. met og hið þriðja var jafnað. Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, kornung sundkona ÍR, setti bæði metin — og það í sama sundinu. Hún synti 100 m. bringusund, en millitími var löglega tek- in á 50 metra markinu. 50 m. synti hún á 39,5 sek. og bætti gamla metið um 7/10 úr sek. 100 m. bringusund synti hún á 1,24,8 sek. og bætti sitt gamla met um 2,7 sek. Árangur Hrafn- hildar er mjög góður. Þá jafnaði Guðmundur Gíslason metið í 50 m. skriðsundi, synti á 26,2 sek. Hörkukeppni varð í 200 m. bringusundi karla. Þar sigraði glæsilega Einar Kristinsson Á, sem náði öðrum bezta tíma er íslend- ingur hefur náð. Synti hann á 2,44,6 sek. Annar varð Hrafnhildur Guðm. Gíslason ÍR á 2,45,9, 3. Sig. Sigurðsson Akranesi 2.46,2 og 4. Guðm. Samúels- son Akranesi á 2,46,3. Var keppni afar spennandi og skemmtileg. — Nánari frá- sögn af mótinu bíður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.