Morgunblaðið - 29.03.1960, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.03.1960, Qupperneq 1
24 síður 47. árgangur 74. tbl. — Þriðjudagur 29. marz 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins Átök í S-Afríku í gærkveldi Brenndu skóla og kirkjur — Jóhannesarborg, 28. marz. — í ALLAN DAG var andrúmsloftið í borgrum og bæjum Suður- Afríku þrungið spennu. Innfæddir boðuðu 24 stunda verkfall í virðingarskyni við þá, sem féllu fyrir vopnum lögreglunnar í fyrri viku og í mörgum borgum var verkfallsboðinu almennt hlítt. — Framan af degi var allt með ró, en í kvöld kviknaði ófriðareldur- inn. 1 mörgum borgum fóru svertingjar fylktu liði, brenndu hús og réðust með grjétkasti á samgöngutæki og opinberar byggingar. — A. m. k. einn þeldökkur lögregluþjónn beið bana. Beittu kylfum og táragasi I bænum Worchester, um 100 km frá Höfðaborg, brenndu blökkumenn allar kirkjur, skóla, opinberar byggingar og heimili margra lögregluþjóna. í hjarta höfuðborgarinnar beitti lögregl- an táragasi til að tvístra um þús- und blökkumönnum, sem létu ófriðlega. í a. m. k. þremur öðr- um bæjum kom til átaka og kirkja ein í útjaðri Jóhannesar- borgar var brennd til grunna. Óþœgileg klípa LUNDÚNARBLAÐIÐ Dai- ly Telegraph ræðir Genfar- ráðstefnuna í forystugrein í síðustu viku og segir m.a.: í gær héldu Kanadamenn því fram, að landhelgi skyldi vera 6 milur og einka réttur til fiskveiða, ef hans yrði krafizt, yrði aðrar sex mílur.... En þetta mundi hindra fiskveiðar Breta við Islandsstendur. Vegna þess, að við höfum haldið fram okkar fyrri rétti í þessu sambandi, höf- um við orðið af miður þægi- legri nauðsyn að vernda fiskveiðiflota okkar með flotadeildum. Ef við drög- um okkur til baka og látum sem ekkert sé, hvernig verð ur litið á það í Grimsby og Hull? Ef við gerum það ekki mundum við verða eins og utan gátta á ráð- stefnunni. Þetta er óþægi- leg klípa, en hún getur ekki verið rikisstjórninni ný. Við skulum vona að þegar Hr. Hare rýfur þögnina í Genf í næstu viku, þá láti hann skoðun vora ekki fara milli mála. Gera þeirsamning? PARÍS, 28. marz. — Krúsjeff og föruneyti hans heimsótti Mars- eille og Dijon í dag og var vel fagnað. Orðrómur er á kreiki um að ýmislegt bendi til þess að þeir Krúsjeff og de Gaulle geri mikilvæga samninga áður en Krúsjeff kveður Frakkland. Þeg- ar hafi komið til tals, að löndin skiptist á mikilvægum upplýsing- um, sem ekki eru hernaðarlegrar þýðingar. Lögreglan mun hvergi hafa beitt skotvopnum, heldur kylfum og táragasi. Brenndu vegabréf sín Það voru tvö stærstu samtök blökkumanna, sem boðuðu til verkfallsins og mátti heita, að það væri algert. Þeldökkir í öll- um atvinnugreinum sátu heima, en á stöku stað mættu þeir þó til vinnu. Óttast stjórnarvöldin, að kynbræður þeirra ætli sér að koma fram hefndum á þeim, sem mættu. Síðari hluta dags fóru blökku- menn víða á stjá og á götum sá- ust þeir brenna vegabréf sín, sem þeir eru skyldaðir til að bera. Lögreglan sendi út aðvar- anir til þeirra um að engrar misk unnar yrði að vænta, ef menn eyðileggðu vegabréfin. Þingið lýsti og yfir banni við starfsemi tveggja samtaka blökkumanna, Þjóðlega Afríkusambandsins og Al-Afríkusambandsins. Mótmæli Víða um heim hafa stjórn- Framhald á bls. 2 Ingiríður Danadrottning fimmtug í gær INGlRlÐUR, drottn- ing Danmerkur, átti í gœr fimmtugsafmæli. — Hún kom fyrst hingað til lands, sem krónprinsessa íslands fyrir rúmum tuttugu ár- um, ásamt manni sínum, F r i ð r i k IX., núverandi Danakonungi. Hin un g a krónprinsessa vákti hvar- vetna hrifningu þar sem hún fór um hér á landi. — Árið 1956 kom hún hingað aftur, sem drottn- ing Danmerkur. Var hennx þá innilega fagnað af ís- lenzku þjóðinni. Er óhœtt að fullyrða að hún hafi á- unnið sér traust og virð- ingu állra landsmanna með glœsilegri og drengilegri framkomu sinni. Islendingar senda Ingi- ríði drottningu innilegar hamingjuóskir meö fimm- tugsafmœliö og árna jafn- framt Friðriki konungi IX. og dönsku þjóðinni állra heilla. — SHre/s/r hrað- frysti- stöð í Hollandi M E I R I hluti f járveitinga- nefndar Albingis lagði fram á þingi í gær tillögu um heimild til handa ríkisstjórn- inni að ábyrgjast fyrir Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna lán allt að 400 þús. dollara til að reisa hraðfrystistöð í Hol- landi, með þeim lánskjörum og gegn þeim tryggingum, sem ríkisstjórnin telur við- unandi. Magnús Jónsson, formaður fjár Framh. á bls. 2. Frondizi topoði BUENOS AIRES, 28. marz. — Frondizi Argentínuforseti og hinn róttæki flokkur hans töp- uðu í kosningunum um helgina, er helmingur þingmanna var endurkjörinn. Alþýðlegi-róttæki flokkurinn, sem er klofnings- flokkur úr flokki Frondizi, vann hins vegar sigur, þó ekki nægi- legan til þess að hljóta meiri hluta á þingi. Um 20 flokkar buðu fram, en aðeins þessir tveir flokkar hafa fylgi um allt landið. Kommúnistar og Peron-istar skor uðu á sína menn að skila auðu. Foringi Alþýðlega-rót- tæka flokksins er Ricardo Bald- Þessi kös er framan við fiskmóttöku Fiskiðjunnar í Vestmannaey jum, en þangað bárust á föstudaginn 490 lestir af fiski til vinnslu, en sá dagur var mesti afladagur í sögu Eyjanna. (Ljósm.: Sigurgeir J., Vestm.eyjum.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.