Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. marz 1960. Reist tallib merki UNUHÚS liggur rétt við miðbae inn. Þangað eiga allir leið, þvl í litlu kompunni þar er fleira þeirra hluta sem vitur maður girnist en annars staðar og til sölu þær gersemar sem henta sem gjafir, vinsælar hjá þeim sem gjafimar fá og veitir gef- endunum góða samvizku. Hér eru þær bækur sem bezt hafa verið skrifaðar í landinu og málverk, er bera af öðrum. Fastir við- skiptamenn Unuhúss fá bækur Helgafells með nokkrum af- slætti í Unuhúsi, og allir lands- menn eiga þess kost að verða fastir viðskiptavinir. — Ef um stærri kaup er að ræða er hent- ugt að hafa þar afborgunarsamn inga. — Hér skulu nefndar nokkrar bækur, nýjar af nálinni. ......Bók ársins 1959........ „1 sumardölum“, Ijóðabók Hannesar Péturssonar er hlaut bókmenntaverðlaun A. B. Ljóð, sem heilla. Ljóð sem lifa. Helga- fellsbók. — „Undir gerfitungli", ferðabók Thors Vilhjálmssonar, frá Sovét- ríkjunum. Mest umtalaða bókin um þessar mundir. Talin áreiðan legasta bók, sem skrifuð hefur verið um nútímalíf í Sovét. — Snilldarlega haldið á penna. — Helgafellsbók. „Hólmgön gul jóð“ Matthíasar Johannessen. Frumleg og djarf- leg að hugsun og formi. Ljóð sem marka tímamót í ísl. nútímaljóð- list. Myndskreytt af frægri ís- lenzkri listakonu, Louise Matt- hiasdóttur. Helgafellsbók. „Kirkjan á hafsbotni“ eftir Arniiða Álfgeir. Þetta ágæta ljóðskáld sem í svipinn felur sig að baki dulnefnis, á áreiðanlega eftir að minna rækilega á nafn sitt. — Helgafellsbók. Kaupið bækurnar og málverka- prentanir Helgafells í Unuhúsi. Laugavegi 92. Sími 10650 og 13146. Til sýnis í dag Ford Orginal Station, 4ra dyra 1957 og 1958 Skipti á ódýrari bílum koma til greina. Plymouth Station 1949 fæst með góðum greiðslu- skilmálum. Skipti koma einnig til greina á ódýrari bíl. — Dodg® 1940 Fæst án útborgunar. — Vauxhall 1950 I mjög góðu standi. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Hillman 1955 Skipti koma til greina á ódýrari bíl. Skoda 440 1957 í góðu standi. — Góðir greiðsluskilmálar. Morris 1947 Skipti koma til greina á yngri bíl. Volsley 1947 5 manna, fæst án útb. — Austin vörubíl minni gerð, 1947, fæst án útborgunar. Ford 1942 fæst án útborgunar. Verzlið þar sem úrvalið er mest og þjónustan bezt Laugavegi 92. Sími 10650 og 13146. Peningalán Útvega hagkvæmt peningalán til 3ja og 6 mánaða, gegn ör- uggum tryggingum. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon. Stýrimannastíg 9. Simi 15385. Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 Margeir J. Magnússon. Stýrimannastíg 9. Sími 15385. Færanlegar, veggfastar bókahillur ilagkvæmir greiðsluskilmálar Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13. — Simi 13879. 5 LIND/ tRGÖTU 25 -5ÍMI 1574 5 | HAUSTIÐ 1906 hóf göngu sína á Akureyri tímaritið NÝJAR KVÖLDVÖKUR. í ávarpi á fyrstu blaðsíðu ritsins segist það ekki ætla að barast mikið á, en vilji ástunda friðsemi og hátt- prýði. Þær kröfur gera útgefend- urnir til sjálfra sín, að riti þeirra þurfi ekki að jafna til óþarfa varnings eða einskis nýtra hús- ganga. Það á að verða í senn skemmtandi og menntandi. NÝJAR KVÖLDVÖKUR hafa staðið furðuvel við þessi fyrir- heit. Þær hafa alrdei lagt neitt teljandi í ytri glæsileik. Þær hafa alltaf verið mjög ódýrt rit, en þó haft upp á að bjóða fjöl- breytt og vinsælt lesefni. Útgáf- an hefur engum orðið fjárgróða- fyrirtæki, kaupendahópurinn fremur smár, enda aldrei slegið um sig með skrumi og auglýsing- um. Á síðustu árum, eftir að kapp- hlaupið milli blaða og tímarita hófst og fjöldi þeirra margfald- aðist, munu margir hafa hugsað sem svo, að Kvöldvökumar ættu lítið annað eftir en taka andvörp- in, þar sem þær gerðu ekkert til að tolla í tízkunni, en héldu dauðahaldi í gamaldags form og efnisval. Fjöldi nýrra tímarita spratt upp eins og gorkúlur á mykjuhaugum, hlaðinn