Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.03.1960, Blaðsíða 13
Ffenmíuflaeur 24. marz 1960 MOHCTINBLAÐIÐ 13 ÞAÐ, sem a£ er þessu ári, hafa orðið 11 meiriháttar flugslys í heiminum og í þeim hafa farizt yfir 400 manns. Tölurnar eru mun hærri en þær voru á sama tíma í fyrra, enda óhugn- anlega háar, þegar þess er gætt, að aðeins eru tæpir þrír mánuðir af árinu. Bandarísku flugfélögin hafa misst tiltölulega lestar flug- vélanna og eru flugmálayíir- vö.din þar i landi orðin ugg- andi vegna slysaöldunnar. I fyrra fórust með bandarískum farþegavélum fleiri en nokk- urt annað ár, eða 294 manns. Það samsvarar 0,68 dauðaslysi miðað við 100 millj. floginna farþegamílna. al Airlines, sem steyptist i Mexico-flóann í nóvember sl og fórst með 42 innanborðs hafi verið grandað með tíma- sprengju. í janúar sprakk DC-6B flugvél frá sama fé- lagi á flugi yfir Norður- Karolinu. Þar fórust 34 og víst þykir nú, að einn farþeg- anna hafi verið með vítisvél í farangri sínum og valdið slysinu. Fleiri dæmi eru um sams konar atburði og þess er skemmst að minnast, er ungur maður laumaði tímasprengju í farangur móður sinnar skömmu áður en hún steig upp í farþegavél vestanhafs. Þar fórust tugir manna. Og nú er óttazt, að ástæðan hafi ver- ið sú sama, er Electra-flug- vélin fórst yfir Indiana í fyrri viku, með 63 innanborðs. „Gegnumlýsing“ gagnslítil. Komið hefur til umræðu að „gegnumlýsa" allan farangur flugfarþega. Slík „gegnumlýs- ingartæki" mundu finna alla málmhluti í ferðatöskunum, jafnvel hárnálar og rakvélar- blöð. Eftirlitsmenn yrðu að ganga úr skugga um hvaða hlutir þetta væru, skoða tösk- urnar. Afleiðingin yrði sú, að skoða þyrfti í allar töskur, því vafalaust finnast smá- málmhlutir í öllum ferðatösk- um. Það væri því harla lítið gagn í „gegnumlýsingunni“. Farþegar og flugfélög yrðu hins vegar fyrir miklum töf- um vegna slíkrar skoðunar. Auk þess yrði farþegi sá, sem ætlaði sér að hafa vítisvél með ferðis, ekki í vandræðum með að fela hana innanklæða. — Farangursskoðun sem þessi Alvarlegt vandamál Þetta er í rauninni ekki há tala, þegar þess er gætt að urn 152 þús. farþegar ferðast daglega með bandarísku fé- lögunum 2,2 millj. farþega- 7 mílna — og á þremur dögum l um síðustu áramót týndu 374 menn lífinu í umferðarslysum á þjóðvegum Bandaríkjanr.a. Mörg dæmi Nú þegar er varið geysi- miklum fjárhæðum ti’. alU kyr.s eftirlits og öryggisþjón- ustu vegna flugumferðarinn- ar. En betur má, ef dugu skai. Einn erfiðasti þátturinn í þess ari öryggisþjónustu vestra er að koma í veg fyrir skemmd- arverkin Óhugnanlegust eru flugslyr-in, sem verða beint aí mannavölduru. Sem kunnugt er kemur það nú æ oftar fvrir að vítisvélum er komið fyrir í farþegavélum og er þetta orðið mikið og erfitt vanda- mál. Allt þykir benda til þess. að DC-7B flugvélinni frá Nation- — Hvanneyrarbréf F.-arah. af bls. 11. fyrir Alþingi á þessum vetri. 