Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 16
16
M ORCVIV RLAÐIÐ
Fímmtudagur 17. marz 1960.
Ég beið. Sama herbergið, sama
langa biðin og í fyrra skiptið og
svo, guði sé lof, sama létta, hik-
andi fótatakið í næsta herbergi.
Dyrnar opnuðust, hikandi,
hræðslulega. l*að var eins og létt
ur vindgustur hefði feykt þeim
opnum, en í þetta skiptið heils-
aði röddin mér vingjamlega og
hjartanlega.
„Oh, eruð það þér, hr. liðsfor-
ingi?“
„Já“, sagði ég og hneigði mig
fyrir blindu konunni.
„Oh, manninum mínum mun
þykja það leitt. Ég veit að hon-
um mun þykja það mjög leitt,
að hafa ekki verið heima. En ég
vona að þér getið beðið. Hann
kemur heim eftir klukkustund, í
síðasta lagi“.
„Því miður er ég hræddur um
að ég geti ekki beðið eftir honum.
En .. þetta er mjög áríðandi ..
haldið þér að ég gæti hringt til
hans í eitthvert húsið, þar sem
einhver sjúklingur hans er?“
„Nei, ég er hrædd um að það
sé ekki hægt“, andvarpaði hún.
„Ég veit ekki hvar hann er ..
og svo, skiljið þér .. það fólk
sem hann hefur til meðferðar, hef
ur fæst síma hjá sér. En þér gæt-
uð kannske...."
Hún kom nær mér og undarleg
ur feimnissvipur kom á andlit
hennar. Hana langaði til að
segja eitthvað, en ég sá að hún
var á báðum áttum.
„Ég þykist vita“, tókst henni
loks að segja. — „Ég þykist vita,
að þetta sé mjög áriðandi .. og
ef mögulegt væri, þá myndi ég
.. myndi ég auðvitað segja yður
hvemig þér gætuð komizt í sam-
band við hann. En .... en ....
kannske gæti ég skilað einhverju
til hans, jafnskjótt og hann kem-
ur heim .. Ég geri ráð fyrir að
það sé eitthvað viðvíkjandi aum
ingja stúlkunni .. þessari sem
þér hafið reynzt svo vel. .. Ef
þér kærið yður um, þá skal ég
fúslega gera það..“
Og nú kom fráleitt atvik fyrir
mig: Ég þorði ekki að horfa beint
framan í þessa blindu konu. Ég
Veizt þú það Markús að þú
ert eins og ég, þú vildir helzt
hverfa aftur til daga hestvagn-
anna. Heimurinn breytist og við
veit ekki hvers vegna það var,
en ég hafði hugboð um að hún
vissi allt, hefði skilið allt. Ég
skammaðist mín sárlega og gat
aðeins stamað:
„Það er mjög fallegt af ygur,
gnadige Frau, en .. ég vil ekki
gera yður ónæði. Með yðar leyfi,
þá gæti ég skilið eftir nokkrar
línur til hans. En hann verður
áreiðanlega kominn heim fyrir
klukkan tvö, er það ekki. Lestin
leggur nefnilega af stað rétt fyr-
ir tvö og hann verður að fara ..
fara þangað, ég á við .. það er
nauðsynlegt....... Trúið mér,
gnádige Frau, hann verður að
fara þangað.... “
Ég fann að hún trúði mér full-
komlega. Hún kom enn nær mér
og ég sá að hún lyfti hendinni
alveg ósjálfrátt, eins og til að
hugga og fullvissa mig.
„Auðvitað trúi ég því, fyrst þér
segið það. Og hafið engar áhyggj
ur. Hann mun áreiðanlega gera
það sem hann getur“.
„Og má ég skrifa honum nokkr
ar línur?“
„Já, gerið þér það .. þarna við
borðið, gerið þér svo vel“.
Hún gekk á undan mér með
öryggi þeirrar manneskju, sem
þekkir hvern hlut í herberginu.
Margoft á hverjum degi hlutu
hinir grönnu fingur hennar að
hafa tekið til á skrifborðinu hans,
því að hún tók, með nákvæmni
sjáandi manns, þrjár eða fjórar
pappirsarkir upp úr einni skrif-
borðsskúffunni og lagði þær á
þerriblaðið. „Og þarna er svo
blek og penni“, sagði hún og
benti nákvæmlega á staðinn, þar
sem það var hvorttveggja.
Ég skrifaði heilar fimm arkir.
Ég sárbað Condor um að fara
heim til Kekesfalva undir eins,
undir eins — ég undirstrikaði
orðin þrisvar sinnum Ég skýrði
honum frá öllu, í eins fáum orð-
um og hreinskilnislega og mér
frekast var unnt. Ég kvaðst ekki
þola þáð, að ég skyldi hafa af-
neitað trúlofunínni í áheyrn liðs-
foringjanna, félaga minna. Ég
viðurkenndi að alveg frá byrj- ‘
verðum að breytast með honum.