skop- myndaþáttum, auglýsingapírum- pári, óendanlegu tízkukjaftæði og hvers kyns nýjabrumi, æsi- sögum og klámþáttum. Gömul og gróin menningar- og félagsmála- tímarit stóðust ekki mátið og hoppuðu á eftir. Auglýsingar lögðu undir sig heilar og hálfar síður, og nú var tekinn upp sá háttur að dreifa þeim hvar vetna innan um lesmálið. Kvöld vökurnar héldu si'tt strik, tóku að sönnu auglýsingar, en komu þeim þannig fyrir, að auðvelt er að fjarlægja þær, án þess að skemma ritið. En loksins stóðust útgefendur N. KV. ekki mátið og breyttu þessu riti sínu, — og hér fyrir framan mig liggur 1. hefti þess í nýjum fötum. Ytra útlitið er enn látlaust, dregið reglubundn- um línum og litum, sem höfða til hófsemi og háttprýði. Aug- iýsingarnar eru á sínum gamla stað. Brotið er hið sama. En nýr undirtitill leiðir mann í allan sannleika: TÍMARIT UM ÆTT- VÍSI OG ÞJÓÐLEG FRÆÐI. Við hlið hinna fyrri ritstjóra, Jónas- ar Rafnars og Gísla Jónssonar, hafa nú bætzt fræðimennirnir Einar Bjarnason og Jón Gísla- son. í ávarpsorðum er tilkynnt, að hér sé á ferðinni eins konar nýr ÓÐINN eða SUNNANFARI, en þau rit helguðu sig persónu- sögu og ættfræði.en höfðu þó upp á fleira að bjóða til fróðleiks og skemmtunar. Ekkert slíkt tíma- rit hefur komið út um langt skeið, svo að hér var um alger- lega ófyllt skarð að ræða á vett- vangi íslenzkra bókmennta. Jæja. Enn hafa útgefendur N. KV. staðizt mátið, gert að vísu mikla breytingu á sínu gamla og góða tímariti, en í stað þess að elta tízkuna og hugsa um það, sem líklegast væri til fjárhags- legs ávinnings, reisa þeir við fallið merki þeirra, er sóru sig í ætt elztu greinar íslenzkrar bók menningar, ættvísina. Þessa holl- ustu við íslenzka menningu ætti þjóðin að meta að verðleikum og bjóða NÝJU KVÖLDVÖKUNUM inn á hvert heimili í landinu. Eigi er ætlunin að vísa á bug framhaldssögum, ljóðum, vísna- þáttum og getraunum, þó að hin þjóðlegu fræði séu leidd til önd- vegis. Eigi verður heldur um að ræða einar saman ættartölur, heldur alls konar minningaþætti, ævisagnabrot, afmælisgreinar og annað skylt efni, skreytt við- eigandi myndum. Verður reynt að viða að efni hvaðanæva af landinu og gefa mönnum, eins og <rúmið leyfir, kost á að koma í þetta safn greinum um ættmenn sína og vini. Ritstjórnin mun svo auka við slíka þætti ættfræði- legum köflum, er byggðir verða upp eftir traustustu heimildum. Verða þeir kaflar með smærra letri, eins og sjá má þegar í fyrsta heftinu. Þar er fyrst ætt- artala forsetans, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, sem eins konar „motto“. Á næstu 16 síðum er æviágrip séra Friðriks J. Rafn- ars, vígslubiskups, eftir stað- gengil hans, séra Sigurð Stefáns- son, — hin prýðilegasta ritgerð, prýdd mörgum myndum. Þar á eftir hefst mjög merkileg fram- haldsritgerð eftir Einar Bjarna- son er nefnist ÍSLENZKIR ÆTT- STUÐLAR. Séra Sigurður Ein- arsson í Holti ritar um Friðrik Magnússon útvegsbónda frá Að- alvík, Bergsveinn Skúlason um Valborgu Sigrúnu Jónsdóttur frá Flatey og Hólmgeir Þorsteins- son um Ingimar Eydal ritstjóra. Sjálfsævisaga Jónasar frá Hof- dölum hefst í þessu hefti, og lít- ur út fyrir að hún muni verða bráðskemmtileg, enda krydduð mörgum kviðlingum, eins og nærri má geta. Þá heldur fram- haldssagan áfram, og ónefndir ÞANN 18. febrúar síðastliðinn andaðist Snælaugur Stefónsson frá Árbakka í Árskógshreppi, á frá Árbakka í Árskógshreppi, Sjúkrahúsi Keflavíkur, og fór jarðarförin fram frá Njarðvíkur- kirkju, 26. s. m. Fáum sem til þekktu mun hafa komið á óvart þau málalok, svo lengi sem ólæknandi sjúkdómur með dauðann í fylgd sinni hafði sótt á þenna óvenju harðgerða mann. Dauðinn, þessi erkióvinur allr- ar lífsorku og lífslöngunar lætur víst engum haldast það uppi til lengdar að pretta sig um feng sinn þegar hann hefur hafið sinn óhugnanlega eltingaleik til tor- tímingar hérvistarlífi