Morgunblaðið - 09.03.1960, Síða 14
14
Einar Eiríksson hrepp-
stjóri — Minning
Traustir skulu hornsteinar
hárra sala
í kili skal kjörviður
bóndi er bústólpi
bú er landstólpi
því skal hann virður vel.
J. Ól.
MHJVIKUDAGINN 11. nóv. sl.
lézt að heimili sínu, Fjallsseli í
Fellum í N-Múlasýslu, Einar Ei-
ríksson fyrrverandi hreppstjóri,
Fellahrepps, á 79. aldursári. For-
eldrar hans voru heiðurshjónin
Ingibjörg Einarsdóttir og Eiríkur
hreppstjóri Einarsson, er bjuggu
mestan sinn búskap að Bót í
Hróarstungu. Ingibjörg var dótt-
ir hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur
frá Skeggjastöðum í Fellum og
Einars bónda á Hafursá, Einars-
sonar bónda á Hrafnkelsstöðum
í Fljótsdal og var Sigríður mið-
kona hans. Foreldrar Sigríðar
voru Ólafur sonur Þorsteins
bónda á Melum í Fljótsdal, sem
Melaætt er frá talin og Guðrún
Oddsdóttir kona hans, er bjuggu
á Skeggjastöðum. Foreldrar Guð-
rúnar voru hjónin Oddur Jónsson
og Ingunn Davíðsdóttir frá Hell-
isfirði, er landskunn varð fyrir
þá skyggnigáfu er hún var gædd.
Þau bjuggu á Skeggjastöðum. —
Þeim Bótarhjónum In'gibjörgu og
Eiríki búnaðist mjög vel og var
bú þeirra talið eitt með beztu
búum hér á Héraði. Þau áttu 7
börn en 2 þeirra dóu í æsku úr
barnaveiki. Hin börnin ólust upp
á heimili foreldra sinna til full-
orðinsára og stunduðu skólanám.
Haustð 1899 fór Einar á Möðru-
vallaskóla og lauk þaðan burt-
fararprófi 1901, með mjög góðum
vitnisburði. Að loknu námi
dvaldi hann með foreldrum sín-
um. í janúar 1905 andaðist Ei-
ríkur faðir hans úr lungnabólgu.
Tók Einar þá við bústjórn með
móður sinni til vorsins 1906. Þá
brá hún búi.
Haustið 1905 kvongaðist Ein-
ar Kristrúnu Hallgrímsdóttur
Hallgrímssonar frá Glúmsstöð-
um í Fljótsdal. Móðir hennar
var Ingunn Pálsdóttir Sigurðs-
sonar af Krossavíkurætt. Vorið
1906 byrjuðu þau búskap á Fjalls
3eli í Fellahreppi. Fjallssel var
kirkjueign og hafði verið í leigu-
ábúð frá ómunatíð. Hafði hún
hlotið misjafna meðferð, sem títt
er um leigujarðir. Jörð þessi var
talin allgóð fyrir sauðfénað, beit
góð, er hennar naut, fjárgeymsla
erfið og vetrarríki, þar sem mesti
hluti landsins er fjalllendi og
heiði. Tún lítið, húsakostur forn
og mjög af sér genginn. En hjón-
in voru ung og hraust og létu sér
ekki allt í augum vaxa.
Brátt festi Einar kaup á jörð-
inni og tók að búa í haginn. Hann
byrjaði á að lagfæra bæjarhúsin
svo þau urðu íbúðarhæf og leiddi
vatn í þau. Byggði gripahús og
hlöður fyrir heyfenginn. Girti
túnið með grjóti og varnarskurð-
um, er jafnframt gegndu því
hlutverki að veita vatni frá mýr-
Iendi, er liggur að túninu og síð-
ar var tekið til túnræktar og
túnþúfunum fækkað ár frá ári.
Fyrir þessar framkvæmdir óx
töðufall hörðum skrefum og bú-
peningurinn sömuleiðis.
Þá byggði Einar íbúðarhús,
tvílyft með kjallara. Útveggir
voru gjörðir úr steinsteypu, en
innanbygging úr timbri. Efnis-
kaup, byggingarvinna og langir
og erfiðir aðflutningar kostuðu
svo mikið fé, að nú varð Einar
að taka lán til þess að standa í
skilum á byggingarkostnaðinum
og var það víst eina lánið, sem
hann tók x öllum sínum búskap.
Allar þessar framkvæmdir voru
gerðar af mikilli vand-
virkni og ekkert til sparað að
allt væri traust. Nú var Fjallssel
orðið fallegt býli, og hjónin litu
með ánægju á árangur iðju sinn-
ar. —
Á fyrstu árum sínum í Fjalls-
seli var Einar kosinn í hrepps-
nefndina og hlaut þar oddvita-
starfið. Þá var kjörtímabilið 6
ár. En ekki féll honum betur
starfið en það, að hann neitaði að
taka við endurkosningu. Síðar
var hann kosinn í nefndina og
mun starfstími í henni hafa ver-
ið 15 ár alls.
