Morgunblaðið - 09.03.1960, Page 3
Miðvrkudagur 9. marz 1960
Monr.rnvrtT4fíiÐ
3
Iðn-
lærðir
menn
STAKSTEINAR
Y f irdrepsskapur
Framsóknar
Framsóknarmenn eru nú orðn-
ir lafhræddir við þjónkun sína
við kommúnista innan verka-
lýðsfélaganna. Birtir nú Tíminn
hvern leidarann á fætur öðrum,
þar sem hann reynir að sverja af
sér alla samvinnu við kommún-
ista innan þessara félaga.
Kemst Tíminn að orði um þetta
á þessa leið í forystugrein sinni
í gær:
BIFVÉLAVIRKJAR hafa að
undanförnu flykkzt í Vélskól-
ann í Reykjavík, til námskeiða
sem þar hafa verið og eru nú
fcaldin fyrir þá. Mbl. hafði
spurnir af námskeiði þessu og
ljósmyndari blaðsins leit inn
að kvöldlagi í Vélasal Vél-
skólans. Þar voru 12 bifvéla-
virkjar hver við sína vinnu,
en unnu verk sitt undir leið-
sögn eins kennara Vélskólans
Jóhanns Péturssonar. Siík
námskeið eru alger nýjung í
staifsemi skólans.
— Skólinn vildi þegar gera
Annar námskeiðsflokkurinn við áhaldið, sem notað er til að stilla oliudælur dieselvéla. í fremri
röð yzt til hægri er Jóhann Fétursson kennari »g Gunnar Bjarnason skólastjóri.
lestrarformi um efnabætta
olíu.
Til fyrsta námskeiðsins
komu 13 bifvélavirkjar en
fleiri komasf ekki fyrir í senn
og líkaði mjög vel. Annað nám
skeiðið sóttu 12 menn. Nöfn-
um á biðlista fór fjölgandi og
þriðja námskeiðið var ákveð-
ið frá 8. marz, með 13 mönn-
um. Þá voru enn á biðlista 30
menn í Reykjavík og fyrir-
og vinna að viðgerð þeirra
hér. Þannig hafa þeir unnið
nauðsynleg verk fyrir vinnu-
veitendur sína um leið og þeir
hljóta fræðslu, sem þeir hafa
hvergi getað sótt áður. At-
vinnurekendur hafa og skilið
nytsemi þessara námskeiða og
greitt kostnað fyrir menn sina
varðandi þau.
Menn sem ekki hafa hlotið
kennslu í meðferð dieselvéla
flykkjast á námskeið
allt sem honum var unnt varð
andi beiðni fræðslunefndar
Félags bifvélavirkja, er hún
bar upp þá ósk að skólinn
efndi til námskeiðs fyrir bif-
vélavirkja þar sem fram færi
fræðsla um dieselvélar
og einkum eldsneytisbúnað
þeirra, sagði Gunnar Bjarna-
son skólastjóri Vélskólans. Það
er okkar skoðun, að skóiinn
eigi að veita eins mikla
fræðslu á sem flestum svið-
um og frekast er unnt.
ýkr Mikil aðsókn
— Við í skólanum undir-
bjuggum námskeiðið, hélt
skólastjórinn áfram. Ákveðið
var að það yrði 24 stundir í
verklegri kennslu og auk þess
nokkurra stunda ágrip í fyrir-
spurnir höfðu borizt utan af
landi frá mönnum sem gjarna
vildu koma til námskeiðs.
★ Góður árangur
Bifvélavirkjarnir voru önn-
um kafnir við vinnu sína. Þeir
koma frá ýmsum verkstæðum
í bænum og firmum, sem
mikið nota dieselbíla, sagði
Jóhann Pétursson kennari.
Hér hafa verið eða eru 9
menn frá Vegagerð ríkisins og
fleiri koma, hér hafa verið
menn frá Alm. byggingafélag
inu, frá Strætisvögnunum,
Reykjavíkurhöfn, Mjólkur-
samsölunni, Olíufélaginu og
víðar. Mennirnir koma
sjálfir með verkefni — dælur
og aðra hluti sem bilaðar eru
en er falið viðgerð þeirr*.
hafa eðlilega þurft að prófa
sig áfram. En fræðslan er
grundvöllur þekkingarinnar
og hana reynum við að veita,
og árangurinn hefur orðið góð
ur, sagði Jóhann.
•k Bifvélavirkjarnir ánægðir
Einn úr fi’æðslunefnd félags
bifvélavirkja var í salnum.
