Morgunblaðið - 09.03.1960, Síða 6
6
MORCVNBLAÐ1Ð
Dæmdur í
rétta rsekt
vegna ummæla um
lögregluna
I HÆSTARÉTTI er genginn dóm
ur sem ákæruvaldið höfðaði
gegn Marteini Magnússyni Skaft
fells, kennara Hamrahlið 5 hér 1
bæ. Reis mál þetta út af því, er
kennarinn ók bíl sinum af Tjarn-
argötunni og inn á Hringbraut-
ina. Kennarann bar að gatnamót-
unum í bíl sínum, um leið og einn
af bílum lögreglunnar er kom
þar að eftir Hringbrautinni.
Lenti kennarinn í kasti við lög-
regluna.
Tapaði Marteinn Magnússon
málinu bæði fyrir undirrétti og
Hæstarétti. Hæstiréttur tók sér-
staklega fyrir í sambandi við
uppkvaðningu dómsins, óviður-
kvæmileg ummæli kennarans um
annann lögregluþjónanna sem í
lögreglubilnum var og stöðvaði
Martein M. Skaftfells á bíl sín-
um.
í forsendum dóms Hæstaréttar
er atvikum málsins lýst og seg-
ir þar m. a. á þessa leið:
í veg fyrir lögreglubílinn
„Er atvik þau gerðust, sem
mál þetta er af risið, voru lög-
regiumennirnir Arnþór Ingólfs-
son og Þorvarður Trausti Eyjólfs-
son á leið austur Hringbraut í
Reykjavík í lögreglubifreiðinni
R—4010 og stjórnaði Þorvarður
Trausti þeirri bifreið. Akærði,
Marteinn Magnússon Skaftfells,
ó'k hins vegar bifreið sinni
R—9797 suður Tjarnargötu.
Samkvæmt skýrslum málsins
virðist bifreiðum þessum hafa
verið ekið með svipuðum hraða
og eigi yfir 30—35 km., miðað við
klukkustund. Bar bifreiðarnar
samtímis að mótum nefndra
gatna, og voru samkvæmt eið-
festu vætti lögreglumannanna að
eins um 10 metrar á milli þeirra.
er ákærði ók í veg fyrir lögreglu-
bifreiðina inn á Hringbraut,
sem er aðalbraut. Með því að
hemla lögreglubifreiðina af
skyndingu varð árekstri afstýrt,
en ákærði ók austur Hringbraut,
eins og í héraðsdómi greinir, án
þess að sinna stöðvunarmerkjum
lögreglumanna, sem veifctu
honum eftirför.
1 dómsforsendum segir svo:
„Eigi er í Ijós leitt, að stöðvun-
armerki, sbr. 4. mgr. 48. gr. um-
ferðarlaga nr. 26/1958, hafi á
þeim tíma, er hér skiptir máli,
verið við Hrin^braut á mótum
hennar og Tjarnargötu. Verður
ákærði því eigi talinn hafa brot-
ið gegn greindu ákvæði. Að
öðru leyti hefur héraðsdómari
fært háttsemi ákærða til réttar
refsiákvæða.
Með þessum athugasemdum
þykir mega staðfesta héraðsdóm-
inn, að öðru en því, að frestur
til greiðslu sektar, 400 krónur,
verði 4 vikur frá birtingu dóms
þessa.
Ummæli dæmd ómerk
I varnarskjali sínu fyrir héraðs
dómi hefur ákærði gerzt sekur
um óviðurkvæmileg ummæli.
Segir þar m. a. um Arnþór lög-
reglumann Ingólfsson.
„Augljóst er, að viðkomandi
lögregluþjónn er reiðubúinn ef
í hart slær að hagræða fram-
burð i sínum sér í vil og vinna eið
að, vitandi, að eiður lögreglu-
manns er mjög þungur á metun-
um. Hér er misræmið í fram-
burði hans svo glöggt, að eiður-
inn vottar litla virðingu hans
fyrir staðreyndum".
Þá lúta eftirfarandi ummæli að
lögreglumönnunum Arnþóri
Ingóífssyni og Þorvarði Trausta
Eyjólfssyni sameiginlega:
„Hver hefði svo borið ábyrgð-
ina, ef kærendur með glæfra-
akstri sínum hefðu orðið valdir
að árekstri tjóni á báðum bílum
og ef til vill slysum?
Leikur á því nokkur vafi, að
þeir hefðu reynt að ýta sökinni
á mig? Hefðu þeir ekki verið
fúsir til að hvítþvo sig af allri
ábyrgð með eiði?“
Þessi meinyrði hafa ekki verið
réttlætt. Eiga þau að vera dauð
og ómerk. Þá ber og samkvæmt
160. gr. sbr. 159. gr. laga nr.
27/1951 að dæma ákærða fyrir
ummæli þessi réttarfarssekt til
ríkissjóðs, kr. 400,00, og komi
varðhald 3 daga í hennar stað,
verði hún eigi greidd innan 4
vikna frá birtingu dóms þessa.
Akærði greiði allan áfrýjunar-
kostnað sakarinnar, þar með talin
laun sækjanda og verjanda, kr.
2000.00 til hvors.
