Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. marz 1960. — Afvopnunar- rádstefnan Framh. af bls. 1 hafa eftirlit með vopnabirgðum, samkvæmt nánari ákvörðun síð- ar. — Þá er og gert ráð fyrir af- námi og eyðileggingu kjarnorku- vopna. — 'k — 1 öðrum og þriðja áfanga yrði Svo byggt á þessum atriðum — minnkun herstyrks haldið áfram, fyrst niður í 2,1 millj. manna hjá hvoru hinna tveggja stór- velda, og síðan áfram, unz því marki er náð, að ekki séu fleiri undir vopnum en nauðsyn- legt er vegna innanlandsöryggis. Gert er ráð fyrir stöðvun fram- leiðslu kjarnkleifra efna til hernaðarþarfa, auknum öryggis- ráðstöfunum gegn skyndiárás o. s. frv. — Loks er svo gert ráð fyrir stofnun sérstaks ráðs til þess að „vaka yfir friðinum", ef svo mætti segja. — Þetta eru að- eins nokkur atriði úr tillögunum. HÆTTULEGUK ÁFANGI Ormsby-Gore sagði, að þess «r tillögur mundu leiða til „raun- verulegrar og víðtækrar afvopn- unar eins fljótt og unnt væri“. Taldi hann þeim sérstaklega til gildis, að gert væri ráð fyrir að fara hægt af stað, og að þær væru ekki bundnar við ákveð- inn tíma. Hann lagði áherzlu á mikil- vægi þess aff ná samkomulagi um, aff eyffileggingarvopn verffi aldrei send meff eldflaugum á braut um jörffina. Þetta væri nú vafalaust hægt, en hins vegar kynnu menn ekki enn ráff til þess aff láta slík vopn falla til jarffar á fyrirfram ákveffnum staff. Ná yrffi samkomulagi um þetta atriði, áffur en þeim hættu- lega áfanga yrffi náff. — 'k — Zorin kvaðst ætla að geyma sér að fjalla um vestrænu tillög- urnar, unz hann og stjórn hans hefðu kynnt sér þær náið. Hins vegar lét hann í Ijós undnm sína yfir þvi, að Vesturveldin hefðu ekki sagt álit sitt á sovézku til- lögunum, þar sem þær hefðu raunverulega legið fyrir í sex mánuði. Hann skýrði nánar frá þeim í dag, eins og fyrr segir, og eru þær í stuttu máli þannig: + SOVÉZKU TILLÖGURNAR Fyrsti áfangi: — Bandarík- fn, Sovétríkin og Kína minnki herstýrk sinn á einu ári til 18 mánuðum niður í 1,7 millj. manna undir vopnum — Bret- Iand og Frakkland niður í 650 þús. Alþjóðleg eftirlitsnefnd verði stofnuð. — Annar áfangi: Allir herir verði leystir upp og herstöðvar á erlendri grund lagð ar niður. Þetta skal gerast á 18 mánuðum til 2 árum. — Þriðji áfangi: 511 kjamorkuvopn og ann ar vopnabúnaður verði eyðilagð ur á einu ári. k „ALÞJÓÐLEGT NJÓSNAKERFI“ Sú skoðun mun ríkjandi á vesturlöndum, að tímasetning sovézku áætlunarinnar sé óraun- hæf. Tillögurnar eru nú til gaum gæfilegrar athugunar — ekki sízt með tilliti til þess, hvort hægt sé að finna merki þess, að Sovétríkin vilji nú fallast á eftir lit með afvopnun, slíkt sem Vest- urveldin telja nauðsynlegt, en Zorin hafði við orð, að afvopn- unarráð það, sem gert er ráð fyr- ir í vestrænu tillögunum og á að fá æ víðtækara vald, jafngilti því Dagskrá Alf>ingis í DAG er boðaður fundur í sam- einuðu Alþingi. Þrjú mál eru á dagskrá: 1. Rannsókn kjörbréfs. 2. Fyrirspurn: Niðurgreiðsla fóðurbætis og áburðar. — Hvort leyfð skuli. 3. Fjárlög 1960, frv. — Frh. 2. umræðu. Bréfritari einn vakti máls á því um daginn í dálkum Velvak- anda, aff sólbaðsskýlið í Sundhöllinni væri illa variff augum nábúanna, og væru þeir ekkert hrifnir af þeirri sjón, sem blasti viff þeim, er þeir litu út um glugga sína. Þetta er sýnilega ekki orffum aukiff, því þannig var útsýnið úr einum af gluggum Heilsuverndarstöðvarinnar fyrir nokkrum dögum, er Ijósmynd- ari var þar staddur. að komið væri á fót alþjóðlegu njósnakerfi. k EIN HEILD Á blaðamannafundi, sem Zorin hélt eftir fundinn í morg- un sagði hann m.a., að tillögur Vesturveldanna væru illfram- kvæmanlegar vegna þess ,að í þær vantaði allar tímaákvarðan- ir. — Hann sagði og, að líta yrði á sovézku tillögurnar sem eina