Honum fórust orð á þessa
leið:
Það gleður okkur í fræðslu-
nefndinni hve vel bifvélavirkj
ar tóku þessari nýbreytni. Og
það er ekki vafi á því, að
þessi námskeið hafa orðið
bifvélavirkjum til ómetanlegs
gagns. Hér í Vélskólanum gæt
um við sótt miklu meiri
fræðslu, en aðstæður ýmsar
leyfa ekki að námskeiðin
standi nema stuttan tíma í
einu. En hér eru tæki góð og
góð kennsia og árangurinn og
ánægja okkar bifvélavirkja er
að sama skapi.
ýk Flest strandar á hálfgerðu
húsi
Reynslan af þessum nám-
skeiðum er mjög lærdómsrík
sagði skólastjórinn er við
kvöddum hina iðnu menn.
Hún sýnir nauðsynina á að
gert sé vel við Vélskólann.
Hvergi annars staðar hér á
landi er unnt að veita slíka
þjónustu sem þessi námskeið
eru. En hið sorglega er, að það
er vart hægt ennþá. Astæðan
er sú að húsrýmið vantar. Nýr
vélasalur er í byggingu og var
tekinn í notkun í haust, þó
slíkt sé varla forsvaranlegt,
þar sem húsið er ekki full-
gert. En hefðum við ekki haft
þennan ófullgerða sal, hefðu
þessi námskeið verið útilokuð
með ölu — þó allt annað,
kennaralið og tæki séu og hafi
verið fyrir hendi.
Vélasalurinn hefur nú verið
í byggingu í 3 ár og bygging
hans undirbúin löngu áður. En
aldrei hefur runnið til hans
sérstök fjárveiting. Til að full
gera allt í hólf og gólf vantar
1 til 1,5 milljónir króna og
verður þá salurinn kominn í
fullkomið horf m.a. með rými
fyrir frystivélakerfi. Ávkeðið
er, að þegar salurinn fæst
fullgerður, verði verkleg
kennsla vélstjóra aukin um
helming. Leyfi hefur fengizt
til ráðningar nýs fastakennara
m.a. vegna þessarar aukning-
ar. En allar þessar ráðagerðir
stranda meira og minna á
hálfgerðu húsinu. Héðan braut
skrást um 40 vélstjórar árlega
og „hverfa eins og dögg fyrir
sól“. — Eftirspurnin eftir
tæknilærðum mönnum héðan
fer sívaxandi, enda er þetta
eini tækniskóli landsins.
Mönnum, sem héðan koma, er
fengið það verkefni að gæta
véla á sjó og landi, sem kosta
hundruð miljóna króna. Það
er því mikill ábyrgðarhluti að
draga það öllu lengur að full-
gera það hús, sem þegar er
reist og með því gera kleift,
að veitt sé sú verklega fræðsla
sem gerir mennina hæfa til
sinna ábyrgðarmiklu starfa,
sagði Gunnar Bjarnason skóla
stjóri að lokum.
Skólinn er á framfarabraut,
og hefur fegið lof erlendra sér
fræðinga fyrir það. M.a.
hreyfst danski vélfræðingur-
inn sem hefur eftirlit með vél
um nýja varðskipsins Oðins,
mjög að skólanum, og kvaðst
myndu skýra frá fyrirkomu-
agi skólans í Reykjavík er
hann kæmi til skólans í Höfn.
Bifvélavirkjar við viðgerðir í Vélskólanum
Hvatarkonur ræddu um
efnahagsráðstafanirnar
A MÁNUDAGSKVÖLD hélt
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
fund í Sjálfstæðishúsinu. Al-
þingismennirnir, frú Ragnhildur
Helgadóttir og frú Auður Auð-
uns, borgarstjóri, fluttu þar ræð-
ur um efnahagsmálin. Ýmislegt
fleira var til fróðleiks og
skemmtunar og á eftir settust
fundarkonur að kaffidrykkju.
Frk. María Maack, formaður
félagsins, setti fundinn. Frú
Soffía Ólafsdóttir, ritari, las
fundargerð síðasta fundar.
Alþingiskonurnar fluttu
framsöguræðu
Þá tók frú Ragnhildur Helga-
dóttir til máls. Ræddi hún um
aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efna
hagsmálum, rakti tildrög þess að
þessar ráðstafanir nú voru nauð-
synlegar, og skýrði nokkuð frum-
vai-pið. Sagði hún að nauðsynlegt
væri að fólk biði og gæfi því
kerfi, sem nú kemur fram, tíma
til að reyna sig, því ef til mikils
er að vinna er líka nokkuð á
sig leggjandi. — Þolinmæði og
skilningur er aðalatriðin, og þá
ekki sízt skilningur á því hvern-
ig ástandið var orðið áður en
ráðstafanirnar voru gerðar,
sagði Ragnhildur að lokum.
