Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 11
11 Föstudagur 25. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ B œjarútgerbin um 40 millj. kr. laun 1959 HINN 20. marz sl. birtist í Morg uriblaðinu svar Sveins Jónssonar, bónda á Egilsstöðum, við athuga semd Bæjarútgerðar Reykjavík- ur, varðandi ummæli hans um starfsemi Bæjarútgerðarinnar og togaraútgerðar hér á landi. í rauninni er hér ekki um neitt svar að ræða af hálfu Sveins Jóns sonar, en aðeins birtar nýjar stað hæfingar, sem ekki eiga við nein rök að styðjast frekar en hinar fyrri. 1) Sveinn Jónsson vitnar til ummæla Svavars Pálssonar, sem birtust í mánaðarritinu „Frjáls verzlun“, 1. tölublaði 1958, þar sem sagt er, að Bæjarútgerð Reykjavíkur hafi fengið greiddar úr bæjarsjóði á árunum 1955 og 1956 kr. 6.733.961,30, til þess að greiða rekstrartap útgerðarinn- ar. Eins og tekið er fram í grein- argerð, sem birt var í Morgun- blaðinu 16. marz, er upplýst, að framkvæmdasjóður Reykjavíkur bæjar hafi lagt fram kr. 34.661.- 762,73, sem rekstrarfé og til kaupa á hinum ýmsu eignum, svo sem 8 togurum, byggingu salt fiskverkunarstöðvar, skreiðar- geymsla, skreiðarhj alla og ýmissa annarra tækja og véla og miðast þetta framlag við 31. des. 1958. Eins og gefur að skilja, verður ekki hjá því komizt, að Reykja- víkurbær leggi fram verulegar fjárupphæðir til kaupa á hinum ýmsu eignum ,sem starfræktar eru af Bæjarútgerð Reykjavíkur. Gilda hér auðvitað sömu reglur fyrir Reykjavíkurbæ og aðra að- ila. Það hefur áður verið upplýst, að jafnframt hefur Bæjarútgerð in sjálf úr rekstri sínum getað lagt fram til aukningar og end- urnýjunar sem svarar fyrninga- afskriftum kr. 13.350.935,18, mið- að við 31. des. 1958, og stæðust þá tekjur og gjöld útgerðarinnar á. Á árinu 1955 lagði fram- kvæmdarsjóður fram kr. 2.973. 671,03 og árið 1956 kr. 3.760.290,35 eða samtals bæði árin kr. 6.733. 961,38. Er þá hér komin upphæð sú, sem Sveinn Jónsson vitnar til, sem farið hafi til Bæjarútgerðar Reykjavíkur, til þess að greiða vexti og tap útgerðarinnar á einu árL En af framangreindu er ljóst, að hér er um að ræða framlag bæjarsjóðs á tveimur árum, árið 1955 og 1956, og er það ínnifalið í heildarframlagi framkvæmdar- sjóðs, sem fór til fjárfestingar í sambandi við kaup á hinum ýmsu eigum útgerðarinnar eins og að framan getur. Bæjarútgerð Reykjavíkur hóf togaraútgerð skömmu eftir styrj- aldarlok, eða í byrjun ársins 1947. Höfðu fram að þeim tíma undan farandi ár verið velgengistíma- bil fyrir togaraútgerðina í land- inu. öll stríðsárin seldist ísfiskur mjög góðu verði í Bretlandi, einn ig sátu íslendingar svo að segja #einir að fiskimiðunum í kringum landið. í*egar því endurnýjunartíma- bilið á togaraflotanum hófst, stóðu íslenzkar togaraútgerðir mjög vel að vígi til endurnýjun- ar, og þá sérstaklega fyrir þá sök, að með lögum nr. 93 frá 1938, sem í gildi voru öll stríðs- árin og fjölluðu um skattgreiðsl- ur útgerðarfyrirtækja íslenzkra botnvörpuskipa, voru togaraút- gerðunum heimiluð ýmis skatt- fríðindi. Samkvæmt lögum þessum mátti draga frá tekjum allt tap, sem orðið hafði frá 1931 'og ennfrem- ur mátti leggja 90% af tekjum í varasjóð, skattfrjáls. Eigi mátti heldur leggja á hærra útsvar en lagt var á 1938. Lög þessi voru afnumin með lögum nr. 9/1941 og í stað þess heimilað að draga frá helming af tekjum í varasjóð, þar af % hlutar í nýbyggingarsjóð. Einstaklingar og sameignafélög máttu leggja 