Morgunblaðið - 29.03.1960, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.03.1960, Qupperneq 13
Þriðjudagur 29. marz 1960 MORCUNBLAÐIÐ 13 Aðeins eitt viðfangsefni — ákvörðun á stærð landhelgi og fiskisvæðis j { jllagsmunir þjóðanna rekast á; | með margvíslegum hætti og | erfitt að spá um urslitin Genf, ZJf. marz. E N D A þótt heil vika sé liðin frá byrjun landhelgis- ráðstefnunnar, þá er enn ekki kominn verulegur skriður á fundahöld. Þótt áætlaðir séu fundartímar bæði árdegis og síðdegis, hafa þeir sem beðið hafa um orðið lokið sér af fyrir hádegi. Er þó sagt, að ekki veiti af tímanum, því að búast megi við feikilegri skriðu eða lotu af ræðum, sem standi jafnvel langt fram á nótt, þegar fer að nálgast lok ráðstefnunnar. Þessi tregða stafar af því, að menn eru enn að kynna sér við- horfin til að vita, hvaða möguleikar eru fyrir hendi áður en þeir sjálfir tala. Eftir síðustu upplýsingum framkvsemdastjórnar ráðstefn- unnar virðist nú sem 90 ríkjum hafi verið boðin þátttaka í ráð- stefnunni og er Kamerún í Af- ríku það nítugasta í röðinni. Öll þessi ríki, nema Afganistan og Nepal munu senda fulltrúa. Auk þess eiga ýmsar alþjóðastofnanir áheyrnarfulltrúa á ráðstefnunni, svo sem Matvsela- og landbúnað- arstofnunin, Alþjóða flugmála- stofnunin o. fl. Samtals eru full- trúar þátttökuríkjanna um 435, áheyrnarfulltrúar um 20, aðvíf- andi blaðamenn um 30 talsins og starfslið ráðstefnunnar um 15 manns. Þetta gerir um eða yfir 500 manns, sem hér eru saman komnir til að vera þátttakendur eða áhorfendur að lausn land- helgismálsins. Misstórar sendinefndir Framkvæmdastjórn ráðstefn- unnar hefur verið í nokkurri ó vissu um, hversu margar þjóðir sendu fulltrúa á ráðstefnuna, þar sem allar höfðu ekki svarað, þeg- ar ráðstefnan hófst. Og það var ekki fyrr en í dag sem birtur var listi yfir sendinefndirnar, er það aðeins bráðabirgðalisti, sem verður gefinn út endurskoðaður síðar. Sendinefndir hinna einstöku ríkja eru mjög misstórar. Lang- samlega stærst er sendinefnd Bandaríkjanna með 32 mönnum og er allstór hluti þess hóps eða um 10 menn fiskifræðingar á ýmsum sviðum. I rússnesku sendi nefndinni eru 8 manns, í þeirri brezku 18, norsku 10, dönsku 13, þar af fjórir Færeyingar, Daniel Nolsö, Johan Djurhuus, Jakob Johansen og Erlendur Patursson. Stórveldin hafa auðvitað einnig fjölda aðstoðarmanna, sem ekki eru taldir á skrám. í íslenzku sendinefndinni eru nú 9 menn, eftir að Helga Briem sendiherra var bætt í hana. Eru þeir nú allir mættir hér, nema Henrik Sv. Björnsson ráðuneytis- stjóri, sem kemur seinna. Ritari nefndarinnar er Hildur Kalman. í hinum ýmsu sendinefndum eru að miklu leyt sömu menn- irnir og á síðustu ráðstefnu og voru margir þeirra orðnir per- sónulegir kunningjar þeirra Hans, Davíðs og Jóns, sem sátu síðustu ráðstefnu. Sumir af for- ustumönnum sendinefndanna eru sterkir og áhrifaríkir persónu- leikar, eins og t. d. George A. Drew, formaður kanadísku sendinefndarinnar. Hann er sendiherra lands síns í Lundún- um en var í harðri andstöðu við Breta á síðustu ráðstefnu, er hann barðist fyrir tillögu Kanada og lét þá aldrei undan síga. Nýr maður Breta Fyrir Breta mætir hér nýr maður, John Hare, landbúnaðar- og fiskimálaráðherra. Kemur hann í staðinn fyrir Manning- ham Buller dómsmálaráðherra, sem hefur verið sviptur forsæti sínu af einhverjum dularfullum ástæðum. Opinberlega láta Bret- ar í það skina, að það sé vegna þess, að hann hafi móðgað Drew fulltrúa Kanada í veizlu og orð- ið persónulegur fjandmaður hans. Hafi það valdið hinni hörðu andstöðu Kanada við sjónarmið Breta. Orðrómur hermir hins vegar, að brezkir togaramenn hafi afsagt Manningham Buller, af því, að hann hafi verið alltof heiðarlegur og eftirgefanlegur við íslendinga. En íslendingar á síðustu ráðstefnu urðu í