Morgunblaðið - 29.03.1960, Page 17

Morgunblaðið - 29.03.1960, Page 17
Þriðjudagur 29. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 17 Bjarni Bjarnason bóndi og skólastjóri Laugarvatni SÍÐLA hausts 1959 skrifaði ég afmælisgrein um góðkunningja minn, samstarfsmann— þó ekki í stjórnmálum, — bónda og starfandi fulltrúa i félags og verðlagsmálum landbúnaðar, en af einhverju framkvæmdarleysi var hún aldrei send til birting- ar. Nú vil ég minnast þessa kunn- ingja í tilefni 70 ára aldursaf- mælis hans. Maður þessi er Bjarni Bjarnason bóndi á Laug- arvatni fyrrv. skólastjóri. Bjarni Bjarnason er fæddur 23. október 1889, að Búðarhóli í A- Landeyjum, Rangv. Foreldrar hans voru Bjarni bóndi Guð- mundsson bónda í Búðarhólshjá- leigu Sigurðssonar og kona hans Vigdís Bergsteinsdóttir bónda á Torfastöðum í Fljótshlíð, Vig- fússonar frá Grund í Skorradal. Er mér tjáð af kunnugum, að for- eldrar Bjarna skólastj. hafi verið mjög mæt hjón og merk, og sé ætt hans gott bændafólk. 1 foreldrahúsum vandist Bjarni allri vinnu og deildi kjörum með sparsömu og ráðdeildarsömu fólki. Er mér í fersku minni, hve Bjarni Bjarnason sagði í útvarps þætti vel frá reynslu sinni og kynnum af fátæku heimili, —■ svöngum börnum, er hann 10—12 ára drengur var sendur þangað í ákveðnum erindum og varð þar næsturgestur. Var frásögnin lát laus og lýsti ástandinu á heim- ilinu, sem var átakanlegt vegna bj argræðisskorts. Þá eru mér minnisstæð fyrstu kynni okkar Bjarna. Það var á fyrsta ári mínu í Brautar- holti, að ég tók til geymslu nokk- ur hundruð hross, er Guðmund- ur Böðvarsson kaupm. hafði keypt norður í Húnavatnssýslu, meðan skipið var að verða ferð- búið í Rvk. Ég skyldi sjá um rekstur þeirra til skips, en hann sendi mér einhverja rekstrar- sveina. Hann sendi mér tvo og það voru þeir Bjarni Bjarnason og Pálmi Hannesson rektor. Ferð- in gekk ágætlega og í Gufunesi bættist við Jónas Björnsson bóndi þar. Er mér enn í minni sá glaðværi hópur góðra félaga og hestamanna. Bjarni Bjarnason gekk í Flens- •borgarskólann árin 1907—1909 og lauk kennaraprófi úr Kennara- skólanum vorið 1913. Síðar fór hann til Kaupmanna- hafnar og lauk prófi frá Statens Gymnastik-Instititut árið 1914. Er heim kom varð hann kennari við barnaskóla Hafnarfjarðar og skólastjóri frá 1915—1929. Árið 1929 varð hann skólastjóri héraðsskólans á Laugarvatni og gengdi því starfi um 30 ár eða til síðastl. hausts. Starf Bjarna Bjarnasonar sem skólastjóra á Laugarvatni, verð- ur að skoða hans aðal ævistarf og munu menn, sem kunnugir eru, telja, að hann hafi unnið þrekvirki í starfi sínu þar og verið stjórnsamur og hinn nýt- asti maður. Á vettvangi opinberra mála heíur hann og verið ötull og af- kastamikill, en ég mun ekki ræða þann þátt hér. Bjarni Bjarnason er dreng- lyndur og sanngjarn í viðræðum. Hann er ræðumaður góður, ein- arður í málflutningi, nokkuð her- skár og kauppsfullur ef þung and staða verður fyrir. Ég sem þessar línur rita, hefi unnið all mikið með Bjarna á fundum Stéttarsambands bænda, því þar hefur hann verið fulltrúi frá stofnun þess, og nú í stjórn þess og í Framleiðsluráði — og ætíð þótt gott með honum að vinna. Það er mitt álit, að hann hefir ætíð viljað vinna vel og Félng Fromreiðslumanna Fundur verður haldinn í Félagi Framreiðslúmanna fimmtudaginn 31. marz n.k. í Nausti kl. 5 s.d.. Ýms áríðandi mál á dagskrá. Félagar f jölmennið. STJOBNIN. Spánarviðskipti • Get útvegað íslenzkum innflutningsfyrirtækjum hverskonar vörur frá Spáni. Verð og vörugæði sam- keppnisfært. Verð til viðtals næstu daga að Hótel Borg, herbergi No. 302, og veiti frekari upplýsingar. S. MONTANER. Hestamannafélagið HOROUR Hestamannafélagið Hörður Kjósarsýslu minnist 10 ára afmælis síns með samkomu að Hlégarði laugard. 