Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 25. marz 1960 MORCTJIS BL ÁÐIÐ 13 Laun l veikindaz forföllum Hæstiréttur sker úr um ágreiningsmál I HÆSTAKÉTTI er genginn dóm ur, er snertir mjög launþega. Málið reis út af ágreiningi er varð um rétt til launa í veikinda forföllum. Málsaðilar eru Ar- mann Sigurbjörnsson verkamað- ur Akranesi (aðaláfrýjandi) og Sementsverksmiðja ríkisins (gagn áfrýjandi). Vann Ármann málið í héraði og eins fyrir Hæstarétti. Einn dómenda skilaði sérat- kvæði, vildi sýkna Sementsverk smiðjuna af kröfum Armanns. 1 forsendum dóms Hæstaréttar er málið rakið all ítarlega og segir það m. a. á þessa leið: Réttur til launa viðurkenndur Aðiljar máls þessa eru ásáttir um það, að aðaláfrýjandi, sem hóf starf hjá gagnáfrýjanda í maí mánuði 1956, hafi áunnið sér rétt til launa í veikindaforföllum sam kvæmt ákvæðum 4. gr. laga nr. 16/1958. Hins vegar greinir þá á um hvernig þeim rétti sé háttað. Telur aðaláfrýjandi, að laga- ákvæðið veiti starfmanni rétt til launa allt að 14 daga í hvert sinn, sem hann er frá verki vegna sjúk dóms eða slysa en gagnáfrýjandi heldur fram þeirri skoðun að at- vix.nurekanda sé ekki skylt að greiða laun í slíkum tilfellum fyrir lengri tíma en 14 daga sam tals á ári. Skýringar á 4. greininni Rétt þykir að skýra fyrirmæli nefndrar 4. gr. þannig að þegar um er að ræða endurteknar fjar- vistir frá verki vegna sama sjúk- dóms eða sömu slysfara þá eigi starfsmaður aðeins rétt til launa fyrstu 14 forfalladagana enda er þá um að tefla framhald forfalla af sama tilefni. Væri mjög óeðli- legt, að endurtekin eða jafnvel margítrekuð fjarvist starfsmanns frá starfi vegna sama sjúkleika eða slyss veitti honum rétt til launagreiðslu í hvert skipti, þó að hann hefði tekið upp vinnu som hann var fjarverandi. Mundi fleiri eða færri daga, milli þess Flóttamannafrímerki HINN 7. apríl n.k. verða gefin út í tilefni af aljþóða-fljóttamanna- árinu sérstök flóttamannafrí- merki í 70 löndum samtímis. í tilefni af þessu gefur Rauði Kross íslands út 7700 svokölluð útgáfudagsumslög, sem seld verða á 10.00 kr. stykkið, and- virði seldra umslaga verur látið renna til hjálpar flóttafólki Fjársöfnun þessi er þáttur í íjáröflun, sem Rauði Kross is- lands hefur heitið alþjóða flótta- mannastofnuninni að gangast fyrir. 1 apríl-mánuði n.k. mun Rauði Krossinn safna fé til flóttamanna í eina viku. Fjársöfnun Þjóðkirkjunnar á vegum Lúterska heimssambands ins og alkirkjuráðsins var fyrst og fremst í þágu flóttamanna í Hong-Kong og arabalöndum, en fé því sem Rauði Krossinn safnar verður varið í samráði við al- þjóða flóttamannastofnina. Útgáfuumslög Rauða Kross Is- lands eru með merki Flótta- mannastofnunarinnar, þau verða seld n.k. laugardag í skrifstofu Rauða Kross íslands að Thor- valdsstræti 6 kl. 2—5 og slík túlkun á greininni venju- legast aðeins leiða til uppsagnar viðkomandi starfsmanns úr starfi. Hins vegar ber að skýra ákvæði nefndrar 4. gr. þannig, að þegar um mismunandi sjúk- dóma eða slys er að ræða, beri starfsmanni réttur til launa fyrstu 14 dagana í hvert sinn, sem slík forföll ber að höndum. OrSalag greinarinnar leyfir ekki þá skýringu, sem gagnáfrýjandi heldur fram, enda væri það að eins á færi löggjafans, en ekki dómstóla að einskorða greindan rért starfsmanns við nokkurt til- tekið tímabil, hvort heldur al- manaksárið, 12 mánaða tíma með tilfærslu milli almanksára eða annað tímabil. Ekki gefur