Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 17. marz 1960. t ^ ^ ^ j nn a^a/< l«(«l«|<|<|«0'^0 00 0000000 fjf\0 0 &0<0\0 »>»** + 0j0.i Bandaríska tillagan er fslendingum ÞORSTEINN Thorarensen blaðamaður er farinn til Genf ar og verður fréttaritari Mbl. þar meðan á landhelgisráð- stefnunni stendur. Hér á eftir fer fyrsta greinin sem hann sendir að utan og fjallar hún um síðustu Genfarráðstefnu. — -k — Á Genfarráðstefnunni 1958 um réttarreglur á hafinu skyggðu deilurnar um land- helgismálin á allt annað. Nær því allar inngangsræður sendi nefndanna á ráðstefnunni fjöll uðu um þetta. Síðan hófust deilur í hinni svonefndu „Fyrstu nefnd“ og færðust loks yfir á allsherjarfundina, þar sem atkvæðagreiðslur fóru fram og er það enn mörgum í minni, hve spennandi frétt- irnar af þessu voru og sérstak- lega gilti það heima á fsiandi, að menn biðu í ofvæni eftir atkvæðagreiðslum, því að í þessu harðvítuga „pókerspili“ lá undir hvorki meira né minna en framtíðarvelferð is- lenzku þjóðarinnar. Eins og kunnugt er lauk þessum deil- um án þess að nokkur endan- leg niðurstaða fengizt. Nokkr- ar tillögur fengu einfaldan meirihluta atkvæða en engin þann tilskilda % hluta at- kvæða sem þurfti til þess að hún fengi lagagildi. Þar sem engin niðurstaða hafði fengizt lýstu íslending- ar því yfir síðar á árinu, að þeir gætu ekki beðið lengur og tóku sér 12 mílna landhelgi. Nú á að ræða þetta sama flókna deilumál á nýrri ráð- stefnu í Genf og enn getur eng inn sagt með neinni vissu, hver niðurstaðan verður. Svo virð- ist nú sem 12 mílna fiskveiði- landhelgi sé sigurstranglegust, en jafnvel þó svo væri, vofir yfir sú hætta," að smá tilbrigði í tillöguformi geti haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir málstað íslands. Auðvitað viljum við fslend- ingar samstarf við aðrar þjóðir og eiga aðild að alþjóðarétti. En við eigum þó erfitt með að sætta okkur við að þurfa und- ir högg að sækja hjá alþjóða- ráðstefnu um að mega varð- veita undirstöðu þjóðlífs okk- ar og tilverurétt. í þessu efni er sérstaða atvinnulífs okkar svo alger, að slíkt þekkist hvergi annarsstaðar í heimin- um. En hvort verður það til þess að aðrar þjóðir skorti skilning eða áhuga á vanda- máli okkar, eða til þess að þær Ijái fremur eyra málstað okkar? Engin alþjóðaregla hefur verið í gildi um það hver víð- átta landhelgi skuli vera. Enda er það mjög misjafnt hve stóra landhelgi hin ýmsu lönd telja sér, ýmist 3 sjómílur, 4, 6 eða 12 mílur og í nokkrum til- fellum hafa ríki gert tilkall til miklu víðtækari landhelgi, jafnvel upp í 200 mílur. Bretar hafa haldið því fram að það hafi verið orðin við- tekin venja fyrr á öldum, að landhelgi skyldi vera 3 sjó- mílur og skuli því líta á það sem gilda alþjóðareglu. Flestir og Bretar sjálfir virðast nú sjá, að þetta er ekki annað en fjarstæða. Þriggjamílna reglan er dauð enda munu um 80% af þjóðum heimsins gera kröfu í einhverri mynd til stærri landhelgi en það. Hins vegar virðist það nú einnig álit yfirgnæfandi meiri hluta þjóða heimsins, að land- enn hættulegust En valdb verða