Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. marz 1960. MORGUNBLAÐIÐ 11 aunhæf afgreiðsla fjárlaga hlekk- ur, sem ekki má bresta | Lítil þjóð verður að sníða sér stakk eftir vexti Úr framsoguræðu Magnúsar Jónssonar við 2. umræðu fjárlaga 1960 FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir árið 1960 var tekið til 2. umræðu á fundi sameinaðs Alþingis í gær. Formaður fjár- veitinganefndar, Magnús Jónsson, 6. þm. Norðurlands eystra, hafði framsögu af hálfu meirihluta fjárveitinganefndar. — í upphafi ræðu sinnar rakti hann aðdraganda málsins og kvað nefndina eingöngu hafa miðað athuganir sínar við f jár- lagafrumvarpið, er lagt var fram í janúar sl. Á rúmum mán- uði hefði nefndin haldið 34 fundi, oft langa og stranga, auk mikillar vinnu utan fundar, enda mundi athugun fjárlaga- frumvarps í nefnd ekki um langan aldur hafa tekið jafn- skamman tíma. — Þá vék ræðumaður að fjár- lagafrumvarpinu. I fljótu bragði gæti virzt um mikla hækkun rík- isútgjalda að ræða, en svo væri ekki, heldur væri aðeins um að ræða hina eðlilegu árlegu út- gjaldaaukningu í samræmi við þá þjónustu, sem ríkið væri að lög- um skuldbundið til að veita. Meginhluti hinna auknu útgjalda væru afleiðingar þeirra efnahags ráðstafana, sem verið væri að framkvæma, og vegna gengis- breytingarinnar yrði einnig tölu- verð hækkun á rekstrarútgjöld- um ríkissjóðs. Hækkaðar fjárveitingar Þá ræddi Magnús Jónsson breytingartillögur f járveitinga- r.efndar. Vegna gengisbreytingar hefði póst- og símamálastjórnin gert nýja fjárhagsáætlun, sem tekin væri að mestu óbreytt í frumvarpið, lagt væri til að hækka framlag Áfengisverzlunar ríkisins til gæzluvistarsjóðs um 500 þús. kr. Þá flytti nefndin breytingartillögu varðandi út- gjöld til utanríkismála og lagt væri til að framlag til upplýsinga og kynningarstarfsemi hækkaði um 200 þúsund kr. Til rekstrar vinnuheimilis að Kvíabryggju væri lögð til 500 þús. kr. fjárveit ing, og nefndin legði til að 75 þús. kr. yrði varið til undirbún- ings nýrrar skipanar fangelsis- mála, og fjárveiting til bygging- ar lögreglustöðvar í Reykjavík yrði hækkuð um 240 þús. Á sviði heilbrigðismála þyrfti að sinna mörgum knýjandi verk- efnum, sem nefndin hefði þó ekki talið fært nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Fjárveiting til Landspítalans væri þó hækkuð um rúma 1 millj. kr. til að mæta óumflýjanlegum útgjöldum þeirr ar stofnunar. Fjárveiting til kaupa á röntgenvélum fyrir Víf- ilstaðahæli hækkaði um 350 þús. kr. vegna gengisbreytingarinnar. Einnig væri lagt til að hækka fjárveitingu til Rannsóknarstofu Háskólans. Lagt væri til að sjúkrahús kaþólskra í Stykkis- hólmi fengi styrk sambærilegan við það sem St. Josefspítalarnir í Hafnarfirði og Reykjavík hafa nú. Þá yrðu styrkir til sjúklinga, sem leita til lækninga erlendis hækkaðir úr 100 þús. kr. í 150 þús. kr. Efnahagur verður að ráða fjárfestingu . Þá vék ræðumaður að stefn- unni í fjárfestingarmálum og mælti .