undir- búningur laganna tilefni til að leggja annan skilning í laga- ákvæðið en hér var greindur. Þvert á móti hefur það kómið fram í málinu, að meðan frum- varp að lögum nr. 16/1958 var til meðferðar á Alþingi, fór Vinnuveitendasamband Íslands þess á leit við þingnefnd þá í efri deild Alþingis, sem um frum varpið fjallaði, að ákveðið yrði ótvírætt í 4. gr. þess, „að átt sé við 14 daga samtals á ári“. Sams konar tilmæli komu einnig fram 1 bréfi Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna til sömu þing- nefndar. Ekki sinnti Alþingi þessum málaleitunum. Veikist tvisvar Á árinu 1958 var aðaláfrýjandi tviSvar frá störfum vegna mis- munandi sjúkleika, hið fyrra skipti frá 29. ágúst til 6. septem- ber að báðum dögum meðtöldum, samtals 9 daga, og hið síðara skipti frá 27. september til 11. október, að báðum dögum með- töldum, samtals 15. daga. Sam- kvæmt 4. gr. laga nr. 16/1958 átti hann þá rétt til fullra launa fyrir allt fyrra veikndatímabilið og 14 daga af hinu síðara. Aðilj- ar eru sammála um, að aðaláfrýj andi hafi samkvæmt samningi unnið hjá gagnáfrýjanda 2 klukkustundir í eftirvinnu alla virka daga vikunnar nema laug- ardaga og ber við það að miða, þegar honum eru ákveðin full laun fyrir veikindadaga. . . .“ Vildi sýkna verksmiðjuna Gizur Bergsteinsson skilaði sér atkvæði í málinu, og þar segir m.a.: Ef lögin eru skýrð þannig, að nýr fjórtán daga fjarverutími með launum hefjist hverju sinni, er maður tekur nýjan sjúkdóm að dómi læknis, gæti kvillasamur maður fengið hvert veikindaor- lofið með launum á fætur öðru, en maður, sem slasast alvarlega og verður frá vinnu mánuðum saman, fær þá einungis laun úr hendi vinnuveitenda fyrstu fjór tán dagana. Þessi skýring er eigi samrýmanleg eðli máls og fær eigi staðizt. Lögin verður að skýra þannig ,að sköpuð sé eðli leg regla svo sem kostur er og mönnum gert sem jafnast undir höfði. Eins og lögin eru úr garði gerð er það bezt í samræmi við lagarök að telja, að starfsmenn þeir, sem 4. gr. laganna tekur til, eigi rétt til fullra launa úr hendi vinnuveitenda í veikinda- forföllum allt að fjórtán daga á tólf mánuðum hverjum. Hefur slík regla eigi verið felld af lög- gjafarvaldinu . . .“ Þess skal að lokum getið að Sementsverksmiðjan var dæmd til að greiða Ármanni kr. 1871.78 ásamt 6% ársvöxtum frá 25. febr. 1959, en þessi fjárhæð var eftir- stöðvar. Verksmiðjunni var og gert að greiða málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti alls 4000 krónur. Söngur Brasilíu Lítið stúlka af Kavante-ætt- bálknum. Mjög erfitt hefur verið að komast í samband við þann ættbálk, sem er mjög frumstæður og lifir við Rio das Mortes (Fljót hinna dauðu). STJÖRNUBÍÓ muii á morgun hefja sýningar á sænsku kvikmyndinni „Yillimennirnir við Dauða fljót“ (Jangada — en brasiliansk rapsodi). Mynd ini er frá Nordisk Tonefilm í litum og Cinema-Scope, tekin af Torgny Ander- berg, ásamt fjórum öðrum Svíum. Frumskógurinn kvikmyndaður Brazilía er stærsta land Suður-Ameríku. Hluti þess liggur í hitabeltinu og víða inni í frumskógum eru enn hættulegir þjóðflokkar, Indí- ánaflokkar, sem líta með mikilli tortryggni á hvern hvítan mann, Og svo koma nokkrir Svíar inn í frumskóginn í þeim er- indum að kvikmynda hið fjöl- skrúðuga dýralíf, frumskóg- inn og frumbyggja landsins. Og árangurinn af þeim leið- angri er að finna í kvikmynd þeirri, er Stjörnubíó er að sýna. Þar veiða landsmenn fisk með spjótum. Þar sjást