Morgunblaðið - 29.03.1960, Side 10
10
M O R Cr V /V B L A Ð 1 Ð
Þriðjudagur 29. marz 1960
Harriman gagnrýndur
eflir Edward C/ankshaw
CT EINHVERJIR skyldu enn
vera þeirrar skoðunar, að Krús-
jeff muni af ásettu ráði hefja
stríð, væri ráðlegt fyrir þá að
lesa mjög stutta bók eftir reynd-
an bandarískan stjórnmálamann,
Averell Harriman, sem fjallar
um þetta efni af mikilli kunn-
áttu.
Harri'man hefir verið í fram-
boði til forsetakjörs, fylkisstjóri
í New York, stjórnað Marshall-
áætluninni og verið sendiherra
Bandaríkjanna í Bretlandi en þar
að auki þekkir Harriman Rúss-
land af eigin raun, síðan hann
var kaupsýslumaður, áður en
byltingin varð í Rússlandi, sér-
stakur erindreki Roosevelts for-
seta 1941 og síðar sendiherra
Bandaríkjanna í Moskvu. Nýlega
fór hann aftur þangað sem venju
legur ferðalangur, og í fyrr-
nefndri bók skýrir hann frá þvi,
sem fyrir augu hans bar, og á-
lyktunum sínum.
Að sjálfsögðu er hann maður,
sem ástæða er til að gefa gaum.
Hann er auðugur og frægur, og
af því leiðir, að hann er ekki aö
skrifa til að afla sér fjár og
frama. Ekki þarf að lesa nema
hálfa málsgrein til að gera sér
Ijóst, að tilgangur hans er alls
ekki að skrifa til þess eins að
skrifa bók. Og af því hlýtur mað-
ur óhjákvæmilega að draga þá
ályktun, að hann hafi tekizt þetta
verk á hendur, þar sem hann
telji sig hafa einhvern mikilvæg-
an boðskap að flytja.
Getum við það?
Hvað er það þá, sem honum
liggur á hjarta? Að núverandi
forráðar m Sovétríkjanna muni
ekki heíji íð; að Sovétríkin
séu vaxandi " un og þess sjá-
ist engin merki, að hún muni
hrynja; að fjölmare Sovétborg-
arar hafi ekki lengur áhuga á
kommúnisma; að forustan haldi
eigi að síður fast við
hugsjón „heimsbyltingarinnar"
(hann nefnir ekki, hvaða merk-
ingu hann ætlast til, að við
leggjum í orðið heimsbylting).
Enn er ótalin önnur meiri háttar
niðurstaða, sem varðar Banda-
ríkin, en við skulum láta hana
liggja milli hluta í bili.
Það væri viturlegt af þeim,
sem ekki hafa þegar komizt að
þessum niðurstöðum með sjálf-
um sér, að lesa bók Harrimans.
Enginn getur sakað manninn um
að vera hlutdrægur Sovétríkjun-
um í vil. Þeir, sem þurfa ekki að
láta segja sér þessa hluti og hafa
annað veifið gluggað í skrif á-
reiðanlegra fréttamanna um
Sovétríkin, geta með góðri sam-
vizku látið bók Harrimans sigla
sinn sjó, og við getum látið út-
rætt um þetta.
Eða getum við það? Nú hvarfl-
ar að okkur spurning, sem raskar
hugarró okkar. Hvers vegna tel-
ur svo gáfaður og háttsettur
maður það nauðsynlegt, eins og
málum er nú háttað, að segja frá
þessum atriðum, að fylla bók
sína með frásögn af ferðalagi
áhrifamanns um Sovétríkin, m. a.
samtölum við Krúsjeff og fánýt-
um athugasemdum um kommún-
isma og frelsi, sams konar at-
hugasemdum og þeim, sem alltaf
blasa við á síðum vikuritsins
Time? Er það maðurinn, sem er
svona utanveltu, eða eru það les-
endur bókar hans? Á hann ein-
hverja lesendur? Hvers vegna?
Lærisveinn
Með tveimur tilvitnunum, sem
ekki eru valdar af handahófi, má
sýna, á hvaða stigi pólitískur
hugsunarháttur Harrimans er:
„Mér virðist, að Stalín hafi verið
spámaður marxískrar trúar, en
Krúsjeff sé aftur á móti framar
öllu lærisveinn, og eins og allir
lærisveinar jafnvel enn ofstækis-
fyllri í trú sinni á kenningarnar."