Tökum til dæmis friðarlandið í
Háu skógum. Brodkin fyrirtækið
ætlar að leggja þar vegi.
un hefði veiklyndi mitt stafað af
ótta við það, sem aðrir kynnu að
hugsa. Ég leyndi ekki þeirri stað
reynd fyrir honum, að ég hefði
ætlað að fremja sjálfsmorð og
að ofúrstinn hefði bjargað mér,
gegn vilja mínum. En fram að
þessu, sagði ég, hafði ég einungis
hugsað um sjálfan mig. Það var
fyrst nú, sem mér skildist, að ég
var að gera líf annarrar mann-
eskju að harmleik, líf saklausrar
manneskju. Hann yrði að fara
þangað, undir eins — og enn einu
sinni undirstrikaði ég orðin:
„undir eins“ — hann myndi áreið
anlega skilja, hversu áríðandi það
væri og segja þeim sannleikann.
Allan sannleikann. Hann mætti
ekki fegra neitt, skrifaði ég. —
Hann mætti ekki segja mig að
neinu leyti betri en ég væri í
raun og veru. Ef hún væri, þrátt
fyrir þrekleysi mitt, fús til að
fyrirgefa mér, þá myndi ég skoða
trúlofun okkar heilagri en
nokkru sinni fyrr. Nú fyrst var
hún orðin mér heilög og ef hún
gæfi mér leyfi, þá skyldi ég fara
með henni til Sviss, nú þegar.
Ég myndi fara úr hernum og
vera hjá henni, án nokkurs tillits
til þess, hvort henni batnaði
fljótt eða seint, eða aldrei. Ég
myndi gera allt sem ég gæti, til
að bæta fyrir hugleysi mitt, lyg-
ar mínar. Eina takmark mitt í
lífinu væri nú það, að sa'nna
henni, að það væri ekki hún, sem
ég hefði svikið, heldur aðeins
hinir. Allt þetta yrði hann að
segja henni í fyllstu hreinskilni,
allan sannleikann, því að nú
fyrst væri mér það fyllilega Ijóst,
hversu mjög ég væri bundinn
henni, miklu meira en félögum
mínum, herþjónustunni. Hún ein
yrði að dæma mig, fyrirgefa mér.
Ákvörðunin um það, hvort hún
gæti fyrirgefið mér eða ekki,
væri nú í hennar höndum og
vildi hann nú gera svo vel og yf-
irgefa allt annað og fara þangað
með hádegislestinni. Hann yrði
að vera kominn þangað stundvís
lega klukkan hálf fimm, ekki sek
úndu síðar, á þeim tíma, sem ég
En þeir ætla lika að höggva
tréin, og þarna er fallegasti skóg
ur sinnar tegundar í öllu landinu
og bezta elgdýrabeitin.
var venjulega væntanlegur. —
Þetta væri síðasta bón mín. —
Aldrei íramar skyldi ég biðja
hann hjálpar og hann yrði að
fara þangað undir eins — í fjórða
skiptið undirstrikaði ég hin
flausturslega krotuðu orð: „und-
ir eins“ — ella væri úti um allt.
Það var ekki fyrr en ég lagði
frá mér pennann, sem mér varð
Ijóst, að ég hafði tekið hrein-
skilna og heiðarlega ákvörðun í
fyrsta skipti. Það var aðeins með
an ég var að skrifa, sem mér skild
ist, hvað var hið eina rétta fyrir
mig að gera. 1 fyrsta skipti var
ég ofurstanum þakklátur fyrir
björgunina. Ég vissi, að frá þess-
ari stundu yrði ég bundinn til
æviloka aðeins einni manneskju,
konunni sem elskaði mig.
Nú fyrst gerði ég mér grein
fyrir því, að blinda konan hafði
staðið hreyfingarlaus við hlið
mína. Skyndilega greip mig sú
fráleita hugmynd, að hún hefði
lesið hvert orð, sem ég skrifaði
og vissi allt um mig.
„Oh, fyrirgefið mér ókurteis-
ina“, sagði ég og spratt á fætur.
„Ég hafði gersamlega gleymt ..
en . . en .. það var svo áríðandi
fyrir mig, að láta eiginmann yð-
ar vita undir eins....“
Hún brosti til mín.
„Oh, það gerir mér ekkert til,
þó að ég standi stundarkorn. —
Það er hitt sem skiptir öllu máli.
Maðurinn minn gerir áreiðan-
lega allt, sem þér biðjið hann
um. .. Ég fann það undir eins ..
sjáið þér til, ég þekki hvern tón
1 rödd hans .. að honum fellur
mjög vel við yður. .. Og kveljið
ekki sjálfan yður. .. Rödd henn-
ar varð hlýrri og innilegri. —
„Kveljið ekki sjálfan yður, ég bið
yður. .. Þetta lagast áreiðanlega
allt saman“.
„Guð gæfi það“, sagði ég og um
leið vaknaði ný og örugg von í
brjósti mínu, því að hafði það
ekki verið sagt um hina blindu,
að þeir væru skyggnir á óorðna
hluti?