páfagaukar. skrautfuglar með tröllsleg nef, maurætur, með svo langa trjóna að það er eins og þær hafi hala á báð- um endum, letidýr, sem aldrei virðast komast úr jafnvægi, hvæsandi eiturslöngur, kóngu lær, sem hafa þann sið að kvendýrið étur maka sinn, og „piranas", " smáfiskur, sem lifir í Amazon-fljótinu og ét- ur allt hvikt, sem hann kemst í tæri við. Borgarlífið og fátækir fiskimenn En það er ekki eingöngu frumskógurinn, sem bíó- gestir fá að kynnast í þess- ari kvikmynd, hið ófalsaða líf frumstæðra Indíána. Hvítir, rauðir og svartir menn drekka kaffi í bróðerni í Rió de Janeiro, baða sig á ströndinni og aka og ganga um hinar breiðu götur borgarinnar. Og við Atlantshafsstrendur Braz- ilíu lifa fiskimen við fátækt og kæra sig ekki um neinar breytingar á lifnaðarháttum. Foksandurinn færir byggð þeirra í kaf og brimið lemur ströndina. Farkostur þeirra, Jangada, ,er mjög frumstæð- ur, og manntjón tíð. Þar skipt ast á skin og skúrir, ást elsk- endanna og sorg þeirra, þegar sjórinn hefur tekið fórn sína. Sænskt tal er með mynd- inni og fellt inn í kliður frum- skógabúanna, söngvar þeirra, auk ýmissa hljóða úr náttúr- unni, slönguhvæs, fuglakliður, brimgnýr o. fl., sem gefur myndinni aukið gildi. Karasjáindíánarnir lifa eingöngu á villibráð og fiski. Þcir eru framúrskarandi bogaskyttur og nota örvar við að veiða fisk. Kaffidrykkja, kvöld- skemmtun og merkjasala til ágóða tyrir Björgunarskútusjóð Breiðafjarðar FJÁRÖFLUNARDAGUR til ágóða fyrir Björgunarskútusjóð Breiðafjarðar verður næstkom- andi sunnudag í Reykjavík, en föstudaginn 1. apríl fyrir vestan. Sjóðurinn er nú 650 ?úsund kr., en er hann nemur yfir milljón króna, er reiknað með að hægt verði að hefjast handa um smíði björgunarskútu fyrir Breiða- fjörð. Breiðfirzku átthagafélögin í Reýkjavík, gangast fyrir fjár- söfnun þar, en þau eru Barð- strendingafélagið, Breiðfirðinga- félagið, Átthagafélag Sandara og Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla og vænta forráðamenn þeirra að allir Breiðfirðingar jleggi málefninu lið með því að fjölmenna á skemxntisamkomu í Lido, sem haldin verður á sunnu- dagskvöld, kaupa merki sem seid verða á götum bæjarins og koma í síðdegiskaffi í Sjálfstæðis'húsið, sem breiðfirzkar konur undir- búa af breiðfirzkri rausn og myndarskap. Verður Sjálfstæðis- húsið opið kl. 2—7 þann dag. — Merkin verða afgreidd til sölu- barna í Breiðfirðingabúð á sunnu dag kl. 10 og hjá Ólafi Jóhann essyni, kaupmanni á Grundarstíg. Björgunarskútusjóður Breiða- fjarðar var stofnaður af Þorbirni Jónssyni frá Ólafsvík og Svan- hildi Ólafsdóttur konu hans með 50 þús. króna gjöf árið 1954. — Síðan hefur hann verið efldur með félagsstarfi og fjársöfnun. Yfirlýsing frá Jóni Leifs AÐ gefnu tilefni og til að úti- loka misskilning vill undirritað- ur lýsa yfir því, að greinar þær og bréf eftir hann, sem birtar hafa verið nýlega í blöðunum, eru skrifaðar og birtar algerlega í hans nafni og á hans ábyrgð og Tónlistarfélaginu sem félags- heild óviðkomandi, enda hafa málin ekki verið lögð fram til afgreiðslu á stjórnarfundum eða félagsfundum. Ennfremur vill undirritaður áf sömu ástæðum taka það fram, an hann hefur aldrei viljað draga í efa góðan hug ýmsra stjórnmála manna í garð íslenzkra tónlist- armanna, né heldur gott fram- lag slíkra listamanna til tón- menntamála þjóðarinnar. Reykjavík, 24. 3. 1960. Jón Leifs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.