Annað dæmi: „Þó að Bandarikja
mönnum kunni að virðast það
ótrúlegt, er litið á okkur sem
líklega árásarmenn.“
Fimmta meiri háttar níiður-
staða höfundar er, að eina leiðin
til að hafa í fullu tré við komm-
únista sé að efla efnalega getu
Bandaríkjanna takmarkalaust
„án þess þó að fórna eitt andar-
Averill
Harriman
tak því aðalmarkmiði okkar að
ala upp fágaða, vel menntaða
einstaklinga", og láta efnislegum
náðargjöfum rigna yfir þá hluta
heimsins, sem verr hefur vegnað
en okkur.
Hann segist hafa séð nýjar
framkvæmdir, sem sýni að stal-
ínsk harðstjórn hafi orðið að
þoka um set: Þetta kynni að hafa
verið athyglisvert, ef óþekktur
öldungadeildarþingmgður hefði
sagt frá þessu fyrir 4—5 árum.
Annars lýsir það bezt frásagnar-
hætti hans, hvernig hann kemur
skoðunum sínum á framfæri. „Ég
sá enga sönnun þess, að . .. . “ er
eftirlætissetning, sem hann
endurtekur hvað eftir annað og
á sennilega að hljóma sem á-
kveðin röksemd, en verður í raun
og veru merkingarlaus: a) af því
að það sé ekki hugsanlegt, að
hann hafi getað séð neina sönn-
un — t. d. um „skipulagða and
stöðu" gegn stjórnarvöldunum,
b) af því að raunverulega sá
hann enga sönnun heldur fyrir
hinu gagnstæða.
Einhver kynni að spyrja, hvers
vegna ég ráðist á veslings Harri-
man? Margir hafa skrifað lakari
bækur um Rússland. Og svarið
er einmitt: Af því að hann er
ríkur, háttsettur og frægur, eins
og þegar hefir verið bent á, og
ég deili á hann, einmitt af því
að hann er maður, sem hefði átt
að ala með sér nýtilegar hugs-
anir ekki aðeins um Rússland,
sem hann þekkir betur en flestir
aðrir, heldur og um Bandaríkin,
sem hann hefir verið opinber full
trúi fyrir. En það kemur engin
ný hugmynd fram í bókinni,
bregður varla fyrir frumlegri
hugsun.
Ef ég væri Rússi og læsti þessa
bók, myndi ég gefa lítið fyrir
Vesturlönd. Hvergi vottar fyrir
vangaveltum. Hvað eru Rússar
að reyna að gera, hvers vegna og
hvernig? Hvernig stendur á því,
að fjölmenn þjóð sættir sig við
slíkt stjórnarfar, þegar við fyll-
umst vonleysi af tilhugsuninni
um það einni, saman, og flestir
Sovétborgarar deila á það, þótt
þeir beygði sig undir það?
Sovézkt stjórnarkerfi mun
verða varanlegt, segir Harriman
réttilega, en hvers konar þjóð-
félag heldur hann, að muni koma
undanþeirri þvingun sem þetta
kerfi leggur á andlegt líf í Rúss-
landi? Hvers virði eru í raun og
veru steinrunnar hugmyndir
okkar um frelsi og „fágaða" ein-
staklinga? Hvað er athugavert
við lífsviðhorf Bandaríkjanna,
sem veldur því, að tugir milljóna
utan Bandaríkjanna líta á það
með efasemi og vantrausti?
Óhyggjandi forsendur?
Harriman kann að svara því
til, að þess konar bók hafi hann
alls ekki ætlað að skrifa; og fátt
veldur meira hugarangri en að
vera gagnrýridur fyrir að skrifa
ekki allt aðra bók; flestir rit-
höfundar þekkja það af eigin
raun. En ég svara því aftur til.
að áhrifamenn í þjóðfélaginu
ættu að láta öðrum eftir að skrifa
bækur á borð við þá, sem Harri-
man hefir skrifað. Og taki stjórn
málamenn ekki til óspilltra mál-
anna við að spyrja róttækra
spurninga, ekki aðeins um full-
yrðingar Rússa, heldur og um
sínar eigin fullyrðingar, verður,
þess ekki langt að bíða, að við
missum sjálfir alla trú á okkur.
Það er sem sé ekki nógu gott að
leggja til grundvallar sem óhyggj
andi forsendu, að allt, sem
Bandaríkjamenn (eða Bretar)
gera, sé rétt, og það eitt sé að-
finnsluvert hjá Rússum, að leið-
togar þeirra hindri þá í að vera
alveg eins og við erum.
Séð yfir afgreiðsluborðið í Matstofu Austurbæjar.