Q Hér eru bassaleikarar í /)
A Sinfóníuhljómsveit Islands h
\ með hin „virðulegu" hljóð- x
V færi sín. Myndina tók ljós- ý
0 myndari Mbl., Ólafur K. 0
Q Magnússon, á æfingu Q
Q liljómsveitarinnar í Góð- Q
A templarahúsinu sl. mánu- A
\ dag, en í gærkvöldi hélt \
V hljómsveitin fyrstu tónleik- v
Q ana af sex, sem haldnir Q
^ verða næstu vikurnar í til- A
A efni af tíu ára afmæli A
\ hennar. \
Stúdentar lesa
með skólafólki
VINNUMIÐLUN stúdenta vill
vekja athygli á því, að nokkrir
stúdentar hafa áhuga á að taka
að sér lestur með skólafólki og
öðrum, sem þess æskja.
skrifar úr
daglegq iífinu
]
• Óbragð að danska
smjörinu
Gæfuleysi fslendinga í
smjörmálum ríður ekki við
einteyming. Nú um nokkurt
skeið höfum við búið við
gæðasmj örsfyr irkomulagið, en
nú upp úr miðjum vetri virð-
ast kýrnar hafa þðrnað, svo
rjómi til gæðasmjörsgerðar er
ekki falur. Þá er gripið til
þess ráðs að flytja inn danskt
smjöc. Kona, sem keypt hefur
danska smjörið og neytt þess,
spyr:
— Af hverju er þetta óbragð
af danska smjörinu? Þetta
hefði ekki þótt góð innleggs-
vara þegar ég var við fram-
leiðslustörf í sveit. Þar sem ég
þekki til smjörgerðar og kann
ast við þetta bragð langar mig
til að koma þeirra spurningu á
framfæri til réttra aðila í
hvaða gæðaflokki þetta
danska smjör sé.
• Of mccrgum boðið
í bíó
Velvakandi var einn þeirra, er
sáu afríkönsku siðvæðingar
kvikmyndina Frelsi í fyrra-
kvöld. í sambandi við sýning-
una er þess fyrst að geta, að
allt of mörgum hafði verið
veittur aðgangur að henni.
Var þröng fólks standandi í
húsinu og veitti Velvakandi
því sérstaka athygli, að bisk-
upinn yfir íslandi, sem boðið
hafði verið á sýninguna, fékk
ekki sæti. Verður það að telj-
ast mikið fyrirhyggjuleysi
þeirra, sem að sýningunni
stóðu, að útbýta svo mörgum
aðgangskortum, að fjöldi
manns varð að horfa á sýn-
inguna standandi, sér til
þreytu og trm leið lokandi út-
sýni fyrir þeim, er höfðu ver-
ið það hamingjusamir að
krækja sér í sæti.
* Iðrun og fyrir-
gefning
Kvikmyndin Frelsi er gerð,
tekin og sýnd að tilhlutan sið-
væðingarhreyfingarinnar. Sýn
ir hún hver áhrif boðskapur
siðvæðingarinnar hefur haft á
þá Afríkubúa, sem um er fjall
að. Meginatriði boðskaparins
er að byrja á því að líta í eigin
barm, áður en menn ráðist að
öðrum og geri kröfur til
þeirra. Hefur siðvæðingar-
hreyfingin hér gert raunveru-
legt eitt meginboðorð kristin-
dómsins og verða þeir, sem
kristnir vilja kallast, að viður
kenna yfirburði siðvæðingar-
manna á þesu sviði.
Miðvik'udagur 9. marz 1960
Pósturinn
kom
ríðandi
STYKKISHÓLMI, 5. marz. —
Undanfarna sólarhringa hefur
kyngt niður snjó hér á Snæfells-
nesi og er nú lokuð leiðin til
Grundarfjarðar og inn á Skógar
strönd í Dali. Þó er fært KerL
ingarskarð og Fróðárheiði mun
einnig fær, en sjálfsagt" þungfær.
Pósturinn, sem fer frá Stykk-
ishólmi inn Skógarströnd og inn
í Dali kom í morgun að sækja
póstinn og var þá á hestum, en
það er fyrsta gerðin á þessum
vetri, sem hann verður að nota
hesta. Var að þessu dálítil til-
breyting og vantaði hann ekk-
er nema lúður, til að blása í
svo allt væri eins og í gamla
daga.
Árshátíð bamaskólans.
Barnaskólinn í Stykkishólml
hélt sína árhátíð í dag og í kvöld
og fór hún hið bezta fram, var
bæði fjölmenn og ánægjuleg. —
Hefur skólinn haft þennan hátt
á um lengri tíma og hafa skemmt
anir þessar verið vel sóttar aí
bæjarbúum.
Goðafoss var hér í Stykkis-
hólmi í dag að taka fisk til út-
flutnings. — FréttaritarL
Styðja frelsisbar-
áttu nýlenduþjóða
FULLSKIPAÐUR stjórnarfund-
ur Rithöfundasambands íslands,
haldinn í Reykjavík hinn 29.
febrúar 1960, beinir þeirri ein-
dregnu áskorun til ríkisstjórnar-
innar, að hún bregðist drengilega
við málaleitun þjóðfrelsishreyf-
ingar Nýasalandsmanna og flytji
mál hinna fangelsuðu leiðtoga
hennar fyrir Mannréttindadóm-
stóli Evrópu.
Stjórn Rithöfundasambands ís-
lands telur það eitt höfuðhlut-
verk Islendinga á alþjóðlegum
vettvangi að veita frelsisbaráttu
nýlenduþjóða og ánauðugra kyn-
þátta allt það fulltingi, sem þeir
frekast mega. Slík barátta er í
fyllsta samræmi við íslenzka
mannréttindahugsjón frá fornu
fari og á enn óskiptan hljóm-
grunn með allri þjóðinni.
HAFNARFJÖRÐUR
ABCDEFGH
ABCDEFGH
KEFLAVÍK
25.. Hc8—c5
★
KEFLAVÍK
ABCDEFGH
ABCDEFGH
AKRANES
22.. g7xf6