Frú Auður Auðuns tók til með-
ferðar í ræðu sinni þær sérstöku
ráðstafanir, sem gerðar hafa ver-
ið til að létta á þeim, sem erfið-
ast eiga með að taka á sig byrð-
arnar, er ráðstafanirnar hlutu
óhjákvæmilega að hafa. Tók frú
Auður undir orð Ragnhildar um
að tími yrði að fást til að reyna
á ráðstafanir þessar, því ef egnt
væri áður til verkfalla og kaup-
hækkana, væri fótunum kippt
undan því að þær gætu orðið
það sem allir hlytu að vona að
þær yrðu.
Að ræðu frú Auðar lokinni,
tók frú Sesselja Konráðsdóttir
til máls. Tók hún undir orð fyrri
ræðumanna um efnahagsráðstaf-
anirnar. Og í lok ræðu sinnar
færði hún Maríu Maack heilla-
óskir af tilefni 70 ára afmælis
hennar, sem var á sl. hausti.
Þá hvatti María Maack fundar-
konur til að duga nú vel í undir-
Framh. á bls. 22.
„Framsóknarmenn álita, að
forystulið stjórnmálaflokka eigi
ekki að hafa afskipti af niálum
innan stéttarfélaga. Þetta á jafnt
við um samtök bænda og launa-
fólks. Forysta Framsóknarflokks
ins hefur engin afskipti af því,
hvernig Framsóknarmenn í stétt-
arsamtökunum haga slarfi sína
þar“.
Hverjir eiga að trúa
þessu?
Hverjir skyldu nú eiga að trúa
þessu? Aðeins örfáir dagar eru
liðnir, síðan Tíminn, aðalmálgagn
Framsóknarflokksins, beitti sér
af alefli fyrir því, að framboðs-
listi kommúnista í Iðju, félagi
verksmiðjufólks og Trésmiðafé-
lagi Reykjavíkur næði kosningu.
ITíminn birti mynd af Birni
Bjarnasyni, harðsoðnasta Mosk-
“ vu-kommúnista landsins, sem
var í formannssæti kommúnista
í Iðju og skoraði á alla „vinstri
menn“ að fylkja sér um Björn
og samstarfsmenn hans.
Sama saga gerðist í Trésmiða-
félagi Reykjavíkur. Tíminn birti
Imyndir af framboðslista komm-
únista og herhvöt til trésmiða
um það að duga nú kommúnist-
um vel.
Svo kemur Tíminn í gær og
segir með sakleysissvip:
„Forysta Framsóknarflokksins
hefur engin afskipti af því, hvern
ig Framsóknarmenn í stéttarsam
tökiunum haga starfi sínu þar.
Það er alveg þeirra mál en ekki
Framsóknarf lokksins".'
Er nú hægt að hugsa sér meiri
tvöfeldni og yfirdrepsskafp, er
birtist í þessari framkomu aðal-
málgagns Framsóknarflokksins?
Nei, sannleikurinn er sá, að
kommúnistar og Framsóknar-
menn hafa gert með sér bandalag
innan verkalýðsnreyfingarinnar í
þeim tilgangi að berjast gegn og
brjóta niður þær viðreisnarráð-
stafanir, sem núverandi rikis-
stjórn hefur beitt sér fyrir.
AtkvæðagTeiðslan í
Eyjum
Atkvæðagreiðslan, sem for
fram meðal sjómanna i Vest-
mannaeyjum um síðustu helgi,
Ium heimild til vinnustöðvunar,
og úrslit hennar syna greinilega,
hvernig örlítill hluti fólks i stétt
arfélögum getur tekið fram fyrir
hendurnar á miklum meirihluta
félagsmanna. í þessari atkvæða-
greiðslu tóku þátt 130 manns, er
skiluðu gildum atkvæðum. í Vél-
stjórafélagi Vestmannaeyja og
Sjómannafélaginu Jötni eru hins-
vegar um eða yfir 400 manns. Af
þeim 130, sem skiluðu gildum at-
kvæðum, voru 76 með að veita
verkfallsheimild en 54 á móti. I
þessu sambandi má ennfremur
benda á bað að sjómenn í Vest-
mannaeyjum eru nú nokkuð i
annað þúsund.
Engu að síður geta 74 menn
heimilað stjórnum félaganna að
skella á verkfalli og stöðva þar
með allt athafnalif í þessari lang
samlega stærstu og þróttmestn
verstöð landsins.