Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORcrynr aðið Föstudagur 25. marz 1960 A rökstólum ■ Genf atriði á hverjum tíma hversu mikil þjóðnýting væri heilla- vænleg. En bræðrayfirlýsingin í afvopnunarmálunum huldi á eng an hátt ágreininginn á því sviði. Um t GENF eru nú haldnar 21 þrjár ráðstefnur, sem u mikið varða hag allrar heimsbyggðarinnar. — Ráðstefnan um land- helgi og fiskveiðilögsögu er okkur íslendingum efst í huga, því úrslit hennar munu skipta okkur meira máli en margar aðrar þjóðir. Líklegt er ,að hún standi 4—5 vikur, en meðan ráðstefnan er á byrjunarstigi er of snemmt að ræða líkurnar fyrir hagstæðri lausn. Hins vegar er þegar ljóst, að þriggja mílna landhelgin er úr sögunni og æ fleiri ríki verða fylgjandi 12 mílna fiskveiðilög sögu. En raunveruleg styrkleika hlutföll með eða á móti koma vart í Ijós fyrr en sígur á seinni hlutann. Afvopnun Hinar ráðstefnurnar tvær varða ekki síður en aðrar þjóð- ir, því þar er í rauninni þingað um framtíð samfélags allra þjóða. Úrslitanna er á hinn bóginn ekki að vænta eftir nokkrar vikur eins og á landhelgisráðstefnunni og allt er á huldu um það hvort árangur verður yfirleitt nokkur. Hér er um að ræða ráðstefnurn ar um afvopnunarmál og bann við tilraunum með kjarnorku- vopn. Afvopnunarmálin hafa verið efst á baugi innan vébanda Sam einuðu þjóðanna frá upphafi sam takanna, ef svo mætti segja, en höfuðvandamálið hefur ætíð ver ið að semja um öruggt eftirlit. Árið 1957 gengu Rússar af fundi afvopnunarnefndar S. Þ. á þeim forsendum að innan hennar væri ekki jafnvægi milli austurs og vesturs. Á síðasta þingi náðu utanríkis- herrar stórveldanna samkomu- lagi um að aftur skyldu hefjast umræður, en nú „utan“ Samein- uðu þjóðanna. Var ákveðið, að ráðstefnuna sætu fulltrúar 10 ríkja, 5 úr austri (Rússar, Pól- verjar, Tékkar, Búlgarar og Rúm enar) og 5 úr vestri (Bretar, Bandaríkjamenn, Frakkar, Kan- adamenn og ítalir). Austur og vestur Bæði austur og vestur hafa nú lagt fram sínar tillögur í afvopn unarmálunum, en síðan hefur fátt markvert gerzt. Tillögur Vesturveldanna eru á þessa lund; 1) Her Rússa og Bandarikja- manna verði takmarkaður við 2,5 millj. og herir annarra ríkja í samræmi við það. Komið verði á fót alþjóða afvopnunarmálastofn •un, sem hefji rannsóknir og und- irbúning að alheims eftirliti með vopnabúnaði og síðar af vopnun. 2) Næst minnki Rússar og Bandaríkjamenn heri sína niður í 2,1 millj. og önnur ríki eftir því og jafnframt verði hætt fram leiðslu efna til kjarnorkuvopna. Afvopnunarmálastofnunin á hér að koma til skjalanna og alþjóða afvopnunarráðstefna kölluð sam- an. 3) Lokastigið verður að minnka herinn niður í það, sem nauðsynlegt er að hafa til að gæta innanlandsöryggis og binda endi á milliríkjaskærur í umboði S. Þ. Þá verði líka sett bann á kjarnorkuvopn og kjarnorku- veldin skylduð til að eyða birgð- um slíkra vopna. Tillaga Rússa er í meginatrið- um: 1) Rússar, Bandaríkjamenn og Kínverjar minnki herinn nið- ur í 1,7 millj. og aðrar þjóðir til samræmis á 12—18 mánuðum. 2) Herstöðvar erlendis lagðar niður og herir lagðir niður á 18— 24 mánuðum. 3) Birgðir kjarnorkuvopna eyðilagðar, hernaðarmannvirkj- Ég skal kasta vopnunum, ef þú gerir það fyrst! Tvennar nýafstaðnar auka- kosningar hafa leitt í ljés, að þróunin, sem varð áberandi í þingkosningunum á síðasta ári, heldur áfram: Kjósendur bera ekki traust til hinnar klofnu for- ystu Verkamannaflokksins og á meðan ekki tekst að koma á ein- ingu um meginkjarnan í stefnu- skrá flokksins snúa æ fleiri baki við honum. Tveir kostir Þó að forystulið Verkamanna- flokksins hafi vakið á sér mikla athygli hafa menn gefið sér tíma til að gefa mörgu öðru gaum. Ræða, sem Hailsham lávarður, vísindamálaráðherra Breta, flutti á þingi fyrir nokkru, hefur líka vakið athygli. Sumir brezkir stjórnmálamenn vilja líkja henni við Gettysburgar- ávarp Lincolns