heild — ekki væri hægt að slíta þær úr samhengi hverja við aðra. Þá sagði hann aðspurður, að Kína styddi sovézku tillögurnar í einu og öllu — hins vegar yrði afvopn unarmálunum ekki ráðið endan- lega til lykta, án samráðs við kínversku kommúnistastjórnina. rgir togarar Mar, selja í Bretlandi SÍÐAST liðinn mánudág seldi togarinn Röðull í Grimsby 137 lestir fyrir 8345 pund. Sama dag seldi Egill Skallagrímsson í Hull 205 lestir fyrir 12010 pund og sama dag Fylkir í Grimsby 133 lestir fyrir 7936 pund og á þriðju dag 76 lestir fyrir 3451 pund, eða alls 11387 pund. Gylfi seldi á þriðjudag í Hull 140 lestir fyrir 7096 pund og Ólafur Jóhannesson seldi í gær 200 lestir fyrir 9283 pund. Brimnes á að selja í Bret- landi á föstudag. Góður afli Patreks fjarðarbáta Patreksfirði, 16. marz. STÖÐUGUR og mikill afli hefur borizt hingað á land frá því bát- arnir hófu netjaveiðar fyrir 10 dögum siðan. Hefur ailinr. verið 22—52 tonn í róðri hjá hverjum báti. Andri kom í nótt með 25 tonn og Sigurfari með 36 tonn, en hann fékk net i skrúíu í gæi- dag og dró varðtkipið Albert hann hingað inn. Sæbjörg kom svo í dag með 34 tonn. Sl. laugardag var Iðnskólan- um hér slitið og úUkrifuðust 7 nemendur. Hæsta einkunn þeirra, sem útskrifuðust, hlaut Árni Björn Árnason 9,47 i aðaleink- unn, en hæstu einkunn yfir skól- ann hlaut Leiknir Jónsson, í öðr- um bekk, 9,50. Gott tíðarfar ÞÚFUM, 16. marz. — Hér hefur verið gott veðurfar daglega og snjólaust að kalla. Spáir margt góðu veðurfari Á 40 riddaradag- inn 9^ þ.m. var sólskin og blíðu- veður. Hann á að eiga sér 40 bræður að vorinu. Gvendardag- ur, sem er á morgun, er einnig merkisdagur. Nýlátinn er hér Ágúst Jensson, Reykjarfirði. Hann var fæddur 30. marz 1883. — P.P. Alvurlegt óstond í Argentínu Segja má, að herlög gildi nú í landinu BUENOS Aires, Argentínu, 16. marz (Reuter). — Forseti Argent ínu, Arturo Frondizi, gaf í gær- kvöldi út tilskipun, þar sem mælt er fyrir um, aff fariff skuli með skemmdarverkamenn og affra óaldarseggi eins og gerist á stríffs tímum — en þaff þýffir m.a. þaff, aff dauðarefsing er lögff við ýmiss konar hermdar- og skemmdar- verkum, íkveikjum, affild aff fé- lög'um, sem bönnuff eru o.s.frv. ★ f tilskipuninni er hernaðaryfir- völdum falið að setja á stofn her- dómstóla til þess að fjalla um mál hermdarverkamanna, sem hafa látið mjög á sér kræla und- anfarinn mánuð — gert sprengju árásir á járnbrautir, olíu- og gasstöðvar og heimili einstakl- inga. — Lögregla og herlið gerðu í dag herferð gegn óaldarseggj- um, og voru margir handteknir — þar á meðal ýmsir fylgismenn Perons, fyrrum einræðisherra. í yfirlýsingu forsetans í gær- kvöldi sagði, að ástandið í land- inu væri nú orðið „mjög alvar- legt“ — en ekki væri þó ástæða til að hafa afskipti af starfsemi leyfðra pólitískra samtaka eða verkalýðsfélaga að svo komnu máli, og væru hin auknu völd hernaðaryfirvaldanna við það miðuð. Æviágrip allra núlifandi V - íslendinga skrásett Fyrsta bindib væntanlegt í sumar Erfitt verk UNDANFARIN tvö sumur hefur Árni Bjarnarson, bóka- útgefandi á Akureyri, ferðast um íslendingabyggðirnar í Vesturheimi og safnað sam- an æviágripum þeirra manna vestanhafs, sem af íslenzku bergi eru brotnir. Er nú í sumar væntanlegt fyrsta bindið af. Æviskránum. í til- efni þess skýrði Árni Bjarn- arson blaðamönnum frá undirbúningi og starfi þeirra manna, sem unnu af ævi- skráningunum og fórust hon- um m. a. orð á þessa leið: Skrásetning hafin fyrir tveimur árum. — Árið 1958 skipaði ríkis- stjórnin nefnd, til áð vinna að auknu samstarfi við Vestur-ís- lendinga. Skilaði nefndin alls um 40 tillögum og var ein þeirra þess efnis, að hafizt yrði skjót- lega handa um að skrifa stutt æviágrip allra núlifandi Vestur- íslendinga. Sumarið 1958 fóru þrír menn, auk mín, til Bandaríkjanna, þeir Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari, séra Benjamín' Kristjánsson á Laugalandi og Gísli Ólafsson, yfirlögregluþj. á Akureyri. Ferðuðumst við um all margar íslendingabyggðir og skrásettum alla þá íslenzkættaða menn, er við hittum. Undirtekt- irnar voru sæmilegar, nokkuð bar á því, að menn vildu 'ekki vera með, og stór hópur manna vildi ekki láta myndir fylgja, en Gísli Ólafsson, lögregluþjónn sá um myndatökurnar. 