á þessa leið: — Það er óvéfengjanlega veiga mikill þáttur erfiðleika þjóðarinn ar í efnahagsmálum, að fjárfest- ing hefur verið of ör. Hin mikla fjárfesting er auðskilin, því að bættur efnahagur þjóðarinnar hefir orðið henni hvatning tii margvíslegrar uppbyggingar og á því sviði hafa framfarirnar verið undraverðar á síðustu tveimur áratugum. Hinsvegar er auðvit- að óhjákvæmilegt að halda fjár- festingu innan þeirra takmarka sem etnahagur leyfir, miðað við eðlilega neyzlu, og gæta þess, að fjárfestingin leiði ekki til verð- bólgu. Þetta hefir því miður hvorugt tekizt og frumskilyrði heilbrigðrar efnahagsþróunar er að koma á því fjárhagslega jafn- vægi, sem efnahagsráðstafanir núverandi hæstvirtrar ríkisstjórn ar miða að, en til þess að svo megi verða er óhjákvæmilegt að draga um sinn nokkuð úr fjár- festingu og neyzlu. Hversu mik- ið fjárfestingin þarf að minnka er undir því komið, að hve miklu leyti þjóðin vill fremur draga að sér með neyzluvörur. Draga úr framkvæmdum í bili Þjóðin er því nú líkt á vegi stödd og bóndi, sem af dugnaði og bjartsýni hefur lagt í miklar framkvæmdir á jörð sinni, en í kappi sínu við að bæta og fegra býli sitt hefir hann safnað svo miklum skuldum, að af tekjum búsins getur hann ekki staðið undir greiðslu vaxta og afborg- ana nema með enn frekari lán- tökum. Sérhver hygginn bóndi myndi þegar svo er komið draga úr framkvæmdum í bili og leggja nokkur höft á eyðslu sína á öðr- um sviðum til þess að tryggja þær uijibætur, sem þegar hafa verið gerðar og missa ekki sína góðu bújörð. Nákvæínlega sama verður þjóðin að gera, ef hún vill tryggja efnahagslegt sjálf- stæði sitt. Enginn efi er á því að megin- hluti þjóðarinnar gerir sér grein fyrir þessari einföldu staðreynd, þótt sumir stjórnmálamenn reyni að villa henni sýn. Nokkur tak- mörkun fjárfestingar um sinn er óumflýjanleg, og verður sú tak- mörkun bæði að ná til opinberr- ar fjárfestingar og fjárfestingar einkaaðila. Gera mun á framkvæmdum I þessu sambandi verður þó auðvitað að gera mun á fram- kvæmdum, eftir því hvers eðlis þær eru. Takmörkunin verður fyrst og fremst að ná til óarð- bærrar fjárfestingar. Samgöngu- bætur eru í nútímaþjóðfélagi nauðsynlegur þáttur í eflingu framleiðslunnar og aukning henn ar er forsenda bættra lífskjara. Því er það, að ríkisstjórnin og meirihluti fjárveitinganefndar hafa talið nauðsynlegt að auka verulega framlög til samgöngu- bóta, þannig að raunverulega verður á því sviði ekki um neinn teljandi samdrátt framkvæmda að ræða. Var einnig á sl. ári tal- ið rétt að láta ekki 5% skerð- inguna á framkvæmdafé ná til fjárveitinga til vega, brúa, hafna og flugvalla. Hækkun til vega og brúa Ræðumaður gat þess, að með þeirri hækkun á benzínskatti til vega- og brúargerðar, sem ákveð in hefði verið í lögum um efna- hagsmál, yrðu 2,6 millj. kr. meira til láðstöfunar á þessu ári af benzínfé en sl. ár. Þá myndi framlag til nýbygginga vega og brúa hækka um 8,4 millj. og til viðhalds þjóðvega væri ætluð 8,2 millj. kr. hærri fjárveiting en sl. ár. Væri í þessu sambandi gott að hafa í huga að fjar nálaráð- herra V.-stj imarinnar hefði ekki íagt til að hækka um eiaa krónu fjárveitingu til nýbyggingar vega, brúargerða og hafnargerða eítir að 55% yfirfærslugjaldið var lagt á. Þáverandi fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárveit- inganefnd hefðu lagt til að fram lög til samgöngubóta og annarra verk’egra framkvæmda yrðu hækkuð um 10%, en fulltrúar V.