Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 10
10
MORCUNfíLAÐlÐ
Fimmtudagur 17. marz 1960.
ÍJtg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (óbm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssbn.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlánds.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
GENF
GenfarrAðstefnan
um landhelgi og fisk-
veiðitakmörk verður sett í
dag. íslenzka þjóðin hefur
sjaldan átt eins mikið undir
úrslitum alþjóðlegrar ráð-
stefnu og þeirrar, sem nú er
að hefjast. Þar verður tekin
afstaða til máls, sem segja
má að sé eitt þýðingarmesta
efnahags- og sjálfstæðismál
þessarar þjóðar.
A ráðstefnunni, sem haldin
var í Genf árið 1958 náðist
ekki endanleg niðurstaða um
þau atriði, er verða aðalum-
ræðuefni ráðstefnunnar, sem
hefst í dag. Hins vegar náðist
þar mikilvægur árangur af
baráttu íslendinga og íleiri
þjóða fyrir verndun fiskimið-
anna og rétti strandríkis til
þess að vernda fiskimið sín
fyrir taumlausri rányrkju.
3ja mílna reglan dauð
Það var t. d. mjög mik-
ilvægt fyrir okkur íslend-
inga, að á þessari ráð-
stefnu má segja að kenn-
fng Breta um 3ja mílna
landhelgina biði algeran
ósigur. Á hana var litið
sem gersamlega úreltar
leifar frá liðnum tíma.
Hins vegar átti tillaga
Kanada um 6 mílna landhelgi
að viðbættri 6 mílna fiskveiði
lögsögu töluverðum meiri-
hluta að fagna, enda þótt %
atkvæða fengjust ekki með
henni.
Tillaga sú, sem samþykkt
var frá Suður-Afríku í lok
ráðstefnunnar, þar sem við-
urkenndur var í fyrsta skipti
forgangsréttur strandríkis til
þess að beita sér fyrir friðun-
araðgerðum á hafinu utan við
fiskveiðilandhelgi þess, var
einnig mjög jákvæð. Var sú
tillaga samþykkt með miklu
atkvæðamagni mótatkvæða-
laust.
Þegar á allt þetta er litið
verður það auðsætt, að heild-
arniðurstaða hinnar fyrri
Genfarráðstefnu um réttar-
reglurnar á hafinu var já-
kvæð, enda þótt ekki næðist
þar samkomulag um sjálfa
landhelgina, eða fiskveiðitak-
mörkin. Það verður hlutverk
þeirrar ráðstefnu, sem nú er
að hefjast að ráða þessu mik-
ilvæga máli til lykta.
Þróunin gengur
í rétta átt
En auðsætt er bæði af
Genfarráðstefnunni 1958 og
því, sem síðan hefur gerzt, að
þróunin gengur í rétta átt í
þessum efnum. Nýlendusjón-
armiðin, sem krefjast ótak-
markaðs réttar til áframhald-
andi rányrkju eru á hröðu
undanhaldi. Þriggja mílna
regla Bretanna er gersamlega
úr sögunni. Fleiri og fleiri
þjóðir ákveða hjá sér 12
mílna landhelgi eða 12 mílna
fiskveiðilögsögu. Síðan við
íslendingar ákváðum 12
mílna fiskveiðitakmörk við
strendur lands okkar hinn 1.
september 1958 hafa allar
þjóðir, að Bretum undan-
teknum, sem á íslenzk fiski-
mið hafa sótt, viðurkennt þá
ráðstöfun í verki. Og nú hafa
Bretar dregið togaraflota
sinn og herskipaflota burtu af
íslandsmiðum, fyrst og
fremst meðan á Genfarráð-
stefnunni stendur. En ótrú-
legt verður að telja að brezk
herskip eigi afturkvæmt
hingað til þess að vernda
veiðiþjófnað brezkra togara.
Bretar hafa, með því að
draga þá nú heim, sýnt, að
þeir telja hið vopnaða ofbeldi
sitt gagnvart íslendingum sér
til vansæmdar og líklegt til
þess að spilla fyrir málstað
sínum, bæði á Genfarráðstefn
unni og í almenningsálitinu í
heiminum.
90 þjóðir
Á Genfarráðstefnunni, sem
hefst í dag, munu 90 þjóðir
eiga fulltrúa. Er það fjórum
þjóðum fleira en á ráðstefn-
unni 1958. Um afstöðu ein-
stakra þjóða skal ekki full-
yrt hér að sinni. Ástæða er
þó til þess að vekja athygli
á því að tvær Norðurlanda-
þjóðir, Norðmenn og Danir,
hafa nú lýst því hiklaust yfir,
að þær styðji 12 mílna fisk-
veiðilandhelgina.