40% af tekjunum í nýbyggingarsjóð. Með lögum nr. 20 frá 1942 er skattfrjáls varasjóðsfrádráttur út gerðarhlutafélaga lækkaður nið- ur í % af tekjum og hjá öðrum útgerðaraðilum í 20%. I>etta gild- ir enn. Er ljóst að mjög miklu erfið- ara var fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur að kaupa þessi nýju skip en aðrar togaraútgerðir, félög áttu verulegar fjárupphaéð- ir í nýbyggingar- og varasjóðum til kaupanna, sem lagðar höfðu verið til hliðar skattfrjálst. Er vissulega ástæða til að taka fullt tillit til þessa aðstöðumun- ar, einnig þá, er borin er saman rekstursafkoma ^Bæjarútgerðar Reykjavíkur og þeirra togaraút- gerðarfélaga, sem störfuðu á stríðsárunum. Jafnframt er rétt að hafa í huga, að stríðsgróðaskattur sá, sem Sveinn Jónsson vitnar til og er lagður á útgerðarfélög þessi, mun að mestu einmitt runninn frá gróðatímum striðsáranna, en þá starfaði Bæjarútgerð Reykja- víkur ekki. Þegar rætt er um tap Bæjarút- gerðar Reykjavíkur á svo vill- andi hátt, sem að framan getur, verður að hafa hugfast, að rekstr- arafkoma hinna einstöku ára er mjög mismunandi, og voru árin 1955 og 1956 erfið ár. Réttast er að leggja til grund- vallar heildarniðurstöður rekstr- arafkomu útgerðarinnar þann tíma, sem Bæjarútgerð Reykja- víkur hefur starfað. Er niðurstað- an þá sú, eins og -áður er nefnt, að tekjur og gjöld stæðust á með fyrningarafskriftum kr. 13.350.- greiddi í vinnu- 935,18 miðað við árslok 1958. 2) Er ríkisstjórnin samdi um smíði £íu togara á árinu 1948 til viðbótar hinum þrjátíu og tveim togurum, sem þegar hafði verið samið um byggingu á, sótti bæj- arstjórn Reykjavíkur um að fá til bæjarins sjö þeirra, til þess að viðhalda sess Reykjavíkur sem útgerðarbæjar og auka athafna- líf bæjarins. Var Reykjavík út- hlutað fjórum togurum, og var einn þeirra díseltogari. Engir kaupendur fengust í Reykjavík að þessum togurum. Var það vegna þess, að kaupverð þeirra var miklu hærra en kaup verð hinna, sem fyrr höfðu verið byggðir. Til dæmis kostaði einn þeirra, b.v. Þorkell Máni, svipað og þeir þrír togarar, sem togara- útgerðirnar Júpíter hf. og Marz hf. reka. Auk þess voru vaxtagreiðslur af lánum 5%, en vaxtagreiðslur af lánum þeim, er veitt voru í sambandi við kaup á eldri togur- unum, 2%%. Er deginum ljósara, að útgerð- arfélög einstaklinga óskuðu ekki eftir kaupum á þessum fjórum fyrrgreindu togurum, sem út- hlutað hafði verið til Reykja- víkur, vegna þess að þeir töldu reksturinn það óhagkvæman. En til þess að tryggja, að togararnir yrðu gerðir út frá Reykjavík, varð Bæjarútgerð Reykjavíkur að taka við þeim og reka þá, til hagsbóta fyrir atvinnulíf í Reykjavík. 3) Sveinn Jónsson vitnar einn ig til mánaðarritsins „Frjálsrar verzlunar", þar sem fullyrt er, að Bæjarútgerð Reykjavíkur hafi ekki verið reiknaðir vextir af framlagi framkvæmdarsjóðs á árunum 1955 og 1956. Hér er einnig farið með hinar mestu staðleysur. Vextir voru reiknaðir sem hér segir: Árið 1955 .... kr. 579.000,00 Árið 1956 .... — 826.000,00 Samtals kr. 1.405.000,00 4) Með athugasemdum Sveins Jónssonar er birt tafla yfir út- svars- og skattgreiðslur hinna ýmsu togarafélaga í Reykjavík, álagðar árið 1959, þar sem til- greind er útsvarsupphæð hvers einstaks fyrirtækis. Að vísu er útsvar fyrirtækj- anna Júpíters hf. og Marz hf. lagt saman og birt sem ein tala. Einnig er birt útsvarsupphæð eins fyrirtækis, ísbjörnsins hf., enda þótt það fyrirtæki reki eng- Fokhelt