Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. marz 1960. ASalbjörg Sigfúsdótfir í DAG fer fram jarðarför Aðal- bjargar Sigfúsdóttur frá Hellu- vaði. Aðalbjörg var fædd í Vest- mannaeyjum 20. júní 1912. For- eldrar hennar voru hjóninKristín Kristjánsdótir frá Auraseli og Sigfús Guðlaugsson skósmiður í Vestmannaeyjum. Aðalbjörg missti föður sinn í æsku og flutti að Helluvaði, þegar hún var 11 ára með móður sinni og stjúp- föður, Gunnari Erlendssyni. Á Helluvaðj var Aðalbjörg þar til hún giftist árið 1933 eftirlifandi manni sínum, Sigurði Svein- björnssyni bifreiðastjóra. Þau eignuðust efnilegan son, Sigfús, sem búsettur er í Reykjavík. Þau hjónin byrjuðu búskap í Hvolsvelli, en Sigurður var þá bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi Hallgeirseyjar. Árið 1955 fluttu þau búferlum til Reykjavíkur og eignuðust þar gott og myndar- legt heimili. Aðalbjörg var mynd arleg og snyrtileg og bauð af sér góðan þokka hvar sem hún kom. Hún var vinsæl og glöð í vina- hópi. Hún vildi öllum vel og hafði bætandi áhrif á umhverfið. Hún likist í mörgu Kristínu móð- ur sinni, sem var sérstaklega við- kvæm og tilfinningarík. — Aðal- björg átti lengi við mikla van- heilsu að stríða. Varð hún fimm sinnum að leggjast á skurðar- borð, þegar gera þurfti hættu- legar skurðaðgerðir á henni. Vit- að er, að oft bar minna á lasleika hennar en ástæða var til. Reyndi 34-3-33 Þunga vinn uvélar hún í lengstu lög að vera kát þótt hún væri lasin. Með vilja- festu komst Aðalbjörg yfir heilsuleysið að mestu og var síð- ari árin sæmilega hraust. Hugs- aði hún með mikilli prýði um einkason sinn og eiginmann. Hún varð einnig góður félagi tengda- dóttur sinnar, sem hún mat mjög mikils. — En þegar erfiðleikarn- ir virðast vera yfirstignir, þegar bjart sýndist vera yfir heimilinu og fjölskyldunni, syrti skyndi- lega að og dauðinn kom óboðinn. Er einkasyni, tengdadóttur, eigin manni, systkinum og stjúpföður mikill söknuður að fráfalli henn- ar. Aðalbjörg dó á heimili sínu 8. þ. m. Þar sem heilsu hennar hafði farið batnandi, höfðu ástvinir hennar vonað að þeir mættu eiga langar samvistir með henni. Þess vegna er söknuðurinn sár, en á- gætar minningar munu verða vel geymdar og bæta söknuðinn að nokkru. — I. J. Bréf um landhelgi og fiskilögsögu Californiskar ✓ /• RUSINUR EGGERT KRISTJÁNSSON & Co. h.f. Símar 1-14-00. í REYKJAVÍKURBRÉFUM Mbl. 13. þ.m., er gerð grein fyrir því í stuttu máli, hvað framundan er í landhelgi og fiskilögsögumál- unum, á hinni væntanlegu Genf- arráðstefnu í þessum mánuði. Þungamiðja bréfsins felst í þeim orðum, „að samþykkt Kanadatillögunnar um 6 mílna landhelgi og 6 mílna fiskilögsögu að auki, sé ekki nægileg íslandi, því að þar er ekki tekið tillit til þeirrar sérstöðu, sem íslending- ar einir allra þjóða, eða svo til, haía vegna þess að við lifum að xangmestu leyti á sjávarafla. Valalaust verður þó við ramm- an reip að draga að fá viður- kenndan rétt til einhliða aðgerða otan 12 milna“. 1 etta atriði er vissulega kjarni málsins, og það svo mjög, að 12 mílna fiskveiðalandhelgi gæti ver ið óæskileg, þótt hún fengist lög- fest sem alþjóðalög, ef ekki stæði jafnframt opnar dyr til greiðra ráðstafanaj þegar Islendingar þurfa á ný að gera tilkall til auk- innar fiskilögsögu. Eins og kunnugt er, var sam- þyKktum um grunnlínur lokið 1958. Næsta skrefið er svo landhelg- in. Hún er í rauninni víkkun landsins út yfir sjávarborðið, og umferðatakmörkun fyrir aðrar þjóðir að sama skapi. Er land- helgin því allt annars eðlis en fiskilögsagan, sem lætur sig um- ferðina á hafinu litlu skipta. Ströng alþjóðasamþykkt má gjarnan vera um landhelgi, því umferðamálin eru allra þjóða mál, hvar sem er í heiminum, og þarf sjaldan að breyta. En í rauninni á slík samþykkt ekki við um fiskilögsögu, þar sem Hörður Ólafsson lögfræðiskrifstofa, skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku. Austri stræti 14. BÍLVIRKINN Réttingar — Ryðbætingar Málain — Viðgerðir. SÍÐUMÚLI 19 — Sími 35553 RAGNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 Logfræðistörf og