Óhætt er að fullyrða, að
hinum íslenzka málstað hafi
aukizt verulega fylgi. Kanada
menn munu enn sem fyrr
verða í fararbroddi þeirra
þjóða, sem berjast fyrir 12
mílna fiskveiðilandhelgi. Um
afstöðu Bandaríkjanna er j
nokkuð á huldu. En líkur eru J
til þess að afstaða þeirra sé
eitthvað breytt frá því 1958.
íslendingar standa sam-
einaðir sem einn maður í
landhelgismálinu. Þeir
vona að niðurstaða ráð-
stefnunnar í Genf að þessu
sinni verði þeim hagstæð
og árna fulltrúum sínum á
þessari mikilvægu ráð-
stefnu blessunar í starfi
þeirra.
UTAN UR HEIMI
irtmás japanska
iðnvarningsins
„MADE IN JAPAN“ var áður og
fyrr talið heldur lélegt vöru-
merki Fyrir stríð var mikill hluti
hins japanska útflutnings talinn
óvönduð eftirlíking vesturlanda-
varningsins. Framleiðslan var
miðuð við mikið magn og lágt
Kvenprest-
ar - deilu-
efni
(Stokkhólmi, Svíþjóð).
ENN er mikill hiti í deilunum
um kvenpresta, þrátt fyrir
það, að Kirkjuþing, ríkisþing-
Lð og ríkisstjórnin hafi sam-
þykkt, að konur eigi rétt á að
taka vígslu. Andstæðingarnir
þrjózkast þó við og hafa sagt
kvenprestum stríð á hendur.
Sérstaklega hefur mikill
styr staðið innan prestastétt-
arinnar, og sendu 90 prestar
í Stokkhólmi áskorunarbréf
til Helge Ljungebrg biskups,
og báðu hann þess lengst allra
orða, að hann vígði ekki konu
að sinni. Frestur er á illu bezt-
ur. Var mikill spenningur,
þegar biskupaþingið var hald-
ið þ. 19. janúar, en þar var
þetta mál tekið til umræðu.
Að loknu þinginu hélt Hult-
gren erkibiskup fund með
blaðamönnum, og skýrði frá
því, að þessi þrjú kvenprests-
efni myndu hljóta vígslu í vor.
Mikla gagnrýni hefur Bo
Giertz biskup hlotið, en hann
er formaður „Kyrklig saml-
ing“ (Félag játningartrúar-
presta), og einn af hatrömm-
ustu andstæðingum kven-
presta. „Kyrklig samling" hef-
ur gefið út stefnuyfirlýsingu
í 17 liðum með fyrirmælum
til allra þeirra, sem finnst það
vera á móti vilja Guðs, að
konur séu prestar. Þar stendur
m. a., að prestar og leikmenn
skuli ekki sækja kirkju, þar
sem kona messar, prestar skuli
reyna í lengstu lög að komast
hjá því að vinna kirkjustörf
með kvénprestum, organleik-
arar og söngfólk skuli ekki
iðka listir sínar við slík tseki-
færi — og margt fleira!
Margir hafa fylgzt með
þessu máli af áhuga og alvöru,
aðrir hafa tekið því léttar, t.
d. stóð i einu kvöldblaðanna
um daginn: „Konan má vera
guðsmóðir, nunna og píslar-
vottur, en kvenprestur ...“.
verð. — Þessu er öðru vísi varið
nú til dags. Japanir hafa byggt
upp iðnað sinn og efnahagslíf
með ótrúlegum hraða eftir stríð-
ið og framleiðsla þcirra er nú
talin standast samanburð við það
bezta, sem er á heimsmarkaðin-
um. En japanski vamingurinn er
samt sem áðúr enn ódýrari en
sambærileg vara fiestra annarra
þjóða.
Og núr.a, 14 árum eftir algert
hrun Japans, stendur iðnaði
margra landa slíkur stuggur af
innrás japanska iðnvarningsins,
að háværar kröfur um verndar-
tolla eða innflutningstakmarkan-
ir. I lok styrjaldarinnar var þriðj
ungur verksmiðjanna í Japan í
rúst. Átta kaupskip af hverjum
tíu lágu á hafsbotni og magn-
þrota þjóðin sé ekkert annað
framundan en sult og seyru.
Betur fædd og klædd en nokkur ;
önnur Asíuþjóð
En þjóðartekjur Japana eru nú
orðnar meiri en fyrir stríð. Ein-
staklingarnir eru að meðaltah
25% efnaðri en þeir voru þá. Nær
hver fjölskylda á útvarpstæki,
fjórða hver á sjónvarpstæki, til-
tölulega fleiri dagblöð eru seld
í Japan en í Bandaríkjunum.