2. april kl. 21. Aðgöngumiðar seldir hjá stjórninni og Kristjáni Vigfússyni Reykjavík. Miða þarf að kaupa fyrir fimmtudagskvöld 31. marz. STJÓRNIN drengilega að málum bænda, og þeirra sem við landbúnað starfa. Bjarni Bjarnason kvæntist fyrri konu sinni Þorbjörgu Þor- kelsdóttur árið 1928, en hún and- aðist á Laugarvatni í april 1946. Var Þorbjörg sál. vel gefin kona og manni sínum samhent. Þau hjónin eignuðust tvö börn. — Árið 1950 gekk Bjarni að eiga seinni konu sína Önnu Jónsdóttur alþingismanns Jónatanssonar er var bústjóri í Brautarholti 1901— 1908 og síðar bóndi á Ásgauts- stöðum í Flóa og starfsmaður hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Þau hjónin Anna og Bjarni eru góð heim að sækja og með góð- vild taka þau'á móti gestum sem ber að garði og veita þeim gleði- stund með góðum samræðum um margvísleg efni. Bjarni var glímu og íþrótta- maður mikill á yngri árum og mun hafa allt til þessa tíma verið til í að taka glímutökin, ef svo bar undir. Hann var og er íþróttaleiðtogi mikill og mesti drengskaparmað- urí allri keppni og framkomu. Hestamaður er Bjarni á Laugar- vatni og á margt góðra hesta. Bjarni Bjarnason var alþingis- maður Árnesinga 1934—42 Snæ- fellinga 1942. Fulltrúi á Búnaðar- þingi hefur hann verið lengi. Áður en hann fluttist að Laugar- vatni hafði hann búskap á Straumi sunnan Hafnarfjarðar. Þá var það, að hann mætti á aðalfundi Mjólkurfélags Reykja- víkur, sem fulltrúi fyrir sveit sína. Var fundur þessi vel sóttur og mál rædd, sem voru mikilsverð fyrir starfsemi félagsins og fé- lagsmenn og tók Bjarni vel og órengilega þátt í þeim umræð- um. Síðar áttum við Eyjólfur Jó- hannsson forstjóri Mjólkurfélags ins samtal um burtför Bjarna úr héraðinu og töldum það báðir tjón fyrir byggðarlagið. Að síðustu vil ég óska þeim hjónum, Önnu og Bjarna til ham- ingju með afmælisdag húsbónd- ans á Laugarvatni og óska þeim góðra og bjarta starfsdaga. Ólafur Bjarnason. H úsgagnasmiðir Húsgagnaverzlun óskar eftir því að komast í sam- band við verkstæði, sem framleiðir pianóbekki. Til- boð ásamt mynd óskast send afgr. blaðsins merkt: „Pianóbekkir — 9454“, fyrir 10. apríl n.k. Verzlunarhúsnæði óskast til kaups eða leigu nú þegar. Lysthafendur sendi nafn og símanúmer í lokuðu umslagi til afgreiðslu blaðsins merkt. „Staðgreiðsla — 9450“. Jarðýta Til sölu er stór jarðýta. Upplýsingar í síma 22676 milli 7—8. Heildverzlun óskar eftir að taka á leigu gott lager- pláss fyrir vefnaðarvörur, sem næst miðbænum. Upp- lýsingar í síma 15805 og 15508. Dieselbifreið Til sölu er Volvo dieselvörubifreið 8—9 tonna, með vörupalli. Bifreiðin hefir verið notuð í 4 ár, og reynst mjög vel og er í góðu lagi. Upplýsingar gefur Magnús Kristjánsson Hvolsvelli Rang. Sérhver kona á auðvelt með að sjá hvenær maðurinn er aftur sómasamlega rakaður * 10 blaða málmhylki með hólh_ fyrir notuð blöð Og slíkur rakstur fœst aðeins með Bláu Gillette Blaði í Gillette rakvél.1 Reynið eitt blað úr handhægu málmhylkjunum 4 morgun og finnið mismuninn. Gillette Til að fullkomna raksturinn — Gillette rakkrem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.