-stjórnarinnar hefðu fellt það. Nú legðu fulltrúar Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins til í fjárveitinganefnd að allar þessar fjárveitingar hækkuðu um 30%, sem væri allmiklu meiri hækkun en næmi kostnaðaraukn- ingu vegna gengisbreytingarinn- ar. Hlyti þó öllum ábyrgum mönn um að vera ljóst, að nú væri ekki rétti tíminn til að auka hraðann í fjárfestingunni, ef ekki ætti að verða fjármálalegt hrun í þjóð- félaginu og framkvæmdir allar að stöðvast af sjálfu sér af þeim sökum. Vegaféð skiptist á rúmlega 60 færri vegi en sl. ár en til þess að auðið yrði að gera enn róttækari breytingar í þessum efnum, þyifti að gera framkvæmdaáætl- un nokkur ár fram í tímann til þess að menn vissu, hvenær röð- in kæmi að þeim. Fjárveitingar til brúargerðar væru miðaðar við að hægt væri að ljúka brúargerð- inni, með þeim hraða, er fram- kvæmanlegur væri af tæknileg- um ástæðum. Til hafna og flugvalla Til hafnagerða væri lagt til að veita 1,2 millj. kr. hærri fjárveit- ingu en sl. ár, að viðbættum 450 þús. kr. aukaframlag til hafnar- bótasjóðs vegna skemmdar á hafnargarðinum í Ólafsvík. Til flugvallagerða væri lagt til að veita 2,2 millj. kr. hærri fjár- hæð en sl. ár. Væri hækkunin miðuð við það, að lendingar- gjöld á Keflavíkurflugvelli yrðu hækkuð sem næmi gengislækkun og talið eðlilegt að því fé yrði varið til að bæta flugvallakerf- ið. 1 sambandi við skiptingu fjár til flugvalla- og öryggistækja væri rétt að taka fram, að meiri- hluti fjárveitingarnefndar hefði fallizt á það sjónarmið meirihluta flugráðs, að rétt væri að beina framkvæmdarfénu að tiltölulega fáum verkum og miða fjárveit- ingar við það að hægt væri að Ijúka tilteknum áföngum Magnús Jónsson, alþingismaður Hækkun námsstyrkja og námslána Á framlögum til menntamála yrðu verulegar hækkanir sam- kvæmt tillögu nefndarinnar. Bæri þar fyrst að nefna 3 millj. kr. til nýrra skólabygginga. Önnur aðal útgjaldahlið varðandi menntamálin væri hækkun náms styrkja og námslána um tæpar 2 millj. Hækkaði þessi liður þá alls um tæpar 3,6 millj. frá fjár- lögum 1959. Væri þessi hækkun talin óhjákvæmileg vegna stór- aukins námskostnaðar erlendis fyrst og fremst af völdum geng- isbreytingarinnar. Lagt væri til að fjárveiting til tónlistarnáms erlendis hækkaði um 42 þús. kr. Þá væri lagt til, að hækka nokkuð ýmsar fjárveitingar til íþróttamála, m. a. framlag til íþróttasjóðs um 480 þús. kr. og framlag til ferðakennslu í íþrótt- um um 20 þús. kr. Lagt væri til að styrkur til Iþróttasambartds Islands hækkaði um 25 þúsund og styrkur til Skáksambandsins um 20 þús. Magnús Jónsson skýrði síðan frá tillögum meirihluta fjárveit- inganefndar um einstaka hækk- anir, en vék síðan að breytinga- tillögum meirihluta nefndarinn- ar við tekjubálk frumvarpsins, er fulltrúar Framsóknar og Al- þýðubandalagsins í nefndinni vildu ekki fallast á. Fórust Magn- úsi orð á þessa leið um breyt- ingar á tekjuáætluninni: Ekki hægt að áætla tekjur hærri — í tillögum meirihluta fjár- veitinganefndar er lagt til að hækka áætlaðar tekjur af núgild- andi gjaldstofnum ríkisins og væntanlegum söluskatti um 20 millj. kr. Eru þá allir tekju- stofnar settir í hámark miðað við greiðslujafnaðaráætlunina og væntanlegar tekjur af beinum sköttum, með hliðsjón af fyrir- hugaðri lækkun tekjuskatts. Við samning tekjuáætlunar þeirrar er lögð var til grundvalíar við afgreiðslu fjárlaga 1959 voru 15 millj. kr. ætlaðar fyrir umfram- greiðslum, en nú er enn naumar skorið. Það er því ekki með nokk- urri skynsemi hægt að áætla tekj urnar hærri en gert hefir verið. Verði útkoman