mannfólks- ins. Stundum er sagt um þenna eða hinn, að hann hafi dáið saddur lífdaga og mátt verða hvíldinni feginn, og víst er að lífið leikur margan hart á langri ævi, og veltur þá gjarna á manndómi þess er fyrir verður hvernig hann bregzt við. Snælaugur heitinn fór ekki varhluta af grályndi lífsins og þeim ofurþunga sorgar, er ást- vinamissi fylgir, og mun síðar sagt frá því. Snælaugur Sefánsson var fæddur 18. desember 1891 á Hauganesi á Árskógsströnd, son- ur hjónanna Kristínar Jónsdótt- ur og ’Stefáns Hanssonar, er bæði voru ættuð úr Svarfaðardal. Systkinin voru mörg og vafa- laust full þörf á að allir gerðu eins og þeir gætu, enda mun Snælaugur hafa shemma byrjað að vinna og varð þess fljótt vart að hann var óhlífinn við sjálfan sig og hin mesta hamhleypa til allra verka og er ekki ofmælt að svo hafi hann verið meðan hann gat staðið á fótunum. Þá var trúmennsku hans og skyldu- rækni við þrugðið að hverju sem hann vann, og munu þær dyggð- ir ekki hvað sízt hafa átt þátt í því hversu eftirs'óttur hann var il allra starfa. Ungur kynntist hann konunni, er hann valdi sér að lífsförunaut. Var það Kristín Ágústsdóttir frá Brattvöllum, góð og hugljúf kona og gengu þau í hjónaband árið 1915. Nokkru síðar fluttu þau ásamt fjölskyldu Kristínar að Árbakka, en þar átti framtíðarheimili þeirra að vera. En hér fór sem oftar áðux, á annan veg en ætlað eru nokkrir smærri þættir. Ritið á að koma út reglulega, fjórum sinnum á ári, stækkar mikið frá því sem það var, en hækkar ótrú- lega lítið í verði. Sýnir hið síð- astnefnda ótvírætt, hvert traust útgefendur bera til þjóðar sinnar, um að hún kunni að meta við- leitni þeirra og hollustu við þjóð- leg verðmæti. Verðið er aðeins 70 kr. á ári Ég óska Kvöldvökuútgáfunni til hamingju með þetta fyrirtæki og veit, að þeir verða margir, sem taka breytingunni tveim höndum. Jóhannes ÓIi Sæmundsson, námsstjóri. var, þau áttu að vísu nokkur hamingjurík ár á hinu nýja heimili þrátt fyrir það að lífsbar- áttan var erfið og laun verka- mannsins léleg. Þau Snælaugur og Kristín eignuðust fimm börn, þrjá syni og tvær dætur, og var elzta barn- ið aðeins 13 ára, þegar ógæfan skall yfir. Konan veiktist og var flutt í sjúkrahús og fór ekki þaðan fyrr en þrem árum liðnum, þá liðið lík. Heimilið var að sjálfsögðu leyst upp og börnin fóru sitt í hverja áttina. Hinn bugaði eiginmaður leit- aði huggunar harma sinna í þrot- lausu starfi og striti, en það varð hans fylgikona upp frá því. Mikil raunabót var honum það að börnin hans lentu hjá ^oSu fólki, sem skildi ástæður hans, og hafði drjúga samúð með honum. En ekki mun lífinu hafa þótt nóg á hann lagt með missi kon- unnar og þeim straumhvörfum í lfi hans sem það olli. Sum af börnum hans áttu í strði við lang varandi sjúkdóma, og er þess skemmst að minnast, að fyrir nálega tveim. árum lézt önnur dóttir hans eftir margra ára sjúk dómslegu. Þrátt fyrir þetta allt reyndi Snælaugur að láta sem minnst bera á tilfinningum sínum, var ætíð sama ljúfmennið hvenær, sem á hann var yrt og ávallt boðinn og búinn til að gera öðr- um greiða þó hann tæki sér oft í mein við það. Mér er Ijóst að þessi fátæk- legu orð mín segja fátt eitt af kostum þessa góða drengs. En þó sagan sé aðeins hálfsögð, varpar hún e. t. v. nokkru ljósi á lífsferil hans og kann að rifja upp fyrir samferðamönnunum þau sannindi að með góðum mönnum er gott að vera. Börnunum hans og öðrum nán- um ættingjum votta ég dýpstu samúð við fráfall hans. Ég trúi því að ástvinimir, sem farnir eru á undan honum, til æðri heima, taki fagnandi á móti hon- um og búi honum bjarta heim- komu í ríkið eilífa. Valves Kárason. Sigurður ölason Hæstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögniaður Málflutningsskrifstofa Auslurstræti 14. Simi 1-55-35 Snœlaugur Stefánsson Minningarorð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.