exgnaumsýsla. Rjúkondi Ráð í Ausiurbæjarbiói 50. sýning á Söngleikum Rjúkandiráð Miðnætursýning í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,30. Aðgöngumiðasala I Austurbæjarbíói kl. 2 á miðvikudag. Aðeins þessi eina sýning. er um að ræða staðb«ndin mál, tiltölulega fárra þjóða, og breyti- leg viðhorf. Er því ekki ástæða til þess að fá því til leiðar komið, að mál þessi, landhelgi og fiskilögsaga, yrði aðskilin og gerðar samþykkt ir um þau hvort í sínu lagi, eft- ir málsatvikum? Það er allavega gersamlega otækt, að þurfa að öðlast sam- þykki % hluta á alþjóðarráð- stefnu, til þess að lagfæra fiski- iögsögu þjóðar, sem á allt sitt undir fiskveiðum við strendur síns eigin lands. Fyrr eða síðar mundi þjóðin þurfa að grípa til einhliða aðgerða, og þá væri svo bindandi alþjóðasámþykkt henni til skaðræðis, hver'su víðtæk sem hún kynni að vera að mílum. Svo dýru verði má því ekki kaupa 12 mílurnar. Ásgeir Þorsteinsson — /?æðo Magnúsar Jónssonar Framh. af bls 11 þeim standa taka á sig mikla á- byrgð gagnvart þjóðinni. Það er hinsvegar ástæðulaust að óttast framtíðina, ef við aðeins lærum að viðurkenna staðreyndir og haga okkur eftir þeim. Við þurf- um í bili að leggja nokkuð að okkur og draga úr framkvæmda- hraðanum, en að fengnum traust um grundvelli undir efnahags- kerfi okkar getum við haldið fram á leið til aukinna framfara og velmegunar með enn meiri hraða en áður. Valið ætti ekki að vera erfitt, því að á hinu leitinu blasir við upplausn og atvinnu- leysi. Heilbrigt efnahagskerfi, sem örfar til framtaks og fram- leiðslu er það mark, sem nú verður markvisst að stefna að. Traust og varfærin stjórn fjár- mála ríkisins er mikilvægur þátt ur efnahagskerfisins. Hallalaus ríkisbúskapur og þá um leið var- færnisleg og raunhæf afgreiðsla fjárlaga er sá hlekkur efnahags kerfisins, sem ekki má bresta. í samræmi við þetta sjónarmið hef ir meiri hluti fjárveitinganefnd- ar reynt að haga störfum sínum við afgreiðslu þessa fjárlagafrum varps. SIGURGEIR SIGURJÖNSSON hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. KRISTIN J. Hagbarð, fyrrv. kaupkona verður jarðsungin í dag. Minningargrein um hana verður því miður að bíða birt- ingar vegna þrengsla í blaðinu. Svíar - Þjóðverjar 16:16 GAUTABORG, 11. marz. — í gærkvöldi var háður hér lands- leikur í handknattleik milli Svi- þjóðar og Þýzkalands og lauk honum með jafntefli, 16:16. í fyrri hálfleik stóðu leikar 7:7. — Áhorfendur voru 2000. Þýzki fyrirliðinn, Giele, stjórn- aði sínu liði rólega en örugglega, og notfærðu Þjóðverjarnir sér hverja smugu í sænsku vörninni. Var markamismunur alltaf eitt. Seinni hálfleikur var óstjórn- lega spennandi og á ýmsu gekk. Svíarnir tóku fjögur straffköst, en skoruðu aðeins úr einu þeirra. Af Svíunum skoraði Almqvist flest mörk eða 10 í allt. — Litlu munaði að þeir ynnu leikinn, því að 17. markið skoruðu Svíarnir broti úr sekúndu eftir að dóm- arinn blés í flautuna til merkis um að leiknum væri lokið. —- — G. Þ. P. Rauði krossimi þakkar í GÆR tilkynnti Rauði Kross fs- lands að sakiast hefðu kr. 16.280 til hjálpar nauðstöddum í Agadir, en þar fórust sem kunnugt er þúsundir manna í jarðskjálft'um um daginn. Aulc þessara peninga lagði Skreiðarsamlagið fram eitt tonn af skreið, sem er að verðmæti um 25 þús. kr. Og auk þess fjár, sem að ofan getur, mun Rauði Kross íslands leggja fram nokk- urt fé til viðbótar. Verður þeim peningum varið í samráði við Rauða hálfmánann (Rauða kross- inn í Marokko). — Rauði Kross íslands þakkar öllum þeim, sem lagt hafa af mörkum til hjálp- ar fólkinu í Agadír. Steypuslyrktariárn I*eir sem eiga pantað hjá okkur steypustyrktarjárn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur, sem fyrst. Hf. AKUR Sími 13122 Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna verður haldinn sunnudaginn 20. marz n.k. í Tjarnarcafé uppi kl. 14. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnarinnar 2. Reikningar félagsins 3. Kosning 2ja aðalmanna og 2ja vara- manna í stjórn 4. Onnur mál. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.