4. Rannsókna- og tilraunastarf er hafið á Hvanneyri af ung- um og mjög álitlegum fræði- mönnum. Árangur slíkra starfa veltur algerlega á hæfni og samvizkusemi þeirra, sem að vinna. Ég þykist viss um, að ekki muni langur tími liða, unz þessi starfsemi hér á Hvanneyri, sem er ein yngsta tilrauna- stöðin í landinu, muni vekja alþjóðar athygli og hljóta viðurkenningu bændastéttar- innar. Ef betur er unnið og af meiri samvizkusemi og hug- kvæmni í Reykjavík og á hinum tilraunastöðunum, þá eru þessi mál í góðu lagi hér á landi. Af þessu er Ijóst, að þótt deil- ur standi enn um þessi mál og verul. andstaða sé enn hjá nokkr- um starfsmönnum landbúnaðar- ins í Reykjavík gegn uppbygg- ingu Hvanneyrar, þá er málið raunverulega unnið. Það er vit- að, að meiri hluti Alþingis er sammála Búnaðarþingi um lausn málsins, og ég hef ekki ennþá hitt bónda, sem vill láta reisa háskóla stéttarinnar í borginni. Mér er fremur lagið að vera hreinskilinn og opinskár en hið gagnstæða. Þótt starfsemi búnað- ardeildarinnar í Reykjavík hafi verið haldið utan við umræð- urnar ennþá af öðrum en Árna G. Eylands, þá liggur það þó í hlut- arins eðli, að hér verður þróun- „Ef til vill eitthvert ráð!“ En hvers vegna grípa menn til slíkra óyndisúrræða? Sam kvæmt rannsóknum á slysum, sem orðið hafa með þessum hætti, eru ástæðurnar tvær: Forhertir glæpamenn gera þetta í gróðaskyni, fá greitt tryggingarfé skyldmennis, sem er meðal farþeganna. í öðru lagi eru þess dæmi að menn fremji sjálfsmorð á þennan hátt, ætla sér að dui- búa það og tryggja fölskyldu sinni jafnframt tryggingarfé sitt. En hvernig er hægt að taka fram fyrir hendurnar á þess- um óðu mönnum, sem stofna lífi almennra flugfarþega í stöðuga hættu? Þessi spurning hefur verið lögð fyrir flug- málastjóra Bandaríkjanna, Elwood R. Quesada, í blaða- viðtali. Hann svaraði: — Ef til er eitthvert ráð, þá vildi ég, að einhver segði mér af því. kæmi því aldrei að gagni, enda eru flugfélögin algerlega andvíg því að hún verði texin upp. Kemst upp í flestum tilfellum 3 — Cuvilliesleikhús Flugmálastjórn Bandaríkj- anna undirbýr hins vegar end- urskoðunar á tryggingarlög- unum að svo miklu leyti sem þau varða farþega. Koma á í veg fyrir að menn geti hagn- azt á glæpaverki sem þessu — og í viðtali ekki alls fyrir löngu lagði Quesada áherzlu á það, að í langflestum t.il- fellum kæmist upp um söku- dólgana. Leynilögreglan hefur á snærum sínum her manns, sem er sérmenntaður í rann- sóknum flugslysa. Ef öllum yrði ljóst, að líkurnar fyrir því að hægt yrði að halda ódæðinu leyndu, eru hverf- andi litlar, mundu ógæfumenn frekar reyna aðrar leiðir til að ná settu marki. h.j.h. in sú sama og að Ási í Noregi, búnaðarháskólinn okkar verður með tímanum miðstöð búvísinda og rannsóknastarfsemi. Raun- verulega er búseta starfsmanna viðkvæmasta vandamálið hér. Ef starfsmenn búnaðardeildar vildu flytja að Hvanneyri og setjast hér að, þá er málið leyst og starf- semin flutt. Það þarf eina stóra stofu fyrir efnagreiningar og sama starfsfólk. Rannsóknatækin eru ekki stór liður, og ef við höf- um geð til að rétta magra betli- lúku út fyrir landsteinana, væri auðvelt að fá slík tæki gefins. Ef dr. Halldór Pálsson vildi sjá'tur setjast að á sauðfjárkynbótabú- inu á