Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 17. marz 1960. MORCUNBLAÐIÐ 19 Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir nú fransk-ítalska mynd, sem hlotið hefur góðar undirtektir. Gerist hún í myrkasta hluta Kongós og er allspennandi á köflum. Aðalhlutverkin eru leikin af þekkt- um leikurum, svo sem Charles Vanel, Pedro Armendaris og Marcello Mastroianni. — Loftleiðir Framh. áf bls. 1 ferðamanna- og sparifarrými, sem nú viðgengst. Lækkun 6—22% Á betra farrými munu fargjöld hækka lítillega á ýmsum flug- leiðum, en á ódýrara farrými verða lækkanir, sem nema frá 6—22%, misjafnt eftir flugleið- um, en lægst verða fargjöld, þeg- ar keyptir eru farmiðar fram og til baka, eða hin svonefndu „ex- cursion“-fargjöld — og er þá ætlazt til, að farþegar noti far- miðann fram og til baka innan tiltekins tíma. Verðmunur verður á fargjöld- um með þotum og eldri gerðum flugvéla. Sem fyrr segir, verður fargjaldið London—New York og aftur til baka 320 dollarar með skrúfuvél, en áður var lægsta fargjald á þessari leið 462,60. Önnur fargjöld milli borga beggja vegna hafsins eru miðuð við leiðina London—New York. Loftleiðir ekki lengur lægstir Við þessa fargjaldalækkun breytist aðstaða Loftleiða veru- lega. Félagið á ekki aðild að IATA og hefur sem kunnugt er boðið lægri fargjöld en IATA- félögin milli Evrópu og Ameríku. Að sumrinu hefur Loftleiðafar- gjald á fyrrgreindri fiugleið ver- ið 447,20 dollarar, en að vetrin- um 405,20 dollarar. Fram og til baka á leiðinni Kaupmannahöfn —New York hefur lægsta IATA- fargjaldið verið 538,20 dollarar, sumarfargjald Loftleiða 464,40 dollarar og vetrarfargjald 422,40 dollarar. Ef að líkum lætur lækka IATA-fargjöld milli New York og Kaupmannahafnar og annarra þeirra staða í Evrópu, sem Loftleiðir hafa flogið til, í samræmi við lækkunina á leið- inni London—New York. Bjóst ekki við jafnmikilli lækkun Þegar fréttin barst í gær frá París voru stjórnarmeðlimir Loftleiða heima hjá Alfreð Elías- syni, framkvstj. félagsins, því að Alfreð hélt þá upp á fertugsaf- mæli sitt. Fréttamaður Mbl. hringdi þangað heim og náði sambandi við Sigurð Magnússon, blaðafulltrúa Loftleiða. Hann sagði, að forráðamenn félagsins mundu að svo komnu máli ekki geta gefið neina yfir- lýsingu, málið yrði ekki rannsak- að til fullnustu fyrr en ýtarlegar fréttir af samþykkt IATA hefðu borizt. Sigurður sagði, að menn hefðu haft hugboð um að úrslit Parísar- fundarins mundu verða sú, að fargjöldin yrðu lækkuð, en ekki kvaðst hann hafa búizt við að lækkunin yrði jafnmikil og virt- ist af fyrstu fréttum. Að svo stöddu væri því ekki hægt að svara neinu um við- brögð Loftleiða. Spurningunni er því ósvarað: — Geta Loftleiðir lækkað far- gjöld sin enn svo mjög, að þeir geti framvegis boðið lægstu far- gjöld? — Gaitskell Frh. af bls. 1. stefnu hans — og tala sumir fréttaritarar um, að aðstaða hans sem foringja flokksins sé nú allt annað en trygg. Það vekur athygli, að „sátta- fundur“ þessi er haldinn daginn fyrir tvennar aukakosningar, en á morgun verður kosið um tvö þingsæti. í öðru kjördæminu er íhaldsþingmaður talinn öruggur, en hitt vann Verkamannaflokk- urinn með aðeins 47 atkvæða meirihluta í síðustu kosningum. —- Mun verða fylgzt vel með þessum kosningum á morgun, þar sem talið er, að þar muni koma allvel í Ijós, hvers trausts stjórnarstefna Macmillans al- mennt nýtur annars vegar — og hins vegar, hver áhrif ósamkomu lagið innan Verkamannaflokks- ins hefur haft á fylgi hans síðan í síðustu kosningum. V öruskipta jöf n uð- urinn óhagstæður VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN við útlönd í janúarmánuði sl. var óhagstæður um 42 millj. og 293 þús. kr. A sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 24 millj. og 623 þús. kr. Fluttar voru út vörur fyrir alls 78 millj. og 258 þús. kr., en á sama tima í fyrra fyrir 63 millj. og 408 þús. kr. Inn voru fluttar vörur fyrir 120 millj. 