Matstofa Austurbœjar
breytir afgreiðsluháttum
MIKIL umskipti hafa orðið á
Matstofu Austurbæjar, Lauga-
veg 118. í stað þjóna við borð-
hald, eins og áður var, hefir nú
verið tekið upp sjálfsafgreiðslu-
fyrirkomulag, sem flýtir mjög
fyrir allri fyrirgreiðslu, eins og
kunnugt er.
Hluta Matstofunnar var gjör-
breytt og annaðist breytinguna
Daníel Pétursson, en hann hefur
kynnt sér rekstur hótela í Banda-
ríkjunum. Ganga gestir um leið
og þeir koma inn úr dyrunum að
löngu borði, sem er margskipt.
Fyrst er kældur sýningarskápur,
sem geymt er í ábætisréttir,
smurt brauð og kökur alls kon-
ar. Þá kemur hitað borð og er
tfiekið komið,
en umslogf
vantar
GJÖGRI, 23. marz: — Nú er
loksins kominn skrifpappír til
Djúpuvíkur. Nokkur stykki
komú af kúlupennum og er
það strax bót í máli. En verst
af öllu er þó umslagaleysið.
Rétt er að geta þess í sam-
bandi við skort þennan hér á
Ströndum að kaupfélagsstjór-
inn pantaði bæði blek og skrif-
pappír um mánaðamótin nóv.
—des. og er pöntunin núna
fyrst að koma. Svona er af-
greiðsla Sambandsins við
þessa minni staði og útkjálka,
sem hafa slæmar samgöngur.
— Regína.
Gamanleikurinn „Hjóna-
spil“ er sýndur við mikla
hrifningu í Þjóðleikhúsinu
um þessar mundir. Þetta er
gamanlcikur fullur af
gáska og fjöri og kemur
leikhúsgestum í gott skap.
Myndin er af Rúrik Har-
aldss., Haraldi Björnss.,
Herdísi Þorvalds., Bessa
Bjarnasyni, Guðbjorgu Þor-
bjarnardóttur og Brynju
Benediktsdóttur í hlutverk-
um sínum.
venjulegast á boðstólum tvær
súputegundir, þrír kjötréttir og
jafnmargir fiskréttir. Þessu næst
kemur kæliborð fyrir mjólk og
gosdrykki og að lokum kaffi-
kanna.
Tilfærsla þessi hefur haft það
í för með sér að gólfpláss hefur
aukizt og borðum því verið fjólg
að. Er Matstofan nú einna stærst
allra greiðasölustaða í bænum.
Eigendur hennar eru Gunnar
Vilhjálmsson og Ragnar Guð-
laugsson.
Aðalíundur Bak-
arasveinafélagsins
AÐALFUNDUR Bakarasveinafé-
lags íslands var haldinn 23.
marz. Úr stjórn félagsins áttu
að ganga formaður, ritari og
fjármálaritari og voru þeir allir
endurkjörnir.
Stjórn félagsins er nú þannig
skipuð: Guðm. B. Hersir, form.,
Jón Árnason, varaform., Sigurð-
ur B. Jónsson, ritari, Alfreð
Antonsen, gjaldkeri og Jón Þ.
Björnsson, fjármálaritari.
Sogsrafmagn
að Skógum
HVOLSVELLI, 17. marz: — I
byrjun febrúarmánaðar kom
hingað flokkur raflínumanna frá
Rafmagnsveitum ríkisins, til þess
að vinna að uppsetningu staura
og undirbúa fyrirhugaða há-
spennulínu frá Hvolsvelli að
Seljalandi undir Eyjafjöllum. I
fyrstu var ákveðið að háspennu-
línan næði aðeins að Seljalandi,
en hefur nú verið framlengd að
Skógum. Síðar mun svo áætlað
að línan nái alla leið til Víkur í
Mýrdal. Raforkan verður tekin
úr spennistöðinni á Hvolsvelli.
Fluttur verður 30 kw. rafstraum-
ur í spennistöð er reist verður
við Markarfljótsbrú en síðan 19
kw. straumur þaðan austur að
Skógum. Verkinu hefur miðað
sérstaklega vel áfram, tími sá er
valinn var í þessar byrjunar-
framkvæmdir hefur reynzt mjög
heppilegur, t. d. voru reistir imi
250 staurar fyrstu 4 vikurnar,
þrátt fyrir að víða hefur þurft að
sprengja. Línulengd samkvæmt
fyrr greindu mun verða um 50
til 60 km. og staurafjöldi áætlað-
ur töluvert á 7 hundraðið. Raf-
veituflokkurinn hefur nú flutt
bækistöðvar sínar að Seljalandi.
Verkstjórn annast Guðmundur
Hannesson. — Fréttaritari.