Hesti í Borgarfirði og stjórna þaðan tilraunamiðstöð bú fjárræktar í Andakíl, þá er björn inn raunverulega unninn. Dr. Björn Jóhannesson er líka mikil- hæfur fræðimaður og hefur um sig ágætlega fært starfslið. Vill þessi hópur koma hingað og gera tilraunir sínar og rannsóknir hér uppi í sveitinni? Mold og verk- efni skortir hér ekki. Menn spyrja um, hvað sé þessu máli þá til fyrirstöðu. Ýmislegt má færa Reykjavik til ágætis sem miðstöð búvísinda og tilraunastarfsemi. Ég held að meg inkjarna málsins geti ég skýrt með frásögn af samtali, sem ég átti hér á heimili mínu við ung- an og vel menntaðan búnaðar- kandídat, upp alinn sveitapilt, sem nýlega var kominn frá próf- borðinu. Ég spurði hann, hvort hann hefði ekki áhuga fyrir að sækja um kennarastöðu við fram- haldsdeildina á Hvanneyri og hefja hér tilraunastörf Hann svar aði sem næst orðrétt þannig: Ég held ekki, mig hefur alltaf dreymt um að búa „centralt". Þessi ummæli hafa síðan orðið mér verulegt umhugsunarefni, og spurning hefur lifað í huga mínum: Getur það verið, að sveitamaður, sem fer á búnaðar- háskóla eigi fremur í huga sín- um draum um að „búa centralt“, þ. e. að setjast að í Reykjavík, en bæjarmaðurinn, sem leggur inn á sömu brautir? Ég er bæj- armaður að uppeldi, en draum- urinn bak við nám mitt var að geta lifað og starfað sem sveita- maður. • Búnaðarháskóli og rannsókna- stöð þarf að sinna mörgum verk- efnum, raunar öllum þáttum landsnytja. Hvanneyri hefur öll skilyrði fyrir rannsóknir í jarð- rækt og búfjárrækt. Ríkiskyn- bótabúið á Hesti er í sama hreppi miðjum. í landi Hvanneyrar var talsvert æðarvarp til skamms tíma, sérstaklega í Kistuhöfða. Hér þarf að setja upp rannsókn- ir á æðarfugli og öðrum nytja- fuglum og gera tilraunir með æðarvarp, útungun og ungaupp- eldi. Þetta var og getur verið ákaflega verðmæt auka-búgrein á stórum hluta landsins. Hér bíð- ur verkefni og starf fuglafræð- ings. — Hvanneyrarland afmark- ast af frægum laxveiðiám, Hvítá og Andakílsá, en auk þess eiga Hvanneyri og Hestur talsverðan hlut í Grímsá. Hvar gæfist betri aðstaða til rannsóknar og tilrauna í þessari grein? Þá eru hér lækir og stórar tjarnir í landareigninni Framh. al bls. 11 um byggingum (endurreistum) í renaissance-stíl. Þar komst mað- ur í stemningu. Þaðan er haldið í gegnum aðalanddyrið inn í for- sal leikhússins, stóran sal, sem er þakinn málverkum og högg- myndum fornra snillinga Bæjara lands, síðan inn í enn eitt and- dyri og þaðan loks inn í áhorf- endasalinn, sem Cuvilliés reisti fyrir 200 árum síðan, að vísu ekki á sama stað, en alveg nákvæm- lega eins, og skreytti sömu lista- verkjum og enn í dag skrýða sal- inn: Gamalt leikhús innan nýrra veggja. Cuvilliésleikhúsið var endur- opnað mað sýningu á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Og víst er um það, að sýningar eftir höf- unda frá 18. öld njóta sín lang- bezt á þessum stað, eins og gefur að skilja. Brúðkaup Fígarós var | einmitt fyrsta sýningin, sem ég : sá í þessu leikhúsi, með svo til ■ sömu söngvurum. Það er eins og ' allt fljóti saman, nútíð og