s« helgi geti ekki verið meiri en 12 mílur á breidd. Deilan stendur þá aðeins um það, hversu breið má land- helgi vera innan þessara tak- marka 3—12 sjómílur. Þjóðréttarnefndin sem undir bjó Genfarráðstefnuna 1958 gat ekki komizt að samkomu- lagi um þetta mál. Nefndar- menn skiluðu fimm mismun- andi tillögum, sem fólu í sér þriggja til tólf mílna land- helgi með ýmsum en allflókn- um hætti. Þessar tillögur nefndarmanna voru sumar fræðilegar og flóknar, en brátt fór svo að þær skiptu engu verulegu máli, því að full- trúar á ráðstefnunni komu sjálfir með sínar tillögur. I fyrstu lýstu þessar þjóðir m.a. sig fylgjandi þremur sjó- mílum: Bretland, Frakkland, Holland, Japan og Bandarík- in. — Með fjórum mílum voru: Danmörk Noregur og Svíþjóð. Með sex mílum: Grikkland, Ítalía Indland og Síam. Með tólf mílum: Ghana, Guatemala, Indónesía, Mexikó, Saudi-Arabía, Venezuela og Rússland. En síðar breyttu þær margar hverjar afstöðu sinni, eftir því sem vænlegast þótti í sam- komulagsumleitunum sem stóðu lengi yfir og voru tví- sýnar enda reynt að beita ýms um brögðum og jafnvel hrossa kaupum. Til dæmis gerðist sá athyglisverði viðburður að Bretar sjálfir aðalbaráttumenn þriggja mílna landhelgi gáf- ust upp á henni og gerðust fylgjendur sex mílna, af því að þeir töldu það einu leiðina til að koma í veg fyrir að tólf mílna landhelgi fengist viður- kennd. En bráðlega kom það í ljós í þessum viðræðum, að til- hneiging var til að skipta landhelgishugtakinu nokkuð draga sérstaklega út úr því fiskveiðilandhelgina þar sem allt önnur sjónarmið hlytu að renna undir fiskveiðiland- helgi, heldur en undir land- helgi í hernaðartilliti eða með tilliti til tollgæzlu og almennra stjórngæzluyfirráða ríkisins. Þegar þetta kom á döfina riðl- uðust fyrstu fylkingarnar nokkuð, því að löndin höfðu haldið fram ákveðnum skoð- unum af ólíkum hvötum. Það virðist t.d. Ijóst að Rúss- ar halda fast við 12 mílna land helgi af hernaðarlegum ástæð- um. Þeir vilja halda erlendum skipum sem lengst frá strönd- um sínum og auk þess eru þeir kafbátaveldi en kafbátar hafa leikið þann leik í síðustu- styrjöldum, að leynast í land- helgi hlutlausra ríkja. Það er af sömu ástæðu fyrst og fremst sem Bandaríkjam. eru fylgj. 3ja mílna landhelgi. Það er til þess að felusvæði óvinakaf- báta sé sem minnst. Suður- Ameríkuríkin vildu hins vegar sem stærsta landhelgi vegna eitiitfj Breta vekur ímúð með íslandi fiskveiðihagsmuna o. s. frv. Hreyfing fer fyrst verulega að koma á málið, þegar fulltrúi Kanada, George Drew bar 31. marz 1958 fram tillögu um að almenn landhelgi skyldi á- kveðast 3 mílur en fiskveiði skyldi ákveðast 12 sjómílur. Fékk þessi tillaga strax og óvænt góðar undirtektir meðal fjölda fulltrúa og má m.a. geta Tillaga Manningham Bull- ers hafði aftur þau áhrif að Bandaríkjamenn hrukku við, og óttuðust að hin almenna lögsögulandhelgi stækkaði mjög, þar sem jafnvel Bretar komu með tillögu um að hún víkkaði. Vildu Bandaríkja- menn nú spyrna við fótum og bar fulltrúi þeirra, Arthur Dean, fram aðra tillögu sem Frá Genf. Þjóðabandalagshöllin. þess