Morgunblaðið - 29.03.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.03.1960, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. marz 1960 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. B UMFERÐAR- ÖRYGGI IFREIÐAEIGN lands-1 það hlýtur að verða mjög manna fer vaxandi með hverju ári sem líður og skap- ast því eðlilega ný og ný vandamál í umferðinni. En stöðugt er unnið að lausn þessara vandamála, þó að árangurinn sýnist oft á tíðum ekki eins mikill og hann í rauninni er, vegna þess hve margt er jafnan ógert á hverj- um tíma. Ný umferðamerki Fyrir ári síðan var gefin út reglugerð um ný umferðar- merki óg notkun þeirra. Ekki mun hafa verið gerð nein al- þjóðleg samræming á um- ferðarmerkjum. En þau sem hér hafa verið ákveðin munu þó hafa verið gerð í samræmi við það, sem algengast er í nágrannalöndunum. Nýlega var byrjað að setja upp hin nýju merki í Reykjavík. — Sjálfsagt mun alllangur tími líða þar til þau eru komin upp alls staðar, þar sem þau eiga við. Og takmarkið er að koma upp slíkum merkjum um allt land. Kostnaður við mikill. En ekki er nokkur efi á því að árangurinn verð- ur einriig mikill. Enda er þess að vænta, að fólk fari eftir hinum nýju merkjum, og að sú villimennska sé brátt út- dauð, að nota umferðarmerki fyrir skotmörk. Mikið í húfi Frumskilyrði fyrir lög- hlýðninni er það, að fólk finni að boðin og bönnin séu sett af sanngirni og skynsemi. í þessu sambandi má benda á, að nýju umferðarmerkin greina milli algerrar stöðvun- arskyldu við aðalbrautir og biðskyldu fyrir bílum, ef um- ferðin er ekki mjög hröð og útsýni er gott út á aðalbraut- ina. — Baráttunni fyrir auknu umferðaröryggi má líkja við baráttuna gegn ýmsum skæðum sjúkdómum. — Hvoru tveggja miðar að því að koma í veg fyrir örkuml og dauða. Það er því ekki lítið í húfi, að góður árangur náist. FISKVERKUNIN CÖLUSAMTÖK sjávarút- ^ vegsins birtu um sl. helgi greinargerð, þar sem rædd er orsök þeirra gífur- legu skemmda á fiski, sem orðið hafa undanfarið. þjóðarinnar. Það er auðvitað geysi þýðingarmikið, að þessi vara sé sem bezt og verkun fiskjarins sem vönduðust. En á þessu er mikill misbrestur. Óhóflegur netafjöldi 1 henni eru helztu orsakir hinnar hroðalegu meðferðar á fiskinum taldar vera þær, að netafjöldi bátanna er orðinn svo óhóflegur, að þeirra komast aldrei yfir að draga öll netin í einu. Netin liggja því sólarhringum sam- an í sjó og veldur það þegar stórskemmdum á fiskinum. Þá benda sölusamtökin á það, að fiskimönnum sé greitt sama verð fyrir góðan línu- fisk og tveggja nátta hálf- ónýtan netafisk, enda þótt öllum megi vera ljóst, að á þessari vöru sé reginmunur. Hér er um svo stórt mál að ræða, að þjóðin verður að gera sér það ljóst, að í húfi er hvorki meira né minna en samkeppnisaðstaða okkar á erlendum mörkuðum. Þess vegna verður nú að bregða skjótt við. Við verðum að sumir gera róttækar ráðstafanir til þess að bæta meðferð fiskj- arins, allt frá því hann er veiddur, hvort heldur í net eða á línu, í vörpu eða á færi. Taka verður upp eins og sölu- samtökin benda á, strangt fiskmat og vinnslumat á fiski. Ennfremur er ekkert eðli- legra, eins og sölusamtökin einnig telja nauðsynlegt, en að gerður verði verðmunur á ýmsum gæðaflokkum hráefn- isins. Ömurleg mynd Lýsing sölusamtakanna á tneðferð fiskjarins bregður vissulega upp ömurlegri mynd. Fiskurinn og þær af- urðir, sem úr honum eru unn- ar, eru aðalútflutningsvara Geimferð undirbuin F Y R I R nokkrum dögum lagði Eisenhower Bandaríkja- forseti fram skýrslu í þinginu frá geimferðastjórninni banda rísku. —• Fjallar skýrslan um síðari árshelming 1959. — Samkvæmt henni er fyrir- Á næsta ári ráð- gera Bandaríkja- menn að láta mann svífa í „geimhylki" þrjá hringi umhverfis jorðina í 160 km hæð ....... Það verður að hef ja alls- herjar herferð til þess að bæta meðferð fiskjarins og vanda útflutningsfram- leiðsluna. Þar má enginn skerast úr leik. Allir verða að leggjast á eitt. hugað, að Bandaríkin sendi í fyrsta skipti mann út í geim- inn