Bandaríkjafor- seta að efni og boðskap. Sagðist lávarðurinn hafa orðið þess vís- ari í ráðherraembætti sínu, að stórveldin byggju nú yfir slíkum eyðingarmætti, að óhugnanlegt væri. Nú væri aðeins um tvennt að velja: Alheimsstjórn, eða að þjóðir heims tækju höndum saman og gerðu samkomulag um afvopnun. KRÚSJEFF er nú kominti \ai til Parísar og hefur vænt- um eytt og eftirlitsnefnd komið á fót, allt á 12 mánaða tímabili. Eftirlitskerfið Rússar hafa sagt tillögur Vest- urveldanna óraunhæfar, þar væri ekki nein tímaákvörðun. Vest- urveldin telja hins vegar tíma- ákvörðun einskis nýta á meðan ekki hefur verið samið um eftir- litskerfi. Á undirbúningsfundum um af- vopnunarmálin kom það marg- sinnis fram, að Rússar voru ó- fúsir til þess að opna land sitt fyrir fuiltrúum alþjóðlegrar eft- irlitsnefndar. Þeir vildu aftur á móti taka þátt í eftirliti i öðrum löndum. Um þetta grundvallar- atriði snýst deilan um eftirlitið í raun og veru og Vesturveldin j hafa margsinnis lýst því yfir, að j þau muni aldrei fallast á afvopn- un nema að tryggðu gagnkvæmu eftirliti með því að báðir aðilar haldi afvopnunarsamninginn. Sennilegt er, að þessi ráð- stefna dragist mjög á langinn. Hún gæti allt eins staðið í eitt ár, ef fulltrúanna þryti ekki þol inmæði eða alvarlega skærist í odda. En árangurinn verður að miklu leyti kominn undir úrslit- um þriðju ráðstefnunnar, sem nú er haldin í Genf: Þríveldaráð- stefnunnar um bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn. Smásprengjur undanskyldar? Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar hafa nú þrefað um til- raunabannið í nær 16 mánuði. Deilurnar hafa sem fyrri daginn snúizt mikið um eftirlitið. Hnút- ur hafa flogið um borð og væg- ast sagt hefur bjarsýni ekki ein- kennt ráðstefnuna. í síðasta mánuði lagði Eisen- hower forseti til, að undanþegn- ar hugsanlegu samkomulagi yrðu tilraunir með kjarnorkusprengj- ur, sem væru það litlar að orku, að ekki væri hægt að greina áhrif þeirra frá jarðskjálfta. — Þegar búið yrði að semja um víð- tækt gagnkvæmt eftirlit yrðu þessar sprengingar bannaðar sem aðrar. Undirtektir Rússa voru sem fyrr neikvæðar. Þeir kröfuðst allsherjarbanns á öllum' tilraunum. — 1 framhaldi af þessu tilkynnti bandaríska kjarn orkumálanefndin, að í byrjun næsta árs yrði gerð neðanjarðar- tilraun með litla kjarnorku- sprengju vestra — „í friðsam- legum tilgangi". Engar tilraunir hafa verið gerðar með kjarn- orkusprengjur undanfarna mán- uði og a. m. k. hafa Vesturveldin vonað, að þessi stöðvun yrði til þess að auka samkomulagslík- urnar í Genf. Óttast Rússar Kínverja? Svo gerðist það sl. laugardag, að Rússar kváðust fúsir til að fallast á tillögu Bandaríkja- manna um að samið yrði um stöðvun tilrauna og jafnframt, að stórveldin hæfu í sameiningu undirbúning að alheimseftirlits- kerfi með því að bannið yrði ekki brotið. Settu Rússar það skilyrði, að-stórveldin hétu hvort öðru að gera ekki tilraunir með hinar litlu „ómælanlegu" kjarn- orkusprengjur, enda þótt ekki nú hefir Eisenhower boðið Mac- millan heim til að ræða sameigin- lega svarið til Rússa. EKKI eru liðin nema rúm- Olega þrjú ár frá „Súez- ævintýrinu" svonefnda. — CS Þegar það „ævintýri" var úti virtust horfur brezka Oíhaldsflokksins ekki sér- lega glæsilegar, enda *■ hugðist Verkamannaflokk- urinn heldur en ekki mata krók sinn. í Bretlandi sögðu menn: Eden er búinn að tryggja Gaitskell forsætisráðherrastólinn eftir næstu kosningar. En þetta fór á annan veg, því anlega náð sér eftir veik- ^0 indin, sem urðu til þess að hann kom seinna en ákveð- ið hafði verið og stytti þar með heimsóknina. Mikið hefur verið bollalagt, hvort Krúsjeff hefur fengið „póli- tíska“ flensu, eða aðeins þessa inflúensu, sem lagt hefur marga Moskvubúa í rúmið að -undan- förnu. Menn höfðu ástæðu til að ætla, að véikindin gætu verið pólitísk, því Krúsjeff var óánægð ur