551 þús. kr., en á sama tíma í fyrra fyrir 85 millj. Björn Pálsson til Neskaupstaðar — Neskaupstað, 16 .marz. KLUKKAN 11,30 í morgun kom Björn Pálsson flugmaður í flug- vél sinni hingað og lenti á flug- vellinum, sem er í byggingu. Með flugvélinni var Geir Óskar Guðmundsson, vélfræðingur hjá Héðni hf. Erindið var að athuga ýmislegt varðandi endurbætur á síldarverksmiðju Síldarvinnsl- unnar hf. í Neskaupstað. Aðal- framkvæmdin, sem fyrir liggur, er bygging mjölgeymsluhúss. Þeir félagar fóru aftur suður um kl. 14, og einn farþegi bætt- ist í hópinn, Hilmar Haraldsson, sem ráðinn hefur verið verk- smiðjustjóri Síldarvinnslunnar h.f. Langt er nú síðan lent hefur verið á flugvellinum hér. Þurfti að jafna hann með jarðýtu fyrir lendinguna, og var brautin þá orðin ágæt, nema nokkuð þung vegna bleytu. f sumar mun ráðgert að ganga frá 5—600 metra langri flugbraut sem sjúkraflugvél Akureyrar get ur notað og koma upp öryggis- búnaði við völlinn. Kjai nasprenging neðanjarðar ? WASHINGTON, 16. marz (Reut- er): — Kjarnorkunefnd Banda- ríkjanna tilkynnti í dag, að fyr- irhugað væri að sprengja kjafna- sprengju neðanjarðar í Nýju- Mexíkó á næsta ári, sennilega í janúar. Er sprengikraftur áætl- aður sem svarar 1000 lestum af 1NT. •— ★ — Talsmaður nefndarinnar sagði, að hér væri ekki um venjulega kjarnasprengju að ræða, heldur sérstaka „kjarnahleðslu", sem veita myndi ýmsar upplýsingar, sem að gagni mættu koma við friðsamlega nýtingu kjarnork- unnar, enda mundi vísindamönn- um annarra þjóða veittur aðgang ur að þeim upplýsingum, sem þarna kunna að fást. — ★ — Eisenhower forseti hefir ekki enn gefið formlegt samþykki sitt til þess, að tilraun þessi verði gerð, en ef af henni verður, mun hún væntanlega verða fyrsta kjarnorkusprenging Bandaríkja- manna, síðan stórveldin þrjú Bretland, Bandaríkin og Sovét- ríkin samþykktu að hætta kjarna vopnatilraunum í októberlok 195' Keflavik 2ja til 3ja herb. íbúð óskast, fyrir einhleyp, amerísk hjón. fbúðin þarf að vera með hús- gögnum. Tilboð sendist afgr. Mbl., fyrir föstud., 18. þ. m., merkt. „1309“. — Upplýsingar í síma 1327. Móðir okkar MARfA SÆMUNDSDÓTTIR frá Hvítárvöllum, lézt í Landakotsspítala 15. þessa mánaðar. Börnln. Maðurinn minn JÓN ÓLAFSSON bankagjaldkeri, verður jarðsettur frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugard. 19. marz kl. 2. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á sjúkra- sjóð kvenfélags Iúknar. Þórunn Sigurðardóttir. Frænka mín Frk. RAGNHILDAR JAKOBSDÓTTIR frá Ögri, andaðist , Bæjarsjúkrahúsi Reykjavíkur 13. þ.m. Kveðju- athöfn fer fram í Dómkirkjunni föstud. 18. þ.m. og hefst kl. 1,30. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. BáJ- för verður gerð í Fossvogi. Jón Auðuns. Konan mín FRIÐGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR andaðist þriðjudaginn 15. þ.m. að heimili sínu Höfða- borg 35. Eiríkur Magnússon, börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginkona mín KRISTfN BÖRNSDÓTTIR Efstasundi 53, andaðist í Vífilsstaðahæli 5. þessa mánaðar. Jarðar- förin hefur farið fram. Fyrir mína hönd og barna hennar. Þórður Guðnason. JÓHANN HJALTASON vélstjóri, er lézt sunnudaginn 13. þ.m. verður jarðsettur föstu- daginn 18. marz kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju. Guðný Guðjónsdóttir, böm og barnabörn. Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, fósturmóður, tengda- • móður og ömmu STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR frá Gauksstöðum, Sérstaklega viljum við þakka Jósepssystrum Landa- koti fyrir alla umönnun og hlýhug í veikindum'hinnax látnu. Fyrir hönd okkar og fjarstaddrar systur. Rannveig Gísladóttir, Sigurjón Gíslason, Anna Ámadóttir, Magnús Gíslason, Ásta Guðmundsdóttir, Jón Gíslason, Ánna Árnadóttir, Fjóla Gísladóttir, Ingvar Sigfinnsson, Oddur Daníelsson, Bára Sigurjónsdóttir, og barnaböra. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför Frú ÖNNU STEFÁNSDÓTTUR frá Stað Súgandafirði. Aðstandendur. Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður HÖNNU ZOEGA Nanna og Þórarinn Olgeirsson, Svava og Eiric Greenfield, Sigríður og Sveinn Zoega. Þökkum hjartanlega öllum þeim sem auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður SNÆLAUGS STEFÁNSSONAR frá Árbakka. Sérstaklega þökkum við Jóni Jónssyni forstjóra fyrir veitta hjálp. Böm og tengdabörn. Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu hlýhug sinn og samúð við fráfall og útför Frú ÖNNU E. FRIÐRIKSSON F.h. aðstandenda. Dís Atladóttir, Atli Ólafsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda hluttekningu við jarð- arför, ÁRNA MAGNÚSSONAR frá Iðunnarstöðum Systurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.