raðhús Til sölu er fokhelt raðhús við Hvassaleiti. Á fyrstu hæð, sem er 94 ferm., er ein stór stofa, eldhús með borðkrók, þvottahús, miðstöðvarherbergi, geymsla, W.C. og bílskúr. — Á annari hæð, sem er 62 ferm., er 4 herbergi og bað. Stórar svalir móti suðri. Mjög gott útsýni. Til greina kemur einnig að selja húsið tilbúið undir tréverk og málningu. Allar nánari upplýsingar gefur: IGNASALA • R E V KJ AV í K • Ingólfsstræti 9-B. Sími 19540 og eftir kl. 7. — Simi 36191 an toga»‘a. Samkvæmt skýrslu þessari er ekkert útsvar lagt á Bæjarútgerð Reykjavíkur, og hún því skiljan- lega talin lægsti gjaldandi þess- ara tilnefndu félaga. Hér er enn farið með rangar staðhæfingar, því að álagt útsvar á Bæjarútgerð Reykjavíkur fyrir árið 1959 er kr. 1.500.000,00, og er það hærri útsvarsupphæð en öðr- um tilgreindum útgerðarfélög- um var gert að greiða fyrir þetta ár. Nokkra afsökun mun þó sá eiga, sem samanburðarlista þenn an tók saman, þar sem hann mun hafa verið tekinn upp eftir út- svarsskrá, en útsvar Bæjarút- gerðar Reykjavíkur er þar ekki tilgreint, frekar en önnur við- skipti bæjarsjóðs Reykjavíkur við stofnanir Reykjavíkurbæjar. 5) í lok athugasemdar sinnar telur Sveinn Jónsson, að í raun- inni sé harla lítill munur á út- gerð togara Bæjarútgerðar R.vík- ur og hinna austfirzku togara, þar sem m.a. Bæjarútgerðin hafi ekkert lagt til bæjarfélagsins. Lýsir þessi skoðun betur en flest annað, hvern hug hann ber til Bæjarútgerðarinnar og hvern skilning hann hefur á starfsemi hennar. Aflamagn það, sem togarar Bæjarútgerðar R.víkur lögðu á land hér í Reykjavík árið 1959, var rúmlega 32,000 tonn, miðað við slægðan fisk með haus, sem fóru til vinnslu í hinum ýmsu frystihúsum bæjarins til saltfisk- verkunar og til fisksala í bænum. Jafnframt voru lögð á land um 450 tonn af lýsi. Auk þess fluttu togararnir beint út á erlendan fiskmarkað um 2.300 tonn af fiski. Beinar vinnulaunagreiðslur á árinu 1959 munu hafa numið um 40 milljón króna, en þar sem reikningsuppgjöri fyrir það ár er ennþá ekki lokið, er ekki enn hægt að fullyrða um þessa tölu. Virðist það vera allkaldhæðn- isleg staðhæfing að fullyrða, að lítill munur sé á hinni aust- firzku útgerð og Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hinir austfirzku tog arar liggja nú allir bundnir við bryggju, en togarar Bæjarútgerð ar Reykjavíkur sækja stöðugt sjó með góðum árangri til hags- bóta fyrir íbúa Reykjavíkurbæj- ar og þjóðina í heild. Það er nú gæfumunurinn. Látum við svo útrætt um mál þetta af okkar hálfu. Reykjavík, 22. marz 1960. Hafsteinn Bergþórsson, Þorsteinn Arnalds. Gúmmí gólfdúkur á eldhús, ganga og stiga Margir litir. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Símar 1-3184 og 1-7227 2ja herbergja íbuð mjög góð, í kjallara á Melunum til sölu strax, milli- liðalaust. Sér hitaveita. Gott lán áhvílandi. Uppl. í síma 13729. Til leigu tvö samliggjandi skrifstofuherbergi með biðstofu. Umsóknir, merktar: „Miðbær — 9959“, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld. Vefnoðorvöruveizlun Ein af þekktustu vefnaðarvöruverzlun- um bæjarins er til leigu. Verzlunin er við aðalgötu. Lysthafendur leggi nöfn sín til aígv. Mbl. fyrir 31. þ.m. merkt: „Hornhús — 9771“. Vinsælar og SKÍÐI MEÐ STÁLKÖNTUM Verð frá kv. 520.— gagnlegar STAFIR — PEYSUR BINDINGAR BUXUR — SKÓR VETTLINGAR Fermingargjafir SVEFNPOKAR BAKPOKAR VINDSÆNGUR T JÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.