Árið 1922 var Einar skipaður
hreppstjóri Fellahrepps og
gegndi hann því starfi til ársins
1956. Ýms önnur störf hafði hann
á höndum fyrir hreppsfélagið. Öll
störf Einars hvort sem hann vann
þau fyrir sjálfan sig eða aðra,
voru unnin af stakri reglusemi
og vandvirkni. Þótt Einar væri
Vil kaupa
hlut í heildverzlun. — Einnig kæmi til greina heild-
söluleyfi með eða án umboða. — Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Heildverzlun.. 9844“.
Trésmíðaverkstœði
Til leigu er lítið trésmíðaverkstæði með vélum í
miðbænum. — Upplýsingar í sima 15812 og eftir
kL 20, 24903.
Stúlka óskast
nú þegar til afgreiðslustarfa
BINNABÚ®, Njálsgötu 26.
MORCl) 1S BLAÐIÐ
alvörumaður tók hann græsku-
iausri glettni og gamansemi mjög
vel, og í vinahóp gat hann verið
hrókur fagnaðar. Hann var hjálp
fús og óáreitinn, en hélt fast á
sínum hlut ef því var að skipta.
Hann var áhugamaður um al-
menn mál og færði glögg rök fyr-
ir sinum málstað. Oft var gest-
kvæmt í Fjallsseli. Ef ekki var
annatími, kom Einar með spilin.
Hann var slyngur spilamaður og
hafði mjög gaman af að spila,
sérstaklega ef við góða spilamenn
var að etja.
Þau Fjallsselshjón eignuðust 8
börn. Fyrsta barnið andaðist á
fyrsta ári. Hin eru öll á lífi og
dvöldu í foreldrahúsum fram um
og yfir tvítugsaldur. Sem vænta
mátti, var vandað mjög uppeldi
þeirra, og ekki horft í kostnað
við skólanám né annað, en þeim
má til styrktar verða á lífsleið-
inni. Þetta er mannvænlegur og
vel gefinn hópur, er vafalaust
verður sjálfum sér og þjóðinni til
sóma, sem þau eiga kyn til.
Af því, er hér hefir verið sagt
sést glöggt að Fjallsselsheimilið
var eitt af hinum styrku stoðum,
er þjóðfélagið hvílir á. Sú kona
er elur mörg börn, og annast
uppeldi þeirra með sóma, auk
bústjórnar innanhúss, skilar þjóð
nýtara starfi en margur gjörir
sér grein fyrir.
Kristrún í Fjallsseli andaðist
þar í júní árið 1947, og skorti
þá fáa daga í 68 ára aldur. Hún
var jarðsett í heimagrafreit, að
viðstöddu fjölmenni.
Skömmu síðar brá Einar búi.
Jörðina fékk hann í hendur Ei-
ríki syni sínum og konu hans
Ingunni Sigurðardóttur. Hjá
þeim dvaldi hann til hinstu stund
ar og undi vel sínum hag. Á síð-
ustu árum hans var heilsu hans
þannig farið að hann þarfnað-
ist sjúkrahússvistar, en þar
gat hann ekki unað. Heima í
Fjallsseli vildi hann deyja. 19.
nóv. var hann lagður til hvíldar
í heimagrafreitnum við hlið konu
sinnar. Sóknarpresturinn Marinó
Kristinsson jarðsöng, flutti hús-
kveðju og söng einsöng.
Börn Einars komu um langa
vegu (3 frá Reykjavík) til þess
að heiðra útför hans með nær-
veru sinni. Fjöldi annarra manna
var þar við staddur, sem er ljós-
asti vottur þess, hve Einar var
vel metinn og vinmargur.
Sveinn Bjarnason,
Heykollsstöðum.
Stúlkur
helzt vanar, óskast á Ijósmyndavinnustofu strax.
Uppl. hjá Sveinn Björnsson & Co., Hafnarstræti 22
kl. 5—6,30 í dag.
Stúlka
óskast til símavörzlu og vélritunnar. — Enskukunn-
átta nauðsynleg.
*
Gunnar Asgeirsson
Suðurlandsbraut 16 — Sími 35202
Dodge-Weapon skuffubill
Nýrri gerð til sýnis og sölu á vélaverkstæði
Þ. JÓNSSONAR & Co., Brautarholti 6
Stúlka
á aldrinum 18 til 25 ára, óskast til iðnaðarstarfa.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Burstagerðin
Laugavegi 96
Menn vantar
til netaveiða á v.b. Freyju. —- Úpplýsingar um borð
í bátnum, sem liggur við Grandagarð, I. bi-yggju
og í síma 17311 eftir kl. 7.
DUGLEGUR
PILTUR ÓSKAST
til afgreiðslustarfa í matvöruverzlun frá 1. apríl n.k.
Umsóknir ásamt meðmælum sendist afgr. Mbl. fyrir
hádegi föstudag, merkt: „9842“.
Stækkar með barninu
fyrir 3—8 mánaða
. . . hér hafið þér ágætis
svefn- og kerrupoka
fyrir 1—2 ára
Leikgalli, sem er einkar
hentugur hinum misjöfnu
leikjum barnsins
AUSTURSTRÆTI 12