á næsta ári, og skal hann í þessum fyrsta áfanga svífa þrjá hringi umhverfis jörð- ina fyrir utan gufuhvolfið. Farartæki mannsins verður „geimhylki", sem gert er úr sér- stökum málmblöndum, er eiga að geta þolað 1600—1700 stiga hita á klst. — og tekur hylkið nú að svífa til jarðar. Ef allt fer eftir áætlUn,- lendir það svo brátt á hafinu. Þar eiga skip að vera til taks að „fiska“ það upp, en það á að geta haldizt á floti, þótt ein- á Ceicius. Brautin, sem geimfar- ið mun fara eftir, verður um 160 km frá jörðu, og liggur hún vænt anlega yfir Afríku, Ástralíu, Mexíkó og Bandaríkin. — „Flug- hraðinn“ verður um 28.800 km á klst. 0 Lendir á hafinu Þegar þriðju hringferðinni er að Ijúka, ræsir geimfarinn litla eldflaug, sem á að draga veru- lega úr ferðinni — eða niður í 560 km á klst. Verður geimfarið þá yfir Kaliforníu. Þegar það verður komið yfir Bahama-eyj- arnar, hefir enn dregið úr ferð- inni vegna loftmótstöðunnar — og nú lætur geimfarinn mikla fallhlíf þenjast út, en við það hægir hylkið enn meira á sér. Fer þá hraðinn niður í 325 km Fyrir alllöngu voru valdir sjö menn, eftir nákvæma rannsókn, til þess að hefja æfingar með geimferðir fyr- ir augum — og hafa þeir síðan verið þjálfaðir linnu- Iaust. — Gera menxi ráð fyrir, að það verði einn úr þessum hópi, sem sendur verður í hina fyrirhuguðu fyrstu geimferð á næsta ári — Myndin er tekin í fyrra- sumar, þegar þeir félagar fengu í fyrsta skipti að sjá „geimhylki“ það, sem vænt- anlega mun bera einn þeirra út fyrir gufuhvolf jarðar eftir um það bil ár. hver bið verði á því, að skipin komi á vettvang. 0 Varaeldflaug Þegar geimfarinn lendir, hefir nann verið á lofti í um það bil fjóra og hálfa klukkustund. — Allan tímann mun hann hafa radíósamband við stöðvar á jörðu niðri, sem fylgjast munu náið með ferðum hans. — „Geim hylkinu" verður skotið á loft með eldflaug af Atlas-gerð — en á henni verður lítil varaeldflaug, sem nota skal til ?ess að losa hylkið frá aðaleldflauginni, ef eitthvert óhapp verður við út- skotið. A þá geimfarinn að geta bjargað sér og farkosti sínum til jarðar með fallhlífinni. — ★ — Þess má loks geta, að ráðagerð ir eru uppi um að senda menn þvert yfir Atantshaf með Red- stone-eldflaug þegar á þessu ári. — Verður það þá líklega eins konar lokaæfing undir fyrstu geimferðina. ÞAÐ er eðlilegt að hin- ir kommúnisku stjórn- arar Sovétríkjanna, er ekki trúa á framhald lífsins eftir líkamsdauð ann, leggi áherzlu á að gera tilraunir til að lengja hið jarðneska líf eftir föngum. Og þótt ekki hafi enn náðst verulegur árangur á þessu sviði, er stöðugt haldið áfram athugun- um og tilraunum með það fyrir augum að „teygja úr“ lífinu. 102 ára og kennir enn það sérstökum tíðind- um sæta, ef hann vant- ar einn einasta dag í skólann. ★ Nýlega hefir stjórn sovétríkisins Georgíu komið á fót sérstakri stofnun, sem hafa skal með höndum það verk- efni að rannsaka, hvers vegna sumt fólk nær svo miklu hærra aldri en almennt gerist. — Og Georgía er vel fall- in til slíkra rannsókna, því að það eru, sam- kvæmt opinberum upp- lýsingum a.m.k. 10 þús. íbúanna eldri en níræð- ir — en % öldunganna eru konur. ★ Meðal hinna þekkt- ustu þeirra eru Aleksei Gugava, fjallabúi, sem sagður er 132 ára gam- all, Osman Dienia, sem nýlega settist í helgan stein. Þá 125 ára að aldri — og Gcorgi Bolkvadze, sem er hálf- gerður „unglingur“ í samanburði við þessa tvo, „aðeins“ 102 ára — enda stundar hann enn kennslu við sama skól- ann sem hann hefir starfað við í áratugi. Georgi gamli er enn stálhraustur, og þykir ★ Hinir georgísku vís- indamenn fullyrða, að fjöldinn af þeim, sem á annað borð ná níræðis- aldri og þaðan af meira, séu yfirleitt stálhraust- ir — verði tæpast mis- dægurt, og hafi flestir góða sjón og heyrn. Og það þykir ekki tiltöku- mál þar um slóðir þótt menn vinni allt að því fullan starfsdag eftir níræðisaldur — og jafn- vel enn lengur, eins og þeir heiðursmenn, sem fyrr voru nefndir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.