Ég laut höfði og %;yssti hönd
hennar. Þegar ég leit upp, fékk
ég ekki skilið, hvernig þessi
kona með gráa hárið, hörkulega
munnsvipinn og bitra tillitið í
blindum augunum hafði í fyrstu
virza ljót í mínum augum. Því að
svipur hennar ljómaði nú af ást
og mannlegri samúð. Mér virtist
sem þessi augu, er ekki spegluðu
neitt annað en eilíft myrkur,
myndu vita meira um veruleika
og sannindi lífsins, en öll hin,
sem horfðu, skær og leiftrandi,
á heiminn og tilveruna.
Ég fór, eins og maður sem feng
Jæja, drengur minn, það er til
nokkuð sem heitir framfarir.«
Framfarir.
ið hefur bót meina sinna. — Sú
staðreynd, að ég hafði nú aftur
tekið á mig erfiða skuldbindingu
og órjúfanlega, virtist mér nú
ekki lengur nein fómfæring. —
Nei, það voru ekki hinir heil-
brigðu, hinir öruggu, hinir
dramblátu, hinir glöðu, hinir
hamingjusömu, sem maður varð
að elska — þeir þörfnuðust ekki
ástar manns. Þeir tóku hroka-
fullir og hirðulaysislega á móti
ástinni, eins og hverjum öðrum
virðingarvotti er þeim bæri. Ást
og hollusta annarra var þeim
einungis sem skreyting, skart-
gripur í hárið, armband á hand-
legginn, ekki megin þýðing og
alsæla lífs þeirra. Aðeins þeim,
sem lífið hafði beitt hörðum tök-
um, hinum þjáðu, hinum lítils-
virtu, hinum ólaglegu, hinum lítil
lækkuðu, var raunverulega hægt
að hjálpa með ást. Sá sem helg-
aði þeim líf sitt, bætti þeim það
upp, sem lífið hafði tekið frá
þeim. Þeir einir vissu hvernig
átti að elska og vera elskaður —
með þakklæti og auðmýkt.
Þjónninn minn beið á stöðínni,
eins og ég hafði mælt fyrir. Ég
heilsaði honum brosandi. Ég
var allt í einu orðinn svo undar
lega glaður og áhyggjulaus. Ég
fann það, mér til ólýsanlegs hug-
arléttis, að ég hafði gert það
eina sem rétt var. Ég hafði bjarg
að sjálfum mér, ég hafði bjargað
öðrum. Og ég harmaði ekki leng
ur hið óskynsamlega hugleysi
mitt kvöldið áður. Þvert á móti
sagði ég við sjálfan mig, að það
SUtltvarpiö
Fimmtudagur 17% marz
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50—14.00 ,,A frívaktinni", sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Landhelgisráðstefnan í
Genf (Benedikt Gröndal alþingis-
maður).
20.55 Einsöngur: Renata Tebaldi syng-
ur aríu úr „La Bohéme" og
„Madame Butterfly“ eftir Puccini
og ,,La Traviata** eftir Verdi.
21.15 Upplestur: Andrés Björnsson les
ljóð eftir Þorstein Valdimarsson.
21.25 Einleikur á selló: Erling Blöndal
Bengtsson Ieikur svítu nr. 5 í c-
moll eftir Bach.
21.50 Ljósir blettir á liðinni ævi, —
frásöguþáttur (Sigurður Jónsson
bóndi á Stafafelli).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (27).
22.20 Smásaga vikunnar: — „Nútíma
draugasaga“ eftir Wilhelm Meiss-
el, 1 þýðingu Þorvarðs Helgason-
ar (Þýðandi les).
22.35 Sinfóníutónleikar: Sinfónía 1
þremur köflum eftir Igor Straw-
ínsky (Fílharmoníuhljómsveitin I
New York leikur undir stjórn
höfundar. — Dr. Hallgrímur
Helgason kynnir verkið).
23.15 Dagskrárlok.
Föstudagur 18. marz
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréltir
og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Bræð-
urnir“ eftir Karen Plovgárd; VI.
(Sigurður Þorsteinsson banka-
maður).
18.50 Framburðarkennsla í spænsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fomrita: Þorsteins þátt-
ur stangarhöggs (Oskar Hall-
dórsson cand. mag.).
b) Islenzk tónlist: Verk eftir
Skúla Halldórsson.
c) Frásöguþáttur: Þegar Vest-
mannaeyjabátamir Farsæll og
Island fórust (Jónas St. Lúð-
víksson).
d) Vísnaþáttur (Karl Kristjánsson
alþingismaður).
e) Islenzk tónlist: Sönglög eftir
Gunnar Sigurgeirsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (28).
22.20 Frá Suður-Afríku — síðara er-
indi (Vigfús Guðmundsson veit-
ingamaður).
22.40 A léttum strengjum: Frank de
Vol og hljómsveit hans leika.
23.10 Dagskrárlok.
Skáldið ocf mamma lifla
1) Eg get ekki verið í peysunni
Eðan þú.þvoðir hana!
2) Við kvörtum yfir þessu. Það
átti að vera tryggt, að hún hlypi ekki
við þvottinn.
3) Það gerði hún heldur ekki.
a
r
i
r
u