með ferðaáætlunina. Ðe Gaulle hafði séð fyrir því að hann fengi sem minnst tækifærx til að reka áróður á ferð sinni um landið og auðvitað var Krús- jeff harla óáægður. — Erlent yfirlit — Þráttað um gagnkvæmt eftirlit — Krúsjeff hjá de Gaulle — Þróunin gegn verkamannaflokknum — Ræða Hailsham — Kosningaúrslitin á Ceylon — Blóðbaðið í Suður-Afríku yrði hægt að hafa eftirlit með því að allir aðilar stæðu við lof- orðið. Vildu "Rússar, að þetta lof- orð gilti til 4—5 ára. En þeir lögðu megináherzlu á það, að flýta yrði undirskrift samkomulagsins sem unnt væri, helzt þyrfti að ljúka þessu innan nokkurra vikna. Afstaða Rússa kom á óvart. Yfirlýsing þeirra var sett undir smásjána bæði í Washington og London og menn velta því fyrir sér hvað valdi skyndilegri eftir- gjöf Rússa. Að vísu vilja þeir ekki undanskilja smásprengjur, en þeir eru vafalaust í beztri að- stöðu til að gera tilraunir með þær á laun. Fregnir hafa flogið um að Kínverjar hefðu kjarn- orkusprengingu í undirbúningi. Getur verið, að sú þróun mál- anna hafi einhver áhrif á sam- komulagsvilja Rússa? Ekki til bandamanna Washington og London hafa enn ekki gefið sitt svar. Hins vegar hefur kvisazt í Washing- ton, að Eisenhower hafi skrifað Krúsjeff og heitið honum því, að Bandaríkin láti bandalagsríki sín í Evrópu ekki hafa kjarnorku- vopn. Þessi afstaða Bandaríkja- manna varð m. a. til þess, að þeir urðu að flytja kjarnorku- flugsveitir sínar frá Frakklandi. En margt þótti hinsvegar benda til þess, að þeir ætluðu að breyta um stefnu í þessum málum. Og fyrir nokkrum dögum var vega- lengdin milli Gaitskells og Downing Street 10 sennilega meiri en nokkru sinni síðan hann fór að líta forsætisráðherrabú- staðinn hýru auga. Þá átti Gaitskell um þrjá kosti að velja. Kljúfa flokkinn, hverfa úr forystu hans, eða gera mála- miðlun. Hann valdi síðasta kost- inn, en leysti samt ekki vand- ann, því málamiðlunin var að- eins á yfirborðinu. Svo getur farið, að innan skamms verði Gaitskell aftur að velja um kost- ina þrjá, því vandamál Verka- mannaflokksins er langt frá því að vera leyst. Vantraustið eykst Flokksforystan hefur skipzt í tvær andstæðar fylkingar, deilt um það hve mikinn sósíalisma flokkurinn eigi að taka upp í stefnuskrá sína. Gaitskell vill gjalda varhug við of miklum sósialisma, því þjóðnýtingin er ekki lengur vinsæl í Bretlandi og að hans dómi ekki fallin til að afla flokknum kjörfylgis. — Hinn armurinn vill fórna öllu fyrir hinar sósíalísku hugsjónir. Ágreiningurinn í afvopnunar- málunum er ekki minni. Þar skarst í odda með Gaitskell og varaformanni flokksins, Cross- man, sem varð að lúta í lægra haldi. Og málamiðlunin var sú, að inn í stefnuskrána var felld klausa um, að það væri mats- Kjarnorkan En hann hefur samt ekki viljað styggja frönsku stjórnina með yfirlýsingum, hann hefur jain- vel verið svo Varkár að minnast ekki á kjarnorkutilraun Frakka. Óhætt er að fullyrða, að Krús- jeff hefði gert mikið moldviðri út af tilrauninni og notað hana óspart í áróðrium gegn Vestur- veldunum, ef Frakklandsheim- sóknin hefði ekki staðið fyrxr dyrum og hann ekki viljað halda andrúmsloftinu „hreinu“, því til- raunin er gerð á sama tíma og fulltrúar þríveldanna sitja á rök- stólum í Genf og ræða bann við tilraunum. DeGaulle hefði heldur ekki lagt slíka megináherzlu á að flýta tilrauninni, ef heimsókn Krúsjeffs hefði ekki verið í vændum. Hann telur sig nú standa betur að vígi, þegar hann ræðir við Krúsjeff. Snéri við blaðinu En deGaulle hefði getað staðið enn betur að vígi, ef hann hefði verið búinn að binda endi á Alsír deiluna. Aðstaða de Gaulle hef- ur breytzt mikið undanfarnar vikur. Eftir að hann hafði hrund ið hermannauppreisnini í Alsír á dögunum var hann sterkari en nokkru sinni fyrr. Þess vegna kom það öllum á óvart, er de Gaulle lýsti því skyndilega yfir, Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.