Vill ekki styggja kaþólska Auðvitað hafa ekki 511 ríki jafnmikilla hagsmuna að gæta af úrslitum þessara ráðstefnu. Til dæmis hefur páfastólnum verið boðið að senda fulltrúa og hann hefur sent hingað handleggsbrot- inn svissneskan prest að nafni Henri de Riedwatten, sem arkar hér um með vinstri handlegginn í gipsi og lagðan í stellingar á mikinn timburdrumb eða gálga. Er þetta líkast því, sem prestur- inn sé með skrifborðið sitt með sér, hvert sem hann fer. Eg spurði einn íslenzku nefndar- mannanna, hvort þeir gætu ekki leitað eftir stuðningi prests og heitið því um leið að taka kaþólska trú. — Það taldi nefnd- armaður þýðingarlítið. Prestur- inn myndi sennilega eingöngu hugsa um landhelgi Guðsríkis. Hann forðaðist það eitt að styggja nokkurt kaþólskt ríki. Nú hagaði svo málum, að sum kaþólsk ríki vildu breiða land- helgi, önnur mjóa landhelgi. Þar af leiðandi sæti prestur alltaf hjá við atkvæðagreiðslur. Undan- tekning var þó þegar Páfaríkið greiddi atkvæði með tillögu Bandaríkjanna á síðustu ráð- stefnu. Þátttaka „landlokuðu“ ríkjanna Um síðustu helgi birti enska stórblaðið Daily Express grein um ráðstefnuna, þar sem það svissneska útvarpinu hafi vakið talsverða athygli innfæddra. Hins vegar er það halli fyrir okk- ur íslendinga að landlokuðu Asíu ríkin, Afganistan og Nepal, skuli ekki vera með, því að þau fylgdu 12 mílum. Viðunandi lausn er al- þjóða þörf Þessi önnur Genfarráðstefna byrjar að flestu leyti á annan hátt, en fyrri ráðstefnan. Fyrri ráðstefnan fjallaði um allar rétt- arreglur á hafinu og var þegar í byrjun hægt að fara að ræða þær í mörgum nefndum. Laga- nefnd Sameinuðu þjóðanna hafði lagt fram frumvarp í um 80 greinum. Þannig var frá upphafi nóg viðfangefni. Að þessu sinni er viðfangsefn- ið aðeins eitt, þó það skiptist niður í tvo óaðskiljanlega þætti — stærð landhelgi og fiskisvæð- is fyrir utan landhelgina. 1 þessu efni liggur ekkert sérstakt álit fyrir. Á síðustu ráðstefnu voru greidd atkvæði um málið en árangurslaust. Málið er mjög viðkvæmt fyrir fjölda þjóða, en almennt virðist viðurkennt, að það sé mikil alþjóðleg þörf á að leysa það á viðunandi hátt til þess að koma í framtíðinni í veg fyrir slíkar milliríkjadeilur eins og „þorskastríðið“ milli Breta og íslendinga. Þar sem viðfangsefnið er þann- ig aðeins eitt, er aðeins ein nefnd starfandi á ráðstefnunni, svoköll- uð „heildarnefnd" og sitja í henni allir fulltrúarnir á ráð- Þorsteinn Thorarensen (Iengst t. h.) ræðir við fulltrúa í islenzku sendinefndinni. Þeir eru, talið frá vinstri: Hans G. Andersen, Hermann Jónasson, Davíð Ólafsson og Jón Jónsson. skemmstu máli ekki sérlega var- ir við þá eiginleika Manningham Bullers. John Hare hefur enn lítið lát- ið á sér kræla, en með honum kemur hins vegar aftur á þessa ráðtefnu Sir Gerald Fitzmaurice, lögfræðiráðunautur brezka utan- ríkisráðuneytisins, smár maður og krangalegur, hvíthærður og ætíð mjög vel kembdur og snyrti- legur til fara, neglurnar pússað- ar, aðeins vantar rós í hnappa- gatið. Og þegar hann tekur til máls flæðir af vörum hans svo dúnmjúk Öxnafurðuenska, að ef kokkneyi frá London heyrði þetta, myndi hann hrópa „Blar- ney“. Aðalfulltrúi Rússa er þjóð- réttarfræðingurinn Grigori Tun- kin, sem er yfirmaður skjala- og samningadeildar rússneska utan- ríkisráðuneytisins. Hann er lág- vaxinn maður og fágaður í fram- komu. Hann varð almennt vin- sæll á ráðstefnunni, er hann forð- aði þingheimi frá því að kafna í nefndaherbergi. lýsir því yfir, að það sé furðu- legt að bjóða til ráðstefnunnar „landlokuðum" ríkjum, sem engan aðgang eiga að hafi og geta því engra hagsmuna haft að gæta af því, hve stór landhelgin sé. En Daily Express er sérstak- lega óheppið í að velja dæmi, því að þeir taka Sviss og spyrja, hvort það sé nokkuð vit í því, að hin rriikla