fortíð, ileikur og list, leiksvið og áhorf- | endasalur, gaman og alvara.Mað- j ur stendur skrefi nær tíma Moz- arts og skynjar enn betur snilld hans, einnig þar sem söngvarnir voru hver öðrum betri og sumir afbragð (Erika Köth: Susanna; Hertha Töpper kom til íslands sumarið 1958): Cherubin; Kiefh Engen: greifinn. — Claire Wat- son: greifynjan; Karl Kohr.: Figaró.). Ég held, að mér sé ó- hætt að segja, að hér hafi verið hinn ídeali staður og stund fyrir Brúðkaup Fígarós. og laugaruppspretta í fjögra km f jarlægð Ég sé ekki hentugri stað til að gera tilraunir með fiska- eldi, en það veckefni þolir enga ' bið. Róm var ekki byggð á einum degi. Hvanneyri verður heldur ekki byggð á einum degi, en Hvanneyri er sterkari en allir staðir og sterkari en allar raddir, sem mæla gegn henni, þegar um er að ræða kennslu- og vísindastarfsemi ís- lenzks búskapar. Þökk sé Árna G. Eylands og öðrum þeim, sem ■ standa með þróun Hvanneyrar. \ Hugsjónir þeirra munu rætast. Gleðin verður laun þeirra, ekki ‘ sízt Borgfirðinga sjálfra, sem unna þessum fagra stað í héraði sínu og bera metnað í brjósti hans vegna. (Þjóðleikhúsið sýnir leikritið) „Edward sonur minn“ í síð-\ /asta sinn n.k. föstudag, og eró )það 23. sýning á þessu ágætar )Ieikriti. Leikurinn hlaut mjög/ igóða dóma hjá leiklistargagn-) ■, rýnendum og dómur leikhús-1 (gesta hefur verið á sama veg. x Myndin er af Val Gíslasyni(j )og Rúrik Haraldssyni í hlut- )verkum sínum. Gamlar og ný jar óperur Operan Cosi fan tutte er einnig mikið sýnd í Cuvilliés-leikhús- inu. Hana hefi ég ekki séð þar, en ekki ætti hún að standa hinni fyrri nokkuð að baki. Fleiri óper- ur eru iðulega sýndar í leikhús- inu, sem þar eru sannarlega“ á heimavelli" s. s. Rakarinn frá Sevilla, Capriccio o. fl., og aðrar, sem nokkuð er um deilt, hvort eigi erindi þangað, þ. á. tn. barnaóperan Christelflein eftir Hans Pliztner. Fyrir nokkru voru þar frumsýndar tvær spánnýjar óperur, Simplicius Simplicissm- us eftir Þjóðverjann Karl Amed- eus Hartmann (og Hermann Scherchen og Wolfang Petzet sem samstarfsmenn) um þjóð- sagnakennda sögu úr þrjátíu ára stríðinu eftir Grimmelhausen, og Seraphine, gamansöm ópera eftir svissneska tónskáldið Sutermeist er um sögu eftir Rabelais. Er hér hvorki staður né stund til þess að fara nánar út í þá sálma, og verð- ur það að bíða betri tíma. Leikrit eru mörg sýnd í Cu- villiésleikhúsinu. Að sjálfsögðu er karlinn Moliére alveg á réttum stað með Alceste, mannhataránn sinn, sem er frábærlega leikinn af Ernst Ginsberg. Er svipað um þá sýningu að segja og Brúðkaup Figarós: Afbragð. Shakespeare gamli fellur ekki alveg eins í kramið, en Shakespeare er og verður náttúrlega alltaf Shak^- speare. Hér var sýnt Vetrarævin- týri, vel sett á svið og leikið. Og nú er komið nóg. Þó get ég ekki látið hjá líða að ráðleggja öllum þeim samlöndum, sem leggja leið sína til Munchen, hvort sem það er til þess að drekka bjór eða mæta á fundum eða að stunda fögur fræði, að skoða hið mæta og merkilega Cuvilliésleikhús. Ólm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.