Japanir eru nú mestu skipa-
smiðir h'jims, fimmtu stærslu
járn og sWiframleiðendur — og
þeir hafo meíra til fæðis og klæð-
is en noklur önnur Asíuþjóð. A
síðasta ári jókst útflutningur
Japans um 20%. Þannig vex fram
leiðsla þjóðarinnar ár frá ári. í
fyrsta sinn í sögunni eru Japan-
ir orðnir lánadrottnar, þeir hafa
hingað til verið skuldunautar. —
Og það, sem e. t. v. á mestan
þátt í þessari uppbyggingu, er
óriæti Bandaríkjamanna, sem frá
stríðslokum hafa veitt Japan 178
milj. dollara að jafnaði á ári.
Ódýrt vinnuafl
„Bandaríkin eru eina landið,
sem getur keypt það magn, sem
við verðum að framleiða“, sagði
japanskur iðjuhöldur fyrir
skemmstu, enda eru Bandaríkin
helzti viðskiptavinur Japans.
Þangað fluttu Japanir nær þriðj-
ung framleiðslu sinnar á síðasta
ári. En bandaríski iðnaðurinn var
ekki beinlínis fagnandi. Vefnað-
arvara er t. d. mikill útflutnings-
liður. „Japanir kaupa hráefnið
mun ódýrara verði en við verð-
um að gera. Lágmarkslaunin í
okkar verksmiðjum er dollar á
klukkustund, í Japan 22 cent.
Auðvitað er japanska vefnaðar-
varan ódýrari. Svo koma þeir og
undirbjóða okkur á héimamark-
aðinum", sagði bandarískur
kaupsýslumaður í vefnaðariðn-
aðinum. Og hann er ekki sá eini,
sem segir svipaða sögu.
Sjaldgœf
sjón
Fólkið á gangstéttinni starir
eins og naut á nývirki á snjó-
suguna, sem er að hreinsa snjó
af götunni — enda er það ekki
á hverjum degi, sem slík tæki
sjást fara um götur New York-
borgar. — Þetta gerðist þó á
dögunum, en þá gekk hörku-
veður með mikilli snjókomu
yfir austurhluta Bandaríkj-
anna. Nokkrir menn biðu bana
í óveðrinu, og víða olli það
nokkru tjóni og ýmiss konar
óþægindum. — í New York
stóð veðurofsinn rúman sólar-
hring. Varð víða ófært um
götur stórborgarinnar, og flug
völlurinn lokaðist vegna snjó-
þyngsla.
Innrás á Evrópu-markaðinn
Frakkar, V.-Þjóðverjar og ítal-
ir hafa takmarkað innflutning
mikið, telja sig ekki geta keppt
við hið ódýra vinnuafl í Japan.
Breiar saka Japani t. d. um að
nota Spán sem stökkpall til þess
að koma saumavélum sínum á
markaðinn í Evrópu. Vélarnar
sjálfar væru framleiddar í Japan,
en kassarnir í verksmiðjum í ir-
landi og á Spáni. Brezkir sauma-
vélaframleiðendur kvörtuðu jafn
framt yfir því, að salan í Bret-
landi og á meginlandinu hefði
minnkað um þriðjung á skömm-
um tíma af þessum sökum.
Þá er sagt að Japanir hafi sett
upp samsetningarverkstæði fyr-
ir útvarpstæki í írlandi. Þeir
byggðu 100 millj. dollara stál-
bræðslu í Brasilíu á síðasta ári,
55 millj. dollara pappírsverk-
smiðju í Alaska og svo mætti
lengi telja.
Eftirlíkingar úr sögunni
Helztu útflutningsvörur Jap-
ana eru vefnaðarvörur, rafmagns
vörur, ljósmyndavélar, útvarps-
tæki og leikföng. Þetta eru allt
smánlutir, sem ekki eru hráefna-
frekir. Japanir verða að binda sig
við slíka framleiðslu, því land
þeirra er ekki auðugt af hráefn-
um miðað við vinnuaflið. Og
■Japanir eru búnir að reka af sér
það slyðruorð, að framleiðsla
þeirra sé lítilfjörleg eftirlíking,
stoiin frá öðrum þjóðum. Það
varð uppvíst ekki alls fyrir
löngu, að útvarþsviðtækjafram-
leiðandi einn í ítalíu framleiddi
eftirlíkingu japanskra viðtækja.
o apanir mótmæltu auðvitað, en
þeir voru jafnframt hreyknir. Nú
voru Evrópumenn farnir að líkja
eftir japönskum varningi.
NÝJU-DELHI, 16. marz (Reuter)
Nehru skýrði fréttamönnum frá
því í dag, að Dalai Lama, hinn
útlægi leiðtogi Tíbetbúa, hefði
fallizt á þá tillögu indversku
stjórnarinnar, að hann flytti að-
setur sitt frá Mussoorie í
Himalaya til Dharamsala í norð-
vestur-hluta landsins.