sæfaraþjóð Bretar eigi að sætta sig við niðurstöðu á ráðstefnunni þar sem atkvæði landlokaðs ríkis eins og Sviss getur ráðið úrslitum. En svo illa vill til, að Sviss- land fylgdi Bretum algerlega eftir fyrst í þremur mílunum og síðan í sex mílunum. Urðu sviss- neku blöðin ákaflega sár og reið út í Breta fyrir blaðagrein þessa og mér virðist, að svissneski að- alfulltrúinn Paul Riigger, góð- látlegur roskinn maður, hafi orð- ið einkar sorgbitinn á svip eftir þennan atburð. Engin von er þó til að Sviss söðli yfir og það jafnvel þótt hið ágæta samtal Jóns Jónssonar fiskifræðings í stefnunni. Þar sem hún kallast þó og er nefnd, ákvað fram- kvæmdastjórn ráðstefnunnar, að gera skyldi mun á allsherjarfund um ráðstefnunnar og nefndinni með því að láta nefndina sitja á fundum í nefndarsal. Samtals eru hér í Þjóðabanda- lagshöllinni fimmtán nefndarsal- ir og skyldi heildarnefndin starfa í þeim stærsta, sem ber númerið 12 og er m. a. prýddur risastóru málverki eftir mexí- kanska málarann Diego Riviera. Var svo þröngt um mann, að jafnvel áður en fundur var sett- ur, var andrúmsloftið orðið kæf- andi. En þarna gerðu þeir Dean frá Bandaríkjunum og Tunkin frá Rússlandi fóstbræðralag með sér gegn óheilbrigðum hollustu- háttum. Fyrsta ákvörðun heild- arnefndarinnar varð, eins og Llewelyn Chanter fréttamaður Daily Telegraph benti svo skemmtilega á, að útvíkka sína eigin landhelgi og flytja sig yfir í hinn stóra aðalfundarsal. Síðan er enginn munur á nefnd Henri de Riedwatten fulltrúi Páfastólsins og allsherjarfundi að ytra útlitk nema að í nefndinni situr Correa frá Ekvador í formannssæti, en á allsherjarfundi Wan prins frá Thailandi. Þó þarf ekki að taka fram að verulegur munur er á fundarsköpum og i nefnd er ekki ætlazt til að menn taki undir með lófaklappi. Hinar ólíkustu skoðanir Eg veit, að heima á Islandi muni menn spyrja: — Að hverju er nú stefnt á ráðstefnunni? Því er til að svara, að auð- vitað stefnir hvert ríki að þvi að tryggja sína hagsmuni sem bezt. En þeir hagsmunir eru mjög sundurleitir, eftir því, hver á í hlut. íslenzka nefndin miðar að því, að tryggja sem bezt rétt íslendinga yfir fiskimiðunum við strendur landsins. Aðrir leggja miklu meiri áherzlu á áhrif land- helgisstærðar í hemaði o. s. frv. Þessar ólíku skoðanir rekast á með margvíslegum hætti og því ber Islendingum að halda svo á, að okkur verði að sem mestu frambúðargagni. Um úrslitin er mjög erfitt aS spá. Ráðstefnan nú er beint fram hald af síðustu ráðstefnu, þar sem nægilegur meirihluti náðist ekki fyrir neinni tillögu. I við- ræðum þeim sem nú fara fram bak við tjöldiri koma án efa til tals ýmsir möguleikdr. Það verður ef til vill talað um samræmingu á rússnesku tillög- unni og þeirri kanadisku, eða um samræmingu á þeirri bandarísku og kanadísku og verður það rann sakað í öllum tilfellum á bak við tjöldin, hvort einhver sátta- lausn hafi nægilegt fylgi, eða hvort hægt sé með breytingartil- lögum að afla einhverri tillögu meirihlutafylgis. Sjónarmið Rússa er að tryggja skilyrðislausa 12 mílna land- helgi. Þar ráða hernaðarsjónar- mið meira en fiskveiðar og þess vegna er alveg viðbúið að þeir samþykki ekki það eitt að fá 12 mílna fiskveiðilögsögu. 3ja mílna þjóðir á undanhaldi Þeir, sem vilja litla landhehgi 3—4 mílur, svo sem Bretar, Bandaríkjamenn og Svíareruaug sjáanlega á undanhaldi. Dean talsmaður Bandaríkjanna hóf ræðu sína með því að segja, að Bandaríkin byrjuðu þar, sem þau hættu seinast. En í sömu ræðunni tilkynnti hann þó enn frekari tilslakanir frá því sem Bandaríkin höfðu fallizt á siðast og sterkur orðrómur gengur um hér í Þjóðabandalagshöllinni, aS Bandaríkin muni fallast á atS tímabinda hin sögulegu réttindi jt. d. við 10 ár. Hefðu þeir gert Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.