önnur, koma til atvik, sem ekki er hægt að reikna með í dag. Lagt er til að áætla tekjur af einkasölum 15 millj. kr. hærri en í frumvarpinu. Tekjuáætlun tóbakseinkasölunnar á að vera hægt að hækka um 3 millj. án verðhækkunar af þeim sökum, en verð áfengis mun þurfa að hækka um allt að '0% umfram áhrif gengisbreytingar til að skila áætluðum tekjum. Breytingartillögur meirihluta nefndarinnar og þær tillögur, sem nefndin öll stendur að, leiða til tæplega 1,8% hækkunar á út- gjöldum ríkisins miðað við fjár- lagafrumvárpið. Hygg ég naum- ast vera auðið að sýna meiri hóf- semi í útgjaldaaukningu miðað við þær miklu fjárkröfur, sem fjárveitinganefnd hefir staðið andspænis. Lítil þjóð verður að sníða séí stakk eftir vexti í lok ræðu sinnar fór Magnús Jónsson nokkrum orðum um nauðsyn sparnaðar í ríkisrekstr- inum. Starfsmannahald mundi hér að vísu á mörgum sviðum vera mun minna en hjá sambæri- legum stofnunum erlendis, en lítil þjóð yrði líka að sníða sér stakk eftir vexti. Því miður væri aftur á móti sparnaður og nýtni i ríkisstofnunum og umgengni við ríkiseignir og ríkisfé áreiðan- lega á lægra stigi hér en víða annars staðar. Bifreiðar ríkisins væru notaðar í einkaþarfir, frí- merki ríkisstofnana á einkabréf og þar fram eftir götunum. Mönn um kynni að finnast þetta smá- munir en hætt væri við að með- ferðinni á ríkisfé væri einnig ábótavant á öðrum sviðum. — Það er engum efa bundið, hélt Magnús áfram, að á ýms- um sviðum má spara töluvert i ríkisrekstrinum með samfærslu og betra skipulagi á vinnubrögð- um. Því mega menn hinsvegar ekki gleyma, að megin hluti út- gjalda ríkissjóðs eru lögbundnar greiðslur til þjónustu, sem talið hefur verið nauðsynlegt að þjóð- félagið veiti þegnum sínum Og það eru einmitt þessi útgjöld, sem mest vega í árlegum út- gjaldaauka ríkissjóðs. Eigi að ná fram verulegum sparnaði, verð menn því að vera við því búnir að skerða eitthvað þá þjóa ustu. Nefndi ræðumaður sem dæmi sparnað í utanríkisþjónustu, húsaleigu fyrir ríkisstofnanir, embættisbústaði, styrki sem veitt ir eru á fjárlögum o. fl. Lauk hann máli sínu með þessum orð- um: Útgjaldauki jafn eðlilegri tekjuaukningu — Varðandi ríkisútgjöldin 1 heild verður að hafa það í huga, sem ég hefi að vikið áður í fjár- lagaumræðum, að útgjaldaaukinn má aldrei vera meiri en nemur eðlilegri tekjuaukningu að ó- breyttum skattstofnum, því að ella þarf stöðugt að leggja á nýja skatta. Fyrsta tilraun, sem gerð hefir verið til að finna þenn an ramma, var gerð að tilhlutan sparnaðarnefndar, sem starfaði I fyrra. Var þá athugað hvað rík- isútgjöld hefðu vaxið undanfar- in .ár, ef verðlag og kaupjald hefði verið stöðugt. Nam meðal- hækkun rekstrarútgjalda á ári tæpum 10%. Samsvarandi sam- anburður á tekjuhliðinni hefir ekki verið gerður enn, enda er sú athugun að ýmsu leyti erfið- ari, en mér er nær að halda, að útgjaldaaukningin hafi verið tölu vert of ör, þótt nokkur útgjalda- aukning sé eðlileg árlega vegna aukins fólksfjölda. Þessa viðmið- un er sérstaklega nauðsynlegt að hafa í huga þegar stefnt er að jafnvægi í efnahagsmálum. Nauðsynlegt að viðurkenna staðreyndir Efnahagslegt sjálfstæði þjóðar innar er í mikilli hættu, ef ekki tekst að framkvæma þær efna- hagsráðstafanir, sem nú er veriS að gera. Þeir menn, sem gegu Frah. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.