20 bátar með 237 lestir AKRANESI, 16. marz. — Allir bátarnir hér eru á sjó í dag. I gær lönduðu 20 bátar alls 237 lestum. Aflahæstu bátarnir voru Sæfari með 27 lestir, Sigurvon með 25 lestir og Sigurður með 18 lestir. Margir bátanna voru með fjórar, fimm og sex lestir, allt ofan í 1200 kg. — Oddur. Síðan skýrði Árni frá því, að þegar þeir félagar hefðu komið heim um haustið, hefði þegar verið hafizt handa að vinna úr skrásetningunum, sem væri erf- itt og vandasamt verk. Sumarið eftir fór hann aftur vestur um haf ásamt Gísla Ólafssyni, ferð- aðist um alla Kyrrahafsströndina allt suður til San Diego, flutti er- indi, sýndi kvikmyndir og skrá- setti. Eftir- heimkomuna unnu hann og séra Benjamín stanz- laust að því að búa verkið undir prentun. Séra Jón Guðnason, skjalavörður, hefði síðan endur- skoðað verkið og myndi bókin koma út næsta sumar. Sagði síð- an: Minnzt á um tíu þúsund manns — Fyrsta heftið af Vestur-ís- lenzku æviskránum mun verða rúmar 500 blaðsíður að stærð, prentað á myndapappír í Prent- verki Odds Björnssonar á Akur- eyri, og er vel til útgáfunnar vandað. í bókinni eru kringum 800 æviskrár, en alls mun vera minnzt á um 10 þúsund manns. Bókin mun því kærkomin öllum þeim, sem ætt- og mannfræði unna. Aftast í henni er ítarleg nafnaskrá, ennfremur íslenzk- enskur orðalykill að helztu orð- unum, sem fyrir koma í bókinni, til hagræðis fyrir þá Vestur-ís- lendinga, sem ekki tala ís- lenzku. Er ég ekki í vafa um að þessi bók verður mikið keypt vestanhafs, engu síður en hér- lendis, og hafa þegar borizt mörg hundruð pantanir. . Mun - hún kosta kr. 350 fyrir áskrifendur, en kr. 450 í lausasölu. Fjöldi mynda prýðir bókina. Ný tengsl endurvakin Að lokum sagðist Árni mundu fara aftur til Bandaríkjanna í sumar og halda áfram starfi sínu. Væri tiltækt efni hátt upp í ann- að bindi, en ekki gat hann sagt með vissu um, hvað þau yrðu mörg alls. Kvaðs hann vonast til að þessar æviskrár yrðu til þess að endurvekja hin gömlu kynni og skapa ný tengsl milli frænda báðum megin hafsins. f NA /5 hnútar f S V 50 hnutar Snjókoma * ÚSi \7 Skúrír IZ Þrumur WSS, KulJaskil Hilaskil H HaS L LaqS Á KORTINU hér ber mest á lægðarsvæði yfir vestanverðu Atlantshafi og Suður-Græn- landi. Lægðarmiðjan (985 mb) er um 1800 km. suðvestur af Reykjanesi. Hitaskil um 800 km. suður af íslandi þokast norður eftir og er því búizt við nokkurri rigningu hér sunnanlands og hlýnandi veðri. Yfir Canada er kalt háþrýsti svæði enda er 18 stiga frost í Gander. Á Nýfundnalandsmið um er víða hvass norðan með 5—10 stiga frosti. Hins vegar er mjög stillt og hlýtt veður um Bretlandseyjar og Frakk- land, en 2—8 stiga frost í Sví- þjóð. Veffurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: SV-land, Faxaflói, SV-mið og Faxaflóamið: Vax- .andi SA-átt í nótt, allhvass eða hvass SV og rigning með morgninum. Breiðafjörður, V- firðir, Breiðafj arðarmið og V- fjarðamið: SA-gola í nótt en SA stinningskaldi og sums staðar rigning á morgun. Norð urland til Vestfjarða og N- mið til A-fjarðamiða: Hæg- viðri, víðast frostlaust og þurrt veður. SAland og SA- mið: Hægviðri í nótt en vax- andi SA-átt á morgun og rign- ing vestan til. v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.