að Bandaríkjamenn létu í það skína að þeir væru hlynntir henni. Vegna þess hve kanadíska till. fékk góðar undirtektir, brá Bretum heldur en ekki í brún. Þeir tóku nú allt í einu að óttast að 12 sjómílna fisk- veiðilandhelgi ætlaði að ná fram að ganga. Brugðu þeir nú skjótt við og fulltrúi þeirra Manningham Buller flutti þá frægu ræðu, þar sem kann jarðsöng þriggja mílna landhelgina með trega og tár- um eða „reluctantly" eins og hann orðaði það á ensku. Manningham Buller bar fram tillögu um að landhelgi skyldi ákvarðast í öllum tilfellum sex mílur. k.0 fól í sér í rauninni það sama og tillaga Breta — það var að- eins orðað með öðrum og kænskulegri hætti. Hefur til- laga Bandaríkjanna verið kölluð sex-plús-sex-mínus-sex og lýsir það greinilega því kænskubragði, sem átti að beita. En henni hefur einnig verið lýst stundum sem „rýt- ingsstungu í bak íslands“. Efni hennar var það, að lög- sögulandhelgi skyldi vera sex mílur. Þar við bættist sex mílna fiskveiðilandhelgi, en þó skyldu þær þjóðir hafa rétt til að veiða þar áfram sem stundað hefðu veiðar þar síðustu tíu ár, sem breytt var síðar í fimm ár. Tillaga Bandaríkjamanna : var íslendingum sérstaklega hættuleg þar sem hún virtist viðurkenna 12 mílna land- helgi, en hin sakleysislega viðbótarklausa gerði þá við- urkenningu aftur að engu. Kanada bar nú fram nýja tillögu um 6 mílna lögsögu- landhelgi + 6 mílna fiskveiði- landhelgi til viðbótar. Var til- laga Kanada þannig samhlj. bandarísku tillögunni nema að hinu illræmda viðbótar- skilyrði var sleppt. Auk þess báru Rússar frafn tillögu um 12 mílna landhelgi almennt. Voru þessar tillögur nú bornar undir atkvæði. Úrslit atkvæðagreiðslna urðu þessi: Kanadíska tillagan hlaut 35 atkv., 30 voru á móti en 20 sátu hjá. Bandaríska tillagan hlaut 45 atkv., 33 voru á móti en 7 sátu hjá. Rússneska tillagan hlaut 21 atkv., 47 á móti en 17 sátu hjá. Þannig hafði engin tillaga fengið tilskilinn % meirihluta. Reyndu nokkur ríki, Burma þeirra fremst í flokki, að bera fram nýja tillögu á síðustu stundu sem fól í sér almennt 12 mílna landhelgi. Hún hlaut 39 atkv., 38 á móti en 8 sátu hjá. Bar fulltrúi Kúbu þá fram tillögu um að halda skyldi aðra ráðstefnu um landhelg- ismálin og var hún samþykkt mótatkvæðalaust. Sú ráðstefna er nú að hefj- ast. Þar mætast sömu sjónarmiðin. Svo virðist að enn sem fyrr muni aðaldeilan verða um bandarísku og kana- dísku tillöguna. Hvernig því lýkur skal ég ekkert spá um. Þó hafa nokkrar breytingar á orðið frá 1958 ,og þær þýð- ingarmestar að ísland hefur tekið sér 12 mílna fiskveiði- landhelgi og Bretar hafa orð- ið sér til minnkunar með því að beita Islendinga vopna- valdi. Það virðist framar öllu vekja samúð annarra á ís- landi og bíður maður því úr- slitanna með nokkurri bjart- sýni. Þ. Th. Pic-pillurnar brugðgóSu fara sigurför um landið Innihalda viðurkennd bragðefni, sem gefa mjúkt, ferskt og gott bragð í munninn. Reynið einn pakka af Pic strax í dag! Nýju sælgætisgerðin hf. Nýlendugötu 14 — Sími 12994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.